Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 7
R R J A L S Þ J O -D <=Hdu.qa.rJíi au^ardaýinn 13.• f élinlar I9Ó0 Glæfraspil Frh. af 1. síðu. minna en það, að tekjur allra þeirra, sem kaupa gjaldeyris- vörur eða gjaldeyrisþjónustu rýrna um það sem nemur hækkun þessara hluta vegna gengisbreytingarinnar og tolla- hækkunarinnar að krónutölu. En tekjur þeirra, sem selja gjaldeyrisvörur úr landi og tekjur ríkissjóðs aukast ná- kvæmlega jafn mikið og tekju- rýrnuninni nam hjá hinum. Þær stéttir, sem ekki taka laun sín samkvæmt samningi eða launalögum, hafa ýmsar leiðir til að bæta sér upp þá tekjurýrnun, sem þær ættu að þola samkvæmt eðli málsins. Þannig er með einu penna- striki mögulegt, að framkalla nýja tekjuskiptingu í þjóðfélag- inu, og gera að engu langa og þjáningarfulla baráttu lág- tekjustéttanna fyrir því að fá i sinn hlut meira af þjóðartekj- unum en atvinnurekendur vildu með góðu móti skammta þeim. Þetta er hin víðfræga penna- 'striksaðferð Ólafs Thors og íhaldsaflanna, sem þau höfðu ekki bolmagn til að framkvæma til fulls fyrr en þau gátu not- ast við Alþýðuílokkinn einan, eftir að hafa bjargað honum i gegnum tvennar kosningar. Óðs manns æði. Það er fullkomlega óðs manns æði að láta sér detta í hug, að sú kjarnmikla og óbeygða kynslóð, sem alizt hefur upp í landinu síðustu áratugina láti bjóða sér það, sem núverandi ríkisstjórn hyggst framkvæma, án þess að rísa gegn því. Það er líka fullkomlega óskiljanlegt, hvernig menn geta látið sér detta í hug, að það efnahagskerfi geti staðið til langframa, sem annarsvegar býður upp á verðbólgu — eða „óðaverðbólguverðlag“, en kreppukaupgetu og „hæfilegt atvinnuleysi“ hinsvegar. Slíkt kerti er af sjálfu sér dæmt til að falla. Það er ekkert launungarmál, að um mörg ár hafa menn sí- fellt mætt nýjum og nýjum á- lögum hins opinbera og verð- bólguþróun með lengri og lengri vinnudegi, og með því að ofbjóða sjálfum sér með miðaldaþrældómi á þeirri öld, sem allar siðaðar þjóðir setja styttingu vinnudagsins og minnkun þrældómsins efst á dagskrá. En það efnahagskerfi, sem ber í .sér samdrátt og „hæfilegt atvinnuleysi“ girðir fyrst af öllú fyrir þessa nauð- vörn hins fátæka manns. Þar sem ekki er atvinna fyrir alla átta stundir á dag, þar hverfur eftirvinna fyrst. En það er öllum sem til þekkja Ijóst að við núverandi verðlag mundi enginn verka- maður lifa sómasamlegu lífi af átta stunda vinnu, hvað þá þegar hið nýja verðlag er kom- ið til framkvæmda.' Kerfið hlýtur að falla. Af því sem hér er sagt og fjölmörgum ástæðum öðrum er ljóst, að þetta nýja efnahags- kerfi“ er fyrirfram dauðadæmt. Þess vegna er það ófyrirgefan- legt glæfraspil að reyna aðj framkvæma það. Sú pólitíska glæfra- mennska sem í því felst verður og hlýtur að fela í sér dauðadóm yfir þeim stjórnmálaflokkum, sem að þessum ráðstöfunum standa. • • 1 Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið skv. venju að innheimta fyrirfram upp í útsvör 1960, sem svarar helmmgi útsvars hvers gjaldanda árið 1959. Fyrirframgreiðsluna ber að greiða með 4 afborgunum og eru gjalddagar I. marz, 1. apríl, 1. maí og I. júní, sem næst 12/°/c af útsvan 1959 hverju sinni, þó svo að greiðslur standi jafnan á heilum eða hálfum tug króna. Reykjavík, 8. febrúar 1960. Borgarritarinn. Mikill ótti er innan stjórnar- flokkanna við hallærisráðstaf- anir þær, sem eru yfirvofandi, og því mun fara fjarri, að þær hafi átt fylgi allra flokksstjórn- armanna Alþýðuflokksins, þótt enginn greiddi atkvæði gegn þeim. Steindór Steindórsson menntaskólakennari spurði ráð- herra flokksins, hvernig þeir myndu bregðast yið, ef fundur- inn hafnaði hugmyndum þeirra. Svarið var: Við segjum af okk- ur. Þótt talsvert bóli á óhug inn- an Alþýðuflokksins, er óánægj- an og hræðslan þó miklu meiri í Sjálfstæðisflokknum. Hinum gætnari mönnum þar finnst ekki ná neinni átt, að nú skuli eiga að taka stórlán til þess eins að éta það út, fáum vikum eftir að Ólafur Thors skýrði frá því í áheyrn alþjóð- ar, að vextir og afborganir af erlendum lánum væru orðinn svo stór hluti af gjaldeyristekj- unum, að nær einsdæmi væri í hciminum og stórhættulegt landi og þjóð. Þá finnst mörgum þáð að vonum ofboðslegt, að ekki skuli gerð sú krafa til ríkis og bæj- arfélaga að koma á ströngum sparnaði, heldur skuli nú eiga að stórauka skattheimtu þess- ara aðila, á sama tíma og stór- um þrengir að öllum lands- lýð. Jafnvel þau gjöld, sem runnið hafa í útflutningssjóð, skulu ekki felld niður, þótt hlut- verki sjóðsins sé lokið. Margir spyrja líka um það, hvaða skörð eigi að höggva í bitlingakerfið, sem stjjórnmálaflokkarnir hafa notað til þess að fita sig og hirð sina á. Þá er orðin mikil ólga inn- an sumra stétta, sem mjög hafa fylgt Sjálfstæðtsflokknum að málum, þar sem þær telja sýnt, að hann ætli ekki að sjá hags- munum þeirra borgið í þessu ölduróti. Úrslitin í Dagsbrúnarkosn- ingunum hafa loks dregið mjög kjark úr sumum stjórnmála- mannanna. Fyrir þjóðfélagið er ískyggi- legast, ef dembt verður á ráð- stöfunum, sem fara gersamlega út um þúfur og koma að engu haldi, þá stöndum við uppi með ægilegri dýrtíð en nokkru sinni áður, sokknir dýpra í skuldir, en þó engu nær um lausn vandamálanna- Bifreiðasalan BÍLLINN Varðarhúsinu sínti lfí - fí - 33 Þar sem flestir eru bílarnir, bar er úrvalið mest. Oft góðir greiðslu- skilmálar. TILKYMING frá FéiagsmálaráBuneytinu Að marggefnu tilefni tilkynnist hér með, að heimild til endurgreiðslu úr sparimerkjabókum er bundin við giftingu eða að menn hafi náð 26 ára aldri. Undanþágur þær sem skattayíirvöldum er heimilt að veita eru yfirleitt aðeins veittar frá þeim degi að um hana er beðið, eða frá þeim tíma að að- staða hefur skapast til þess að verða undanþágunn- ar aðnjótandi. Félagsmálaráðuneytið, 10. febrúar 1960. €Þfjf Sðifjti " Framh. af 4. síðu. á öðrum vetri, er gamli maður- inn hafði átt, voru metnir á þrjá ríkisdali. Dánarbúið jafn- gilti því, að hann hefði átt 2900 sauði á þeim aldri. Skuldir voru nálega engar, nema hvað vandamenn hans gerðu kröfu til þóknunar fyrir umstang og kostnað við útför og erfis- drykkju. Sjálfur hafði hann ekki heldur átt fjái’muni hjá öðrum, því að það hafði aldrei verið vandi hans að lána pen- inga eða draga innheimtu þess, sem honum bar. Aðeins örfárra ríkisdala virði stóð inni hjá tveimur landsetum, og eithvað annað eins átti hann hjá verzl- uninni á Hofsósi. Jarðeignirnar voru ellefu — Gröf og Grafai’gerði, Stóra- Bi’ekka og Þorgeirsbrekka, Skuggabjöi’g, Tumabrekka og sex hundi’uð í Krossi í Hofs- hi’eppi, fimm hundx’uð í Klóni i Hrolleifsdal, Stóra-Þverá og Minni-Þvei’á í Fljótum og Þor- steinsstaðakot í Lýtingsstaða- hreppi. Firnin öll hafði gamli maður- inn átt af búsgögnum, en margt af því var gamalt og slitið og svipur allur fornlegur á mun- um: Þar voi’u eirkatlar miklir í búi, tinföt til framreiðslu á viðhafnardögum, en nær ekk- ert til úr leir, ver á rúmfatnaði úr skinni og sti’iga, öi’fá silfur- staup, sem stórhöfðingjum hef- ur vei’ið skenkt á, þá sjaldan þá bar að garði í Gröf. Föt gamla mannsins voru einnig fornfá- leg, en viðhafnai’klæði þó silf- urhneppt, en glei’hnappar á sparifatnaði, sem tjaldað hef- ur verið, þegar vel skyldi klæðzt, en þó án skai’ts. Mestur nýtízkusvipur var á einu eld- húsgagni, sem HalLdóra gamla hefur einhvern tíma eignazt: Það var eplaskífupanna. Hún hefur nefnilega brugðið því fyr- ir sig að baka ástarpunga. TTey voru mikil og forn, alls virt á fjörutiu og fjóra rík- isdali, dreifð á ýmsa staði um tún og haga í Gröf og Grafar- gei’ði. Gamli maðurinn hafði líka átt fiskhjalla og skemmur við Grafarós og í Grafargerði, og báta átti hann þrjá, eina júffei-tu, sexæring og fjórró- inn bát. Veiðarfæri hans voru fjögur haldfæri, sex linustokk- ar og vænt safn af öngultaum- um og færisstúfum. Það hefur öllu vei’ið haldið til haga í Gi’öf, er gat verið til einhvers nýtt, Til veiðarfæranna má einnig telja ólai’vað, sem not- aður hefur verið við björgin £ Drangey. Gamli maðurinn hef-» xu’ víða leitað fanga. Bækur voru nokkrar, og það má með fáum orðum lýsa bókar safninu svo, að það veiti ofur* litla hugmynd um manninnr Þetta voru guðsoi’ðabækur margar, þar á meðal Steins- biblía, fornsögur nokkrai^ hreppstjórainstrúxið, reiknings- kver og Atli séra Björns í Sauðt lauksdal. Það er trúin, embættr isskyldan og búhyggindin, senj. mótað hafa bókakaup Jóns ríkal auk þarfar hans á því að getal bi’ugðið fyrir sig reikningi og dálætis á foi’nhetjum, sem elsk4 uðu gullið eins og hann sjálfur. j T^að lætur að líkum, að mælt -*• væri eftir slíkan mann sera Jón í Gröf. Eftirmælin birtust; í Þjóðólfi, en voru samt me<$ nokkuð óvanalegum hætti. Fyrst er sagt frá því, að nú sé ráð- deildar- og auðmaðurinn Jón Guðmundsson í Gröf á Höfða- strönd látinn og að því vikið, hvað hann lét eftir sig af eign- um. Síðan segir: „Það er nú forn siður að nefna slíkt ráðdeild hér hjá oss, en. hafi Jón heitinn í Gi’öf átt þessa peninga ai’ðlausa um lengri tíma, sem öll líkindi eru til, til dæmis um tíu ár alla, en helm- inginn hin tíu árin, þá hefur nú(: þessi ráðdeildarmaður vor þar með setið af sér og verr en. fleygt í sjóinn ekki minna eii náíægt eitt hundrað og sextíu rikisdölum ái’lega í tuttugu ár eða tvö þúsund og sex hundruð ríkisdölum. Væri slíkt fagur^ fé og gagnlegt, ef nú væri til, hvort sem því hefði vei’ið var- ið til opinberra, þarfra stofnana eður annai-s góðs, því það hefði nú mátt af sér geta meira eri eitt hundrað rikisdala vexti um aldur og ævi“. Svona voru þeir nú farnir aSÍ hugsa fyrir sunnan árið 1857. En Jón í Gröf hugsaði öðru. vísi og varð samt öðrum mönn- um ríkari. Og hann hefur vafa- laust haft meira yndi af silfur- peningunum í fiskhlaðanum á bænhúsloftinu en verðbi’éf eða bankainnstæða hefði getað veitt honum. (Helztu heimildir: Lbs. 2110; 4to, skiptabækur Skagafjarð»j arsýshi, nuinntöl).

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.