Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.02.1960, Side 1

Frjáls þjóð - 20.02.1960, Side 1
9. árg. Laugardaginn 20. febrúar 1960 7. tbl. Skemmtun þjóð- vamarféEaganna á fimmtudaginn Þjóðvarnarfélögin í Reykja- vík gangast fyrir skemmtun n. k. fimmtudag, 25. þ. m. i Fram- sóknarhúsinu uppi, og hefst hún kl. 9 síðd. Til skemmtunar verður m. a. félagsvist og dans, enn fremur happdrætti o. fl. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Politískur frímerkjaþjófnaður lögvernduð rán gðmlu flokkanna Rit eitt, sem Viðreisn nefnist og er áróSursrit um hmar nýju hallærisráðstafanir, hefur vakið umræður um það, hvernig stjórnmálaflokkarnir fara að því að láta ríkissjóð kosta starfsemi sína. Ritlingur þessi er nefnilega prentaður á ríkiskostnað, og hefur þeirri ráðstöfun verið líkt við frímerkjaþjófnaðinn hjá póst- og símamálastjórmnni. Hér er komið að miklu stærra og víðfeðmara máli en í fljótu bragði gæti virzt. Um langt skeið hefur nefnilega verið um það hið nánasta og bezta sam- starf allra gömlu stjórnmála- flokkanna f jögurra að fara ráns- hendi um almannafé og lög- helga þær aðferðir, sem vel má Jíkja við frímerkjaþjófnaðinn. Þeir bafa komið sér upp mjög viðamiklu kerfi, sem tryggir þeim milljónir króna af al- mannafé á ári hverju undir alls konar yfirskini, en er þó ekki annað en pólitískur útgerðar- kostnaður. Nefndir o? ráS. Það er alkunna, að hér á landi eru til nokkur hundruð nefnda og ráða, sem skipuð eru fulltrúum stjórnmála- flokka. í þessar pólitísku stofn- anir er ýmist kosið á alþingi sjálfu í samræmi við atkvæða- magn flokkanna þar eða nefnd- armenn eru skipaðir af ráðherr- um, með eða án tilnefningar flokkanna. Launin eru ákvörð- uð af flokkunum bak við tjöld- in, nær ævinlega miklu hærri en svarar til þeirrar vinnu, sem þessar nefndir og ráð láta í té. Til þess eru líka refarnir skorn- ir, því að þarna eru flokkarnir að seilast til opinbers fjár til þéss að kosta hjá sér hið póli- tíska úthald og gera gæðingum sínum lífið þægilegt. Þetta er þeirra löghelgaði frímerkja- þjófnaður. Hver hlutur á sinn sta£. Allt er þetta kerfi í mjög föst- um skorðum. Ráð og nefndir, sem tengd eru meiri háttar fjár- málastofnunum, svo sem bönk- um, stóriðjufyrirtækjúm eða útflutningsgreinum, eru eins kopar viðhafnarsæti, sem ætluð eru sjálfum eigendum flokk- anna og örfáum mönnum, sem þeir hafa tekið í sérstakt fóstur. Þessar nefndir, bankaráð ug verksmiðjustjórnir, gefa líka af sér mestar tekjur fyrir minnsta vinnu, að jafnaði allmarga tugi þúsunda á ári. Geti sami stjórn- málaforingi komið sér í tvö eða þrjú slík saeti, fær hann há embættislaun aukalega á ári hverju í þóknun fyrir vikið. Gerviendurskoðendur ýmissa fýrirtækja eru einkum valdir úr hópi gamalla og kalkaðra stjórnmálamanna, og slíka end- urskoðun hl(ióta til dæmis sjálfir ríkisreikningarnir. Blaðamenn eiga forgangsrétt að nefndum, sem settar eru á laggirnar í blóra við menning- una, svo sem útvarpsráð og menntamálaráð. Með þeim hætti er hægt að láta ríkið greiða þeim kaupuppbót. Fleiri leiðir að frímerkjaskápiuun. Þetta er þó aðeins lauslegt og fátæklegt yfirlit um hinn lög- helgaða, pólitíska frímei'kja- þjófnað. Álitlegum skara manna er einnig séð fyrir tóbaki og áfengi á kostnað ríkisins, enda þurfa flokkarnir þess við oft og tíðum. Stundum telja sjálfir ráðherrarnir það ekki eftir sér að vera í brennivíns-' flutningum upp í sveitir fyrir kosningar. Þingmenn og ráð- herrar hafa líka ákvarðað sjálf- um sér sérreglur, hvað snertir greiðslu tekjuskatts og útsvars af inntektum sínum, og sjálf- um sér gefa ráðherrar bíla að mestu leyti um það leyti, sem ráðuneyti lýkur starfsferli. Sér- stöku og ærið rausnarlegu eft- irlaunakerfi hefur verið komið á fyrir ráðherra, og engu fólki. eru veitt eftirlaun á átjándu' grein fjárlaga af jafnmikilli^ kurteisi og því, sem á einhvern hátt hefur verið tengt eða vandabundið þingmönnum. Ríkisbílar eru oft látnir í té, án tillits til þess, hvort embætti það, sem menn gegna, krefst slíks farartækis eða ekki, en aðrir fá bílastyrki, jafnvel þeir, sem engan bílinn eiga og þurfa hans heldur ekki. Það eru hinir pólitísku skóhlífastyrkir. Algeng greiðasemi er það við duglega flokksmenn, að þeir Framkvæmda- stjóraskiptí vii Frjálsa þjóí. Jón A. Guðmundsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri og afgreiðslumaður FRJÁLSR- AR ÞJÓÐAR undanfarin þrjú ár, lét af því starfi um síðustu mánaðamót. Á því tímabili, sem hann starfaði við blaðið, jukust auglýsingatekjur þess mjög og fjárhagur þess fór batnandi, enda varð öll þessi ár nokkur tekjuafgangur. Þakkar blaðið honum dugnað og ósérplægni við þessi störf, sem unnin voru fyrir lág laun. í stað Jóns hefur nú ráðizt að blaðinu Ingiberg Hannesson, cand. theol. Hafa þjóðvarnar- menn áður kynnzt störfum hans i kosningaskrifstofu flokksins síðastliðið ár og eru þess full- vissir, að málefnum blaðsins sé vel borgið í hans höndum. Stjórnarflokkarnir að falla frá vaxtahækkun? Til hefur slaðið svo sem allir vita, að útlánsvextir verði bækkaðir í allt að 12%, þegar binar nýju efnahagsráðstafanir taka gikli. Um það bi! er biaðið fór í prentun, var sá orðrómur á kreiki meðal stjómmálamanna, að stjórnin væri að heykjast á vaxtahækkuninni, og legðust ýmis viðskiptafyrirtæki eink- um þungt á þá sveif. Blaðið reyndi að leita á þessu staðfestingar eða synjunar, en hvorugt Iá á lausu. En svo mik- ið er víst, að orðrómur um þetta er mjög útbreiddur í stjómar- herbúðunum. séu hækkaðir í iaunaflokkum og færðir upp fyrir starfsfélaga sína. Svo hefur nú alveg nýlega verið gert við einn mann, sem þessa daga er að skrifa í stjórn- arblöðin um fóðrafénaðinn á ríkisjötunni. Enn ep það ein aðfei’ðin að halda uppi fjölmennum sendi- nefndum utan lands, þegar góð- ir og gegnir stjórnmálamenn þarfnast hvíldar í mildara lofts- lagi en við njótum hér heima. Fjölmenni sendinefnda, þegar verið er að endurnýija gamla viðskiptasamninga við aðrar þjóðir, helgast af því, að margir virðulegir kaupsýslumenn krefjast þess af flokknum sín- um, að þeir fái þægilega að- stöðu til þess að gera innkaup fyrir fyrirtæki sín. Sttittsiut'í þakkttfr Þegar ég nú læt af störfum mínum við FRJÁLSA ÞJÓÐ, eftir rúmlega þriggja ára starf, þá vil ég þakka öllum þeim mikla fjölda fólks úr öllum stéttum þjóðíélagsins, sem ég hef á einhvern hátt haft kynni af í sambandi við útgáfu blaðs- ins á undanförnum árum. Undantekningarlaust hafa þau kynni verið hin ánægju- leguStu og til uppörfunar i þv£ starfi, sem nú er að baki. Rvík, 10. febr. 1960. Jón Auðunn GuSmundsson. Tvennt er hretjtt Menn hafa veitt athygli tveimur breytingum, sem gerð- ar hafa verið á fjárlagafrum- varpinu frá í haust. Ólafurí Thors er ekki lengur getið á 18. grein fjárlaganna, og ekkert framlag er ætlað til ^jóssins og hlöðunnar á Laugarvatni. Feriaiangur á Síonsfjaíli ■1- - 'V' Þessi stúlka stendur á hinu fræga Síonsfjalli, og að baki hcnnar sést eitt af úthverfum Jerúsal emsborgar.

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.