Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.02.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 27.02.1960, Blaðsíða 1
Tillaga Frjálsrar þjóðar: Forystumenn allra þingflokka fulltrúar íslands á hafréttarráðstefnunni í Genf Ólafur Thors, Emil Jénsson, Hernrann Jónasson og Einar Olgeirsson ættu að slíðra sverðin í bifi og þjóna í sameiningu hinum íslenzka málstað 9. árg. Laugardaginn 27. febrúar 1960 8. tbl. Hitaveituvatn kæit borholur ótengdar Mikill urgur er í Höfðahverf- inu út af hitaveitumálinu. — Vatn var þar mjög heitt, en ný- lega hefur bi’ugðið svo við, að það hefur kólnað um sem næst tuttugu stig. Getur vart annað verið en það hafi verið kælt til drýginda, þótt á móti því sé borið af hitaveituyfirvöldum. A sama tíma og þetta gerist eru þar inn frá enn borholur, sem ekki hafa verið tengdar við hitaveitukerfið og fer þar forgörðum mikið af heitu vatni. Sú kæling vatnsins, sem orð- in er, jafngildir í rauninni allt að fjórðungsverðhækkun á heitu vatni þar inn frá, þar sem að sjálfsögðu er eytt meira af hinu kaldara vatni. Auk þess fylgir því ekki sami sparn- aður og áður á rafmagnskostn- aði, þar sem nú fæst ekki eins heitt vatn í potta og áður. Kristileg&r sacm- komur í Dóm- kirkjunni Kristilegt stúdentafélag gengst fyrir tveim almennum samkomum í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. marz og laugardaginn 5. marz n.k. Á föstudagskvöldið talar hr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, og á laugardagskvöldið sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Einnig munu tveir ungir menn leiða samkomurnar með stuttri hugleiðingu sitt hvort kvöldið. Þá mun einnig verða einsöngur og kórsöngur á samkomum þessum. Sjá nánar auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. Eftir þrjár vikur kemur saman j Genf alþjóðaráðstei'na til að fjalla um og ákvarða stærð landhelgi og fiskveiðilögsögu. Enda þótt íslendingar eigi meira í liúfi um úrslit þeirra ráð- stefnu en nokkur þjóð önnur, hefur verið furðu hljótt um við— búnað af íslenzkri hálfu. FRJÁLS ÞJÓÐ eggjar ríkisstjórnina lögeggjan og stjórnmálaflokkana alla, að taka mál þetta föstum íökum, hefja það yfir dægurríg og sýna í verki þjóðhollustu á örlagastundu. Síðustu misseri hafa Bretar látið sér sæma að halda úti herskipaflota við ísland, enda þótt þeir hafi hvorki hreyft hönd né fót, þegar stærri þjóð- ir en íslendingar hafa fært út' lögsögu sína. í landi situr svo bandarískt herlið, sem gert hefur samning um það að verja okkur gegn árásum. Hin eina árás, sem við höfum sætt, er gerð af enska flotanum. En bandaríska „varnarliðið“ hefur látið eins og það viti ekki af henni. Enda þótt óðum nálgist sú stund, er þfóðir heims senda fulltrúa sína til fyrirhugaðrar landhelgisráðstefnu í Genf, sem sett verður hinn 17. marz næst- komandi, heyrist furðu lítið um viðbúnað af fslands hálfu. Að visu var fyrir alllöngu skipuð undirbúningsnefnd, sem í eiga sæti nokkrir sérfræðingar og fulltrúar allra þingflokka. Um athafnir þeirrar nefndar fer litlum sögum, en þess er að vænta, að sú þögn tákni ekki athafna- og andvaraleysi. Hinu er ekki að leyna, að furðu slæ- lega hefur verið að því unnið af opinberri hálfu undanfarin misseri, að kynna þjóðum heims hinn íslenzka málstað í fisk- veiðideilunni við Breta. Nokkr- ar tilraunir voru til þess gerð- ar síðastliðið sumar, ; og var árangur þegar auðsær. En í stað þess að haida þeirri kynning- arstarfsemi áfram og auka hana, datt að heita mátti botn- inn úr þessari starfsemi. í allan vetur hefur af íslands hálfu ríkt um fiskveiðideiluna nær órofa þögn, og má það furðu- legt heita. Andstæðingarnir hafa ekki sofið. Þær þjóðir, sem berjast fyrir sem styztri landhelgislínu, með Breta í broddi fylkingar, hafa aftur á móti látið hendur standa fram úr ermum. Undanfarnar vikur hafa t. a. m. nær daglega borizt fregnir af aðgerðum þeirra og undirbúningi undir átök á Genfarfundinum. Und- anfarna daga hafa fulltrúar út- gerðarmanna frá níu Vestur- Evrópuþjóðum setið á rökstól- um, samræmt sjónarmið sín og tekið höndum saman um áróð- ur fyrir þriggja mílna land- helgi. Jafnframt er frá því skýrt í heimsfréttum, að brezkir út- gerðarmenn hafi ákveðið að láta ekki togara sína stunda veiðar innan fiskveiðilandhelgi íslands meðan Genfarráðstefn- an stendur yfir. Virðist sú ráð- stöfun til þess eins gerð, að reyna að styrkja aðstöðu Breta á hafréttarráðstefnunni, hvort sem lrún nær tilgangi sínum eða eigi. Híð eina rökrétta svar Is- lendinga við áróðri Breta og fylgifiska þeirra, á að vera það að snúa nú bökum sam- an og herða af öllum mætti sóknina til framgangs stefnu sinni. Það væri glapræði og sviksemi við þjóðina, ef for- ystumenn stjórnmáiaflokk- anna láta nokkurs ófreistað til að hafa algera samstöðu urn þetta lífshagsmunamál íslendinga. Þjóðarnauðsyn krefst þess, að þeir taki sam- an höndum í bili, efni til drengilegs samstarfs og fylgi fram hinum íslenzka málstað af einurð og festu. Þjóðin væntir þess og krefst þess, að í baráttunni fyrir réttin- um til lífsins í þessu landi, komi þeir allir fram sem einn maður. Um atvinnumál okkar og efnaliagsmál verða að sjálfsögðu löngum skiptar skoðanir og bar- izt hart um skiptingu arðsins af vinnu íslenzlcra handa. En þær deilur og streita flokkanna um áhrif og völd má eltki valda sundrungu í þeirri baráttu, sem íslendingar heyja nú fyrir rétt- indum sínum til auðlinda sjáv- aiins '00 strendur landsins. TiIIaga Frjálsrar þjóðar. Frjáls þjóð varar stjórnar- flokkana við að falla í þá freistni, að leitast á nokkurn hátt við að gera landhelgismál- ið að sérmáli sinu. Jafnframt heitir blaðið á stjórnarand- stöðuflokkana að starfa af full- um heilindum og ábyrgðartil- finningu að lausn þess, og láta það á engan hátt hafa áhrif á afstöðu sína, þótt þeir séu ekki við völd. Blaðið leyfir sér að bera frarrl þau tilmæli, að allir þingflokk- ar bindist nú um það samtök- um, að senda sem fulltrúa þjóð- arinnar' á Genfarráðstefnuna kunnustu og áhrifaríkustu for- ystumenn sína, sem störfuðu þar í eindrægni ásamt helztu sérfræðingum á sviði þjóðar- réttar og fiskiverndar. Að þessu sinni má þjóðin ekki við því, að sendir verði annars flokks fulltrúar, heldur svo öflug sendinefnd, sem framast er kostur. Sendinefnd, sem skipuð væri forsætisráðherra lands- ins, Ólafi Thors, Emil Jóns- syni sjávarútvegsmálaráð- herra, og formönnum stjórn- arandstöðuflokkanna, Her- manni Jónassyni og Einari Olgeirssyni, myndi sýna á á- hrifaríkan liátt, hve mikið væri talið í húfi um farsæla lausn málsins. Með sainstarfi þessara manna að lausn máisins væri og betur tryggt en á nokkurn hátt annan, að óvænt vandamál, sem upp kynnuí að koma á ráðstefn- unni, yrðu ekki til að sundra Framh. á .8. síðú. Brezkt herskip sigldi viljandi á Óðin, er hann var að gegna skyldustörfum í íslenzkri landhelgi. Hér sjást verksummerkin.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.