Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.02.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 27.02.1960, Blaðsíða 4
cíaugarclafyinn 2 7. fblrúar 1960* FR: JÁ LS ÞJ O O JON DR VOR 1940 ísland hernumlð í tuttu gu ár 1960 1940. — Langt er nú síðan það ártal var nýtt í heiminum. 10. maí í vor verða 130 dagar liðnir af árinu 1960, og þá get- um við haldið upp á 20 ára afmæli hertöku íslands. Þá höfum við í 20 ár lifað undir verndarvæng erlendra herja. í svipinn man ég ekki eftir neinu ríki öðru á jarðkringlunni, sem á okkar tímum hefur búið við svo langt hernám, nema þá þau lönd, sem hreiniega hafa verið innlimuð í önnur ríki eða ríkja- sambönd. Verður nú ekki hinn 10. maí í vor haldin mikil fagnaðar- hátið á Þingvöllum? Munu skáld vor, þau er bezta æfingu hafa frá 17. júnídögum síð- ustu ára, ekki yrkja ný verð- launaljóð fyrir þjóðina til að syngja á þessari hátíðastund? Munum við ekki bjóða ti’yggðavinum okkar Bretum og Bandaríkjamönnum til sam- fagnaðarins? „Sjálístæðisbaráttan er ævarandi“. Er ekki ástæða til þess fyrir okkur íslendinga að litast um á þessum tímamótum? Lýðveldisárið 1944 var dr. Björn Þórðarson forsætisráð- herra íslands, gagnmerkur og vitur maður, grandvar og virðuiegur embættismaður þjóðarinnar um áratugi, merk- ur fræðimaður um sjálfstæðis- baráttu og sögu lands og þjóð- ar. 1944 mótaði hann setn- jngu, sem í fagnaðarvímu lýð- Jón úr Vör mun rita þrjár greinar hér í blaðið í tilefni af 20 ára hernámi íslands. Hann spyr: Höfum við rekið stjálf- stæða utanríkispólitík síðustu árin? Hvert stefna íslenzkir vinstri menn? veldistökunnar greipti sig í hug og hjörtu íslendinga. Hann sagði: „Sjálfstæðisbaráttan er ævarandi." Þetta voru mikil alvöruorð á fagnaðar- og hátíðastund. Þetta voru líka eggjunarorð. Hér talaði lífsreyndur, aldur- hniginn maður með mikla ábyrgðartilfinningu. — Unga kynslóðin 1944 hlaut að taka eftir þessum orðum. En ísland 1945 í lok síðari heimsstyrjaldarinnar var ann- að land og í öðrum heimi en það ísland, sem feður vorir höfðu í árhundruð verið að frelsa úr ánauð danskra vald- hafa. íslendingar voru fljótir Hin mikla iðnsýning og kair-pstefna í Hannover fer fram 24. apríl til 3. maí. Þar sýna 4000 fyrirtæki allt það lielzta, sem vestur- þýzki iðnaðurinn framleiðir, en þó einkum vélar, rafmagnstæki, sjóntæki, járn- ög stálvörur, verk- færi, gúmmívörur og skrifstofuvörur. AUar upplýsingar gefur umboðshafi: FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS Sími: 1-15-40. að nema stafróf hins nýja tíma. íslendingar höfðu ekki einu'ng- is endurfundið sína týndu vest- urálfu, Ameríkumenn höfðu líka fundið ísland. Stafróf hins nýja tíma. Eins og kunnugt er var það aldrei ætlun Bandaríkjamanna að stýrjöldinni væri lokið 1945. — Kjarnorkusprengjan, sem Ameríkumehn vörpuðu yf- ir borgir Japans var ekki ein- ungis hefndarskot vegna árás- arinnar á Pearl Harbour, held- ur jafnframt fyrsta skot þriðju heimsstyrjaldarinnar. Það var öllum ljóst, að skeytinu var í raun og veru stefnt að þeirra eigin bándamönnum, Rússum. Þetta var hvorutveggja í senn aðvcrun og ögrun. Með þessari sprengju skapaðist hinn mikli gígur, sem á ný skipti heimin- um i tvennt. Nýtt vígbúnaðar- kappblaup og taugastríð var hafið. Margir hafa gagnrýnt Banda- ríkjamenn fyrir að varpa þess- ari sprengju, svo ómannúðleg sem þessi ráðstófun var í styrj- aldarlok. En fáum mun þó hafa verið ljóst á þeirri tíð hve frá- munalega vanhugsað glappa- skot þetta hryllilega sprengju- kast var. Einmitt vegna þess hve Rússar voru lamaðir eftir viðureignina við nazista hlaut skelkur þeirra að verða mjög afdrifaríkur. Þeir tóku sér þeg- ar vígstöðu á ný. Rússar gættu þess eins og sjáaldur auga síns, að missa ekki af nokkru peði á taflborði hinnar nýju víg- stöðu. Þeir hrifsuðu 1 stríðs- lok það sem þeir gátu í náð — og skal sú saga ekki rakin hér. Bandaríkjamenn hófu þegar stríðssönginn og töldu sig sjálfkjörna verndara hinna frjálsu Evrópuþjóða. Fóstbræðralag við helsprengjumenn. Það mun í minnum haft, að íslendingar voru í hópi fyrstu Evrópuþjóðanna, sem sórust í fóstbræðralag við helsprengju- mennina í vestri. I lok fyrri heimsstyrjaldarinnar gerðum við ckkur fræga um alla heims- byggðina með því að lýsa yfir ævarandi hlutleysi okkar í vopnaátökum þjóða. Nú urð- um við gunnreifasta þjóð Norðurlanda, vorum fyrst þeirra til að ganga í Atlants- haísbandalagið, hina illa dul- búnu krossfaratjaldbúð vest- urveldanna. — Að þessu frum- hlaupi stóðu borgaraflokkarn- ir þrír: Sjálfstæðisflokkurinn, !%ramsóknárflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn og þóttust hafa á bak við sig meginhluta þjóð- arinnar. Það var áðeins verka- lýðsflokkur sósíalista, sém, skipulega ándmælti þessari helstefnu. Tiltölulega fáir menn, sem staðið höfðu utan raða sósíalista, risu upp gegn hinu nýja hernámi. Þó voru þeir til. Þetta gerðist örfáum árum eft- ir lýðveldisstofnunina. ísland var gert að víghreiðri Banda- ríkjanna. . Gullið rann í stríðum straumum frá móður- landi dollarans 1 gegnum hend- ur valdhafanna hér, og ís- lenzku þjóðinni var beinlínis mútað. Um það var ekkert skeytt þótt við brytum hér í bág við margyfirlýsta friðar- stefnu og ættum von á því á hverju augabragði að verða þurrkuð út af jarðarkringlunni í fyrsta skoti, ef ný styrjöld brvtist út. Hlutverk Þjóðvarnarflokksins. Hernámsandstaðan undir forystu sósíalista átti í vök að verjast. Voru kommúnistar ekki á móti hernáminu ein- ungis vegna þess að ísl. þjóðin hafði skipað sér í varnarstöðu gegn útþennslustefnu Rússa? — Til þess að slá þetta vopn úr hendi borgaraflokkanna efndu óháðir vinstri menn til þjóð- varnarsamtaka og síðan var Þjóðvarnarflokkurinn stofnað- ur. Hann vakti þjóðina til um- hugsunar um stöðu hennar og steínu. Það kom hik á Fram- sóknarflokkinn og Alþýðu- flokkinn. Þeir hétu því fyrir kosningarnar 1956 að reka Bandaríkjamenn burt. Þjóð- i'n gaf þeim ásamt sósíalistum sigur. Þessir þrír flokkar mynduðu vinstri stjórnina svo- kölluðu og gerðu samning um að láta herinn fara. En banda- rískur áróður og mútufé réði enn úrslitum, loforðin voru svikin og Bandaríkin hafa aldr- ei setið fastari í sessi en nú. Og hvernig er nú yfir þjóð- líf okkar að iíta í dag eftir 20 ára hernám, á 15 ára afmæli hins íslenzka lýðveldis? Eru aðvörunarorð forsætisráðherr- ans frá 1944 okkur rík í huga? Eru þau ekki flestum gleymd? Farsæl friðarþjóð. Við lýðveldisstofnunina sung- um við hátíðaljóð Huldu skáldkonu: „Hver á sér meðal þjóða þjóð er þekkir hvorki svei’ð né blóð, en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf“. „Og auð, sem friðsæld gaf“. Erum við íslendingar auðugir í dag fyrst og fremst vegna okkai friðsamlegu starfa? Er ekki mest af því fé, sem stjórn- málagarparnir kaupa atkvæði sín og vinsældir fyrir, ame- rískir blóðpeningar? Það fé, sem ísl. vinnulýður hefur aflað til sjávar og sveita með heið- arlegum hætti myndi einungis nægja til hófsamlegs lífs og hæfilegrar uppbyggingar í landinu. Með þyí fé gætum við ekki haldið uppi hinum fjöl- menna afætulýð. Hann lifir á mútufénu. Rifjum enn upp söng Huldu skáldkonu: „Ó, ísland, fagra ættarbyggð, um eilifð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð.“ Hér hljómar hver ljóðlína sem öfugmæli gagnvart þeim staðreyndum, sem blasa við. „Hver dagur líti dáð á ný. Hver draumur rætist verkum í, svo verði íslands ástkæi' byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar íslands býggð sé öðrum þjóðum háð.“ Farið í þveröfuga átt. Skáldkonan hafði trúað því, að við yrðum frjáls af okkar eigm verkum, afrekum okkar í friðsamlegu starfi í gjafmildu og góðu landi. En við íslendingar höfum Framh. á 7. síðu. mmim loftifba milii New York og Reykjavíkur Frá og með 24. febrúar 1960 verða fluggjöld Loftleiða milli New York. og Reykjavíkur sem hér segir: Aðra leið Báðar leiðir Sumarfargjöld ......... 6.096,00 10.973,00 Vetrarfargjöld ........ ................. 9.373,00 Innflytjendafargjöld .. 5.266,00 ....... Fjölskyldufargjöld..... 2.357.00 4.775,00 Farmgjöld bi’eytast einnig frá sama tíma til samræmis við hina nýju gengisskráningu. Loftleiðir h.f.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.