Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.02.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 27.02.1960, Blaðsíða 7
FRJÁLS Þ J ÓÐ c/a ugardaginn 2 7. Íclníat' 1960 Lög og Lögfræðileg handbók eftir Olaf Jóhannesson, prófessor. Árið 1952 kom út hjá Bóka- útgáfu Menningarsjóðs hand- bókin Lög og réttur eftir Ólaf Jóhannesson prófessor í lög- um við Háskóla íslands. Hafði verið tilfinnanlegur skortur á sljkri bók, enda hlaut hún þær viðtökur, að hún seldist upp á skömmum tíma. Hefur bók þessi verið með öllu ófáanleg nú um fimrn ára skeið, en mikið eftir henni spurt. Nú hefur höfundur endur- skoðað bókina og gert á henni breytingar þær, sem leiða af nýjum lögum og breyttri laga- setningu á því tímabili, sem lið- ið er frá fyrstu útgáfu hennar. Er í hinni nýju útgáfu, sem nú er komin í bókaverzlanir, mið- að við löggjöfina eins og hún var í ágústmánuði síðastliðnum, þ. e. a. s. tekið er tillit til stjórn- arskrárbreytingarinnar og hinna nýju kosningalaga. Efni ritsins. Bók þessi fjallar um helztu atriði íslenzkrar réttarskipun- ar og er mjög læsilegt fræðslu- rit í þeim efnum. Jafnframt er bókin hin þægilegasta handbók fyrir almenning. Öllum þjóðfé- lágsþegnum er nauðsynlegt að kunna nokkur skil á þeim fræðum, sem bókin fjallar um. Réttarreglurnar snerta hvern mann, allt frá vöggu til grafar. „Lög og réttur“ skiptist í sjö meginþætti. í fyrsta þættinum er rætt um stjórnskipun og stjórnsýslu. Þar er m. a. gerð grein fyrir skipun alþingis, kosningum til alþingis, laga- setningu, lögkjörum og réttar- stöðu forseta og ráðherra, stjórn- sýslu ríkisins, sveitarstjórn og mörgu fleiru. Annar þáttur fjallar um rétt- hæfi, lögræði, svipting lögræð- is o. fl. rvituv Þriðji þáttur er um sifjarétt- indi. Þar er t. d. lýsing á rétt- arreglum um stofnun hjúskap- ar, fjármál hjóna, ógildingu hjúskapar, hjónaskilnað, af- stöðu foreldra til barna og margt fleirá. Fjórði þáttur geymir grein- argerð um erfðir og búskipti, svo sem um lögerfðir, erfða- skrár, afsal arfs, erfðafjárskatt, skipti dánarbúa o. s. frv. Fimmti þáttur fjallar um fjármunaréttindi almennt, t. d. samningsgerð, ógilda löggern- inga, umboð, hlutaréttindi og kröfuréttindi. Enn fremur er lýst þar ýmsum gerðum lög- gerninga, svo sem kaupsamn- inga, leigusamninga, ábyrgðar- samninga, veðsamninga, verk- samninga, víxla, tékka o. s. frv. Þar eru og sérstakir kaflar um skaðabætur og félög, svo sem hlutafélög og samvinnufélög. Sjötti þáttur bókarinnar f jall- ar um afbrot og refsingar, að- allega um almennu hegningar- lögin. Sjöundi þáttur er um dóm- gæzlu og réttarfar. Er þar m. a. gerð grein fyrir dómstólum og þinghöldum, meðferð einka- móla, fógetagerðum, gjaid- þrotaskiptum, lögreglu og saka- málum og áfrýjun dómsmála til hæstaréttar. í inngangi bókarinnar er vik- ið að flokkun réttarreglna, rétt- arheimildum o. fl. Aftast í bók- inni eru formúlur nokkurra þýðingarmikilla og algengra skjala. Eykur það notagildi hennar sem handbókar. Af yfirliti þessu má sjá, að í bókinni er fjallað um efni, sem varða hvern mann. Þar eiga menn kost á svari við ýmsum þeim spurningum, sem daglega ber á góma. Bókin er 432 bls. og fylgir henni skrá um atriðisorð. Húsbyggjendur Húseigendur ★ tlppiýsingar og sýmshorn frá 47 af helstu fyrirtækjum landsms * OPIÐ aíla virka daga kl. 1—6 e.h. aeiM* kl. 1»—12 f.h. Einnig miðvikudagskvöM ki, &—1* «J». Byggihgaþjómista A. I. Laugavegi 18 A. — Simi 24-344. 7i Landhelgin — Frh. af 6. s. lenzku þjóðina eftir að þeir höfðu gert landhelgissamning- inn við Dani 1901. í doktorsritgerð minni um landhelgi íslands er vikið nokk- uð að þessari hlið málsins, en í skýrslu slíkri, sem ríkisstjórn- in hefur nú gefið út, hefði þurft að gera allýtarlega grein fyrir landhelgisbrotum Breta, og hvernig þeir höguðu sér á ann- an hátt, breiddu t. d. yfirnafn og númer og víluðu ekki fyrir sér, að sigla með íslenzka lög- gæzlumenn alla leið til Bret menn drukknuðu. I önnur skipti hafa brezkir sjómenn gripið til barefla og jafnvel skotvopna gegn íslenzkum fiski- mönnum, sbr. atburð við Vest- mannaeyjar í maí 1919. Loks hefði verið skylt að víkja að töku brezkra landhelg- isbrjóta hér við land frá þvi að landhelgissamningurinn frá 1901 var gerður þar til hann gekk í gildi, en allan þann tíma áttu Bretar gjörsamlega bróðurpartinn af lögbrotunum, eða allt að 80%, og í beinu framhaldi af því, hefði verið lands, ef þeim bauð svo við að. skylt að sýna fram á, hversu horfa. , j brezk stjórnarvöld lögðu að Skulu hér tilfærð örfá dæmi íafnaði blessun sína yfir hvers til fróðleiks: konar yfirgang togara sinna í Isafold 16. des. 1903: „.. . allt að ellefu togarar hafa verið stöðugt að veiðum í landhelgi. Hafa þeir iátið greipar sópa um allt landhelgissvæðið frá Útskál- um til Keflavíkur og jafnvel þar inn fyrir. Svo nærri hafa þeir verið landi, að kasta hefði mátt steini út í þá“...„Brot- in fremja þeir jafnt um hádag- inn í allra augsýn, en hylja þá að jafnaði yfir númer og nöfn.“ ísafold 24. ágúst 1907: „Skip- in hafa bæði verið fleiri og meira að staðaldri í landhelgi, veiðin farið fram á svæðum, þar sem botnvörpungar hafa aldrei komið áður, og því verið friðland fyrir þorskanet lands- manna.“ í Tímanum 3. okt. 1951: „Hafa þeir (brezku togaraimir) hvað eftir annað sézt langt inn- an landhelginnar, einkum þeg- ar bátar róa ekki á sjó, og virð- ast ekki viljja láta bátana sjá nafn eða númer.“ Hér er aðeins drepið á fátt eitt. í áðumefndum dómsbók- um hefði mátt finna frásagnir og skýrslur, sem varpað hefði ennþá skýrara ljósi á yfirgang og ofbeldi Breta hér við land, síðustu hálfa öldina. Þá hefði vei'ið rétt að nefna nokkur dæmi þess, þegar brezkir togarar hafa haft á brott með sér íslenzka löggæzlumenn, t. d. er Guð- mundur Björnsson sýslumaður Barðstrendinga og Snæbjörn i Hergilsey voru fluttir með valdi til Englands, er þeir hugð- ust gera tilraun til að taka fastan togara, sem var staðinn að landhelgisbroti lengst inni á Breiðafirði árið 1910. Einnig hefði verið sjálfsagt að geta þess, að sumum starfs- mönnum íslenzku landhelgis- gæzlunnar hafa brezkir togarar „stolið“ oftar en einu sinni. Sennilega hefur Svavar Stein- dórsson, nú skipstjóri á Skjald- breið, oftast íslenzka manna lent í slíku. Þá hefði verið eðlilegt að gera grein fyrir því, hvernig brezkir togarar hafa unnvörpum eyði- landhelgi íslands með því að hlutast nær aldrei til um að hinir seku væru látnir svara til saka. Að svo komnu máli hefði ver- ið tímabært að víkja ýtarlega að síðustu ofbeldisaðgerðum Breta í islenzkri landhelgi. Því miður er gjörsamlega látið hjá líða að minnast þeirra ati'iða, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, í hvítu bók ríkisstjórnar- innar og er það vægast sagt illa farið. „Hvíta bókin“ lætur allmikið yfir sér við fyrstu sýn, hún er 40 blaðsíður. Prentun bókar- innar er ágæt og myndirnar í henni allgóðar — en við nán- ari athugun eru kostir hennar flestir þar með taldir og mað- ur verður óhjákvæmilega fyr- ir vonbrigðum yfir því, hvað efninu „ofbeldi Breta“ er gerð léleg skil. Verulegur hluti bók arinnar er endurtekning á efni, sem áður hefur birzt í fyrri „hvitum bókum“ og hefði verið nær að gera því máli, sem bók- inni er ætlað að f jalla um, miklu ýtarlegri skil en gert er. í fáum orðum sagt, bókin skiptist í 3 meginkafla og nið- urstöðuorð. í fyrsta kafla er greinargerð frá landhelgisgæzlunni um nokkur landhelgisbrot brezkra togara og framkomu brezkra herskipa af því tilefni. Nær skýrsla þessi yfir timabilið frá 1. sept. sl. til 1. júní sl. Er hún myndum prýdd. f öðrum kafla er vikið að efnahagslegri nauðsyn á útfærslu landhelg- innar.Kafli sá er, sem áður seg- ir, svipaður að efni til og fyrri kaflar í „hvítum bókum“ um það efni. Þriðji kafli fjallar um „lagalega hlið“ málsins og þar eru og vinnubrögðin á sama máta. Þó tekst svo til, að þeg- ar gerð skal grein fyrir sögu- lega réttinum, er rangt með farið, og er það illt, þegar um jafn veigamikið atriði er að í’æða. í ritinu eru, sem fyrr segir, prentuð ýmis fylgiskjöl, svo sem um vísindalega verndun landgrumisins o. s. frv., svo og upplýsingar um víðáttu land- helgi hinna ýmsu þjóða, en sú skýrsla hefur verið tekin sam- an á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Þrátt fryir þessi vansmíði mun 4. „hvíta bókin“ varpa nokkru ljósi á oíbeldi Breta hér við land. En hún hefði getað orðið miklu áhrifameiri í því efni og málinu til meira gagns, hefði verkefninu verið gerð við- eigandi skil. Ný hvít bók? í blaðagreinum eftir mig hef- ur margsinnis verið bent á það, sem miður hefur farið um rekst- ur málsins frá upphafi og t. d. sérstaklega bent á nauðsyn þess, að meiri áherzla væri lögð á lagalega og sögulega hlið málsins. Vafalaust væri aðstað- an betri, hefði þeirri hlið máls- ins verið fylgt fram af festu og sýnt fram á, að íslahd væri. með ráðstöfunum sínum ein- ungis að endurheimta fornan rétt sinn til a. m. k. 16 sjómílna landhelgi og að þær ráðstafan- ir gætu ekki orðið fordæmi fyr- ir aðrar þjóðir einmitt vegna hinnar sögulegu sérstöðu í þessu efni. Samkvæmt framansögðu er því ekki að neita, að hinar „hvítu bækur“ um landhelgis- málið eru ekki svo vel heppnað- ar sem vera skyldi, hins vegar er þess að vænta, að vel verði vandað til þeirra gagna eða „hvítu bókar“, sem hljóta óhjá- kvæmlega að verða lagðar fram af íslands hálfu í vænt- anlegri ráðstefnu i Genf i marz næstkomandi. HernÚMniö — húsgögn, isskáp og bíla, en. hver spyr nú lengur um þá fornu sálarmublu sem kölluð Framh. af 4. síðu. var gdð samvizka? ekki farið þá leið, sem skáld- Hrunadansinum sé hætt. konan vonaði og trúði okkur Þjóðvarnarflokkur ísiands til. Heldur beinlínis í þveröf- uga átt. Spillingin, sem fylgir illa fengnum gróða, blasir hvarvetna við. Við sjáum þetta kannski gleggst fyrir hverjar kosningar, þegar spill- ingaflokkarnir rífa hræsnis- grímuua hver af öðrum og benda á mútuféð hver í ann- ars garði. — Þetta óheillafé hefur gegnsýrt allt okkar þjóð- lagt veiðarfæri landsmanna ogl líf. Hver stétt hrifsar til sín ógnað íslenzkum 'fiskimönnum,! það sem hún megnar af því þegar þeir hafa reynt að spyrnaj fé, sem umboðsmenn Ameríku- við fæti, m. a. með því að sigla! manna fá að útbýta eða rétt- mjög nærri íslenzku fiskibát-; ara sagt kaupa völd sín fyrir.1 unum, og það svo, að stundum Hver spyr nú lengur hvort hafa hlotizt slys af. Er mönn-j nokkur maður eigi hugsjón — um í fersku minni þegar! nema þessa einu, að vera með brezki togarinn Kingston Pearl Bandarikjunum gegn Bússum? frá Hull sigldi á vélbátinn Súg-j Við fáum að vísu að dunda við firðing, ís-500, árið 1955, með það dægranna á milli að safna þeim áfleiöingum, að faáttu inn | okkur veraldlegum gæðum, sökk og tveir íslenzkir sjó-i allir þurfa að eignast íbúð, var sleginn til jarðar 1956 og nú halda borgarflokkarnir að þeim sé óhætt að halda Hruna- dansinum áfram. En við Þjóð- varnarmenn höfum ekki gefizÉ upp. Merki okkar skal ekki falla. Fyrr en Bandaríkjamenn eru horfnir héðan með öll sírs. morðtól og mútufé er ísland ekki frjálst og fullvalda ríki. Við hrópum: Burt með lierinu. Síðan skal uppbyggingin hefj- ast. Þjöðvarnarflokkur ísland* er sósíaldemókratískur lýð- ræðisflokkur. Við munum i framtíðinni eiga samleið meí öðrum umbótaflokkum um ýmis mál, en við munum aldr- ei ganga til liðs við nokkum flokk, sem sættir sig við her- nám landsins. Jón úr Vör. ?

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.