Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.02.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 27.02.1960, Blaðsíða 8
8 'jCa.ugardaginn 27. ebruar 14 kunnir menn taka undir kröfuna um verndun bæjarstæöis Ingðlfs StaBurinn verði friðlýstur þjóðlegur helgistaóur, verndaður um alla framtíð I greinum, sem birtust í FRJÁLSRI ÞJÖÐ á síðast- liðnu sumri, var kveðið upp úr um það, að skylt væri að sýna bæjarstæði Ingólfs og Skúla við Aðalstræti í Reykjavík sóma og vernda sem söguhelgan stað um alla framtíð. Þar mun í fyrsta smn hafa venð á það bent og lcgð á það áherzla, að IóSirnar við Aðalstræti sunnanvert eru í rauninni helgasti sögustaður þessa lands — við hliðina á Þingvelli við Öxará — þar sern við Aðalstræti stóð vagga þessarar þjóðar og höfuð- staðarins sérstaklega. Viðurkenning þessara sögu- le'gu staðreynda hlýtur að kalla á það, að staðnum sé fullur sómi sýndur, eins og lagt var til, að gert væri í greinum Frjálsrar þjóðar. Gott er því til þess að vita, að nú hafa 14 kunnir menn sent bæjarráði ávarp um „frið- helgi á bæjarstæði Ingólfs Arn- arsonar“ við Aðalstræti. Ávarp þetta er stílað til bæj- arráðs og borgarstjóra. Efstur á blaði undirskriftanna er séra Bjarni Jónsson vígslubiskup, en síðan koma próf. Einar Ólafur Sveinsson, Helgi Hjörvar rit- höf., próf. Magnús Már Lárus- son, próf. Ólafur Lárusson, Pét- ur Benediktsson bankastjóri, próf. Sigurður Nordal, Þorkell Jóhannesson rektor háskólans, próf. Guðni Jónsson, Kristján Eldjárn þjóðm.vörður, Matthías Þórðarson fyrrum þjóðm.vörð- ur, Ragnar Jónsson forstjóri Helgafellsútgáfunnar, herra Sígurbjörn Einarsson biskup og Tómas Guðmundsson skáld. Þjóðlegur lielgistaður. ..Avarpið er svohljóðandi: „Vér, sem undir þetta ávarp ritum, beinum því til alþingis og ríkisstjórnar, forráðamanna Reykjavíkur og allrar þjóðar- innar, að bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar við Aðalstræti verði friðlýst sem þjóðlegur helgi- staður. Ingólfur Arnarson festi byggð og landnám norrænna manna á íslandi. „Ingólfur er frægastur allra landnámsmanna", segir landnámabók, „því að hann kom hér að auðu landi og byggði f fyrstur landið. Og gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum.“ En frá höfuðsetri Ing- ólfs í Reykjavík, á dögum sjálfs hans og nánustu niðja hans og með þeirra ráði, þróaðist hið ís- lenzka þjóðfélag og lýðveldi, með allsherjarlögum, alþingi við Öxará og allsherjargoða í Reykjavík." Sameign allra íslendinga. „Efalaust verður að telja, að bær Ingólfs í Reykjavík hafi staðið við sunnanvert Aðal- stræti að vestan, andspænis þeirn stað þar sem síðar var kirkjan og gamli kirkjugarður- inn. Öllum má kunnugt vera, hversu það bar til, að höfuð- borg landsins var reist í túnum og tóftum hins fyrsta land- námsmanns, þar sem ævaforn sögn hermir, að guðirnir hafi vísað honum til bólfestu. Sögu- helgi þessa staðar er sameign allra íslendinga. Engin þjóð önnur kann frá slíkum atburð- um að segja úr sinni sögu, þar sem í einn stað koma upphaf og framtíð. Ekki þarf orða við um það, að bæjarstæði Ingólfs á að vera um aldur og ævi friðhelg- ur þíóðminningarstaður. Það er á valdi vorrar kynslóðar að skila þessum helgistað í hendur ó- bornum kynslóðum til varð veizlu, eða ofurselja hann bráðri eyðingu, sem aldrei verði úr bætt. Engin kynslóð í þessu landi getur framar átt þess kost að velja hér á milli. Hér eru síð- ustu forvöð. Og engum getur blandazt hugur um það, hvorn kostinn ber að taka.“ Elzti uppdráttur, sem til er af Reykjavík, gerður af Hoffgaad árið 1715, sýnir Örfirisey með verzlunarhúsunum neðst til vinstri. Fyrir botni víkurinnar (merkt Rvigk) er kirkjan í gamla kirkjugarðinum, þar sem nú er bæjarfógetagarðurinn við Aðalstræti, en vestan við kirkjuna er bærinn í Vík og þó albreitt sund á milli. ■ Mynd þessi er af málverki Jóns Helgasonar biskups af Reykja- vík á dögum innréttinga Skúla fógeta (um 1770). Eins og sjá má, reisti Skúli verksmiðjur sínar skammt vestan við hina Jgömlu Reykjavíkurkirkju, þar sem telja má víst, að bærin hafi staðið frá upphafi. Minnismerki í einhverri mynd. Það ér ályktun vor með upp töku þessa máls nú, að bæði sé skylt og auðgert að greina þetta atriði algerlega frá sérmálum Reykjavíkur, svo sem stöðu ráðhúss og almennri skipan höf- uðborgarinnar. Enda viljum vér binda málefni vort við þetta eitt, en forðast að ganga í deil- ur um önnur efni. Það er og á- lyktun vor, að friðhelgun þessa staðar sé ekki og skuli ekki vera háð sérstakri húsbýggingu né miklum mannvirkjum á þessum stað, heldur skyldi reisa þar minnismerki í einhverri mynd, eða marka staðinn að sinni, en friðaður gróðurreitur fyrir al- menning gerður þar umhverfis. Árið 1974 mætti gefa efni til, að virðulegum áfanga væri náð í þessu máli, en þá mun verða talið ellefu alda afmæli íslands- byggðar og landnáms Ingólfs." TiEtaga Frjálsrar Frh. aí 1. síðu. samstöðu stjórnmálaflokk- anna að þarflausu. Þó að þetta blað hafi af marg- víslegu tilefni haldið uppi gagnrýni á stjórnmálaafskipti allra þeirra manna, sem hér hafa verið nefndir, trúir það ekki öðru, en að í landhelgis- málinu vilji þeir fyrst og fremst koma fram sem íslendingar, en ekki sem óbilgjarnir flokka- streitumenn. Og það mega for- ystumenn stjórnmálaflokkanna vita, að í þessu máli skiptist fólkið í landinu ekki í flokka, heldur ríkir þar einhugur, hvað sem öðrum ágreiningsmálum líður. Verði forystan samstæð og óbilug, mun hana ekki skorta fulltingi óbreyttra liðsmanna. 1960- frjals þjoð Námsmenn og gengisfall Hvergi koma hinar nýju efnhagsráðstafanir eins fljótt Qg hastarlega niður og.gagnvart íslenzkum námsmönnum er- lendis. Vegna gengisfellingar- innar hækkar dvalarkostnaður þeirra nú þegar um 79%. Með stórhækkuðum fargjöldum á flugleiðum og fyrirsjáanlegum samdrætti margvíslegrar lausa- vinnu verður langtum torveld- ara fyrir þá eftir en áður að vinna tiltölulega stuttan tíma, sem skólar ekki starfa. Er ekki annað sýnna en margir nem- endur, þar á meðal ýmsir, sem þegar hafa eytt miklum tíma og fjármunum til undirbúnings undir ævistarf, verði nú að gef- ast upp. Hafa þegar borizt um það fréttir frá Þýzkalandi, þar sem íslenzkir stúdentar eru flestir, að ýmsir þeirra ráðgeri þegar að hverfa frá námi. Er þar meðal annars um að ræða nemendur í verkfræði, húsa- gerðarlist, iðnfræði ýmis konar og öðrum þarflegum greinum, sem ekki verða lærðar hér á landi. Hér er um vandamál að ræða, sem ekki snertir náms- menn þessa eina og vandamenn þeirra, heldur þjóðfélagið í heild. Á íslandi, þar sem svo margt er ógert og ýmsar auð- lindir hvergi nærri nýttar til hálfs, er þörfin fyrir vísinda- lega- og tæknilega menntaða menn sérstaklega brýn. Myndi það fljótt segja til.sín og valda margvíslegum erfiðleikum, ef svo hörmulega tækist til, að það vrðu í framtíðinni forrétt- indi fárra auðmannasona að dveljast við framhaldsnám er- lendis og afla sér þeirrar þekk- ingar, sem enn* er ekki kostur að njóta við íslenzkar mennta- stofnanir. Þennan vanda verður hið opinbera að leysa. Það er þjóð- félagsleg nauðsyn, að úrvals- námsmenn eigi þess kost að búa sig undir þjóðnýt störf, enda þótt þeir eigi ekki að fjár- sterka foreldra. Jafnframt ætii vafalaust að herða eftirlit með því, að þeir einir nytu náms- styrkja af opinberu fé, sem stunduðu nám sitt kappsam- lega og af fullri alúð. Frá íslenzkum stúdentum í Frakklandi hefur blaðinu bor- izt eftirfarandi samþykkt. Eins og samþykktin ber með sér, er hún gerð áður en efnahags- málafrumvarpið nýja varð að lögum: „Samtök íslenzkra stúdenta í Frakklandi vara við þeim alvar- legu afleiðingum, sem væntan- Framh. á.3. síðu. K|örgarðua‘ Laugavegi 59 Stórt úrval af karlmanna- íötum, frökkum, drengja- lotum, stökum buxum. — Saumum eftir máli. SanikGsnier í Dóntkirkjyisni Kristilegt Stúdentafélag hefur ahnennar samkomur í Dóm- kirkjunni eftirtalda daga. Föstudaginn 4. marz kl. 20,30 s.d.: Ræðumenn: Ingólfur Guð- mundsson, stud. theol. og hr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Laugai’daginn 5. marz kl. 20,30 s.d.: Ræðumenn: Frank M. Halldórsson, cand. theol. og sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Einsöngur og kórsöngur. Stjórnin.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.