Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.03.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 05.03.1960, Blaðsíða 1
Kveð|iiorð [r ekkert eftirlit meií fjárfestingu sslenzkra aftila erlendis? Eg hef ná í nálega sjö ár annazt ritstjórn FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR. Því starfi er nú lokið. Ég mun varla hafa búizt viS þvi í öndverðu, að rit- stjórnarárin yrðw svona mörg. Mér var þá þegar Ijást og er það nú í dag enn Ijós- ar, að hvergi er jafnrík þórf á sífelldri þróumsemviS alöð. Þar þarf jafnah nýjung áð takavið af nýjung, að öðrum kósti staðna þau. Enéitín og sami maður getur ekki sí- fellt gœtt blað nýju og nýju lífi. Maðurinn eldist, en tím- árnir eru alltaf ungir. Áður en ég. legg niður pennann og stend upp af stólnum lángar mig aðeins til þess að fœra þakkir mínar Jón Helgason. Um leið og Jón Helgason læt- ur af ritstjórn Frjálsrar þjóðar, vil ég af hálfu þjóðvarnar- manna flytja honum einlæga þökk fyrir frábært starf í þágu blaðsins undanfarin sjö ár. Þjóðvarnarflokkur íslands hefur á skammri ævi hlotið bæði stríð veður og blíð, stund- um sætt áföllum nokkrum, en einnig átt giftu að fagna. Eigi ég að nefna þann atburð í sögu flokksins, sem hvað mikilvæg- astur var og hamingjudrýgstur, vefst mér lítt tunga um tönn: Það var koma Jóns Helgasonar í raðir þjóðvarnarmanna sum- arið 1953 og ráðning hans að Frjálsri þjóð. Var það mikið lán fátæku blaði og ungum flokki, litlum og veikbyggðum ný- græðingi, að fá notið ritstjórn- arhæfileika einhvers slyngasta og f jclhæf asta . blaðamanns þjóðarinnar, sem jafnframt er efrikar samvinnuþýður og ó- brigðull drengskaparmaður. Þegar Jón Helgason kom til mörgum samstarfsmönnum á liðnum árum, er mikið hafa á sig lagt fyrir þann mál- stað, sem við öll unnum fús- lega. Jafnframt sendi ég kveðju mína lesendum FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR með þökk fyrir tryggð og vinsemd, er komið hefur fram á mdrg- víslegan hátt. Þar er mér ekki hvað sízt minnisstœtt, hve oft ég hef ferigið hlýjar kveðjur og hvatriingarorð frá mönnum úr öðrum stjórri- málaflokkum, ' þegar uppi hafa verið deilur um mál, þar sem þeir fundu, dð. flokkar þeirra höfðu rangt fyrir sér. Vona ég, að blaðið fái framvegis notið slíks trausts og vinsemdar. Jón Helgason. liðs við hina fámennu sveít þjóðvarnarmanna og tók við ritstjórn Frjálsrar þjóðar, hvarf hann úr stórum flokki og áhrifa- miklum og lét þar af starf i, sem bæði var ólíkt tryggara og bet- ur launað en það, sem við tók. Honum var ljóst, að í herbúð- um þjóðvarnarmanna var eftir engu að sælast öðru en baráttu, sem hæglega gat endað með ósigri. En sú barátta var háð fyrir málstað, sem Jón kaus að vinna fyrir, og hann hikaði ekki. Þannig bregðast þeir einir við, sem gefinn er mikill kjark- ur og manndómur. Um nálega sjö ára skeið hef- ur Jón Helgason staðið í fylk- ingarbrjósti, og Þjóðvarnar- flokkurinn notið vígfimi hans. Þegar hann lætur nú af rit- stjórn Frjálsrar þjóðar, skilar hann af sér blaði, sem nýtur álits og virðingar langt út fyr- ir raðir þjóðvarnarmanna. Er ég þess fullviss, að undir þakk- arorð mín til Jóns Helgasonar taka ekki aðeins þjóðvarnar- menn um land allt, heldur einnig fjölmargir aðrir lesend-j ur Frjálsrar þjóðar, sem hann' hefur flutt fræðslu og skemmt-l un á undanförnum árum. En þó að hann láti nú af föstu starfi við blað'ið, til að helga sig meira en áður öðrum ritstörfum og fræðimennsku, ei" grunur minn sá, að hann og lesendur Frjálsr-j ar þjóðar séu ekki með öllu skildir að skiptum. Er ekki ólík- legt, að éitthvað af því, sem Jón j kahn áð segja frá íslenzku m a n n 1 í f i, fái enn sem fyrr að birtast á síðum þessa blaðs. Gils Guðmundsson. Fyrst um sinn munu Gils Guð- mundsson og Jón úr Vör annast ritstjórn Frjálsrar þjóðar. Stórfyrirtæki rekin þar á vegum íslenzkra manna, árt þess að grein sé gerð fyrir rekstrinum. Það er hætt að vera nokkurt leyndarmál, að ís- lenzkir aðilar hafa ráðizt í stofnun fyrirtækja og gífur- lega fjárfestingu erlendis. Frá þessu hafa þessir aðilar skýrt og látið segja bæði í blöðum og útvarpi. Hilt mun nokkuð á huldu, hvaða grein gjaldeyrisyfirvöldum og hinu opinbera hefur verið gerð um fjárreiðu þessara aðila, og má slíkt þó með fádæmum teljast, þar sem hér eiga hlut að máli þeir, sem harðvítugast hafa gengið fram í því að láta skattleggja íslenzka alþýðu í útflutn- mgsuppbótakerfið. Útflutningur íslenzkra fisk- afurða er í raun og veru í hönd- ur örfárra aðila, og einokun í þeim efnum vernduð með lög- urn. Saltfiskeinokunarhringurinn með Bjarnason og Marabotti er löngu þjóðfrægur orðinn, m. a. með mjög alvarlegum málaferl- um, sem sum hafa dagað uppi án fullnægjandi skýringa. Þó munu nú stórfelldari . hlutir gerast í sambandi við ýmsar aðrar framleiðsluvörur úr fiski. Fjárfesting í Ban daríkjunum. Sölumiðstöð Hraðf rysti- húsanna er sögð hafa fyrir nokkuð löngu stofnað sjálf- stætt innflutningsfyrirtæki í Bandaríkjunum. Það heitír . Coldwater seafood. Þetta fyrirtæki kaupir fiskinn af Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna á íslandi og gerir í hann verðtilboð, sem tekin eru jafnalvarlega og þau . væru frá bandarískum fisk- kaupmanni. ¦ Sama sölumiðstöð hefur byggt gífurlegt fyrirtæki - í Maryland-fylki í Bandaríkjun- úm, sem kallað er Fishsticks verksmiðja og kunnugir telja að kostað hafi milljónatugi. Þá hefur Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna í bígerð að hefja niðursuðu.á fiski og niðurlagningu á síld véstur í Bandaríkjunum og mun þá Coldwater seafood kaupa hráefnið hér heima en ann- ast síðan sölúna fyrir sihn reikning í Bandaríkjunum. Fj'rir nær áratug gumuðu valdamenn S. H. af því, að þeir hefðu þá þegar komið sér upp dreifingarkerfi fyrir frystan fisk í nokkrum borgum vestra og rækju þar arðbær viðskipti. Nokkur þúsund Bandaríkja- menn kveðja Keflavíkurvö Skilja eftir hund með iiðsforingjatign Nú eru að verða mikil mannaskipti á Keflavíkurflug-^ velli. Fækkað er i landhernum.| Herskipaflotinn mun aftur á' móti verða aukinn hér við land — ekki vanþörf á! Er þettaj sjálfsagt allt gert í samráði við varnarmálakempur Guðmund- ar í. Eitt vandamál hefur skotið upp kolli í þessu sambandi. Með landhernum hefur dvalizt kappi einn merkur, heitinn eft- ir Bretakonungi hinum sálaða. Þetta hefur verið hinn þarf- asti þjónn og er meðal frægðar- verka hans talið hve náttúru- mikill hann haf i reynzt og kyn- sæll orðið hér á landi. — Þetta er auðvitað hundur. Nú vaknaði þessi mikla spurn- ing: Átti að flytja hvutta með herdeild sinni til Ameríku eða var nokkur önnur lögleg lausn á málinu. 3. marz flytur Morgunblaðið okkur þá gléðilegu frétt að ráð rafi fundizt. Þar segir: „Við hátíðlega athöfn þar sem viðstaddir voru yfirmenn hers- ins, heiðraði kapteinn herdeild- arinnar Georg fyrir framlag hans herdeildinni til styrktar og uppörfunar. Og var þar m. a. tilgreint, að alltaf hefði verið hægt að treysta honum til að sjá herdeildinni árlega fyrir nýjum „heillagrip". Þeir Nato og Arson væru báðir synir hans. Georg var gerður að lið- þjálfa í^flughernum og gert að þjóna ævilangt á íslandi. Georg vill ekki láta gera mik- ið veður af sér og er illa við ljós- myndara. Af þeirri ástæðu tr.uf 1- ar hann athöfnina hvað eftir annað, þegar ljósin glömpuðu f rá myndavélunum og mótmælti þá hástöfum. Annars var hans eina yfhiýsing hátt og skýrt: — Voff!" Svona einfalt reyndist málið, þegar nokkurri hugkvæmni var beitt. — það er ekki lítill virð- ingarvottur við íslendinga á kveðjustundinni: Bandarískum hundi er skipað í yfii-sveit vökumannanna á eyvirkinu í norðri. — Ekki svo að skilja að íslendingar þurfi endilega að vantreysta þessum nýja foringja hinum fremur. Ætli hann sómi sér bara ekki vel í hópnum og komizt í sjálft herráðið áður en hann verður ellidauður. Morgunblaðsmönnum stekkur ekki bros. —riÞetta er ekki fyrsti hundurinh, sem verður frægur á Keflavíkurflugvelli. Fjáríesting í Evrópu. Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna á sams konar verk- smiðju í London og um get- ur hér að framan í Maryland- fylki. Á síðasta aðalfundi S. H. var samþykkt að leggja á þessu ári 5 milljónir króna í sams konar verksmiðju í Hollandi, og var þá sagt að sú verksmiðja mundi kosta 15—20 milljónir króna, en þeir sem á hlýddu, töldu að hún mundi kosta a. m. k. 25 —30 milljónir uppkomin. Miklu meiri leynd hvílir yfir því, sem gerðist í Svíþjóð. Vit- að er, að þar var hafizt handa um framkvæmdir, en eitthvert stoppelsi komizt í það. Segja þeir, sem kunnugastir eru, að Frh. á -2. s. Hættuleg Nokkuð undarleg og óvenjuleg sjón mætti augum nokkurra manna, sem voru að bíða eftir strætisvagninum utaiiega á Kársnesbrautinni eftir hádégið' sl. sunnudag. TTtan af nesinu kemur öku- maður í gamalli fólksbifreið með hressilegum ganghraða. Sá sem sat undir stýrinu var ekki mjög hár í loftinu, en far- j þegar hans í aftara sætinu voru tvö smábö.rn, f jögurra til sex ára gömul. Þegar bíllinn var kominn spölkorn framhjá fólkinu stað- næmdist hann allt í einu á neðri brún vegarins, síðan var beygt og ekið afturábak yfir þvera götuna. Þar var grjót- hrúga fyrir bílnum og heyrðist tilhlýðilegt brak, þegar bíllinn skall þar í. En ökumaður lét sér hvergi bregða. Hann sneri stýrishjólinu fagmannlega í höndum sér, spýtti í og kippti bílnum lausum, ók svo með góð- um hraða út nesið. Þetta gerðist í skjótum svip. Áhorfendur gátu ekkert aðgert og strætisvagninn var að koma. Ævintýrinu mun hafa verið lokið i þetta sinn. Áhorfendum kom saman um, að piltur sá, sem bílnum ók Framh. á 2. síðu. Hrossalækning I nýútkomnu blaði af Poli- tiken er minnzt á ráðstafaniv ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum. Þar er þó af kurteisis- ástæðum ekkert um þær sagt, né þær metnar sérfræðilega eða pólitískt. En nafngift sú sem hið danska stórblað velur þessum bjargz-áðum segir eig- inlega meira en langt mál. Þær eru nefnilega skýrgreindar þar með einu orði fremur ógeð- felldu. Þær eru kallaðar „Heste- kur", sem útleggst hrossalækn- ing, og segir það raunar allt, sem segja þarf. Menn hér fara ekki í neinar grafgötur með það, hvernig slík ]ækning muni gefast.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.