Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.03.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 05.03.1960, Blaðsíða 3
fnjáls þjóð AFGREIÐSLA: INGÓLFSSTRÆTI 8 SÍMI 19985 PÓSTHÓLF 1419 ^Cau^ardaginn 1960 Utgefandi: Þjóövarnarflokkur Islands. Ritstjórn annast: Gils Guðmundsson. Jón úr Vör Jónsson, ábm. Framkvæmdarstjóri: Ingiberg J. Hannesson. Áskriítargjald kr. 9.00 á mánuði. árgjald 1960 kr. 108.—. Félagsprentsmiðjan h.í. Fulltriíar á í' síðasta blaði FRJÁLSRAR •*- ÞJÓÐAR var gerð tilraun til að rjúfa þá þögn, sem hér hefur ríkt urn landhelgis- deilúna við Breta nú um hríð. Lögð var áherzla á mikilvægi þess, að íslendingar standi sem órofa heild í þeim átök- um um þetta mál, sem nú eru framundan, þegar fylkingar siga saman á hafréttarráð- stefnunni í Genf hinn 17. þessa mánaðar. Stjórnmála- menn voru alvarlega varaðir við að' láta harðvítugar deil- ur um innanlandsmál hafa áhrif á afstöðu sína til undir- búrrings og þátttöku á ráð- stefnu þessari, sem okkur ís- lendinga skiptir svo ákaflega miklu. Loks bar blaðið fram þá tillögu, að auk sérfræð- inga yrðu fulltrúar okkar á ráðstefnu þessari áhrifamenn úr röðum allra þingflokka, til að leggja á það sem rík- asta áherzlu, að í þessu lífs- hagsmunamáli okkar stæði þjóðin saman sem ein heild, hvað sem öðrum ágreinings- málum liði. Úr ýmsum áttum hefur blaðið orðið þess vart, að á- bendingar þessar hafa vakið athygli og þótt orð í tíma töl- uð. Undir tillögur FRJÁLSR- AR ÞJÓÐAR hafa tekið menn úr öllum stjórnmála- flokkum, enda leikur naum- ast á tveim tungum, að ís- lendingar ætlast til þess af forystumönnum sínum, að þeir vinni saman og af full- komnum heilindum að sigri hins íslenzka málstaðar -— beri gæfu til að þoka öllum flokkaríg til hliðar á örlaga- stundu. ★ ótt enn hafi ekki verið frá því skýrt opinberlega í öllum atriðum, hvernig hátt- að verði um fulltrúaval og annan viðbúnað að hafréttar- ráðstefnunni, benda allar líkur til þess, að þangað verði sendir fulltrúar allra þing- flokka. Þá er talið, að tveir ráðherrar muni sækja ráð- stefnuna, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra. Er þess að vænta, að hinir ís- lenzku fulltrúar láti vilja þjóðar sinnar og velferð móta störf sín öll og keppist um það eitt, að vinna málstaðn- um allt það gagn, er þeir mega. Við þetta tækifæri ber þeim skylda til að víkja til hliðar hvers konar tilhneig- ingu í þá átt að ala á tor- tryggni hver gagnvart öðr- um. Hér er við bragðvísa andstæðinga að etja, sem ekki myndu hika við að not- færa sér hvern vott um inn- byrðis veikleika eða sundur- lyndi i röðum Islendinga. ★ JSJerði gifta þjóðarinnar ’ . hins vegar slik, að full- trúar hennar starfi einhuga Genfarfundi að settu marki og leggi sig alla fram, má telja góðar horfur á, að úrslit ráðstefn- unnar í Genf verði íslend- ingum hagstæð. En hvað sem þar gerist og hverra ráða sem- Bretar og aðrir andstæðing- ar okkar kunna að leita til að koma í veg fyrir samþykkt viðhlítandi réttarreglna á hafinu, mega íslenzku full- trúarnir vita það, að þjóð þeirra sættir sig ekki við til- slakanir eða undanlátssemi af þeirra hálfu í nokkurri mynd. íslendingar myndu að sjálfsögðu taka því með karlmennsku, þótt fulltrúar hennar yrðu ofurliði born- ir, eftir að þeir hefðu kostað sér öllum til að knýja fram réttlát úrslit. Hún myndi hugsa sitt ráð og halda bar- áttunni áfram svo sem bezt gegndi. En hvers konar hik eða hálfvelgju af hálfu sendi- manna sinna hlvti hún að fordæma harðlega. MáEstaður smáþjóða TT'yrir skömmu var hér á ferð ungur stjórnmála- maður austan úr Afríku, Kenyama Chiume frá Niassa- landi. Chiume er áhrifamað- ur í frelsisbaráttu þeirri, sem þjóð hans heyv nú við hið aldna og alkunna brezka ný- lenduveldi, sem reynt hef- ur með öllum ráðum að berja niður vaxandi sjálfstæðis- hreyfingu landsmanna. Er- indi Kenyama Chiume var einkum það, að leita eftir stuðningi íslendinga til að skjóta máli dr. Hastings Banda, kunnasta forystu- manns Niassalendinga í sjálfstæðisbaráttu þeirra, fyr- ir mannréttindadómstól Evr- ópuráðsins. Það mál er þann- ig vaxið, að Bretar hafa fangelsað dr. Banda og hafa hann í haldi án dóms og laga. Svo sem vænta mátti, varð hinn nýstárlegi gestur okkar austan af hæðum Afríku þess greinilega var, að meðal ís- lenzku þjóðarinnar ríkir al- mennt djúpur skilningur á frelsisbaráttu smáþjóðar, þótt fjarlæg sé og saga henn- ar okkur lítt kunn. Það væri og næsta furðulegt, ef við bærum ekki slíkar tilfinn- ingar í brjósti, sjálfir í hópi hinna minnstu þjóða, kúgað- ir og flestum gleymdir um aldir, en nýrisnir á legg fyr- ir dáðríkt starf fórnfúsra og frelsisunnandi þjóðskörunga genginnar kynslóðar. Svo er sagt, að talsmaður hinnar undirokuðu þjóðar í Niassalandi hafi gengið sæmilega vongóður af fundi ráðamanna íslenzkra, mætt Alfred Nóbel og erföaskrá hans Ég undirrita'ður, Alferd Bernhard Nóbel, lýsi því hér með yfir, að ég hef ákve&iö, eftir alvarlega íhugun, að erfðaskrá mín að því er snertir fjármuni þá, sem ég hlýt að láta eftir mig, þegar ég dey, er sem hlér segir: Öllum eftirlátnum, verðmœtum eignum mínum skal ráð- stafa þannig: Eftir að umsjónarmenn dánarbúsins hafa komið þeim í örugg verðbréf, skal stofna með þeim sjóð og verja vöxtum hans til þess að veita þeim verðlaun, sem síð- astliðin ár hafa verið mestir velgerðarmenn mannkynsins. Skulu vextirnir skiptast í fimm jafna hluta. Einn þeirra skal veita þeim, sem gert hefur mikilvœgasta uppgötvun eða upp- finningu í eölisfrœði, annan þeim, sem gert hefur' mikilvœg- asta uppgötvun eða endurbót í efnafrœði, þriðja fyrir merk- asta uppgötvun í lífeðlis- eða lœknisfrœði, fjórði veitist fyrir ágœtasta afrek í bókmenntum, er mótazt hefur af hugsjón- um og fimmti þeim, sem mest og bezt hefur unnið að eflingu brœðralags meðal þjóðanna, afvopnun eða minnkandi her- búnaði ásamt skipulagningu og fjölgun friðarþinga. Verð- laununum fyrir eðlis- o,g efnafrœði skal sœnska visinda- félagið úthluta, fyrir lífeðlisfrœðileg og lœknisfrœðileg afrek, lœknaháskólinn i Stokkhólmi, bókmenntaverðlaun, aka- demian í Stokkhólmi og fyrir friðarstarfsemina fimm manna nefnd, kosin af norska Stórþinginu. Það eru ófrávíkjanleg fyrirmœli, að úthlutun verðlaunanna verði algerlega óháð öllum þjóðernistakmörkum. Sá, sem verðugastur er, fái þau, hvort sem hann er Norðurlandabúi eða ekki. Þessi arfleiðsluskrá er ein lögmœt hér eftir, en ógildir allar áður .gerðar arfleiðsluákvarðanir, þó að einhverjar slíkar kunni að koma fram, að mér látnum. Að lokum skipa ég svo fyrir — og það er mín ófrávíkjan- leg ósk og vilji, að slagœðarnar verði skornar sundur að mér látnum, og aö því loknu — eftir að þar til fœrir lœknar hafa með vissu séð greinileg dauðamerki — verði líkaminn brennd- ur í einhverjum svonefndum líkbrennsluofni. París, 27. nóvember, 1895. Alfred Bernhard Nóbel. Þannig gekk Alfred Nóbel frá erfðaskrá sinni með ótrúlega f áum orðum og á einfaldan hátt, enda fullyrða lögfræðingar, að hún sé tvímælalaust stytzta arfleiðsluskrá, sem til sé í heim- inum, miðáð við þá háu upp- hæð, sem ráðstafað var með henni, og það mikilvæga menn- ingarhlutverk, sem henni var fyrirhugað að standa straum af. Nóbel samdi hana sjálfur, stadd- ur í sænska klúbbnum í París, árið 1895, án allrar lögfræði- legrar aðstoðar, lét aðeins fá- eina vitundarvotta skrifa und- ir.hana. Af þessu leiddi, að hún varð ónákvæmari að orðalagi en æskilegt hefði verið og allmörg atriði voru í henni, sem skil- greina mátti á fleiri en einn veg, enda fór svo, að ættingjar Nóbels mótmæltu erfðaskránni og lýstu því yfir, að þeir mundu hefja mál og láta dómstólana skera úr um gildi hennar. En málaferli urðu ekki hafin um þetta efni, fyrr en gert hafði verið út um það í hvaða landi slíkt mál skyldi tekið fyrir. þar ljúflegu viðmóti og mjúk- látum orðræðum. En af hinu fara engar sögur, að íslenzk stjóniarvöld hyggist sýna í verki, að hér á hpara ver- aldar búi þjóð, sem skilur af dýrkeyptri reynslu, að virkur stuðningur við mál- stað hins undirokaða er mik- ilsverðari en frómar óskir og mjúklát undanbrögð. — Við erum að vísu ekki mikils megnugir, íslendingar, en talsmenn einfaldra mannrétt- inda mættum við þó vera oft- ar og af meiri skörungsskap en stundum hefur raun á orðið. Þrátt fyrir glæsilegan lífs- feril og mikla velgengni á al- mennan mælikvarða, var Al- fred Nóbel samt maður einrænn og ekki hamingjusamur — á eirðarlausu ferðalagi og flutn- ingi land úr landi og átti víða verksmiðjur, rannsóknarstofur og sveitasetur. Hann var barn að aldri, aðeins 9 ára, þegar hann fluttist af ættjörðinni til Rússlands ásamt foreldrunum og ólst þar síðan upp. Faðir hans hafði stöðu við tæknideild rúss- neska hersins og flotann, starf- aði þar til æviloka og gerði margar mikilvægar uppfinning- ir á hernaðarsviðinu. Síðar sneri Alfred Nóbel aftur heim til Svíþjóðar, en eftir að hann hafði fundið upp nitroglycerinið (sprengiolíuna) og dýnamítið og fengið einkaleyfi fyrir þess- um efnum, fór hann af stað og ferðaðist lengi fram og aftur uppfinningar sínar. Síðari hluta ævinnar bjó hann að miklu leyti í litlu hóteli við Avenue Mala- koff í París, en síðustu 5 árin, sem hann lifði, átti hann heima í bænum Sanremo á Riveru- ströndinni, Ítalíumegin við landamæri hennar og Frakk- lands, og þar dó hann 10. des- ember 1896. Aðeins öðru hverju, sjálfa sumarmánuðina, hafðist hann við á eign sinni heima í Svíþjóð — í Bofors í Karlskóga- héraði. Umsjónarmenn dánárbúsins fengu þá samþykkt staðfesta, að lögformleg þingsókn hins látna hefði verið Karlskógahér- að í Svíþjóð. Þannig sigruðu þeir í fyrstli totu. Af þessum úr- skurði leiddi það, að málið út af erfðaskránni varð að koma fyrir rétt í Svíþjóð og sænskir dómstólar að dæma í því. Ætt- ingjarnir hefðu eflaust haft meiri líkur til að fá erfðaféð dæmt í sínar hendur í frönsk- um réttarsal — samkvæmt frönskum lögum. Þegar hér var komið hófust langvinn fundahöld og samn- ingaumleitanir milli umsjónar- manna dánarbúsins og ættingj- anna, sem lauk ekki fyrr en í júní 1898, en með því, að ætt- ingjarnir höfðu gefið eftir og gengið að samkomulagi. Kom því ekki til frekari málaferla. Bróðursonur Alfreds Nóbels, Emanúel Nóbel, sem var rúss- neskur ríkisráðsmeðlimur og heiðursdoktor við læknaháskól- ann í Stokkhólmi, átti drýgstan þátt í þessum málalokum. Á einum þessara funda, sem áður er getið, haldinn 11. febrúar 1898, gaf hann þá yfirlýsingu, að hann vildi virða þær ákvarð- anir, sem hinn látni föðurbróð- ir sinn hefði gert í erfðaskrá sinni. Væri hann því algerlega mótfallinn þessurn tilraunum til að fá hana gerða ógilda og marklausa. En til þess að sá göfugi tilgangur, sem gefand- inn hefði haft í huga, gæti orðið að veruleika, þyrfti þó auðsjá- anlega að gera ýmiss konar breytingar á arfleiðsluskránni, og aukaákvarðanir, sem því að- eins gætu komið til greina, að hinir ættbornu erfingjar væru þeim samþykkir. — Yfirleitt var hin rússneska ættargrein Nóbels dánarbúsnefndinni fremur hliðholl en mótfallin. Helztu samkomulagsatriðin voru þau, að tekjur sjóðsins í hálft annað ár skyldu ganga til ættingjanna. Voru það til samans því sem næst 3 millj. króna eða tæplega tíundi hluti allrar upphæðarinar. Enn frem- ur urðu báðir aðilar á eitt sáttir um þau vandasömu skipulags- atriði, hvernig haga skyldi yf- irráðum sjóðsins eða stjórn og framkvæmdum, en í þeim efn- um var erfðaskráin harla lélega úr garði gerð. í rauninni var ekki um neina framkvæmda- stjórn að ræða, fyrr en stofnan- irnar, sem Nóbel hafði tilnefnt, höfðu gefið samþykki sitt til að taka við þeirn vanda að úthluta verðlaununum. En þessi sam- þykki fengust samt hjá þeim öllum, svo að það varð, eins og gefandinn hafði hugsað sér. —- Framli. á 7. síðu. Kjörgarður Laugavegi 59 Stórt úrval af karlmanna- fötum, frökkum, drengja- fötum, stökum buxum. —- Saumum eftir máli. UUima —--

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.