Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.03.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 05.03.1960, Blaðsíða 4
oCauqardt aucjaraciyinn 5. tnarz (960 ~ FRJALS ÞJOO ★ KVEMNASÍÐAM ★ Talað ■ Á flestum islenzkum heimilum eru pottablóm til prýði og hafa konur oft mikla ánægju af að annast þau. En það tekst mis- jafnlega, þó viljinn sé fyrir hendi. Hér og á Norðurlöndum hafa blóm lengi verið algeng í heimahúsum, en smekkurinn hef- ur breyzt með nýrri húsaskipan og þar með val blómanna. Áður voru rósir og aðrar blómstrandi plöntur vinsælastar, en núna er mest um stórgerðar, sígrænar plöntur. Það er kannske fleirum farið líkt og mér, að lesa allt um þetta efni, sem þeir af tilviljun rekast á, en hafa ekki framtak í sér til að afla sér beinlínis upp- lýsinga um það. Ýmislegt er manni líka' sagt af þeim, sem hafa reynsluna og er sjálfsagt margt af því rétt, þó eitthvað skolist með af hindurvitnum. En nú á tímum eru oft að uppgötv- ast „sannindi", sem almenningur hefur vitað öldum saman. Eitt af þessum alþýðuráðum er það, að fólk eigi að tala við potta- blómin sín til að þau þrífist. Hef ég hingað til haldið að það ætti ekki að takast bókstaflega og væri átt við, að sýna ætti hverju einstöku blómi umhyggju og mærgætni, því eins og allir vita þarf hver jurt sina sérstöku með- ferð og ekki alltaf þá sömu á hverjum degi, þvi þar hafa veð- urfar og hiti innanhúss sitt að segja. En svo fór ég að lesa hina undarlegustu hluti um blómin, t. d. að þau hefðu yndi af tónlist og þá aðallega kvenröddum og fiðlutónum og í fyrra las ég stór- furðulega grein i einhverju dönsku blaði, minnh’ mig, um til- finningalíf jurta og viðbrögð þeirra gegn ýmsu utanaðkom- andi. Sjálfsagt er þetta of flókið mál til þess að hægt sé að gera því skil í stuttu máli, en í trausti þess, að forvitni lesenda sé jafn- mikil og mín hafði ég tal af Ey- þóri Einarssyni, magister í grasa- fræði og var hann svo vingjarn- legur að svara fáfræðilegum spurningum mínum. „Hafið þér lesið eða heyrt um þennan nýfundna Tónlista-áhuga jurtanna?" „Nei, þessa blaða- grein sá ég nú ekki, enda er lílið á slíkum greinum að græða og oftast eru það villandi fréttir, bæði viljandi og óviljandi, stund- um af fákunnáttu og stundum verður löngun blaðamannsins til þess að gefa lesendum sínum ný- stárlegt lestrarefni, sannleikan- um yfirsterkari. En hvorki í mínu námi eða seinna í fagtíma- ritum hef ég séð á þetta minnzt. Ég veit ekki til að plönturnar hafi nein þau líffæri, sem geri þeim kleift að skynja hljóð." Ég vildi nú ekki gefast alveg upp og lýsti því með miklum fjálg- leik fyrir honum hve mikið plönt- urnar í Japan, að ég held, hafi vaxið eftir að þær hlustuðu á fiðlukonsert eftir Tschaikowski í mánuð. „Já, það kom líka fyrir nokkrum árum frétt í dagblöð- um um allan heim og fylgdu ljós- myndir með „til sönnunar“ um að plöntutegund ein í Ameriku skyti upp ca. 3 m. hárri blþm- skipan 'á~ örfáúrií ’sekundum. JÞessu ti-úði fóik strax, enda blómin — Talað við blómin hafði það séð það á prenti, en fréttin var uppspuni og mynd- irnar falsaðar.“ Vonbrigði mín voru svo augljós, að varkárni vísindamannsins vék um stund fyrir greiðvikninni. „Jæja, það eina, sem ég með nokkru móti gæti hugsað mér, er að þarna væru að verki hljóðbylgjur, sem hefðu óbein áhrif á jurtina, þ. e. a. s. hún skynjar ekki hljómlist sem slíka, en áhrif hljóðbylgna næðu þeim á einhvern hátt.“ „Og þá frekar háir tónar?“ „Háir tónar hafa stuttar bylgjur og gæti það, ef maður væri að tala um þetta í alvöru, haft einhver áhrif. Litir eru líka á vissum bylgjulengdum og gengur plönt- um misjafnlega að nýta ýmis konar ljós, eftir þvi hvernig það er litt.“ Við erum þá í rauninni komin út í annað en grasafræði, en allir vita að þrýstingur af mjög háu hljóði getur verið mjög sterkur, t. d. sé það alveg við hljóðhimnuna getur það bein- línis sprengt hana.“ Nú fannst mér ég vita orðið töluvert líka og minntist á háa c-ið og kristalsljósakrónurnar og hljóðbylgjur til lækninga og var þetta þá, að því er virtist, útrætt mál. En það var fleira, sem mig langaði til að vita. „Er nokkuð til sem heitir plöntusálarfræði?“ „Nei, það er af og frá, að minnsta kosti ekki í grasafræðinni og ég hef aldrei heyrt um það.“ „En hvað getið þér sagt mér um þá fingerðu jurt, sem heitir mimósa og virðist vera svo tilfinn- inganæm, að hún kippist við jafn- vel áður en hún er snert?“ „Venjulega er það nú við snert- ingu og þó sérstaklega sársauka, að mimosan hreyfir sig, en það er hugsanlegt að við mjög snögga hreyfingu nálægt henni, verki loftstraumur sem snerting. Blöð mimósu eru tví- og þrifjöðr- uð og smáblöðin mjög fíngerð og liðir á stilkum þeirra og við snertingu leggjast blöðin saman um þessa liði á stilkum smáblað- anna og ekki bara það blað, sem snert var, heldur öll blöð plönt- unnar, ef snertingin er nógu mik- il. Hreyfingar þessar verða vegna breytingar á vökvaþrýst- ingi plöntunnar við snertinguna og berast um hana með ákveðnu efni um viðaræðar hennar. En þessi viðkvæmni hennar er styrk- ur hennar, t. d. myndu þessi fín- gerðu blöð án efa brotna í rign- ingardembum hitabeltislandanna, ef ekki væri h£égt að leggja þau saman. Og til gamans má geta þess, að sú mimósa, sem er allra mimósu viðkvæmust fyrir snert- ingu, Mimósa pudica, er mjög á- leitið illgresi víða i hitabeltis- löndunum, og er þeim þar varla mjög umhugað um „tilfinningar" hennar." „Er það rétt að plöntur keppist hvor við aðra að vaxa, standi þær saman, jafnvel pottaplönt- ur og þó skýra mætti kepphina úti, sem lífsbaráttu eða að þær heíðu skjól hvor af annarri, hvernig má það vera með potta- plöntur?" þann- þétt sam- an vasri það barátta tun birtuna." Ég Iief tekið að mér, fyrst um sinn, að sjá um kvenna- síðu „Frjálsrar þjóðar". Ég vona, að mér takist a, m. k. öðru hvoru að hitta á efni, seni Iesendur liafa áhuga fyr- ir. Kvennasíðan verður ópóli- tísk, og mér J>ykir rétt að taka það fram, ekki vegna þess, að þau mál, sem hér verða tekin fyrir séu líkleg til ágreinings, eða sérstaks flokksbragðs megi vænta af matnum, sem lagður verður eftir leiðbeiningum síðunnar. Heldur er það vegna þess, að til þess að gera efnið fjöl- breyttara, mun ég öðru livoru leita til fólks um fróðleik, fólks, sem á engan hátt er rétt að bendla við flokkinn, þó ekki sé lieldur meiningin að sneiða lijá þjóðvarnarfólki. I>að væri kennasíðunni auð- vitað mikill stuðningur, ef lesendur vildu Iiafa samband við hana um fyrirspurnir og efni, sem liklegt væri til að vekja áhuga almennt. Utanáskriftin er „Kvenna- síðan“ Frjáls þjóð, Ingólfs- stræti 8. Guðríður Gísladóttir. „En ef um væri að ræða t. d. tré úti, sem árum saman hefði lítið vaxið, en svo brygði við að það tæki stórum meiri framförum ef það fengi félagsskap fleiri trjáa?" „Það er þannig t. d. með sumar belgjurtir, að á hnúðum á rótum þeirra lifa bakteríur, sem framleiða köfnunarefni og er þvi kostur að þeim i námunda við aðrar jurtir af svipaðri teg- und. Svipað getur skeð með ræt- ur trjánna og hafa rætur þeirra mikið „samband" sín á milli, ef þau standa nærri hvert öðru.“ Lauk nú samtali okkar og eins og þið sjáið fékk ég ekki stað- festingu á þvi að rétt væri að tala við' blómin. Eitthvað situr þetta þó í mér, því þegar ég í morgun var að dást að ræktar- legu blómi og sagði við við- stadda: „Sjáið þið bará hvað þessu hefur farið vel fram“, varð mér litið á blómið, sem stóð við hliðina á því og bætti við i skyndi „og þér líka.“ Afskorin blóm eru sjaldséður munaður á heimilum almennt og reynir fólk auðvitað að láta þau endast sem lengst. Eitt ráðið til þess, hefur verið talið að setja sykur í vatnið. Nú hefur það ver- ið rannsakað í Svíþjóð hver á- hrif þetta háfi og eftir tveggja ára tilraunir kom i ljós að þetta hefur góð áhrif á sumar tegund- ir, en er beinlínis skaðlegt fyrir aðrar. Fyrir rósir og nellikur er þetta heillaráð og er talið að rós- ir lifi 5—T daga í stað 4—5 daga í venjulegum stofuhita og eru þar að auki fallegri þennan tíma, hvað lit og annað sneriir. Enn þá betri árangur hefur náðzt með nellikur, því þajr endast 2— 3 sólarhringum lengur, eða 8 — 11 daga I stað 7—8. Og það er ^ Ritstióri Guðríður Gísladóttir V W H h ;ná Q, J V V / A n \ T m m n * fA 5 fK !* $ r~ ’4• M m rrr r ■Q ■ — oy fi/ FJ / , / jL. n j A9\ TS m S . A Rjðfrítt Ryðfrír stálborðbúnaður liefur að vísu ekki tekið við af silfur- borðbúnaði, en á vaxandi vin- sældum að fagna, bæði hér og er- lendis, og ekki sízt meðal ungs fólks. Kemur þar bæði til, að ungt fólk vill hafa hlutina sterka og ekki vandmeðfarna og finnst það hafa annað við tímann að gera en að fægja silfur og svo hitt, að þannig borðbúnaður fer ákaflega vel við nýtízku húsgögn og annan borðbúnað á nútíma heimili. Oftast er bara talað um ryð- frítt stál, á Norðurlandamálum „rustfri" og á ensku „stainless", en fæstir vita að gæðamunur get- ur verið þarna mikill. Að vísu ryðgar ekkert af því, sem selt er með ryðfríu merki. Allir vita, að þeir kaupa ekta silfur ef á þvi stendur „830“, en stálið hefur líka sína einkennis- stafi og er nauðsynlegt fyrir fólk að vita lika þar hvað það kaupir. Langbezta og um leið langdýr- asta stálið hefur einkennistölurn- ar 12/12. Það þýðir, að stálið innihaldur 12% nikkel. Það stál heldur sér marga mannsaldra og hefur ákaflega fínan hvítleitan glans og það, sem meira er, sá glans helzt hvernig sem farið er með það. Stál af þess gæðaflokki held ég að hafi verið sjaldgæft hér í verzlunum, enda mjög dýrt. Ryðfritt stál 18/8 inniheldur króm og 8% nikkel. Það er líka forlátagott stál, en það hefur ekki sama silkimjúka glans og 12/12. Það endist lika næstum endalaust og heldur góðu útliti mjög vel. Þessi gæðaflokkur er notaður á ýmsum stofnunum, svo sem góðum hótelum, sjúkra- húsum o. s. frv. Þar sem notk- hreint ekki svo lítill sykur, sem þau þurfa og meiri en hyggju- vitsmenn mundi gruna. Vatnið á að innihalda 4% sykur, en það er um 13 venjulegir sykurmolar í einn pott af vatni. ★ En ef við snúum okkur aftur að gráum hversdagsleikanum, skulum við, sem höfum verið að kafna af ryki hér í höfuðstaðn- um undanfarið, eins og oft áður, athuga, að þvo pottablómin okk- ‘ ar oft. Það er ekki siður érfitt fyrir þau að anda, en okkur, í þessum rykmekki, sem heitir Reykjavik. Matrósakragar hafa verið og eru enn í tízku, að ég nú ekki tali um viðar, síðar blússur, svo að þessi flík ætti að falla í ungra stúlkna smekk. Og það sem betra er, maður þarf bókstaflega ekk- ert að kunna að sníða og .varla að sauma, til þess að gera svona flík. Hægt er að nota pappir með 10 cm. stórum reitum á hvern veg og teikna stykkin inn á, eins og á myndinni og þá eru sniðin komin. Ef efnið er röndótt, at- hugið þið að leggja sniðin rétt á efnið. Á slaufunni eiga kant- arnir margtir „a“ að snúa saman og „b“ saman. Annars er það smekksatriði hvort maður kærir sig um svona langa slaufu og má auðvitað sleppa henni og hafa aðra minni. un og meðferð krefst þess að hlutirnir séu sterkir og útlitið endingagott. Á því sést, að með góðri meðferð í heimahúsum, er þetta fyrsta flokks stál og mætti því kalla 12/12 luxusvöru. Svo kemur ryðfrítt stál 14/—, en það hefur engan nikkel í sér, en 14% króm. Þetta eru sterk hnífapör, en ekki nærri eins falleg og hin. Þau hafa harðan stálglans á sér og haldast ekki sem ný, nema stuttan tíma. Þetta eru ágætis eldhúshnífapör enda ódýr. En nú er það svo, að oftast stendur ekkert á þessum stál- hlutum annað en að þeir séu úr ryðfríu stáli. En kaupandinn á rétt á að fá allar ofangreindar upplýsingar hjá kaupmanninum, sem hlýtur að vita hvaða vöru hann hefur keypt og er að selja, og skulið þið ganga ríkt eftir því. Alltaf úrval af afskornum blómum og pottaplöntum. BLOM OG GRÆNMETI Skólavörðustíg 3 A. Langholtsvegi 128. Sími 16711. Afskorin blóm 09 tækifærisgjafir BLÚM 06 ÁVEXIIR Hafnarstræti 5, sími 12717.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.