Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.03.1960, Qupperneq 3

Frjáls þjóð - 12.03.1960, Qupperneq 3
zjCau^ardaqfnn /2. marz 1960 þjóö AFGREIÐSLA: INGÓLFSSTRÆTI 8 SÍMI 19985 PÓSTHÓLF 1419 TJtgefandi: ÞjóÖvarnarflokkur fslands. a Ritsjjórin ^nnastt-, - Giís Guðmundssohl Jón úr Vör Jónsson, ábm. Framkvæmdarst jóri: Ing'iberg J. Hannesson. Áskriftargjald kr. 9.00 á mánuði. árgjald 1960 kr. 108.—. Félagsprentsmiðjan h.f. Listin að reikna rétt T^egar, er hinar umdelidu ,,viðreisnartillögur“ nú- verandi ríkisstjórnar komu fram, töldu reikningsglöggií menn sig sjá ærin missmíði á útreikningum þeim, sem lagðir voru til grundvallar ýmsum hinna fyrirhuguðu ráðstafana. Var ekki laust við, að eitt ræki sig þar á annars horn. Þó að yfirlýstur og augljós tilgangur efna- hagsráðstafananna væri sá að draga stórlega saman allt efnahagskerfi þjóðarinnar, skera niður um allt að 20% notkun á innfluttum varn- ingi, takmarka bygginga- framkvæmdir og draga úr margvíslegri annarri fjár- festingu, var eftir sem áður reiknað með óstjórnlega hárri heildarveltu þjóðfé- lagsins. Við þá veltu var síð- an miðað, þegar áætlaðar voru tekjur ríkisins af fyrir- hugaðri skattheimtu. Ýmsir áttu bágt með að trúa því. að svo lærðir menn og reikningsglöggir, sem undirbúið höfðu efnahags- málatillögurnar í hendur stjórninni, létu henda sig slíkar skyssur á þeim vett- vangi, sem þó var sérgrein þeirra, skrifstofuvinnu við tölulegar áætlanir og út- reikninga. Fyrir þær sakir hugsaði margur sem svo, að þó að heildarstefnan, sem mörkuð var með efnahags- málatillögunum, væri næsta umdeilanleg, hlytu sjálf hin tölulegu dæmi að vera nokk- urn veginn rétt samin og reiknuð. ★ '17' n nú hefur verið frá því skýrt oþinberlega. að ríkisstjórnin og sérfræðing- ar hennar hafi gert sig seka um stórfellda reiknings- skekkju í áætlunum um söluskattinn nýja. Á með- an rikjs9tjórnin og reikn- ingsmefstarar hennar sveit- ast við að leita uppi nýjar skattheimtuaðferðir til að fá innbyrtar i ríkiskass- ann þær 100 milljónir, sem á skortir söluskattinn, brýt- ur landslýður um það heil- ann, hvort ekki séu fleiri reikningsskekkjur í hinum stóru og flóknu viðreisnar- dæmum. Mörgum sýnist deg- inum ljósara, að svo sé og þurfi raunar ekki mikla. stærðfræðikunnáttu til að sjá slíkt. Hér verður aðeins vikið að einni skekkiu, sem að vísu er ekki tölfræðileg, en hins vegar svo stórfelld, að hætt er við hún raski öll- um grundvelli fýrirhugaðra aðgerða í efnahagsmálum. Frumskilyrði þess, að al- menningur í landinu taki á sig möglunarlítið þær byrð- ar, sem óhjákvæmilegar Hvaö ferðamenn mega ekki vita kunna að vera til að greiða úr öngþveiti fjármála- og efnahagslifs, eru eftirfar- andi: 1) Að sem flestir hafi gert sér ljósa nauðsyn rót- tækra ráðstafana. 2) Að byrðunum sé skipt milli þjóðfélagsþegnanna af sem mestu réttlæti. 3) Að handhafar almanna- valds, sem marka stefn- una og deila niður byrð- um, gangi á undan með góðu eftirdæmi og hiki sízt við að axla sjálfir bagga hliðstæða þeim, sem öðrum er ætlað að bera. Sé þessum atriðum ekki nokkurn veginn fullnægt, má telja vonlitið eða jafnvel von- laust með öllu, að róttækar efnahagsráðstafanir, sem víða koma harkalega við, nái tilgangi sínum. ★ TTér er ekki um að ræða erfitt reikningsdæmi, heldur einfaldar staðreynd- ir, sem ættu að vera hverj- um manni, er við þjóðmál fæst, nokkurn veginn 'ljósar. Ekki ætti það heldur að ver'a torskilið, að ráðamenn, sem virða þessar staðreyndir að vettugi, byggja reiknings- dæmi sín á röngum forsend- um, svo að útkoman hlýtur að verða skökk, jafnvel þótt rétt væri reiknað á pappírn- um. Alvarlegasta reiknings- skekkja núverandi ríkis- stjórnar er sú, að hún hefur ekki haft vilja eða getu til að byggja efnahagsaðgerðir sínar á grundvelli fyrr- greindra staðreynda. Að því er varðar þau at- riði. sem nefnd voru hér að frarnan, er þetta að segja í sem skemmstu máli: Árum saman hafa þjóð- varnarmenn varað við því með þungum ^alvöruorðum, hveiýa óheillabraut íslenzkir valdhafar gengu, er þeir létu verðbólguna leika lausum hala, kepptust hver við ann- an um gegndarlausan fjár- austur úr almannasjóðum og horfðu á það sljóum augum, að þjóðin lifði um efni fram — ýttu jafnvel undir þá bró- un með aðgerðum sínum. Margir aðrir hafa séð, að þessi varnaðarorð voru fylli- lega réttmæt, en í lýðskrums- kapphlaupi sínu og kjósenda- veiðum stigu forystumenn gömlu flokkanna æ trvlltar verðbólgudansinn, eins og ekkert væri að. Bera núver- andi stjórnarflokkar þar sízt minni ábyrgð en aðrir. Með orðum sínum og gerðum hafa þeir að sjálfsögðu haft mikil áhrif á mótun almennings- álitsins og viðhorf fjölda Þessi óhugnanlega svipmynd frá ranghverfu „hins irjálsa heims“ þarfnasi engra útlistana. En vera mætti hún áminning um það, að leiðtogum okkar, sem lifum í hinum svokallaða vestrœna heimi, vœri hollt að leiða oftar en þeir gera hugann að þvílíkum dœmum um œvi- kjör manna undir handarjaðri þeirra — og reyna eftir mœtti að bœta þvílíkt böl. — Mafia-hreyfingin á Sikiley, sem minnzt er á hér, er eins konar óskipulögð leynisam- tök og vinnur að því að halda við kúgun alþýðunnar, m.a. með hermdarverkum, sem þeir jafnan eiga yfir höfði sér, er viðleitni' sýna til umbótastarfsemi. — Einum manni, Danilo Dolci, hefur þó hin síðari ár tekizt að vinna nokk- urn veginn óáreittur að framförum á eynni með undra- verðum árangri. Frá honum verður nánar sagt hér í blaöinu innan skamms. — Greinin er þýdd úr Orienter- ing, málgagni vinstri-sósíaldemókrata í Noregi. þá sveit úr sveit og borg úr borg. Svo og að sjálfsögðu: loka pútna- húsunum. Pyntingar kukl. þegar við tölum um að standa vörð um hinn frjálsa heim, liversu oft verður okkur þá hugs- að til Sikileyjar? Hversu margir ferðamenn vita, að meðal betl- aranna, sem lialdið er frá aðal- götunum þeirra vegna, eru ófáh-, sem alls ekki eru vinnufærir sak- ir misþyrminga þeirrar sömu lög- reglu, sem rekur vesalingana af almanna færi? Hversu margir okkar eru viðbúnir að játa, að í okkar kristna, vestræna þing- ræðisheimi lifir fólk við misk- ujmarlausa kúgim, sem háldið er við ineð spillingu, rógi, hjátrii, ofbeldi og því, sein er öllum teg- undum stjórnarfars til hneisu: pyntingum? Litum á borgirnar og veljum nokkur dæmi af handahófi. 1 einu hverfi Palermo deila með sér að meðaltali 8,14 manns manna gagnvart þeirri hættu, sem að steðjaði. Það er því naumast von, að varn- aðarorð af þeirra munni sannfæri alla í svip, er þeir söðla nú skyndilega um og taka að lýsa ástandinu með sem dekkstum litum. Þegar þar við bætist, að í engu sjást þess merki, a<$ á hærri stöðum og í opinberum rekstri verði nokkur króna spöruð né dregið úr gegndar hverju herbergi, 4,2 hverri hvílu. 14 af hverju hundraði manna hafa rennandi vatn, en fyrir það er lokað á sumrin, svo að hægt sé að vökva lystigarðana og halda götunum hreinum fyrir ferðamennina. Að ganga hús úr húsi og kaupa appelsínu- og sitrónubörk, er viðurkennd at- vinugrein. Miklum vandkvæðum er bundið að ganga örna sinna að hætti siðaðra manna. I annarri borg hefur, að því er opinberar hagskýrslur herma, fátæktin aukizt um nálega 70% á fjórum árum. Hinir ólæsu geta ekki fyllt út eyðublöð, en spiccia (leigður skrifari) má ekki fara í erindum þeirra í opinbera skrif- stofu. Hann verður að múta ein- hverjum til þess að hljóta áheyrn hjá yfirvöldunum. Þegar hinir fátæku betla hjá fátækum, verða þeir fegnir að fá að súpa spag- hetti-soðið?- Frá ströndinni við Palermo fara daglega 125.000 smyglaðir vindlingapakkar á- fram til Napóli. Fáfræði — spilling. f sveitunum er fólk, sem heldur * að Ráðstjórnarríkin séu lítil ey, að skýin séu reykur frá jörð- inni, að sólin sé Jesús Kristur og að tunglið sé María mey. Þegar maður biður til þéirra, koma þau fram og verma hann eða ekki. lausri eyðslu, missir prédik- Fjölskyldufaðir getur vænzt að unin um nauðsyn þess að^ fá vinnu nálægt 120 dögum á ári. herða fastar mittisólina og I annan tíma er sniglatínsla góð færa fórnir í bili allan kraftj tekjulind, en yfirleitt eru jarð- og áhrifagildi. Slíkar ræður, eigendur ófúsir á að láta tina taka menn ekki hátíðlegar en sniSla eða villi3Ui'tir á lendum boðskap embættismannsins sinum' Mannyig haía , , | deilum um slikan eígnarrétt. Til nafnkunna, sem var nogu1 . .. ., . , , , A _ , i eru born, sem aldrei hafa seð brjostheill til að morabsera hjól> og ungir menn> sem fyrst í útvarp urn eyðslusemi sj^ uppbúið rúm, þegar þeir eru verkamanna, sjómanna og hnepptir í fangelsi — trúlega fyr- bænda sama daginn og hann ‘ ir að hafa hirt korn á ökrum fékk sjálfur á hafnarbakk- ann einhvern dýrasta lúxus- bíl, sem til landsins hafði komið. Hliðstæð temja íslenzkir valdhafar sér nú. Það er miklu alvarlegra en 100 milljón króna reikn- ingsskekkja á söluskatti, þótt óþægileg kunni að þyltja. Enn einu sinni gera ráða- menn á íslandi allár kröf- urnar til annarra — meiri kröfur og harðari en dæmi eru til áður — en engar til sjálfra sín. Sú er rciknings-l skekk.ian alvarlegri en allar aðrar. Hún veldur því ekki sízt, að viðreisnar-dæmið jarðeigandans. Svar jarðeigandans? Fangelsi, eignaupptaka, byssukúlur. Lög- reglustöðvarnar eru fast við hús vinnubrögð 3arðeigendanna á Sikiley, og ef b það skyldi ekki reynast nóg, er þeim heimilt að koma sér upp og vopna eigin lögreglu. Jarðeig- endurnir á Sikiley eru hrein- ræktaðir ræningjar eða álíka fá- fróðir og rustalegir, en ekki jafn svangir og vesalingarnir, sem þeir þrælka. Svar kirkjunnar? Aflát og bar- átta gegn kommúnismanum. Nunnurnar vilja ekki taka að sér hvítvoðunga kommúnista, af því að þeir eru fæddir í banni. Það fer ekki dult, að kirkjan á Sikil: ey er pólitískt verkfæri. Svar stjórnarvaldanna? I kosn- Rlgengasta pyntingartækið er n casetla — kassinn. Það er plankahleri, sem fórnarlambið er reyrt á nakið. Carabinere (lög- reglumaður) hellir saltvatni gegnum slöngu á gasgrímu, þar til magi fórnarlambsins er orð- inn fullur, og þrýstir svo á mag- ann til þess að fá vatnið upp aft- ur. Endurtakist eftir þörfum, en annar carabinere kreistir á með- an eistu hans. Hann játar svo að hafa stolið sniglum jarðeigand- ans eða hafa myrt hann, hverju skiptir það? I kirkjunni á næsta leiti fræð- ir klerkurinn iðrandi skriftason sinn á því, sjálfsfróun lami mænuna og heilann, og afleiðing- in verði þannig skammlífi — og að samræði valdi krabbameini, berklum og lungnabólgu. Siðan staðfestir læknirinn kenningu klerks, ef hann vill halda starfi sínu; enda mun hann jafnan ekki vita betur, þvi að hann hefur keypt próf sitt fyrir fúlgu, sem faðir hans greiddi Mafia . . . Á Sikiley eru fleiri íbúar en I Noregi. En þeim er þjappað sam- an á landsvæði, sem er þrettándi hluti af flatarmáli Noregs, og helmingur þess er einnig óbyggi- legunr. Fólkið býr í stóru borgunum: í Palermo með hálfa milljón, Catina. Messina, Trapani, Sira- cusa og Agrigento, á mjórri ræmu við ströndina, og á stóru sléttunum og í hlíðunum um- hverfis Etnu. Iðnaðurinn er hverfandi lítill. Og landbúnaðurinn er svo frum- stæður, að húsdýraáburðinum er brennt, i staðinn fyrir að koma örníddri jörðinni að notum. Al- þýða manna heldur, að áburður- inn saurgi jörðina! Eitt af hverjum ellefu börnum deyr á fyrsta ári — í Svíþjóð deyr eitt af hverjum 50. Fátæk hjón eignast oft meira en tíu börn. 46 prósent af þjóðinni eru ólæsir. Partinico heitir bær nokkur á. stærð við Drammen, 40 krh. frá. Palermo. Fyrir nokkrum árum kom i ljós, að fullorðnu karl- mennirnir í einni af sóðalegu götunum þar áttu að baki 300 ára skólagöngu til samans, en 3000 ára tugthúsvist. Hugsið ykkui' hlutfallið milli skólakostnaðar og lögregluútgjalda á slíkum stað. Til jafnaðar eru 20 menn á ári ' myrtir í þessum bæ. Norðausturhorn eyjarinnar er aumast allra, og þar hefur Dolcí hafizt handa. Þar er margt fólk, sem ekki fær nema 15 daga sómasamlega vinnu á ári. Það er um vínuppskcrutímann, en það er fullkomin ráðgáta, á hverju þetta fólk annars lifir. Á fimmtán ára tímabili voru 1472 menn myrtir i þessum lands- j hluta. Eitt af örfáum blöðum iSikileyjar, l’Ora (Stundin) í Pal- J ermo lét til skarar skríða, gegrt | þessari morðöld, en þá voru rit- J stjórnarskrifstofur þess sprengd- ar í loft upp. Og Mafiunni er kennt um þetta allt, með réttu og röngu. mikla er skakkt seti: upp. I ingabaráttunni: loforð. Milli samræmi við það mun út- koman verða. kosninga: murka lífið úr svöng- um og sjúkum með því að hrekja Lesið Friálsa bjóS. Kaupið Frjálsa bjóð.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.