Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.03.1960, Síða 4

Frjáls þjóð - 12.03.1960, Síða 4
4 oCaugardacfiiin 12. marz 1960 F R J ÁLS Þ J □ Ð § A MALARINN SEM DRAKK TERPENTlNU Nýlega rakst ég' í erlendu bókmenntariti á litla prósaskissu eftir Erik Ransemar: „Frú Bismarck sat útí horni og’ var að gráta yfir skaphörku manns síns, þegar keikur nubbur dökkur á brún snai’aðist innúr dyrunum án þess að banka. Góðan dag, sagð’ann. Ég heiti Hitler. Var’ða hér sent átt’ að mála? — Hér og þar og allsstaðar, sagði frú Bismarck og þurrkaði af sér tárin, meðan ntálarinn Hitler stútaði sig á terpentínuglasi. Allsstaðar þarf að mála. Allt Þýzkaland þarf að ntála á ný. Ég hata þennan moldarbrúna lit. Eigið þér nokkra fallega liti? — Litinn er búið að ákveða. Penslunt ntínum hefur alltaf geðjazt svart, svaraði ntálarinn HitLer og fékk sér drjúgan teyg úr fleygnum. Þér afsakið vonandi þó ég fái mér snafs. Ég drekk ekki annað en terpentínu núorðið. Maður yerður svo vitlaus af henni. Og svo fór hann að ntála af djöfulntóði og smurði svo þykkt að enn í dag má finna ntálningarlyktina, ef leið manns liggur þar framhjá.“ Já, lyktin er auðfundin enn. En sýnilega er ýmsunt farið að finnast nóg um skellur á veggjunt, þó að þykkt væri smurt á sínum tíma. Á jóladagsntorgun 1959 vaknaði frú Adenáer við að vinnuglaðir piltar voru kontnir inn i íbúð þeirra hjóna og byrjaðir að blettamála. Hún ýtti við bónda sínunt og benti honunt á verksuntmerki: hakakrossa, Heil Hitler og hatursglósur um gyðinga. Gamla manni hnykkti lítið eitt við: hann átti ekki von á drengjunum svona snemma og' hafði í andvaraleysi jólahelginnar gleyntt að draga gluggatjöldin fyrir. Hann smokraði sér í buxurnar og haltraði út að glugga til að hleypa tjöldunum niður, en það var um seinan: á götunni fyrir utan stóð glaðvakandi múgur og horfði á ntorguniðju unglinganna, lostinn reiði og skelfingu. Ivanslarinn er raunsær maður: hann sá þegar að hér hafði verið hrapað að framkvæmd og bað skutilsveina sína að hverfa heirn, nteðan verið væri að búa húsið betur undir ntálningu. Svo settist hann niður snöggklæddur sem hann var og hripaði Frankó vini sínunt fáeinar línur í laumi. „Allsstaðar þarf að mála,“ skrifaði hann. „Allt Þýzkaland þarf að rnála. Ég hata þennan moldarbrúna lit. En hér gefst enginn friður til að þjálfa úngviðið í iðninni fyrir gyðingahyski, sem liggur á gluggunum hjá mér nætur og' daga og hrópar út yfir heiminn allt sem á heimilinu gerist. Gætir þú nú ekki tekið af mér nokkra stráka í læri, rneðan ég er að ljúka nauðsynlegunt undirbúningi hér heinta fyrir? Ég get sent með þeim afburða þjálfara sem numið hafa málningarkúnstina hjá vorum framliðna lærimeistara. í rauninni vanhagar mig- aðeins um friðsælan reit, þar sem drengirnir g'eti fengið að stunda nám sitt í næði. . . .“ Hann braut saman blaðið, innsiglaði bréfið með kanslarahringnunt sínum og sendi þegar hraðboða af stað með það suður til Spánar. Og nú er beðið. Litinn er búið að ákveða. Penslarnir bíða þjálfaðs liðs sent kann að smyrja þykkt, veggirnir bíða langþráðrar snertingar við mjúk pensilhárin og' kanslarinn bíður eftir svari. Þó ótrúlegt sé, eru til á Islandi menn sem tekið hafa að leggja fæð á moldarlitinn brúna, er augu feðra þeirra hafa glaðzt við á hverju nýju vori frá því er land byggðist. Þjóð sína hafa þeir teygt inn í vopnafélag þeirra garpa sem dreymir nú unt að dýfa penslum í svart. Eru þeir stoltir af hinum nýja vinarvini sínum? Endist þeim gæfa til að nota þann biðtíma sem enn er til að losa þjóð sína úr helgreipum hesmáms og hernaðarbandalags? Eða eru málarar dauðans búnir að hella ofan í þá svo miklu af áróðursterpentínu, að ókleift sé orðið að koma fyrir þá vitinu? 4 Einar Bragi. Kvöld eftir rigningu dagsins. Það rofar til svo sólseturssin- fónninn megi hljóma. Um dag- inn hafði loft verið skýjað og stundum hafði rignt en þegar stytti upp á milli kyrrðust pollarnir á gangstígum og lauf- laus tré spegluðust og fætur fólksins skutu mynd sinni yfir flötinn, skýin voru þar með far- andmyndum sínum, og stundum brá fyrir bláu auga himins í rofi sem lokaðist fljótt aftur. Og þegar leið á daginn var lengra milli skúra en það var nóg vatn á götunum til að bíl- arnir gætu farið um með hvísk- urhljóði þegar hjólbarðar þeirfa jusu vatni svo það var eins og leyndarmál allt í kring, þá sett- ust gamlar konur á bekk og voru kannski að hvíla sig eða bara gamlar; gola fór á undan kvöldinu og undirbjó himin- inn, tætti samfellu grámans, blés burt hinum þrúgandi regn- skýjum og færði himininn fjær mönnunum; og himinninn var allt í einu orðinn blár og fjar- lægur.og tær og hvíldi ekki á mönnunum, eitt og eitt fann- hvítt ský fór yfir eins og óút- skýrður boðskapur eða eikjur goða. Nú var sólin farin að skína og fólkið hafði eignazt skugga sem vöknuðu skyndilega og sveifluðust eins og dymblar í þúsund klukkum klingjandi um votar stéttir, yfir biðfúsa fleti pollanna sem skiluðu áfram öllu en tóku að þverra. Sólin þerrði regnið á götun- um hægan. Nýfæddir skuggar trjánna uxu á láréttu sviði til- veru sinnar en golan veifaði grönnum greinum svo skugg- ar þeirra hvörfluðu yfir sól- birtu stéttanna eins og máttlaus maður sem er að reyna að valda tónsprota, en fólksstraum- urinn þéttist. Gamlar byggingar fögnuðu sólinni og hýrnuðu í framan og gluggarnir tóku að loga af ijós- inu eins og augu í mikilli vímu þegar hjjartað dansar í eldi. En simavírarnir fundu að það er fleira til en hagskýrsl- ur og framkvæmdaáætlanir og tóku að sindra í birtunni líkt og þeir fyndu nú hin litlu orð fara um sig frá einni manneskju til annai'rar, orð sem koma út úr stórri sameiginlegri þögn tveggja einstaklinga, slitna frá þeim og eru einhverja stund kannski orðin að stórum hun- angsflugum og marglitum fiðr- ildum sem hamast inni í rauðri gagnsærri blöðru eða blárri, kannski gulri, kannski grænni, hamast þar inni umlukin af hinni stóru þögn og þú heyrir þin eigin orð, eða sérðu þau kannski? Og meðan þú horfir hefst hljóður andi jarðarinnar og lyftir hinum marglitu ball- ónum þar sem orðin suða og sindra innilokuð og feykir þeim út í bláinn . . . Orð, — nei símavírai'nir, það voru þeir sem sindruðu, líka vírarnir sem rafknúðir sti'ætis- vagnar fara eftir um hin breiðu stræti. En í þröngum götum lagðist dökkur skuggi af húsi öðru megin myrkvandi yfir götuna og skall á húsinu hinu- megin þar sem hann seildist upp eftir því neðanverðu likt eins og skuggi púrítanskrar siðakreddu að reyna að lama lífsgleðina. Himinninn varð bláfölur með kvöldinu og smám saman vai'ð hann úðaður bleiku, gullinn kúpullinn á ísakskirkju bar við himin, og á gylltri turnspíru fjær varð bál af sólsetursbjarm- anum, líkt og kyndill tendraður heilögum eldi. Þá gengum við tveir um gamla borgarhlutann, Péturs- borg þeirra Dostójevskís og Púshkins. Á bökkum síkja, yfir gamlar brýr, hjá fornum höll- um þar sem kyrrðin átti enga hættu vofandi yfir sér, hjá gömlum vöruskemmum sem höfðu staðið öldum saman; þar var fátt fólk á gangi, trén lauf- laus á bökkunum og sumsstað- ar sá inn um gríðarstór port- hlið við þessar vöruskemmur liðinna alda en við hurfum af þessum þagnarslóðum þar sera mátti heyra ljóðið vaxa. Við sveigðum inn í íbúðar- hverfi þar sem húsin voru göm- ul og víða lágir dimmir yfir- byggðir gangar og fyrir end- anum tóku við skuggalegir húsa- garðar, allsstaðar var fólk á ferli um göturnar eða stand- andi í þessum dimmu göngum eða að kallast á í portunum á bak við; og börnin léku sér á götunum og skutust um gang- ana inn og út, unglingspiltur hallaðist upp að húsi í slíkum gangi einangraður í draum- leiðslu sinni með hendur í jakka- vösum og fingraði hljómstrengi sinnar einveru við ys hverfis- ins. Svartbrýndur með stór brún augu sem ekki horfa á umferðina. Og skammt frá var gömul kona í glugga við götuna að tala við aðra gamla konu; kon- an í glugganum hafði stórt andlit en flatt og kringlótt, og nefið eins og það hefði verið lengi undir fargi, kinnbeinahá og hrukkótt; með smágerðum strikum var allt andlitið teikn- að af tíma konunnar: líkt og koparstungumynd; og hár hennar hvítur sneplaflóki, — það var brotin rúðan í glugga þessarar gömlu konu. Hin konan sem stóð á gang- stéttinni og talaði við hana var lítil og rýr, og minnti á eld- spýtnastokk sem tveim eldspýt- um hefur verið stungið í endann á og þeim síðan stungið niður í rauf og allt látið standa upp á endann á borðinu fyrir fram- an spilamann. Það hafði jafn- vel verið tyllt á hana höfði sem var langt og mjótt og stallur á munninum líkt og skúffa til að geyma kartöflur. Hár hennar eins og það væri af einhverri annarri manneskju sem væri fyrir löngu horfin úr hérvist, skolleitt og þurrt með grárri skeilu eins og snjóakálfur í fjar- lægu fjalli. Jújú þær voru að tala saman og allsstaðar var fólk að spjalla meðan þetta kvöld færðist hægt yfir eins og kvöldin okkar á íslandi; þessi norðursins hæg- siglandi kvöld sem mjakast yfir meðan varkár fingur mildrar golu sprytar segl þess annað veifið. Sumsstaðar voru ölvaðir menn að hlæja eða þrasa eða leiða blindur blindan. Tveir menn stóðu saman og hölluð- ust hvor að öðrum og annar hafði brugðið báðum höndum eins og kalllúðri í sjávarháska upp að eyra hins og hrópaði ein- hver leyndardómsfull trúnað- armál inn í mistraða hugar- ganga hans. En hinn þriðji hélt ræðu yfir tómri tunnu meðan dapurleikinn hnykktist í rykkj- um fram af vitum hans. Á aðra hönd var síki svo kyrrt og slétt og spegilþénugt; hópur drengja kom hlaupandi, þeir fóru að gantast við okkur: Sprechen sie deutsch? kallaði einn og leit hróðugur á hina og allir fóru að hlæja og hrópa: sprechen sie deutsch? sprechen sie deutsch? Síðan kallaði ann- ar: Do you speak english, og hinir hlógu, og svo skiptist

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.