Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.03.1960, Qupperneq 5

Frjáls þjóð - 12.03.1960, Qupperneq 5
FRJALS Þ J ÖÐ cjLaugardagírm. 12. inan 1960 'Vonð j 959 fór Thor Vilhjálmsson nthöfundur til Sovét- ríkjanna og dvaldist þar um hríð. Um för sína og þau áhrif, sem hann varð þar fyrir, hefur hann ritað ágæta reisubók, ,,UNDIR GERFITUNGLI“. Er frásögnin bráð- hfandi og persónuleg, blessunarlega laus við allt skýrslu- gerðarsmð. Höfundur leitast auðsjáanlega við að segja kost og löst, eftir því sem menn og málefni koma hon- um fyrir sjómr. Síðar mun birtast ritdómur um bók þessa hér í blaðmu. Thor Vilhjálmsson hefur góðfúslega leyft Frjálsri þjóð að birta kafla úr hinni nýju bók sinm. Fynr vahnu varð 26. kaflinn, þar sem segir frá dvöl í Lenmgrad. kórinn í sprechen sie deutsch og do you speak english. Þeir fóru í flugvélaleik og komu hlaup- andi með útrétta arma og drunugauli sem átti að tákna að þetta væri nýjasta gerðin af þotum og fóru í hlykkjum og sveigum kringum okkur eins og við værum gamlir lofthlunkar fortíðarinnar. En einn sló þeim öllum við með því að koma á hendingskasti og dangla í rass- inn á mér. Sá var kaldur! Enda vakti hann verðskuldaða hrifn- ingu og hópurinn hvarf að öðr- um viðfangsefnum á þessu dá- samlega kvöldi. Þetta kvöld var mér ætlað að kynnast því stóra afreki tækn- innar sem mig minnir sé kennd við Panorama. Gríðarstórt kvik- myndahús, þéttsetið, íbjúgt breiðtiald í næstum hálfhring. Og undrið fólst í því að það sem gerðist á tjaldinu var svo raunverulegt að bílar sem komu akandi, manni þótti hreint al- veg þeir ætla á mann, járn- brautarlestir rista mann sund- ur á teinunum, flugvélar að skella af manni höfðinu. Kvik- myndin var ferðalag um Sovét- ríkin fram og aftur í allskyns farartækjum, og nefndist: Landið okkar. Henni var ætlað að sýna dýrð lífsins í Sovét- ríkjunum: það var mikið um siglingar á allskyns Jystibátum og lúxussnekkjum, sumir fóru heldur á vatnaskíðum eins og synir olíukónganna í Flórída, og yfirleitt var allt lífið mjög glaðlegt og áhyggjulaust hvort sem uppi var skemmtanalíf eða verksmiðjuvinna, málmbræðsla eða húsbyggingar í ógnarhröðu tempói með söng og allir sýndu af sér kæti. Og hámarkið var í lok mynd- arinnar samkvæmt kokkabók- unum: rúsínan í endanum. Það voru feiknaleg fagnaðarlæti á æskulýðsmótinu í Moskvu um sumarið þegar alþjóðleg æska kom saman og dansaði á göt- unum og þjóðir heimsins féllust í faðma, og flugeldar þeyttu ævintýrum um allan himininn; dragspilið var óspart þanið og sundurleitar þjóðir vígðu sig undir himni Moskvu til óbrigð- ullar þjónustu við hugsjónina um frið á jörðu. Stjörnuregnið hrapaði úr glyssprengjunum rautt og gult og blátt og grænt yfir hið dökka Moskvufíjót miðnættisins og dreif framhjá gullinglóamdi laukkúplum Kremlar, framhjá augnlausum skrifstofugluggum skrautköku- legra skýjakljúfa og brá marg- litum blævíxlandi bjarma yfir hin ungu andlit þessara glöðu stunda heimsvináttu og friðar. Þetta var allt saman mjög áhrifaríkt og sannfærandi. Hvort sem voru bílar sem manni þótti ætla að keyra á mann, dúfur sem flugu upp við nefið á manni og maður kippti höfðinu undan svo þessir elsku- legu fuglar fengju ekki skell, eða alþjóðagleðin í Moskvu (sem mér þótti reyndar mjög alvarleg borg). En. hvernig stóð þá á því að mér fannst fólkið í kringum mig miklu al- varlegra en Sovétþjóðir kvik- myndarinnar? Það var þögult allt í kringum mig og ég skynj- aði engan fögnuð hjá því, þessu raunverulega fólki sem andaði í myrkrinu allt í.kringum mig; mæður með lítil börn og menn í þykkum frökkum eða eins- konar úlpum með þreytu vinnu- dagsins í svipnum, — eða hvaða þreytu? Á heimleiðinni fórum við um glæsihallir neðanjarðarlest- anna, metró. Þar á sama við og segja mætti um neðanjarðar- lestina í Moskvu. Hvílíkur i- burður. Óhóf, elefantíasis stíl- eftirlíkinganna þar sem hinum sundurleitustu menningarskeið- um sögunnar er brugðið upp fyrir augu Sovétborgarans þeg- ar hann skundar i lestina, fljót- unnar ytraborðseftirlíkingar, og ægir öllu saman: ný-kor- inþskar súlur, egypzkt skrauf- flúr, salir með hræringi af aust- urlandablæ, nýgrískum, rokok- kó eða barokk, allt í einum þyrli líkt og hið nýja ríki ætli að sýna í einu vetfangi að menning þess sé jafngild hvaða menningarblómaskeiði sögunn- ar sem gæti komið til álita, summa allt upp, slá alla söguna í nafni öreigaríkisins knockout, láta brjóst Sovétborgarans svella af stoltum kenndum og gera randandi auðvaldsgesti miður sín af því að sjá afrek sögunnar blikna hjá þessum neðanjarðarkópíum, svipta þá áttum í því undralandi. Ljósakrónur úr krystal í loft- inu senda bjarmann á stáss- stofulegan hátt yfir hlýlega bú- inn mannfjöldann sem streymir um göngin, á ullarklútana sem konurnar hafa brugðið yfir höfuðið, loðhúfur og kaskeiti og sixpensara og hatta. Urmull af fólki í bröttum rafknúðum færitröppum með svo sterk and- lit og sannleikur þeirra magn- ast í þessari fáránlegu prjál- dýrð. Til hvers allt þetta óhóf? Þeir sem stóðu fyrir þessu, hvað hugsuðu þeir? Kannski ólu þeir með sér fagran draum um að fólkið sem átti landið skyldi eignast þarna lífsfegr- andi ævintýraheim reistan með dýrustu listformum sögunnar sem skyldu mætast með hraði til þess að ganga í volduga ein- ingú í þessu sýnishornasafni. En verður ekki hver öld að skapa sinn éigin stíl til að túlka það sem hún á í sjálfri sér, hennar eigið stríð, drauma, líf? En ég hef áldrei komið í stöðv- ar neðanjarðarlesta sem væri hægt að nefna í sömu andránni og þessar þegar ég hugsa til hreinlætis og þrifnaðar. Mikið vpru þessar tröppur langar sem færðust til og fluttu fólkið upp og niður. Langar og brattar. Að standa þar kyrr með sinn fótinn í hvorri tröppu og horfa á þessi endalausu sýnis- horn af fjiölbreytileik einstakl- inganna í mannhafinu, það var eins og foss af mannkyni nið- ur stigana; þegar maður stóð svona að fara upp var hver ein- staklingur svo sérstæður það andartak sem honum var varp- að á sjónhimnu augans þetta kvöld, það er eins og allt þetta fólk streymi í gegnum ferða- manninn. Nú var dimmt úti. Götuljósin dauflýsandi. Við járnbrautar- stöðina voru gamlar konur á bekkjum öðru megin við stöð- ina, þær voru að tala saman í hægfara tíma ellinnar undir hinum stóra himni, himni guðs segja sumir; hinumegin við stöðina voru ungir piltar þess tíma sem skýtur skeytum á sjálfan mánann, en þeir létu það ekki á sig fá þessa stund heldur biðu eftir Júlíu síns hjarta. Þeir voru flestir mjög al- vai'legir á svipinn enda er ástin ekkert flíruskaparmál, ekkert grín. Þarna er stefnumótsstað- urinn. Flestir ungu piltanna voru með derhúfu og í svip þeirra bjó sjálf tryggðin. Ekki léttúð. Þetta sýndist mér þeg- ar ég gekk þar hjá. En nokkrir spjátrungar stóðu saman í hópi og stungu svo mikið í stúf við hina alvarlegu Framh. á 8. síðu. UR HANDRAÐANUM ' 1 Kristián Núff. Úr bréfi Stephans G. Steph- anssonar til Jónasar Hall, dags. 17 des. 1890. Ég kynntist karli heima á ís- landi, sém kallaður var Krist- ján Núff. Hann var barasta ræf- ill af manni, auminginn, það vantaði sem sé í báða endana á honum. Reyndar sýndist efsta tasían á honum að mestu leyti heil að utan, en öll innanbygg- ingin óhentug. enda hafði heim- urinn ekki lagt sig stórt í fram- króka um að laga hana. Svo var hann fótalaus. Þá hafði einu sinni kalið af honum í mann- drápsbyl, þegar hann gat ekki bjargað sér sjálfur og var al- gerlega kominn upp á guðs miskunn. Enda sagði fólkið, að forsjónin hefði tekið fæturna af Stjána, til að „stöðva á hon- um ganginn til helvítis“, því hann hefði verið að verða efni í mesta illmenni, og það setti upp slíkt helgidómsandlit, að Kristján trúði því líka. Auðvit- að „stöðvaðist gangurinn“ á Núff heitnum, þegar hann var orðinn fótalaus og varð að fara á hreppinn, en það sýnist samt vera viðfelldnara betrunarmeð- al. hefði höfuðbygging Krist- jáns verið löguð ofurlítið (því hún var stóri gallinn á mannin- um, svo forsjónin hefði ekki þurft að skemma á honum hinn endann. En hvað um gilti, það sem eftir var af Kristjáni, lær- in og bolurinn, var enginn ræf- ill. Hann var ákaflega sterkur og fékkst löngum við blágrýti, svo sló hann stundum. En sá! sláttur! Hann stóð upp undir hendur í tómum ljámúsum, hvar sem hann skreið á hnjá- kollunum með orfið sitt. Það hefði nú verið sök sér í finnung og þess konar illþýðis grasi, sem engin járn bíta á, en hann neytti sömu orku, þar sem jörðin var gljúp og grasið ekki bitvant. Hann komst þar barasta svo miklu dýpra með spíkina sína. Hann komst einu sinni i hlað- varpann, af þvi ekki var litið eftir honum. Þar spratt mikið af fíflum og súrum og áður en að var gáð, var Kristján búinn áð losa allan grassvörð, taðan var helmingur mold og varpinn orðinn rótlaust torfflag, sem ekki var búið að ná sér aftur, þegar askan féll seinast. Og því var það í gærmorgun, þegar ég kom út í hlákustorm- inn. Ég sagði einungis: Þetta er Kristján Núff að slá hlaðvarp- ann. Vegabréí sögunarmanna. Hinn 23. maí 1636 ritar Gísli biskup Oddsson eftir- farandi bréf. Er það birt hér samkvæmt bréfabók biskups. „Hér með læt ég yður vita, frómir og góðir vinir, að ég sendi þessa tvo menn, Ólaf Teitsson og Arnór Þorsteinsson, í staðarins nauðsyn til að sagá tré þau, sem guð hefur gefið á rekana og ekki eru annars dræg eða flytjandi á sumardag. Þar fyrir bið ég yður alla, sem þettal mitt bréf sf á eða heyra, að veitat fyrrnefndum Skálholtsmönnumj styrk og aðstoð til þessa er- indis, hvers helzt þeir kunna acS þurfa við, hvar til ég treysti öllum góðum mönnum. Einkumí nefnilega fyrir austan fljótiðl [þ. e. Markarfljjót] s. Þorsteiní Jónssyni og hans hjáleigumönn- um mér kunnugum, Jóni ísleiks- syni, Hreiðari, Jóni Tummasyni, og fyrir vestan fljótið sra Eiríki á Krossi og öðrum góðum vin- um, sem ég hefi nýjast við tal- að. Yðar ómak og kostnað, sem! minna vegna hafa í þessu efni, vil ég gjarna með góðu for- skulda, í hvern máta sem kanni eftir skyldunni yður þéna.“ ^ Orðabelgur. AUVISLI, algengt orð í fornu lagamáli, þýðir skaði. Nú err þetta orð til í myndinni usli. Talið er, að það sé skylt vesall. AUKVISI, í fornu máli einn- ig örkvisi. Um uppruna orðsins eru skiptar skoðanir. Sumir; telja síðara lið vera skyldan! kvistr, kvísl, en hinn fyrra sama sem af. Aðrir hyggja, að au- sé til áherzlu. en -kvisi skylti kveiða og kveisa, er hvort- tveggja þýddi kveif. KUGGUR, sérstök tegund; skipa, sem tíðkuðust með þýzkum kaupmönnum á mið- öldum. Kuggar voru mikil skip og þung, breið og borðhá, með hvelfdum og háum síöínu:r!. MISGÖNG: stórstraumsflóð, stórstraumur, kemur víða fyr- ir í fornu máli, stundum ritað missöng. Svo segir í fornu rími: „Tungl hefir ekki ljós nema af sól, og þá er í eina ætt er að sjá sól og tungl af jöi'ðunni, skín sól þeim megin á tunglið, sem frá jörðunni horfir, og’ stendur tunglið fyrir, að sólirr þurrki hafið, en slær ofan vöku. sinni, og af því hvorutveggja. vex meginhafið. og þau flóð> köllum vér misgöng að nýi hverju.“ HUNDRAÐ SILFURS er víða nefnt í fornritum, enda voru. það ein manngjöld. Þetta var allmikið fé. Jafngilti það 2880 álnum váðmáls eða 32 kúgild- um. HREÐAVATN í Borgarfirði. I fornum heimildum er það ým- ist ritað Hreðuvatn eða Hreiðu- vatn.. Hreiða, sbr. hreiður, telja menn að hafi táknað bendu eða flækju, er jurtir, tágar eða tætl- ur er fært saman i hrúgu og liggur hvað á og hvað hjá öðru á meiri eða minni ringulreið, ' er í einum flóka eða þófa. Hef- ur slíkt orð að líkindum átt vel (við gróðurfar eyjarinnar, sem ; í vatninu er. Aðrir hyggja, að fyrri liður nafnsins sé kominn, af viðurnefninu hreða. TVÍMÁNUÐUR náði frá miðjum ágúst til miðs septem- i bers. Nafn hans telja sumir dregið af því, að þá eru tveir l mánuðir til vetrar, en aðrir 1 hyggja hann hafa verið annan • mánuð ársins að fornu:

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.