Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.03.1960, Qupperneq 6

Frjáls þjóð - 12.03.1960, Qupperneq 6
^Haucjardaginn !2. tnat-z 1960 ~ FRJALS ÞJDÐ M , •i<!■ • .. 2. haili Thf/ru Tredinfj: f's: ’ A\ Þættir úr ævisögu Selmu Lagerlöf Þýöandi: Ólafur S. Ólafsson, kennari Selma og föðuramman. {>að var gaman að koma heim. Þegar vagninn kom upp ,að tröppunum á Márbakka, stóð amma úti, klædd í svart pils, röndótta treyju og með klút um höfuðið og tók á móti þeim. Þegar hún sá að Selma gat geng- ið, gladdist hún hjartanlega. Föðuramma Selmu hét Lísa Maja. Hún var prestsdóttir og fædd og uppalin á Márbakka. Á yngri árum hafði hún gifzt Daníel Lagerlöf, herráðsritara. .Vegna atvinnu sinnar varð hann að vera mikið að heiman. Lísa Maja varð því snemma að hafa umsjón með búsýslunni. Daníel var dáin, þegar Selma fæddist, en Lísa Maja átti alltaf heima á Márbakka. Það þótti öllum vænt um og sérstaklega börn- unum, því að hún var þeirra vinur. Heimilisfólkið á Márbakka kalfaði hana „gömlu írúna“ til aðgreíningar frá móður Selmu, sem var frú Lagerlöf yngri. Enginn kunni að segja sögur eins og amma. Börnin söfnuðust kringum hana, þar sem hún sat í hornsófanum. Hún þreyttist aldrei á áð segja sögur og börn- in ekki að biðja um nýjar og nýjar. Stundum söng hún vísur fyi’ir þau. Ekkert barnanna hlustaði með jafnmikilli eftir- tekt og Selma. Hún gleymdi aldrei sögunum hennar ömmu. Einn jólamorgun voru þær tvær einar heima. Hitt heimil- isfólkið hafði farið að hlusta á óttusönginn í kirkjunni í Eystri Emtervík. En amma var of gömul og Selma of ung til þess ferðalags. Þær sátu í hornsóf- anum og „ amma sagði söguna um Jósef, þegar hann fór bæ frá bæ fyrsta jólamorguninn í leit að eldi til þess að verma Maríu og litla Jesúbarnið. Þeg- ar amma hafði lokið sögunni, lagði hún hendina á litla telpu- kollinn og sagði: „Það er eins satt og þú sérð mig og ég sé þig. BIFREIÐASALAN OG LEIGAN INGÓLFSSTRÆTI 9. Símar 19092 og 18966 Kynnið yður liið stóra úrval, sem við liöfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. BIFREIÐASALAN OG LEIGAN Ingólfsstræti 9. Símar 19092 og 18966. Lampar og ljós eru ekki það brýnasta, ekki tungl né sól, heldur er nauðsynlegt að eiga þau augu, að við skynjum dýrð Drottins.11 Þetta voru falleg og viturleg orð, sem Selma lærði að skilja betur og betur eftir því sem hún eltist. Einn dag var hornsófinn tómur og hljótt í húsinu. Amma var sofnuð svefninum langa. Litlu börnin á Márbakka voru sorgbiiin. Þetta var fyrsti harmurinn, sem mætti þeim á lífsleiðinni. Börnunum fannst, að allar sögur og vísur og allt skemmtliegt hyrfi úr bænum, þegar svörtu kistunni var ekið burtu. Trúir þjónar. s Smám saman vöndust börnin breytingunni og létu huggast. Það var líka margt gott fólk eftir á bænum. Lovísa íöður- cvstir var þeim góður og holl- ur vinur. Hún varð næstum aldrei reið og alltaf tilbúin að hjálpa. Hún sáði fræi í trjá- garðinn og setti niður plöntur, og börnin hjálpuðu henni. Stundum kom það fyrir,að brúð- kaup var haldið á Márbakka. Þá hjálpaði Lovísa brúðinni að klæða sig. Það þótti telpun- unum gaman að sjá. Það var mikið að gera á Márbakka og það var góð hjálp í Lovísu frænku. f eldhúsinu ríkti ráðs- konan( Maja Pétursdóttir. Hún kunni að búa til alls konar mat. Stundum fengu systurnar Anna, Selma og Gerða að vera í eld- húsinu og baka kökur. Selmu þótti mest gaman að brytja sykur. Stórir sykurtoppar voru brytjaðif í smábita eða malaðir í strásykur. Það var gott að eiga Maju að. Hún vissi hvað telpurnar vildu helzt gera í eldhúsinu. Stund- um hélt hún þeim veizlu. Þá voru bakaðar lummur, sem þær borðuðu með sultu, það var soðinn sykur og þar fengu að steikja epli á arninum í Selma Lagerlöf. borðstofunni. Mest gaman var þegar Maja sat hjá þeim og sagði hvernig var á Márbakka í gamla daga. Börnin voru líka svo hrædd um að missa hana. Svoleiðis var, að hún hafði fyr- ir mörgum árum verið í Karls- stað og séð um húshaldið fyr- ir bræðurna frá Márbakka, þegar þeir voru þar við nám. Þar kynntist hún ungum tré- smið, sem átti vinnustófu og íbúðarhús, Þegar hún kom heim til Márbakka og sagðist ætla að gifta sig, varð enginn glaður. Þrátt fyrir það var brúðkaupið haldið á Márbakka, og hún fluttist til Karlsstaðar. En hún kunni ekki við sig í Karlstað og kunni heldur ekki við trésmið- inn, og hálfum mánuði seinna kom hún arkandi upp trjágöng- in á Márbakka. Hún saknaði Márbakka og barnanna. Og þau höfðu saknað hennar. Þess vegna voru börnin hrædd um að trésmiðurinn kæmi og tæki hana frá þeim aftur. Maja Pétursdóttir dvaldi eft- ir þetta á Márbakka og bjó til mat. Nú hVílir hún í Márbakka- grafreitnum í kirkjugarðinum í Eystri Emtervik. Heiðurspen- ingurinn, sem hún fékk fyrir langa og trúa þjónustu, er geymdur á Márbakka. Framhald. T ilkynning Nr. 5/1960. Innflutnmgssknlstofan hefur ákveðið eftir- farandi hámarksverS á brenndu og möluðu kaffi frá mnlendum kafhbrennslum: í heildsölu pr. kg. kr. 38,60 Smásölu pr. kg. kr. 44,40 Reykjavík, 5. marz 1960. Verðlagsstjórinn. Námskeið fyrir aðstoðar- menn á veðurstofu. Veðurstofa íslands mun innan skamms halda námskeið fyrir væntanlega aðstoðarmenn. Kennsla verður ókeypis og mun fara fram síðari hluta dags. Nánari upplýsingar í skrifstofu Veðurstofunnar, Sjómannaskólanum kl. 9—16,30, næstu daga. Veðurstofu íslands. SMADJÖFLAR Lesið um viðureign Péturs H. Salómonssonar við pólitíska andstæðinga er hann fór í framboð 1956, og hver urðu endalok þeirra mála. Frá þessu er skýrt í riti, sem komið er út og nefnist Smádjöflar. Ritið kostar 20 krónur og fæst í Reykjavík og flestum kaupatöðum landsins. Einnig fæst ritið hjá Pétri Salómonssyni nteðan birgðif endast. Og er öllum heimilt að biðja Pétur um það, hvar sem hann kann að sjást á almannafæri. Kaflaheiti gefa nokkra hugmynd um efni ritsins, en þau eru: Færði mér höfuð sitt, Þeir fölsuðu nöfn sín, Útvarpið ekki hlutlaust, Stórþjófur, Handsprengja, Er kjósendum ógnað?, Féniútur og smádjöflar, Forsetafrú. ÚTGEFANDI. EFTIRTALDAR RÍKISJARÐIR eru lausar til ábúðar í næstu fardögum: Ytri-Bugur, Fróðárhreppi, Snæfellsnessýslu. Knappsstaðir, Holtshreppi, Skagafjarðarsýslu. Tunga, Holtshreppi, Skagafjarðarsýslu. Bakkagerði, Svarfaðardalshreppi, Eyjafjarðarsýslu. Akursel I, Öxarfjarðarhreppi, N.-Þingeyjarsýslu. Stóra-Heiði, Hvammshreppi, V.-Skaftafellssýslu. Nýibær, Leiðvallahreppi, V.-Skaftafellssýslu. Syðri-Steinsmýri, Leiðvaliahr., V.-Skaftafellssýslu. Arnarbæli, Ölfushreppi, Árnessýslu. Nethamrar, Ölfushreppi, Árnessýslu. Borgarholt, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu. Keldnakot, Stokkseyrarhreppi, Árnessýslu. Umsóknir um jarðirnar ber að senda til jarðeignadeildar ríkisins. Einnig má senda sýslumanni eða hreppstjóra við- komandi byggðarlags umsóknir. Framangreindir aðilar gefa nánari upplýsingar um jarðirnar. LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ — jarðeignadeild, — Ingólfsstræti 5. Auglýsið í FRJÁLSRI ÞJÓÐ Frfmerkjasalnarar gmrisi átkrifendur aö TiMARiTiNU T’rimeyki Áskriftarpiald kr. 65,oo fyrlr 6 tbl. FRÍMERKI, Pósthólf 1264, Reykjavlk ÓdVrar bækin* viö iillra Iiæfi IIXIGOLFSSTRÆTI 8

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.