Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.03.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 12.03.1960, Blaðsíða 8
Friðarboði í heimi vaxandi vígbúnaðar gætir hinna dýpstu andstæðna. Pm leið og þjóðir — stórar og isrnáar, ríkar og fátækar — sóa svimandi háum verðmætum í vígbúnaðarkapphlaupið, bind- ast milljónir manna samtökum um það að vinna að afvopnun og fordæma þann hernaðaranda, sem óhjákvæmilega siglir í kjölfar þess þjóðskipulags, er foyggir tilveru sína á ímynduð- «m hervörnum. Friðarsamtökum þessum fjölgar með hverju ári og á- stæðan fyrir því, að þeim tekst ekki að láta taka meira tillit til sín en raun ber vitni, er yfir- leitt pólitískur skoðanamunur þar af leiðandi skortur á sam- starfi og trúnaðartrausti. — Þannig hefur t. d. verið ástatt með tvenn hin víðfeðmustu kvennasamtök heims, sem bæði vinna markvisst að réttindum kvenna og að friðarmálum. Al- 'þjóðakvenréttindafélagið ljær ekki máls á því að ganga til samstarfs við Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna, þótt tnálsstaðurinn, sem unnið er fyrir, sé hinn sami, einungis vegna þess, að í hinum síðar- nefndu samtökum, sem senni- lega eru hin fjölmennustu í heimi, eru meðal annarra kon- ur, sem búa við hagkerfi hinna sósíalistisku landa heims. Hér hefur dvalið undan- farna viku þekkt mennta- og vísindakona, dr. med. Andrea Andreen, á vegum Menningar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna. Dr. Andreen er sænsk að ætt og hóf hún ung nám í læknisfræði. Að loknu námi, frá Svíþjóð dvaldl hún í Berlín, London og Boston, og gerði sjúkdómafræði að sérgrein sinni. Þá réðist hún til Stokkhólmsborgar og tók að sér forustu á aðahann- sóknarstofu borgarinnar. Sam- tímis vann hún að doktorsrit- gerð sinni og lauk henni árið 1933. Dr. Andrea Andreen hefur frá æskuárum gert kvenrétti- nda- og friðarmál að baráttu- málum sínum og ávallt verið þar framarlega í fylkingu. Hún er nú varaforseti í Alþjóðasam- bandi lýðræðissinnaðra kvenna og á sæti í Heimsfriðarráðinu, sem eru ein áhrifamestu friðar- samtök heims. Loks er hún for- maður í hinum sænsku kvenna- samtökum, sem vinna að rétt- inda- og friðarmálum kvenna þar í landi. Dr. Andreen er fríð kona, fíngerð og nettleg. Hún hefur mjög fágaða framkomu, enda er hún hámenntuð kona á LITIÐ FRETTABLAÐ Lciugardaginn í 21. viku vetrar. Lengi lifi Gudda Maður einn tók að sér að prenta plögg fyrir skóla nokkurn hér í bæ. Fór hann xneð reikninginn til skólastjórans, sem skrifaði orðalaust upp á hann. En ekki mátti hann borga og lá leið mannsins næst niður í Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. — Er Mý bók frá Davíð Davið Stefánsson, skáld átti 60 ára af- mæli 21. janúar s.l. Frézt hefur að hann hafi að undanförnu verið að búa nýja ljóðabók til prentun- ar. — Helgafell mun gefa bókina út. Lán í óiáni Um þessar mundir munu vera að koma nýjar nálar í glym- skratta útvarpsins. Ekki hafði verið gert ráð fyrir við kaup jþeirra ágætu tækja, að skipta þyrfti um nálar og er þó tækni- forusta Ríkisútvarps- ins viðkunn. Mun þeg- ar vera kominn marg- faldur venjulegur xiotkunartími á þær, en þetta eru safírnál- ar. — Ekki mun þó náiarsuðið hafa heyrzt á firði austur. reikningurinn kom þaðan uppáskrifaður að nýju eftir sóiar- hrings bið tók maður- inn enn á rás og hélt upp stiga Reykjavík- ur Apóteks. Eftir margar fyrirspurnir og hlaup milli skrif- stofa komst hann loks með reikninginn í endurskoðunardeild. Þegar reikningurinn hafði þar verið grand- skoðaður var mannin- um tjáð að hann, þ. e. a, s. reikningurinn, væri þakksamlega þeginn upp i útsvars- greiðslu hans. „Og ef þú ekki treystir okk- ur þá geturðu farið heim með reikninginn og tekið af honum af- rit og komið svo með það og þá skal ég kvitta á það,“ sugði afgreiðslustúlkan með jsínu blíðasta j brosi. Reikningurinn 1 var upp á rúmar tvö hundruð krónur. Orðabók fyris1 húsmæður Væntanleg mun á markaðinn innan langs tíma orðabók fyrir húsmæður. Mun í henni verða orðalisti úr a. m. k. fjórum tungumálum og ísl. þýðingar orða, sem oftast koma fyrir í mataruppskriftum í prjóna- og sniðablöð- um. Eignarrétturinn er friðheigur Félag matvöru- kaupmanna hélt ný- lega fund, þar sem samþykkt voru mót- mæli gegn efnahags- ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. Einn fundarmanna vildi jafnvel ganga svo iangt, vegna 3—5% lækkunar á álagi, sem boðin er, að höfðað yrði prófmál gegn rík- inu vegna brots á 67. grein stjórnarskrár- innar, sem fjallar um friðhelgi eignarréttar- ins. Okuruiáli áfrýjað Sigurður Berndsen hefur áfrýjað „okur- rnáli" sínu til Hæsta- réttar og ætlar að fiytja það sjálfur. Megin ástæðan fyr- ir áfrýjuninni mun vera sú að -Valdimar Stefánsson krefst þess að sektin sé greidd á tveimur árum. Til sanns vegar má færa að ekki megi innheimta okursektir í okkar þjóðfélagi á skemmri tima en svo að okurvextir af sekt- inni geti greitt hana upp, til dæmis á 3—4 árum með 30—40% vöxtunr, fleiri sviðum en þeim er telja til læknisfræðinnar einnar. Oft hef ég' á fundum erlendis dáðst að skýrri og rökfastri túlkun hennar á þeim málefnum, sem hún berst fyrir og' á leikni hennar í tungumálum. Hún virðist jafnvíg á enska, þýzka og franska tungu. Heiðarleiki og sannleiksást Dr. Andreen kemur skýrt í ljós í tveimur viðtölum, sem nýlega hafa birzt við hana í alþjóðlegu kvennariti. Hún telur erfiðasta atburð lífs síns hafa verið, þeg- ar hún kom heim frá Kóreu ár- ið 1952, en þangað fór hún sem meðlimur alþjóða-vísindalegr- ar sendinefndar til rannsóknar á sýklahernaði. sem talið var að hefði verið rekinn í Kóreustyrj- öldinni. „Þegar heim kom, var framburður minn rengdur, bæði af hægrisinnuðum blaðamönn- um og af vísindamönnum í Sví- þjóð. En það aftraði mér ekki frá því að halda áfram að skrifa um það, sem é g hafði séð í Kóreu. í öðru viðtali er hún spurð að því, hverju hún spái um framtíð kvenréttindahreyfing- arinnar. Hún segir: „Það er von mín, að innan tíðar verði engin — eða mjög fá —- kvenréttinda- samtök. Mér er þó ljóst, að þörf er á þessháttar samtökum, á meðan konur hafa ekki náð sömu áhrifum í félags- og stjórnmálum og karlmenn. En við verðum að ná þessu fullkomlega jafnrétti. Sá dag- ur hlýtur að koma, þegar konur ræða við karlmenn á jafnréttis- grundvelli, bæði á þjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi og áhrifa þeirra gætir jafnt, þegar kvenréttindi eru ekki lengur neitt vandamál. Þegar sá dag- ur rennur upp, þörfnumst við einungis félagasamtaka, þar sem framfarasinnaðir menn og konur starfa saman að vernd barna og varðveizlu friðar.“ Þessi merkiskona hélt er indi á fjölmennum kvennafundi, sem haldinn var í Kramsóknar- húsinu s.l. þriðjudag. Sxðan hélt hún til Akureyrar, þar sem hún mun tala á fundi en heimleiðis fer hún upp úr þessari helgi. Það er mikill fengur, þegar slíka gesti ber að garði. Sigríður Eiríksdóttir. Söiuskattsfrumvarpið — Var landhelgi íslands 4-8 ntllur á 17. eg 18. öld? Dr. Gunnlaugur Þórðarson hefur sagt frá því í viðtali við Alþýðublaðið 6. marz að hann hafi nýlega fundið í dönskum söfnum merkileg skjöl um forn- ar tilskipank’ um landhelgi ís- lands. Sést á þeim að á síðari hluta 17. aldar og snemma á 18. öld hefur landhelgin verið 4—8 mílur. Dr. Gunnlaugur stingur upp á því, að íslendingar gefi út frímei'ki í kynningai’skyni, þar sem di’egnar séu umhvei'fis mynd landsins landhelgislín- urnar að fornu og nýju. Skjalafundur dr. Gunnlaugs er mjög' merkilegur og frí- merkjatillögur hans einnig at- hyglisverðar. .Frh. af 1. síðu. án tillits til bókstafs laganna, eru svo grímulaus tilraun til einræðis, að fordæmalaust með öllu mun úr þingsögunni síðan einræðistímabilinu lauk. Það virðist ekki þurfa mikla torti'yggni til að álykta sem svo, að aftan við setninguna um að afnema söluskatt vanti aðeins orðin, ef flokksbróðir ráðhérr- ans á í hlut. Sömuleiðis, að „fjármálaráðherra skuli á- kveða sektina“ háa, ef t. d. kaupfélag á í hlut, en svo væga, ef flokksbróðir hans á í hlut, að ekki verði talin ástæða að leita til dómstóla. Algjörlega fráleit ákvæíi. Það, að afhenda pólitískum ráðherra það vald, sem farið er fi'am á í þessu frumvarpi er auðvitáð algjörlega fráleitt. Freisting til misnotkunar þessa valds er svo augljós, þar sem um milljónir eða milljónatugi getur verið að ræða, að ekki kemur til mála, að nokkur mað- ur, hvei'su trúverðugur sem hann annai's væri, kæmist hjá að flekka hendui'nar,- Sú fárán- lega tillaga, að afhenda pólitísk um ráðherra dómsvald í saka- málum, með því að fela honum að ákveða sektir, jafngildir því í raun og veru, ef samþykkt verður, að þingræðið sé orðinn hreinn skrípaleikur. Vafalaust er, að hefði slík tillaga komið frá ráðhen'a um vald sér til handa með sið- menntuðum lýði'æðisþjóðum, mundi sá hinn sami ráðherra ekki hafa verið talinn fær um að gegna embætti. Þess vegna hljóta allir frelsisunnandi menn að gera þá kröfu til alþingismanna, hvar í flokki sem þeir standa, að þeir felli úr frumvarpinu öll ákvæði um vald til handa póltískum ráðherra. Geri þeir það ekki, höfum við Islend- ingar nú þegar eignast okkar de Gaulle í efnahagsmálum, og mun þess þá ekki langt að bíða, að aðrir ráðherrar fylgi fordæminu og láti þing- ið fá sér í hendur völd dóm- stóla og þingsins sjálfs. Verður stofnaður Verzlunarbanki? Aðalfundur Verzlunarspari- sjóðsins var haldinn i Þjóðleik- húskjallaranum s.l. laugardag 5. marz. Fundarstjóri var kjörinn Hjörtur Jónsson kaupmaður. Þorvaldur Guðmundsson for- stjóri, formaður stjórnar spari- sjóðsins flutti skýrslu stjórnar- innar um starfsemi síðast liðins árs. Bar skýrslan með sér að starfsemi spai'isjóðsins hafði vax- ið mjög á árinu. Innstæður í árs- lok námu samtals 153.5 milljón- um króna, þar af 113.5 millj. kr. almennar sparisjóðsinnstæður. Höfðu innstæðurnar aukizt um 37.8 milljónir króna á árinu, þar af 25.4 milljónir króna í spari- sj óðsreikninguin. Verzlunarspari- sjóðurinn er nú orðinn stærsti sparisjóður landsins og gerði for- maðurinn grein fyrir framtíðar- horfum. Hann kvað stjórn sparisjóðs- insí í samræmi við samþykkt að- alfundar Verzlunarsparisjóðsins 7. marz 1959, hafa hafizt handa um undirbúning að stofnun verzl unarbanka. Hefði málið verið rætt við viðskiptamálaráðhei’ra Kvöld í Uningrad Framh. af 5. síðu. æskú að ég hugsaði: Hvaða drengir eru þetta? Hvaðan koma þeir? Hvaðan hafa þeir peninga? (Niðurlag næst). og mætt þar velvilja og stuðn- ingi og væru tillögur stjórnar spai'isjóðsins nú í athugun hjá viðskiptamálaráðuneytinu. Höskuldur Ólafsson spai'isjóðs- stjóri, las upp og skýrði endur- skoðuða reikinga sparisjóðsins og voru þeir samþykktir sam- hljóða. Þá fór fram kjör tveggja manna í stjórn. Óskað var eftir hlutfallskosningu og var hún við- höfð. I stjórn voru endurkjörnir af einum lista Egill Guttormsson stórkaupmaður og Þorvaldur Guðmundsson forstjóri. Hlaut sá listi 144 atkvæði. Listi Kristjáns Jónssonar kaupmanns, hlaut 38 atkvæði. Svohljóðandi tillaga var ein- róma samþykkt: „Aðalfundur Verzlunarspari- sjóðsins haldinn 5. marz 1960 á- lyktar með tilvísun til tillögu samþykktar á aðalfundi spari- sjóðsins 7. marz 1959, að stjórn sparisjóðsins i samráði við stjói’nir heildai’samtakanna vinni markvisst áfram að stofnun verzlunai'banka. Jafnframt lýsir fundurinn á- nægju yfir þeim áfanga, sem þegar hefur náðzí í málinu.“ Stjórn Verzlunarspai’isjóðsins skipa nú Egill Guttormsson stór- kaupmaður, Þoivaldur Guð- mundsson forstjóri og Pétur Sæmundsson viðskiptafi’æðingur. Fundurinn var fjölsóttur. Fulltrúaráð |)jóðvarnarfélaganna. Fundur verður haldinn í fulltrúaráði þjóðvarnar- félaganna í Reykjavík, laugardaginn 12. marz kl. 4. s.d. Fumdarstaður: Ingólfsstræti 8. Stjórnin.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.