Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.03.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 19.03.1960, Blaðsíða 2
::!:!!É!!!!!!!:!:; — Bókmenntafréttir ::;;; =:;;; I! Mikil grózka er nú í bóka- gerðinni meðal ungra — og ekki sízt yngstu — skálda og rithöfunda landsins. Nýkomin er hjá Almenna- bókafélaginu bók eftir Jón Dan, tvær stuttar skáldsögur, Nótt í Blæng og Bréf að aúst- an. — Þetta er þriðja bók Jóns á fáum árum. Þær fyrri vöktu athygli og fengu yfirleitt góða dóma. Þorsteinn frá Hamri kvaddi sér hljóðs fyrir tveimur árum með ljóðabókinni I svörtum kuili. Nú er hann að leggja síðustu hönd á nýja ljóðabók, sem nefnast skal Tannfé handa nýjum heimi. Kona hans, Ásta Sigurðardóttir myndskreytir bókina. Útgef- andi er Helgafell. Dagur Sigurðarson, ungur Reykvíkingur, gaf líka út mjög hressilega og nýstárlega bók 1958. Hét hún Hlutabréf í sólarlaginu. Nú er önnur Ijóðabók hans í prentun og heitir Milljóna ævintýrið. Það er Heims- kringla, sem gefur út. Hér í blaðinu hefur verið sagt frá Kirkjunni á hafs- botni eftir feluleiksmanninn Arnliða Álfgeir. Miklar getgátur eru uppi um hver höfundur sé. Nefndir eru tveir kunnir bókagagn- rýnendur, einn barnakennari og Ijóðskáld að norðan, einn forleggjari. Þá var bókin um tíma eignuð kunnum listmál- ara, Magnúsi Á. Árnasyni. Hann harðneitar, kveður þetta ekki vera í fyrsta sinn, sem sér séu eignaðar ljóða- bækur annarra manna. Fyrir 40 árum, þegar 111- gresi Árnar Arnarsonar kom út gekk Magnúsi illa að kveða þann orðróm niður að hann væri höfundurinn. Matthias Johannessen, sem vinsælastur hefur orðið fyrir viðtöl sín í Morgunblaðinu og við Þórberg í 1 kompaníi við allífið, gaf út ljóðabók fyrir þremur árum, ef við munum rétt. Hún hét Borgin hló. Hann gaf og út fræðilega bók um Njálu í ísl. skáldskap. Eftir áramótin kom önnur ljóðabók Matthiasar, mynd- skreytt af frænku hans. Lof- ísu Matthíasdóttur, læknis. Sú bök ber heitið Hólmgönguljóð. All-hressilegt nafn, við hæfi ungs og fyrirferðarmikils höf- undar. Vilborg Dagbjartsdóttir hef- ur öðruhvoru birt smekkleg smáljóð í timai-itum. Hún hefur tvö siðustu ár gefið út tvær bækur, aðra fyrir börn, hina fyrir fullorðna ljóðaunn- endur. Útgefandi IjóSabókar- innar er Heimskringía. (Höf- um ekki séð bókina). Jóhannes Helgi vinnur nú af miklum krafti að næstu bók sinni, sem vérður sú þriðja i röðinni. Efnið mun mjög girnilegt til fróðleiks, en það hafa menn fyrir satt, að bökin f jalli um Jörund hunda- dagakonung. • Steinar Sigurjónsson frá Akranesi gaf út s.l. ár bókina Ástarsögu á vegum Ragriars í Smára. Þetta þótti all-ný- stárleg bók. Nú leggur hann síðustu hönd á næstu bók sína og er farinn að ráðslaga við Ragnar um útgáfuna. Jón frá Pálmholti yrkir af miklum móði og á nú góðan handritastafla, þótt bréfakarf- an hafi fengið sitt. Hann mun líta vonaraugum til Ragnars og Heimskringlu, en þessi for- lög keppast við að bjóða í unga höfundá, eins og kunn- ugt er. Jóhann Hjálmarsson seldi Ragnari í Smára handrit Ijóðaþýðinga nú eftir áramót- in, sigldi síðan til Spánar, en er nú kominn til Kaupmanna- hafnar og yrkir af kappi. — Hinnar þriðju frumsömdu Ijóðabókar hans mun því skammt að biða. Ari Jósefsson er þeirra höf- unda ófrægastur — enn sem komið er — sem hér hafa ver- ið nefndir. Ljóð, sem hann hefur birt í blöðum og tíma- ritum spá honum góðu, og nú hefur hann bókagerð í huga. Til lukku, ungu skáld. J.Ú.V. -T- jCauqardayinn 19. marz 1960 ~ FRJ A J. S P J O Ö Vinnuafl kostar ekkert— , Frh. af 1. síðu. tíma að vinna fyrir í Banda- ríkjunum. Nú væri mögulegt að nefna dæmi, sem gæfu mun óhagstæð- ari niðurstöðu fyrir íslenzka verkamenn. Sem dæmi má nefna, að tollar og aðrar ríkis- álögur á vefnaðarvöru og nauð- synlegasta fatnað eru um helm- ingi hærri en á skófatnað. En þetta dæmi, sem hér að framan er tekið, nægir til að sýna átakanlega, hvers kon- ar eymd og niðurlæging nú- verandi valdhafar virðast við- urkenna að sé óhjákvæmilegt hlutskipti íslenzkrar alþýðu. Það verður þá einnig skilfjan- legur hinn hlakkandi tónn at- vinnurekendavaldsins, þegar þeir tala um að nú sé vinnu- afl á íslandi loksins að verða ódýrt. Alvarlegar staðreyndir. Ef athugað er þetta litla dæmi, og það jafnframt haft í huga, að það er aðeins eitt af mýmörgum öðrum dæmum hlið- stæðum eða verri, opnar það innsýn í svo alvarleg viðfangs- efni. að því verður naumast trúað, að hin sundraða fylking vinstrimanna geri sjálfa sig enn á ný að því veraldar við- undri, að jagast innbyrðis um eiuskisyei'ða smámuni í etað þess að horfast í augu við þá alvöru, sem hér blasir við. Er það staðreynd, að á Is- landi verði að vera sá arm- ingjalýður, að hann gét'i ekki búið við öllu betri kjöir en kúgaðar nýlenduþjóðiir hafa orðið að þola? Eða lýtur efnahagskerfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks lögmál- um peninganna og peninga- mannanna, en ekki lögmál- um fólksins, lífshamingju og velferðar þjóðarinnar? Þessum spurningum verða , vinstrimenn að svara. Geri þeir það ekki, vegna lítilmót- legra flokkstreitusjónarmiða, dæma þeir sjálfa sig til engu minni niðurlægingar en höfundar eymdarbjargráð- anna hljóta að dæmast til. :;::;;:; '::;;;;::!;;:;::::::;;:;;:;:;:;;;; ;!;;;;;:;:; i:~Ki\i]i~\iX:\immmsmms SiiffifflffiSiJipS n;;;;;;:;;; :]:;;:::;:-^;:: ;:..........i Núverandi fjár.nálaráð- herra er öðrum : Lönmim frœgari fyrir ókarlmc inléga slepju í rœðustóli. i r það mála sannast, að pur lekur venjulega af honum rýróps- leðjan, svo að mönn. :,i held- ur við ógleði. Nýlega gerðist þ } þó á alþingi, að ráðherr: nn brá þessari venju sinni c v hreytti úr sér fúkyrðum í r . mstóli. Tilefni þessara h :iskipta ráðherrans var gre • í síð- asta tólublaði FRJ. LSRAR ÞJÓÐAR um grímul :isa til- burði hans til að 1. ifsa til sln einrœðisvald í fj ..nnálum landsins. í FRJÁLSRI ÞJÓÐ var það talið óhœft með öllu, að pólitískum ráðherra sé feng- ið dómsvald í sakamálum og skuli hann ákveða fjársektir brotlegra aðila. Gunnar Thoroddsen segir, að þetta sé ekki stórhœttu- legt vegna þess, að viðkom- andi aðili geti skotið úrskurði ráðherrans til dómstóla, ef honum finnst dómurinn ósanngjarn. Sé þetta „gert til FLÝTISAUKA"! og sé „ekk- ert nýtt undir sólunni." — Vissulega ekki, herra ffár- málaráðherra, vissulega ekki. Þdð má nefna mórg fordæmi: Hitler, Mussolini, Franco, Shingman Rhee. „Vont er þeirra ranglæti ..." En það er algjör misskihi- ingur hfá Gúriiiari Thorodd- sen, ef hann heldur, að það alvarlegasta við dómsvald pólitísks ráðherra snúi að þeim, sem hlytu svo þungan refsidóm hans, að þeir teldu ástceðu að nota heimild lag- anna um málskot til dóm- stóla, nema þvi aðeins að slíkt einrœðisandrúmsloft hefði skapazt, að dómstól- arnir ÞYRÐU EKKI að breyta ákvörðun ráðherrans. í okkar þjóðfélagi er hin hœttan af dómsvaldi ráð- herra i fjármálum miklu al- varlegri, en það er hin sið- lausa misbeiting þessa valds til hagsbóta fyrir flokks- brœður og stuðningsmenn ráðherrans, þannig að hinn seki sjái sér ekki hag í að nota ákvœði laganna um málskot til dómstólanna. Það þarf ekki ýkja mikið hugmyndaflug til að láta sér detta í hug, að eftirfarandi samtal gœti átt sér stað milli ráðherra með vald Gunnars Thoroddsens og kaupmangara, sem hefði farið svolítið á ská við lögin. „Hér hef ég í höndum skjal- festar sannanir fyrir því að þú hafir v\svitandi skýrt rangt frá, falsað reikninga og dregið þér stórfé af sölu- skatti. Lögum samkvcemt hef ég vald til að gera upptcék- án hinn ólöglega ágóða oy dcema þig i hálfrar milljón- ar króna sekt. En eigum við nú ekki að vera hreinskilnir. Þú veizt að í flokknum okkar eru á- .tðk um völdin. Ég vissi, að vœru sett ný lög, sem snerta kaupmannastéttina, hugsar hún alltaf fyrst og síðast um það; hvernig hún getur kom- izt í kring um þau lóg. Þe'ss vegna aflaði ég sjálfum mér dómsvalds í slíkum málum. Nú sérðu, að ég get dcemt þig til þyngstu refsingar, sem þú veizt, að jafngildir gjaldþroti þínu, en ég er ekki skyldugur til að gera það. Lógin heimila mér að dcema þig í einnar krónu sekt, nú eða þá að strika alveg yfir þetta lítilrœði pg láta eins og ekkert sé. Nú skilur þú, að greiði skal launast með greiða. Ef þú stendur mín megin í átókunum innan FLOKKS- INS, þá getum við gleymt þessu lítilrceði, en ef þú verð- ur á móti mér og œtlar qð styðja andstœðinga mína til valda, t.d. þá Birgi og Bjarna, þá hlýtur þú að skilja það, að ég hef ekki ástceðu að hlifa þér við þeirri refsingu, sem dómstólarnir muridu staðfesta. Hvað segirðu svo um þetta?" Og sbkudólgurinn svarar: | „Kcéri flokksbróðir. Þú veizt, að ég stend þín megin, þáð geturðu bókað. Og ég veit iirii nokkra, sem ekki hafa allt á hreinu. Og ef þú ert reiðubúinn að gleyma þessu lítilrœði mínu, gceti ég gefið þér „tipó á þá", svo að þú gcetir tryggt þér þá líka." Og málinu er lokið og dómur upp kveðinn með innilegu handabandi þess- ara flokksbrœðra. . .Hamskipti Gunnars Thor- oddsens á alþingi út af kröfu FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR um það, að pólitiskum ráðherra yrði ékki fengið það vald, sem farið er fram á í sölu- skattsfrumvarpinu, byggist á því, að hann veit, hvað þessi notkun valdsins er nœrtcek í íslenzku þjóðfélagi í dag. Og reiði þessarar silki- tungu íhaldsins út af skrif- um blaðsins um þetta er ein- mitt bezta sönnun þess, að Gunnar Thoroddsen má ekki fá það vald, sem hann biður um. Haukur. Auglf Síð í FRJALSRI ÞJÖÐ VífKMINtl $rm Húseigendafélag BIFREIÐASÁIÁN ÖG LEIGAN INGÓLFSSTRÆTI 9. Símar 19092 og 18966 • KynniS yður hið stóra úrval, sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. BIFREIÐASALAN OG LEIGAN Ingólfsstræti 9. Símar 19092 og 18966. Kjörgari Laugavegá 59 Stórt úrval af karlmanna- fötum, frökkum, drengja- fötum, stökum buxum. — Saumum eftir máli. ——-* Uitima

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.