Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.03.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 19.03.1960, Blaðsíða 4
jdauqardamnn. 19. marz 1960 """ FRJALS ÞJPO laaraaa A VINSTRI SPASSIU Jón Óskar: Parísarbréf. Við erum þó menn Islendingar eru enn að drepa skáld sín. Það er einskonar . langdregið sjálfsmorð — „allt hefur sinn tíma. Að deyja hefur sinn tíma," — því Islendingar eru ekki til, þegar skáldin eru farin. Þá gildir einu hvar landið liggur, nema þurfi á því að halda til að sprengja heiminn, meðan eitthvað hugljúft borar sér inn i hlustirnar, tónlist frá þættinum: Við vinnuna! — meðan verið er að sprengja heiminn, og það er „gasalegt puð", einsog skáldið sagði: Kiss me honey honey, kiss me, thrill me honey honey, thrill me. Og við erum þó menn. Hefur það gleymzt? Stundum dettur mér í hug sá dagur, þegar Islendingar ljúka upp augunum og segja: Við erum þó menn. Er ekkért til nema nokkrir stjómmálaflokkar á eyðimerkurgöngu ? Er ekki hægt að lyfta sér? Er ekki hægt að horfa yfir höfuð stjórnmálamannanna? Ég spyr. Ég hallast æ meira að því að það þurfi að hugsa fyrir stjórnmálamennina. Hvað vita þeir? Vita þeir meira en við? Sumir eru þeirrar skoðunar, að þeir hljóti að vera alvitrir. Ekki alveg! Þeir kunna að vita margt. Mér er ekki kunnugt um það, nema ég veit að sumir þeirra eru fróðir. En mér er kunnugt um að þeir bera ekki alltaf sannleikanum vitni. Sumir sjaldan. Og sumir eru hundtryggir þjónar lyginnar. Það eru trúðar og blekkingameistarar. Og þó eru þeir ekki allir trúðar, Sumir eru ofsairúarmenn. Mínir elskanlegu, það dugar ekki að taka mig hátíðlega og rjúka upp á nef sér. Ég er viss um að þið hristið höfuðið og brosið. Þið eruð umburðarlyndir. En hversvegna að drepa skáldin? Þið eigið ekki að gera lítið úr bókmcnntunum og þið eigið ekki að gera lítið úr þekkingarleitinni. Þið eigið ekki að falla til fóta heimskunni og fávizkunni eða dýrka guði hleypidómanna. Þið eigið að hlusta á orð skáldanna, gefa orðum þeirra gaum. Sumir halda að það sé nóg að hugsa vel um f jöklskyldu sína. Maðurinn kaupir teppi á gólfið, ísskáp, bil, sumarbústað. Minna má ekki gagn gera. Þá eru kraftar hans þrotnir. Hann haí'ði aldrei tíma til að lita í bók — allt liefur sinn tima, að lesa hefur sinn tíma — dóttir hans lifir á sjálfri sér meðal amerískra verndara landsins, heldur löðrandi parti í sumarbústaðnum, farin frá föður sínum. Hann situr gneipur og lífsþreyttur og skeytingarlaus við útvarpstækið og horfir á fallega, dýra teppið: Kiss me honey honey, kiss me ... Ég ætla að tala skýrara. Mér finnst nauðsynlegt að- Islendingar noti gáfur sínar til að hugsa um skáldskapinn og núverandi lífshættu þjóðarinnar. Þegar ég nefni skáldskapinn, á ég við það, þegar maðurinn leitast við að vera maður, leggur áherzlu á ]iað, sem skynlaus skepnan er ekki fær um. Misskiljið mig ekki, ég á ekki aðeins við ljóð. Þá segið þið skilningsgóð; konur og menn: Þú átt til dæmis við vetnissprengjuna, því skynlaus skepnan getur ekki búið til vetnissprengju. Ég: Nei, ég á ekki við manndrápstækni. Skynlaus skepnan er líka fær um að drepa. En ég á þó við kjarnorkuna, þetta feiknaafl, sem leyst er úr læðingi, ég á einnig við kloí'nun kjarnans, ég á við allt þetla. En gleymið ekki, að saga kjarnorkunnar er harmleikur. Gleymið ekki Einstein, sem með snilligáfu sinni lagði lykilinn að þessu volduga afli upp í hendur vísindamannanna. Hefur ykkur ckki láðst að lilusta á orð hans? Gleymið ekki þýzku vísindamönnunum, sem skildu kenningar Einsteins og stóðu andspænis nýrri þekkingu, geysilegri orku, sem hægt var að nota til góðs eða ills, skáldskapar eða tortimingar, cinmitt á þeim tima þegar drápsöskur nazismans gerðust æ háværari, þegar ungir menn fóru gæsagang um borgir Þýzkalands í trúarlegum eldmóði, fullvissir um-að Gyðingar hefðú drepið guð, eða fegnir að hafa þá trú sér til afsökunar, syngjandi uni hvílík vellíðan það væri að.deyða Gyðinga, — „Þegar gyðingablóð drýpur af kutanum" . . . o. s. frv. Og vísindamennirnir flýðu með leyndarmál sitt til Ameríku, svo þekking þeirra yrði ekki notuð í þjónustu nazismans. En síðan fóru þeir að hugsa sig um. Aðrir vísindamenn, sem kunnu að notfæra sér kemiingar Einsteins, gátu komizt að leyndarmáliriu. Nazistar gátu verið búnir að láta smíða kjamorkusprengju.innan langs tíma. Þeir hugsuðu seni Frh. á 6. siðu. < Hér á dögunum heyrði tíðinda- maður FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR ávæning af því, að nýlega hefði komið í leitirnar í Þjóðskjala- safni syrpa af gagnmerkum skjölum frá miðri 18. öld. Fylgdi það sögunni, að ætt- fræðingar þreyttu nú kapp um að kynna sér mannfræðilegar heimildir þessara skjala, en auk þess væri þar að finna mikils- verðan hagsögulegan "fróðleik. Bjarni brá sér yfir í næsta herbergi, kom síðan inn með allstóra bók í snjáðu bandi og lagði hana á borðið fyrir fram- an tíðindamann. — Þetta er gripurinn. — Og hvað hefur syrpan markverðast að geyma? — Bók þessi hefur inni að halda skrár sýslumanna til land- fógeta yfir jarðir, ábúendur, jarðadýrleika, landsskuldir, kú- að geyma innkomin skjöl. Hins vegar ersamsvarandi skrá um Gullbringusýslu varðveitt í sýslusafninu þaðan — og þá skrá hafa fræðimenn vitað um og notað, svo langt sem hún náði. — Mætti ég til fróðleiks og skilningsauka á því, hvaða upp- lýsingar bókin hefur að geyma, hripa niður lýsingu einnar jarðar? 1 Þjóðskjalasafni eru hvorki skáldsógur Kiljans né Gu&rúnar frá Lundi mest lesnu bækurnar. Þessa dagana er þaö ( ( < ( ( ( Jarðahók SkúÍa fógeta Viðtal við Stefán Pjetursson og Bjarna Vilhjáimsson Tíðíndamaður brá sér því írin í Þjóðskjalasafn og hitti að máli Stefán Pjetursson, þjóðskjala- vörð, og spurði hann frétta. — Er það rétt, að fundizt hafi nýlega í safninu stórmerk gögn um mannfræði og hagsögu ís- lands á 18. öld? — Þar til er því að svara, að athygli safnvarða beindist ný- lega að bók einni í safni land- fógetaembættisins, s_em hefur að geyma jarða- og ábúendatal frá 1753 og nálægum árum úr nær öllum sýslum landsins. Fræðimenn .virðast ekki hafa veitt heimildagildi bókarinnar athygli, enda hefur safni land- fógeta enn ekki verið raðað sem skyldi og skrár um það eru ófullkomnar. — En er þó tit sKrá um það safn? — Til er allgbmul skrá, ó- prentuð og ekki nákvæm. Þar er umrædda bók að finna, en sú skýring ein fylgir, að þar sé um að ræða skýrslu „um tekjur af sýslum 1753." Þess vegna hafa menn ekki veitt henni verðskuldaða athygli. — Er mikið óskráð af skjöl- um safnsins? — Já, ekki er því að neita, enda kynslóða verk að raða því öllu og semja aðgengilegar skrár. Að vísu hefur verið mik- ið að því unnið, og nú hin síð- ustu árin lögð rík áherzla á röðun og skrásetningu hinna „historisku" safna. Biskups- skjalasafni og landlæknissafni hefur þegar verið raðað, og ver- ið er að raða hinu geysistóra stiftamtmannssafni. Hins vegar er eftir að raða og skrásetja til frambúðar landfógetasafnið, söfn amtmanna, landshöfðingja- safn og safn stiftsyfirvalda. — En hvað er'að segja um jarðabókina frá 1753? — Um hana er bezt að fræð- ast af Bjarna Vilhjálmssyni, skjalaverði, sem hefur kynnt sér hana manna bezt. * Tíðindamaður kvaddi síðan þjóðskjalavörð og þakkaði veitt- ar upplýsingar. Því næst barði hann að dyrum hjá Bjarna, sem sát á skyrtunni við röðun skjala, og bar upp við hann sömu spurningu. gíldi, sem jörðum fylgja, lausafjártíundir bænda, skatta þeirra og gjaftolla. Enn fremur er þess getið, hvort jörð er bændaeign eða opinber eign, svo sem konungsjörð, biskups- stólsjörð eða kirkjujörð. — Frá hvaða tíma er bókin? — Skrárnar eru yfirleitt frá árinu 1753. Frá nokkrum sýsl- um ná þær þó yfir næstu ár á undan eða eftir, 1752 eða 1754. — Hefur það verið venja, að landfógetar kölluðu eftir slíkum skýrslum frá sýslumönnum? — Ekki virðist svo vera, held- ur er hér, að því er ég bezt veit, um einstætt fyrirbæri að ræða. En Skúli landfógeti Magnússon var um margt sér- stæður' embættismaður. Má geta sér þess til, að hann hafi látið sýslumenn senda sér skrár þessar til þess að afla heimilda um jarðir og tekjur af þeim. — Taka skrárnar til landsins alls? — Þær ná yfir allar sýslur, að tveimur undanskildum, Vest- mannaeyjasýslu og Gullbringu- sýslu. En þar stóð líka sérstak- lega á. í Vestmannaeyjum hafði konungur sérstakan umboðs- mann, en sýslumaðtir þar kom ekki nærri innheimtu tekna, svo að landfógeti gat ekki kraf- ið hann skýrslna þar um. En í Gullbringusýslu var landfógeti sjálfur innheimtumaður kon- ungstekna, og þess vegna hefur hann ekki sett skrána þaðan í þessa syrpu, sem aðeins hefur — Velkomið, hér er t. a. m. Stóra-Sandvík í Flóa: Stóra-Sandvík. í bændaeign. Ábúandi: Sæmundur Vigfússon. Jörðin metin: 20 hdr. Land- skuld: 1 hdr. og 40 al (þ. e. 160 álnir). Jörðinni fylgja: 7 kú- gildi. Skattur bónda: 40 fiskar. Gjaftollur: 10 fiskar. — Er það rétt. að fræðimenn hafi gluggað nrjög í bók þessa síðustu vikurnar? — Hún hefur að heita má verið í stöðugri notkun. Eink- um hafa ættfræðingar sótt til hennar fróðleik. Það kemur sér líka vel fyrir mannfræðina, að bændatal þetta skuli hafa kom- ið í leitirnar, því að það fyllir í eyðu. — Telurðu bókina hafa svo mikið heimildargildi, að hún eigi erindi á prent? — Mér finnst það koma mjög til greina, einkum ¦ sakir þess, hve miklar upplýsingar hún veitir um efnahag bænda því nær samtimis um land allt um miðbik 18. aldar. Yrði vafa- laust mjög fróðlegt að bera þessar heimildir saman við þá vitneskju, sem til er, annars vegar frá byrjun aldarinnar, úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, hins vegar úr al- mennu manntali og jarðabók frá 1801. Tíðindamaðurinn þakkar upp- lýsingarnar og lokar bókinni —- enn einum minnisvarða um skörungsskap og framtakssemi Skúla fógeta. Stimpilklukkur Nokkrar notaðar en vel uppgerðar stimpilklukkur til sölu. Hinar margeftirspurðu I. B. M. stimpilklukkur væntanlegar. Otto A. Hiichelsen Laugavegi li. Sími 24202.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.