Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.03.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 19.03.1960, Blaðsíða 5
FRJXLS ÞJÖÐ - oCauyaráafinn 19. mai-z 1960 Haraldur Jóhannsson Var þörf gengisiækkunar? i. Ákveðið hefur verið að fella niður núverandi kerfi útflutn- ingsuppbóta, þ. e. Útflutnings- sjóð, og fella gengi krónunnar. Með tveimur röksemdum hef- ur verið reynt að sýna fram á nauðsyn þessarar gengislækk- unar. Fyrri röksemdin er þessi: Miðað við jafnmikla sölu er- lends gjaldeyris í bönkunum og jafnmikinn innflutning 1960 sem 1959, þarf að afla svo hárr- ar fjárhæðar til þess að starf- rækja núverandi kerfi útflutn- ingsuppbóta 1960, að efnahags- líf landsins gengi úr skorðum, ef fjárhæðar þessarar yrði afl- að með skattlagningu. Síðari röksemdin er þessi: Án þess að tekið yrði nýtt erlent lán,_sem varið yrði ííl innflutnings neyzluvarnings, geta gjaldeyr- issala og innflutningur 1960 ekki orðið jafnmikil sem 1959. Að sinni verður ekki rætt um fyrri röksemdina, þar sem ekki eru tiltækar áætlanir um greiðslujöfnuð - landsins og gjaldeyrissölu bankanna 1960. Um síðari röksemdina verður stuttlega rætt, en í fyrstu verð- ur reynt að áætla kostnaðinn við að leggja niður núverandi kerfi útflutningsuppbóta. Að því búnu verður borinn saman kostnaðurinn við að halda á- fram kerfi útflutningsuppbóta 1960 og kostnaðurinn við að af- nema kerfi þetta. II. Verðbætur á útfluttar sjávar- vörur eru greiddar með þrennu móti. I fyrsta lagi sem tilgreind- ar hundraðstölur af f.o.b.-and- virði útfluttra vara; í öðru lagi sem vinnslubætur á fisk, sem tekinn er til verkunar til út- flutnings; í þriðja lagi sem greiðsla vátryggingariðgjalda. Verðbætur á f.o.b.-andvirði út- fluttra vara eru ekki greiddar, fyrr en ándvirði varanna í er- lendum gjaldeyri hefur verið skilað til g.jaldeyrisbankanna og gjaldeyriseftirlitsdeild Landsbanka íslands staðfest gjaldeyrisskilin til Útflutnings- sjóðs. Vinnslubætur á fisk eru að jafnaði ekki greiddar, fyrr en fiskurinn er tilbúinn^til út- flutnings. Vátryggingariðgjöld hvers árs er ekki unnt að greiða að fullu, fyrr en árið er liðið , sakir uppgjörs frádráttar- liða (hafnlegudaga). Kröfur vegna verðbóta á framleiðslu'til útflutnings falla þannig ekki í gjalddaga, fyrr en nokkru eft- ir að þær hafa myndazt. Um síðustu áramót munu ógjaldfallnar, en væntanlegar kröfur á Útflutningssjóð hafa numið nokkurn veginn þessum upphæðum: 1. Verðbætur á útfluttar, en óstaðfestar sjávarvörur. (Miðað er vi áætlað f.o.b.- andvirði vara þessara 1. janúar 1960, þ.e. 101.214.303,00 krónur.) ................. 81,0 millj. kr. 2. Verðbætur á sjávarvörur í umboðssölu, sem gjaldeyri hefur veri'J skilað fyrir. (Miðaðerviðáætlunfrádesember 1959.) 18,8 — —- 3. Verðbætur á útfluttar, se'dar, en óstað- festar búvörur. (Miðað er við áætlað f.. o.b.-verðmæti 1. jan. 1960 36.190.689,00 krónur) .....................___..... 34,0 — — 4. Oframkomnar kröfur á vinnslubætur. (Miðað er við áætlun frá des. 1959.) ... 9,7 — — 5. Óuppgerð vátryggingarið?jöld. (Miðað er við áætlun frá desember 1959.) ........ 10,0 — — III. • Sú áætlun, sem Fiskifélag ís- lands semur í upphafi hvers árs um sjávarafla og útflutnings- verðmæti hans, hefur enn ekki verið kunngerð fyrir 1960. Þess vegna verður hér gert ráð fyrir, að sjávarafli og verðmæti út- fluttra sjávarvara 1960 verði jafnmikil sem 1959. Enn frem- ur verður gert ráð fyrir, að Samtals 153,5 millj. kr. verðmæti búvara, sem fram- leiddar verða til útflutnings 1960 og fluttar út, verði jafn mikið sem 1959. Ef hæð bóta á útfluttar vörur helzt óbreytt 1960 frá 1959 og einnig upphæð niðurgreiðslna innlends vöru- verðs, verða gjaldkræfar kröf- ur á Utflutningssjóð, eins og hér segir: 1. Ógreiddar kröfur frá 1959 ............ 26,7 millj. kr. 2. Útflutningsuppbætur á sjávarvörur .... 806,1 — — 3. Vinnslubætur ......................... 51.7 — — 4. Vátryggingariðgjöld ............;..... 37,8 — — 5. Útflutningsuppbætur á búvörur ....... 80,0 — — 6. Niðurgreiðslur innlends vciruverðs (áætl. útfl.gj.)......................;......! 258,7 — — 7. Yfirfærslubætur á duldar tekjur....... 156,0 — — 8. Kostnaður ............................. 1,0 — — Um væntanlega gjaldeyris- sölu bankanna og innflutning 1960 er ekki vitað, eins og fyrr segir. En þess verður hér vænzt, að tekjur Útflutningssjóðs á al- manaksárinu 1960 yrðu jafn miklar sem á almanaksárinu 1959, þ. e.* 1312,8 millj. króna Samtals 1.418,0 miUj. kr. ef tekjustofnar sjóðsins héldust óbreyttir, — en svo verður ekki. Einn tekjustofna Útflutnings- sjóðs yrði skorinn niður, *jafn- vel þótt gengi krónurnar yrði ekki fellt. Tekqustofn þessi er tillag ríkissjóðs til Útflutnings- sjóðs, sem nam 152,1 milljón Haraldur Jóhannsson. króna 1959. Snemma vetrar, — áður en tekin var ákvörðun um að fella gengi íslenzku krón- unnar, — lagði ríkisstjórn Em- ils Jónssonar frumvarp til fjár- laga 1960 fyrir alþingi. Á fjár- lagafrumvarpi þessu voru tekj- ur ríkisins áætlaðar 55 milljón- um króna lægri og útgjöld rík- isins 43 milljónum króna hærri en á f járlagafrumvarpi fyrir ár- ið 1959. Tillag ríkissjóðs til Út- flutning'ssjóðs va.r þess vegna áætlað sem 50 milljónir króna 1960. Tekjur Útflutningssjóðs 1960 yrðu þannig, að öðrum tekjustofnum óbreyttum, 102,1 milljón króna lægri en tekj- ur sjóðsins 1959. Til þess að halda áfram núverandi kerfi útflutningsuppbóta 1960, virð- ist þannig þurfa að afla 105,2 milljóna króna vegna aukinna útgjalda og 102,1 milljónar kr. vegna samdráttar tekna, þ. e. samtals 207,3 milljóna króna. IV. Að starfrækja núverandi kerfi útflutningsuppbóta 1960 kostar þannig 53,8 milljónum króna meira heldur en að leggja kerfi þetta niður. Þessar 53,8 milljónir króna geta ósennilega talizt orsök fyrirhugaðrar geng- isfellingar íslenzku krónunnar, jafnvel tæplega tilefni hennar. Vandasamt er að afla 207.3 milljóna króna með nýrri skatt- heimtu. Samt sem áður er ekki ógerningur að afla þessa f jár, án þess að valda umróti í atvinnu- lífinu. Bent verður á, að tekjur af skatti á benzíni, að upphæð 2 krónur á hvern lítra, næmu um 100 mill.iónum króna. En benzín mun vera ódýrara hér- lendis en í allflestum nágranna- landanna. Skattur sem þessi ylli ekki almennum verðhækk- unum og gæti jafnvel haft gjaldeyrissparnað í för með sér. (Fyrir áhrif hans drægi ef til vill úr kaupum á benzíni og innflutningi bíla.) Þeirra lið- lega 100 mil](ióna króna, sem á vantaði eftir álagningu þessa skatts á benzín, yrði aflað með álagningu innflutningsgjalda á nokkra vöruflokka, eins og næmi verðhækkun þeirra af völdum fyrirhugaðrar gengis- fellingar. Akvörðunin um að fella gengi íslenzku krónunnar verður þannig ekki rakin til vand- kvæða á nýrri fjáröflun til út- flutningsuppbóta 1960. Gengis- felling íslenzku krónunnar virð- ist fyrirhuguð í því skyni að hafa áhrif á tekjuskiptinguna, skipan ef nahagsmálanna og við- skiptin við umheiminn. Reykjavík, 8. febr. 1960. Haraldur Jóhannsson. LAND - ÞJOÐ - SAGA j Frelsisbarátta á öndverðri 17. öld. •i Á síðari hluta 16. aldar unnu danskir konungar markvisst að því að hnekkja verzlun Hansa- borgara í löndum sínum. Mark- miðið var að efla kaupstaði og verzlun Danmerkur. Dönskum borgurum var þó algerlega um megn að keppa við þýzka í ís- landsverzlun án þess einhver lögvernduð sérréttindi kæmu til. Baráttan hófst að marki ár- ið 1542, þegar konungur bann- aði erlendum kaupmönnum vet- ursetu á íslandi, en Otti hirð- stjóri gerði alla fiskibáta Þjóð- verja á Suðurnesjum upptæka. Þeir féllu undir konung, og lauk svo útgerð Þjóðverja á fslandi, en konungsútgerð hófst og varð mikil og langvinn landplága. En í verzlunarmálum fikraði konungsvaldið sig upp á skaftið, og lauk svo ,að konungur veitti þremur dönskum borgum einka- leyfi til allrar íslandsverzlunar árið 1602, og skyldi standa svo um 12 ára skeið. Þar með var kaupokið fullkomnað og algjör einokun lögbundin. Afskipti konunga af verzlun Hansamanna höf ðu löngum ver- ið íslendingum lítt til nytja, og ekki batnaði, þegar borgararnir dönsku fengu einkaleyfi. Gengu þá klögumálin á víxl. Einkum hugsuðu landsmenn sér til hreyfings, e.r að því leið, að leyfistími borganna rynni út. Árið 1613 senda sýslumenn að norðan kæru til konungs og fara fram á, að létt verði af öll- um verzlunarhömlum^ ef ekki fáist leiðrétting með öðru móti. ur prestur að danskri stjórn og danskri verzlun hér uppi á ís- landi og er ekki myrkur í máli- Þess er að vænta, að hér komi fram almannarómur þeirra austur í sveitum á þeim tím- um, er dönsk einokun var að hreiðra um sig til frambúðar á fslandi, þótt Ólafur hefði einn þá gáfu, er þurfti, og snerpu til að kveða svo upp úr„ að ekki gleymdist. í Árgala seg- ir skáldið: ( Hallærið með hungurs pínu, hræðilegana tíðin dýr kvelur oss með okri sínu, einninn varan danska rýr. Enginn mýkir angurs línu '' íslandi né forsvar býr. Mútur taka að orka öllu, . illvirkjana heiðra mest; ríkja þær í herrahöllum, heyrast ekki málin bezt. Því liggur hagur lands við spjöllurru Leiðréttingin hvörgi sést. Herrar landsins heyrast eigi, hræðast líka satt að tjá. Völdin þenkja missa megi, li munu því illa að landi gá. Komið er fram að dómadegL Drottins vottar þetta sjá. Undirlagið allra þjóða erum orðnir í landi hér. Útlenzkir, sem yfir oss bjóða, eru höfuð, en halinn vér. Kvæði séra Ólafs var ao vísui Konungur mat þó meira gengi kaupstaðanna og endurnýjaði ekki prentað fyrr en löngu sið' leyfið 1614. Tóku sýslumenn sig ar' en engu að síður varð bað þá til árið eftir á þrem stöðum begar alkunnugt og víðfrægt, álandinuoglétudómgangayfJog hefur án efa stuggað við ir kaupmönnum og settu sjálfir. ýmsum og hvatt til dáða. Gísli! verðlag á vörur. En kaupmönn-l Oddsson, bróðursonur Olafs, um þótti undur mikil, og lauk bekkti kvæðið vel og vitnar fi svo, að konungur setti sjálfuribréfi til visuorða °lafs: "Ut fast verðlag eða taxta árið 1619.] Varð svo ekki meira úr að sinni. lenzkir, sem yfir oss bjóða, em höfuð, en halinn vér." En svo> Um þetta leyti var Ólafur skÍDaðist' að Gisli kom eftir skáld Einarsson prestur austur minnilega og ánægjulega vi3 í Kirkjubæ. Hann var sonur Einars í Eydölum, en faðir Stefáns í Vallanesi. Voru þeir þrír í tölu höfuðskálda þjóðar- sögu í verzlunarmálum þjóðar- innar. ; Svo var mál með vexti, að> kaupmenn létu sér ekki nægja, innar hver á fætur öðrum, og er fram ; sóttÍ! verzlunartaxt er slíkt talið-einstætt. Séra Ól afur í Kirkjubæ órti að vísu ann frá 1619. Beittu þeir áhrif- um sinum við konungsvaldið. mikið af sálmum, eins og fleiri og lauk sv0 að konungur setti skáld á hans dögum, en hann átti einnig til að beina kvæð- um sínum að samtímamönnum, nýjan taxta að vilja kaup- manna, en landsmönnum tili tjóns. íslendingar vildu leita og gat þá auðmýktin farið af.|ásjár; en höfuðsmaður var hinn, Í35Ó hann á báða bóga og réðst bverasti 0g neitaði jafnvel aðí- að óhlýðnu vinnufólki jafnt og flytja konungi bænaskrá lands- valdsmönnum landsms og sást manna. Qísli Oddsson sigldi urrt lítt fyrir. I kvæðinu Árgali, sem ort mun árið 1617, víkur Ólaf Auglýsið í FRJÁLSRI ÞJÖÐ __rkjasafnarar g«risi álkrifendur að tímaritinu rrtínet'fei Áikrlitarojald lcr. 65.oo fyrlr 6 tbl. FRÍMERKI. Po.thólf 1264. Raykjavik þessar mundir utan til biskups- vígslu og tók að sér að reka mál íslendinga. Hafði hann sitt fram, og taxtinn frá 1619 var tekinn upp að nýju. En engar sögur fara af þvi, hvort Gísla datt stundum í hug kvæðí frænda síns þar í konungsgarði það sinn. Er það þó næsta senni- legt, og mætti Gísli hafa orðiS upplitsdjarfari fyrir, er hannl átti skipti sín við dönsk stór- menni. Þannig fer sem oftar, að saga þjóðarinnar er á nokkurn liai.1t fléttuð saman við kvæði skáld-> anna. ^

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.