Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.03.1960, Qupperneq 1

Frjáls þjóð - 26.03.1960, Qupperneq 1
Heima gestur Eggert Stefánsson söngvari og rithöfundur, listamaðurinn góði, sonur Vesturbæjarins, elskhugi íslands og alls þess sem íslands og íslenzkt er, hef- ur verið hér á landi síðustu vik- urnar,ásamt konu sinni. Tiðindamaður Frjálsrar þjóð- ar mætti Eggert í Bankastræti nú á dögunum. Hann sagðist vera að fara aftur til Ítalíu, en þar er heimili þeirra hjóna. — Er ekki viðstaðan óvenju stutt að þessu sinni? — Jú, svaraði Eggert og brosti. Það gerir dýrtíðin. Vertu blessaður vinur. Þannig eru alltaf kveðjur Eggerts. Hann er íslandi alltaf til sóma hvar sem hann er. Fáir íslendingar hafa verið sannari listamenn en hann, langa ævi, hvern dag, hverja mínútu, ætíð Eggert Stefánsson. hlutverki sínu trúr. — Hanq heldur áfram að lifa íslenzku lífi, þótt hann dvelji fjarri ætt- arlandi sínu. Fari hann og kona hans heil, komi þau aftur heil. GENFARRÁÐSTEFNAN: Ætlar ríkisstjórn Islands aö styöja bandarísku tillöguna? Tillöpnni um 12 milna landhelgi vex óöum fylgi Ekki hafa enn gerzt veruleg tíðindi á hafréttarráð- stefnunm í Genf. Fáar tillögur eru komnar fram. Vafa- laust fara ýmsar áþreifanir fram bak við tjöldin, þótt ekki sé komið í ljós, þegar þetta er ritað, hvað upp af þeim sprettur. Ljóst virðist, að kröfunni um 12 mílna landhelgi hafi vaxið mjög fylgi frá fyrri ráðstefnu. Fram eru komnar á ráðstefn- unni tillögur frá ríkjum, sem vilja tólf mílna landhelgi, svo og tillaga Mexíkó um litla land- helgi en stóra fiskveiðilögsögu að auki. Af hálfu íslenzku sendi- nefndarinnar hefur ekki verið Tagt neitt til mála ennþá, og eru menn farnir að leiða getum að því, hver ástæðan muni vera. Búizt er við tillögu Bandaríkja- manna á hverri stundu, og er talið víst, að hún verði 1 meg- indráttum svipuð og tillaga þeirra á Genfarráðstefnunni síðustu, sex sjómílur og sex í viðbót, með sérstökum veiði- réttindum upp að sex mílum fyrir þjóðir, sem stundað hafa rányrkju á umræddum miðum undanfarin fimm ár. Nú spyrja margir, hvernig íslenzka sendinefndin hafi á- kveðið að haga vinnubrögðum sínum. Er þá einkum mikilvægt, hvort hún hyggst styðja þær mörgu þjóðir, sem vilja fá sam þykkt ákvæði um 12 mílna landhelgi. Rétt er að minna á það að frumkrafa íslendinga á fyrri ráðstefnunni var 12 sjó- mílna landhelgi. Til málamiðl- unar féllust fulltrúar okkar á tillögu Kanada um sex mílna landhelgi og sex mílna fiskveiði- lögsögu þar fyrir utan. Rétt er Frh. á 6. síðu. Stórátök milli heiidsalanna um verzlunarfrelsið Hver reynir að troða skóinn ofan af hinum Undanfamar vikur hefur geisað stórstyrjöld milii heildsalanna í Reykjavík. Ástæðan til þess er sú, aS eitt af stóru loforSum ríkisstjórnarinnar var þaS, að 60— 70% af ínnflutningnum skyldi gefinn frjáls, og þar með hefjast gullöld frjálsrar verzlunar í gjaldeyrislausu landi. Aðalbaráttumál heildsalanna í tvo áratugi átti nú að gera að veruleika með aðstoð Alþýðufiokksins. Segja má að þær vikur, sem þetta frílistamál hefur verið á döfinni, hafi frelsið hlotið eld- skírn sína i reynd og þegar beð- ið skipbrot. Hefur áþreifanlega sannast á heildsölunum, að hver þeirra um sig hefur aðeins vilj- að frelsi, ef hann hafði líkur til þess að hagnast á því en HÖFT og meiri höft, ef útlit var fyrir, að einhver stéttarbróðir hans mundi bera meira úr býtum. Baráttan hefst. Ríkisstjórnin skipaði að sjálf- sögðu nefnd sérfræðinga til að undirbúa frílistann. Var þannig til stillt, að einkasérfræðingur nokkurra stærstu heildsalanna í Reykjavík var aðalmaður þessarar nefndar. Fylgdust þeir því með undirbúningi mála frá byrjun, enda til þess ætlazt af ríkisstjórninni. En þá tókst ekki betur til en svo, að höfuðsmenn barátt- unnar fyrir frjálsri verzlun urðu um fátt sammála annað en það að reyna að sjá svo um, að gengið yrði af þeim vísi til iðn- aðar dauðum, sem hér hefur risið upp í skjóli haftanna. Sumir heilsalarnir höfðu afl- að sér umboða og sambanda fyrir austan járntjald og hagn- ast rétt þægilega á þeim við- skiptum, en aðrir látið þessi tækifæri sér úr greipum ganga vegna þess, að þeir höfðu verið Natóstefnunni trúir. Þeir. sem höfðu sambönd- in fyrir austan tjald umturn- uðust ef nefnt var að setja þær vörur á frílista, sem þeir höfðu keypt þar. Rökstuddu þeir þessar kröf- ur með því, að ekki væri fært að gefa allan innflutning frjáls- an, og þarna væru vörur, sem vel mætti kaupa að austan. Hinir, sem höfðu umboð' fyrir þessar vörur vestan járntjalds kröfðust þess, að vörurnar yrðu settar á frí- lista. Rökstuddu þeir kröfur sínar með því, að það yrði ekki fyrir ferðarmikið verzlunarfrelsið, ef flytja ætti inn jafnmikið frá Frh. á 6. síðu. Nýr ritstjóri við Tímann? Síðustu tvö árin hafa leið- togar Framsóknarflokksins haldið uppi mikilli leit að manni til að taka við ritstjórn Tímans ásamt . Þórarni Þórarinssyni. Allt til þessa liefur sú leit ekki borið sýnilegan árangur. Nú þykir mönnum þar í sveit mál- ið með engu móti þola lengri bið, eftir að Þórarinn er seztur á þing og Tíminn stækkaður upp í 16 síður. Um skeið hafði Eys,teinn Jónsson augastað á Ingvari Gíslasyni á Akureyri til að setjast í ritstjórastólinn, en sú hugmynd hlaut lítinn byr. Síðustu fréttir herma, að ráða- menn í Framsókn hafi lagt fast a'ð Birgi Thorlacius, ráðuneytis- stjóra, að gerast ritstjóri Tim- ans. Fylgir það sögunni, að Birgir liafi ákveðið að taka boð- inu. Friðrik á skák- móti í Argentínu Friðrik Ólafsson stórmeistari er nú lagður af stað til Argen- tínu og mun taka þar þátt í tveim stórmótum á næstunni. Hið fyrra mun hefjast 28. þessa mánaðar og er það hið árlega Mar del Plata-mót. Meðal þeirra, sem boðin hefur verið þátttaka í því móti eru: Pach- mann, Uhlmann, Panno, Naj- dorf, Billicki _og tveir Rússar. Þátttakendur verða 15. Síðara mótið. sem hefst í maí, er haldið í sambandi við há- tíðahöld í tilefni af 150 ára af- mæli maí-byltingarinnar, en þá losuðu Argentínumenn sig undan oki Spánverja. Eftirtöld um skákmeisturum mun hafa verið boðið til þessa móts auk Friðriks: Botvinnik, Tal, Glig- oric Szabo, Pachmann, Uhl- mann, Larsen, Najdorf, Eliskas- es, Sanquinette og Wexler. Mót- ið verður haldið í Buenos Aires. og eins og sjá má er hér ekki við neina viðvaninga að eiga. Óskum við Friðriki góðrar ferðar og góðs árangurs á mót- um þessum. Frjáls þjóð gerir sér vonir um að geta í næstu blöðum sagt fréttir af mótinu. TÍMARIT ARKITEKTA- FÉL. íslands, Bygginga- íistin, er nýkomið út í mjjum búningi, áœtlað er að 2 hefti komi á ári. Með- jylgjandi mynd af Nesti við Elliðavog er sýnishorn af mannvirkjum, sem sagt er frá í ritinu, arkitekt Manfreð Vilhjálmsson.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.