Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.03.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 26.03.1960, Blaðsíða 4
SÍÐARl HLUTJ á vinstri spássíu 4| í SKOLLAREÍPUM TVIHYGGJUNNAR Haustið 1957 átti ég tal við Jóhannes skáld úr Iíöllum l'yrir tímaritið Birting. Undir lokin sagði hann: „Fyrst af öllu mundi ég segja við ungu skáldin á íslandi núna: þið eigið að skapa nýja sveiflu í menningarlífi þjóðarinnar, þið eigið að húðfletta spillinguna, þið eigið að húðstrýkja þjóðina fyrir hermang hennar og stríðsgróðabrask, værugirni hennar og sljóleika, þið eigið að gegnumlýsa þetta svindlaraþjóðfélag sem við búum nú við: efnahagskerfið, skólakerfið, verkalýðslireyfinguna, íþróttdrnar, skemmtanalífið — allt sem heiti hefur . . . Þið um það hvar og hvernig' þið yrkið 1 jóð eða skrifið sögu, en látið ykkur ekki detta í hug' að aðgreina listina frá lífinu, frá fólkinu, frá tímanum — já, frá stjórnmálunum og heimsmálunum eins og’ þau leggja sig. Öll okkar lífsfyrirbæri eru rneira og minna háð pólitískri valdbeitingu, og það er frumskylda listamanna, vísindamanna og annarra menntamanna að valca yfir því að stjórnmálamennirnir geri ekki ríkisvaldið að félagslegu viðundri og' miskunnarlausri gaddasvipu. Við lifum á mikilli vísindaöld. Sósíalisminn er til dæmis fyrsta þjóðmálahreyfingin sem freistar þess í alvöru að reka samfélag á vísindalegum grundvelli, samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun . . . Og segja má að ráðstjórnarskipulagið hafi yfirleitt heppnazt frá þjóðhagslegu og tæknilegu sjónarmiði. Það er aðlöðun valdakerfisins að andlegum þörfum fólksins sem virðist hafa mistekizt um sinn. Hið risavaxna alræði hefur skort viðbragðsflýti og sveigjanleik til að mæta hinum síbreytilegu sálarlífshræringum almennings. Ég held að ungvei-ska uppreisnin og aðrar f jöldahreyfingar alþýðuríkjanna upp á síðkastið — að svo miklu leyti sem þær eru ekki uppblásnar fasistabrellur — stafi ekki fyrst og fremst frá lífskjarakreppu, heldur andlegri kröfu fólksins til frjálsari skoðanamyndunar og gagnrýni. Með öðrum orðum: mannhyggja hugyrkjumannsins, skáldsins, listamannsins hefur risið gegn vísindalegri rökhyggju og kerfisbindingu sem snúizt hefur upp í bókstafsþrælkun og valdníðslu. Hvarvetna í heiminuin, jafnt í alþýðuríkjunum sem auðvaldslöndum, þarf mikla og hugrakka listamenn, túlkendur mannlegleikans og framtíðarinnar, til að hamla á móti gervimennskunni og vélmennskunni sem hinni óhjákvæmilegu skipulagningu nútímaþjóðfélags hættir til að leiða af sér. Og þeir verða að gera þetta, ekki einungis með list sinni, lieldur og lífi sínu . . . .“ Við nýjan lestur þessarar brýningar Iiins mæta skálds nam ég staðar við niðurlagsorðin: „. . . . heldur og lífi sínu.“ - Hve fágætt útskagasjónarmið: að krefjast samræmis orða og athafna! „Hvernig á samvinnumaður, jafnaðarmaður, sameignarsinni að lifa eftir lögmálinu staðsettur i séreignarsamfélagi afturhalds og ójafnaðar?" spyrja menn afsákandi og kasta sér út í villt kapphlaup við auðmangarana, leggja sig af alhug eftir lcikreglum jieirra og læra þær undrafljótt. í skollareipum þessarar tvíhyggju eru vinstri öflin á íslandi fjötruð. Hennar vegna þorði vinstri stjórnin aldrei að fylgja raunverulegri vinstri stefnu. Hennar vegna verðum við að horfa upp á höfuðpaur samvinnuhreyfingarinnar leggja íhaldinu sem er i minnihluta með þjóðinni lið við að herða á náragjörðinni á öllum samvinnumönnum landsins og samlökum þeirra. Hennar vegna lætur flokkur sem kennir sig við alþýðu hafa sig til þess að hjálpa valdabröskurum auðstéttarinnar til „viðreisnar" el'tir hraklegan kosningaósigur með því að steypa kufli fátæktar yfir höfuð allra alþýðumanna á Islandi. Og lieldur þróunin áfram? Á fylkingararmurinn sem hezt átti að duga að verða leiksoppur fjársterkrar stéltai' pólitískra frímúrara, sem hafa að bræðrareglu sinni inngangsorðið sósíalismi, en afneita hans krafti í öllu sínu líferni, ré.tt eins og þeir álíti að barátta fyrir alþýðuvöldum á íslandi sé fólgin í sigursælli keppni við nýríka bjálfa í auðsöfnun, braski, yfirborðsmennsku og uppskafningu; óhófi í húsakosti og híbýlabúnaði, bílakaupum, lúxusflakki, ljónaklúbbsveizlum og alls kyns dekri við eigið spik? Vonandi ekki. Eins og kunnugt er flyzt þyngdarpunkturinn til, ef á menn safnast offeiti — þeir verða stirðir og valtir. Og eitthvað las ég nýlega í oflátungsbúinni ferðabók frá Kína um „endurtekna uppreisn gegn hverju sem stirðnár og hreykir sér.“ i Einar Bragi. * .... .*«*■*. , ,, ■- Thor Vilhjálmsson: KVÚLD I LEN INGRAD Aðalstræti borgarinnar: ! breiðstrætið Nevskí Prospect. Þéttur mannfjöldi fór um gang- stéttirnar. Það var laugardags- 11 kvöld. Þetta stræti er næstum |! fimm kílómetrar á lengd, þar lí standa margar frægar bvgging- ar, fornar hallir, veitingabús og krár, verzlanir og gistihús, minnismerki. Ýmsir voru hreif- ir af víni og öli, vodka. Og beg- ar við fórum um breiða brú yf- ir Fontanka-ána fór ég að horfa á ungan mann og unga konu sem voru að þrasa, ölvuð bæði, en þau hurfu í mann- fjöldann, og á brúnni eru fjór- ar koparstyttur af ólmum hest- um og mönnum sem eru að p| reyna að hemja. þá og temja þá; mannfjöldinn var ólinnandi. andi. Skömmu síðar brugðum við okkur inn á vínkrá þar sem oið- röð þungbúinna manna nvjak- aðist hægt að skenkiborðinu i eins og í aðgöngumiðasölu í leikhúsi og ætluðu að fá keypt. eitt glas af víni, það sóttist svo hægt að við nenntum ekki að bíða og héldum áfram göngunni, i! og það voru viða vinkrár og !! veitingahús. Seinna komum við | þar sem senna einhverra veg- farenda hafði safnað hópi á- |! heyrenda og áhorfenda, og þar þekkti ég aftur hjúin sem deildu á brúnni. Maðurinn var lágvax- |!!! inn og grannur í þykkum brún- | um frakka, smágerður í andliti | með lítil grásljó augu, og gul- leitt andlitið, hárið dökkt og mjög stuttklippt í hnakkanum. !! Hann sagði ekkert svo ég hevrði en konan þusaði því meira, föl í | andliti og horuð með þunnar varir og langa höku, Ijóshærð í ! svartri kápu á flatbotnuðum | gönguskóm og líkamirin bog- línulaus eins og teinréttur trjá- !! stofn. Maður kom patandi og út- skýrandi með lögregluþjón með sér. En annar stóð vörð yfir hjú- | .unum á meðan. Hvað var hetta? ! Jú það hefur verið komið á fót sj álfboðalögreglu, siðgæðisef t - | irliti borgara. Þeir fara um | -strætin sem eru í því liði og hafa hendur í hári þeirra sem brjóta í bága við hið æskilega Sovéthátterni. Með drykkjúlát- um eða öðru misferli sem móðg- ar siðgæði fólksins, meiðir sið- ferðisvitund hins hreinlífa Sov- étborgara. Það er mikill idealismi hjá ! ungu fólki hér, segir fylgdar- maður minn þegar við göngum j burt frá þessum litla ieikþætti. Jájá, segi ég: Hvernig fer 1 fyrir mönnum sem eru hand- teknir fyrir ölvun á almanna- færi, drykkjulæti? Jú stundum þyrftu þeir að sitja inni. Ef þeir hafa brotið af sér að ráði. En stundum er látið vita um hegðun þe.ivra á staðnum þar sem þeir vinna. Þar er allt bókað. Og félagarnir fordæma ósæmilega íramkomu þeirra. Mönnum er sárt u:n heiður sinn. Fæstum stendur á sama. Nei. Og við fórum aftur að tala um hugsjónirnar sem margt yngra fólk elui' með sér. Fylgd- armaður minn sagði mér af þeim fórnum sem margir færðu fyrir hugsjónir sínar. Þeir sem væru í flokknum. Margir höm- uðust með eldmóði í uppbygg- ingarstarfinu. Flokkurinn bið- ur menn stundum að fara til afskekktra landshluta og stofna þar nýræktir, nema nýtt land á óbyggðum svæðum, stofna nýj- ar borgir, hefja ýmiskonar iðn- að. Þá yfirgefa hugsöónamenn heimili sín og notalegheit í Moskvu og Leningrad, í stór- borgunum, og hlýða kallí flokks- ins og taka til starfa á nýjum stað, — oft við hinar erfiðustu aðstæður en hafna glaðir þæg- indunum sem þeir bjuggu áður við. Þetta er gott, sagði hann: Þetta er stórfenglegt. Slík fórnarlund er ósegjanlega verð- mæt fyrir fólk okkar. Auðvitað geta ekki allir þetta, kannski eru ekki nema fáir reiðubúnir að leggja á sig það harðrétti sem fylgir oft landnáminu. Og kannski ekki margir í hverju þúsundi en við höfum svo margt fólk í Sovétríkjunum. Þær eru margar milljónirnar hér. Og möguleikar okkar eru óendan- legir, sagði hann.- Hann var ekki að reyna að þröngva neinu upp á mig, ég fann að þetta var ekki áróður heldur einlægni, maðurinn tal- aði úr huga sér. Ég vissi að hann sagði satt. Ég varð aldrei þess var í ferðalaginu ilm Sov- étríkin að reynt væri að halda að okkur áróðri. Þvert á móti. Það var einlægt verið að falast eftir gagnrýni okkar. Við vitum að margt þarf að lagfæra, sögðu menn hvarvetna þar sem við komum: Við vilj- um gjarnan fá að heyra hvað ykkur þykir fara miður. Stund- um þótti mér einmitt Rússarnir vera alltof bráðlátir að krefja mann um gagnrýni. Manni hafði varla verið boðið sæti þegar maður var beðinn að spyrja spurninga um allskonar fyrir- tæki og var varla búinn að átta sig á því hvar maður væri stadd- ur þá stundina, síðan var beðið um gagnrýni. Mér hefur skilizt að endurskoðunarsinni sé gróft skammaryrði meðal rétttrúaðra kommúnista. Þó hef ég grun um að það sé heilmikil endurskoð- un í gangi, ég veit ekki til hvers við vorum spurðir. Hvort það var kurteisi. Eða forvitni. Hvers vegna? Við fengum okkur vínglas í veitingasalnum á Hótel Astoria. Það var verið að dansa. í út- lendingahótelum í Sovétríkjun- um leika hljómsveitir á palli. Ég kveinka eða kinoka mér við að kalla það músík sem þær framleiddu. Það var einhvers- konar rússneskur misskilning'ur á vesturlandadjassi, ferlegur skarkali sem ég minnist ekki að hafa heyrt annarsstaðar, ekki einu sinni í dægurlagaþáttum Ríkisútvarpsins né í Bretlandi. Að vísu var ekki rokk og roll, sú sending andskotans. Kærar þakkir. Stundum sat maður ugglaus yfir mat sínum og gáði ekki að sér, þá skellur þetta spilverk yfir eins og ægileg hol- skefla, eins og flóðið sem bylt- ist yfir Leningradborg sem Púshkin talar um í ljóðinu um Koparriddarann, eins og fjalls- skriða sem grefur undir sér alla viðleitni til félagslegra sam- skipta, lamar samræðurnar. En þegar menn taka að ná sér eftir taugaáfallið af þessum ósköp- um, þá verða menn að kallast á þótt sessunautar séu; helzt þyrfti að vera hátalari á hverju borði, kannski kalllúður eins og í eina tíð var notaður á íþrótta- vellinum. Ég sat með rússneskum hjón- um fjærst hljómsveitinni sem ólmaðist í starfi sínu. Þá sé ég aftur ítölsku signoruna sem ég sá fyrsta morguninn í forstof- unni að lesa bók um eitthvað sem var proibito, bannað. Nú liðaðist hún inn í salinn í poka- kjól. Þarna kemur Signora Pelle- grini, segir Viktör. Hún er mjög méchante. Hún ferðast alltaf ein og hefur allt á hornum sér. Natalja, kona hans sem hefur yndi af ijóðum, sagði að hún hefði þunnar varir, það hefðu konur oftast sem væru illa inn- rættar. Hún hefur nístandi augu, sagði hann: hún er víst mjög rík. En hún er alltaf óánægð. Alltaf að finna að.. Nöldra. Svo töluðum við um eitthvað annað og seinna um Tsékov, þeim þótti mjög vænt um Tsé- kov. Natalja elskaði ljóð. Nei ég vil heldur prósa, segir Vikt- Frjáls þjúð — Laugardagiivn 26. marz 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.