Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 02.04.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 02.04.1960, Blaðsíða 5
KVENNASÍðA Flestir kannast við fullan skáp af gömlum meðulum. Stundum kemur það fyrir á nokkurra mánaða eða ára fresti, að einhver heimilismað- ur þarf á einhverju sams kon- ar meðali að halda og í skápn- um er og þá er spurningin: Er meðalið orðið of gamalt til þess að það komi að gagni eða getur það kannski orðið hættulegt við geymsluna? Kvennasíðan átti viðtal við frú Jóhönnu Magnúsdóttur lyfsala um þetta efni og fer það hér á eftir. „Það eru ýmis lyf, sem manni finnst að óhætt myndi vera að taka inn án samráðs við lækni, sérstaklega ef lækn- irinn hefði áður gefið þau við sams konar sjúkdómi.“ „Lyfjum, sem fengin eru eft- ir lyfseðli, ætti að fleygja strax og sjúklingnum er batn- að. þvi þar getur komið svo margt til, sem almenningur er ekki dómbær á. En æskilegt er fyrir hvert heimili að eiga meðalaskáp á þurrum stað, þar sem börn ná ekki til, og geyma þar lyf, sem fást í lausasölu, t. d. bórsýru, höfuð- verkjatöflur, brunameðul o. fl.“ ,,En t. d. öll venjuleg kvef- meðul myndu nú flestir taka aftur í næsta skipti, sem þeir fengju kvef, ef þau væru þá til?“ „Kvefpestir geta verið margs konar og meðul við þeim, en segja má, að öll meðul, sem innihalda spiritus geymist vel, en þó eru ýmiss konar brjóst- saftir og kvefmeðul, sem gera það ekki og geta þau myglað og skemmst og þá á ekki að nota þau.“ Gamlir augndropar stórhættulegir. „Augndropar eru eitt af því, sem fólk hefur stundum í skápnum og notar, ef það er verra einn daginn en annan.“ „Það getur verið hættulegt, því að þeir eru mjög við- kvæmir fyrir geymslu. Þeir eru búnir til úr dauðhreinsuð- um efnum og áhöld og glös, eins og reyndar öll glös, eru dauðhreinsuð. En þegar byrj- að er að nota þá, kemst loftið að, og það þola þeir í mjög skamman tíma og geta þá fyllst af sóttkveikjum og veir- um. Líka geta þeir súrnað og við það getur efnasamsetning- in breyzt og þeir þar með orð- ið beinlínis skaðlegir.“ „En bætiefni og járnmeð- ul? „Járnmeðul halda sér sæmi- lega í góðri geymslu, en vita- min geymast yfirleitt tak- markaðan tíma. Séu þau í belgjum halda þau sér bezt, þar næst í töflum, en í vökva mjög stutt, sérstaklega er C- vitaminið viðkvæmt.“ „Nú þrána áburðir oft við geymslu, skemmast þeir við það?“ „Já, það ætti ekki að nota þrá smyrsl. Þau geymast vel í túbum, þar sem loft kemst ekki að þeim. Það er undir því komið hvað í þeim er, hvaða brevtingu þau- geta tekið við að þrána, en komi það fyrir, eru þau skemmd.“ „Það á víst ekki að taka mycin- og penecillinlyf án samráðs við lækni. en hvað er að segja um geymslu á þeim?“ „Þau þola mjög takmark- aða geymslu.“ „En sumt af þessu, sem hægt er að kaupa án lyfseðils, t. d. magnyl, höfuðverkjatöflur eða bórvatn?“ „Magnyltöflur geymast lengi á góðum stað, en við langa geymslu gulna þær og HVAö MEGA LYF VERÐA GÖMUL er það vegna efnabreytinga, og við raka molna þær. Bórvatn ætti ekki að geyma uppleyst, heldur blanda ijafnóðum. Það má segja að aðalóvinir með- alanna séu birtan, loftið, rak- inn og hitinn, ekki sizt loftið.“ „Er ekki hægt að hafa ein- hverja þannig miða á glösum, að ekki máist af þeim nafn og dagsetning, þegar vökvinn hefur runnið niður hliðarnar, eins og oft vill verða. Ef mað- ur nú, þvert ofan í ráðlegg- ingar yðar, vildi geyma með- ulin og taka þau eftir hend- inni, væri betra að vita hvað er í glösunum og hve gamalt það er.“ „Ég álít að með einhverri varúð endist miðarnir jafn- lengi og æskilegt sé að með- ulin séu notuð, en auðvitað væri ekkert á móti því að fá haldbetra efni, ef það væri þá Á MATBORÐIÐ Flest höfum við fisk á borð- um oft í viku, venjulega steiktan á pönnu eða soðinn í vatni. Seinna mun ég e. t. v. benda á ýmsar nýjar leiðir til þess að matreiða fisk, en núna ætla ég að rifja upp hvers vegna steiking á fiski heppn- ast ekki alltaf vel, þó manni finnist að sama aðferðin sé höfð í hvert sinn. Stundum vill fiskurinn detta í sundur, sérstaklega þorskur, og geta verið 5 ástæður til þess. Ein er sú, að fiskurinn sé ekki nýr og er oftast lítið hægt við því að gera, önnur að fiskurinn sé ekki nógu þur, þegar hann er látinn á pönnuna, þriðja að feitin sé ekki nægilega heit, fjórða að látið sé of mikið af fiski á pönnuna í einu, þann- ig að feitin kólni, og fimmta að fiskinum sé snúið, áður en hann er fullsteiktur á neðri hliðinni. í sambandi við heita feiti er rétt að taka fram, að smjörlíki nær ekki eins háu hitastigi og-flestar aðrar feiti- tegundir, t. d. tólg, svínafeiti og plöntufeiti. Gott er að láta nokkra dropa úr sítrónu út í pönnuna, fiskurinn verður hvítari og stinnari og þar að auki kemur minni lykt. eins handhægt í meðförum og þeir sem við höfum núna, því fólki liggur oftast á að fá af- greiðslu.“ „Geta lyf beinlínis orðið eitruð við geymslu?“ ,,Það er undantekning ef það kemur fyrir, en þau geta breytzt, súrnað, myglað, morknað, dofnað o. s. frv. og verða þá auðvitað ónýt. Fyrsti kvenlyfja- fræðingur á Islandi. Fi’ú Jóhanna er fyrsta ís- lenzka konan, sem nam lyfja- fræði og sú fyrsta, sem setti á stofn lyfjaverzlun hér á landi. Kvennasíðan taldi lík- legt að lese^jlúr hefðu áhuga fyrir að heyra, hvað hún segði um lyfjafræði og konur. „Álítið þér að starfið sé heppilegt fyrir konur eða kon- ur æskilegar í starfið?“ „Stai'fið krefst mjög mikill- ar árvekni og aðgæzlu og vinnunni er ekki hægt að haga eftir eigin hentugleikum, því að vinnuhraðinn ákveðst á hverri stundu af þeim lyf- seðlafjölda, sem berst að. Það er því nokkuð þreytandi og mjög miklar stöður við það, eins og reyndar í fleiri at- vinnugreinum, og þarf fólk að vera hraust og hafa góða fæt- ur, sem leggur það fyrir sig. Ég held að konur hafi engu síður hæfileika til þess að leysa slík störf af hendi og starfið veitir, eins og öll ábyrgðar- mikil störf, ánægju.“ „Nú giftast konur oft og vinna hálfan daginn, teljið þér það heppilega tilhögun og að það geti samrýmst þessari vinnu?“ „Reynslan hefur sýnt, að lyfjafræðingar vinna einkum við afgreiðslu lyfseðla, og við það er venjulega mest að gera seinni hluta dags og því senni- legt að oftast sé hægt að' fá hálfsdagsvinnu. En það verð- ur að hafa í huga, að þarna fer fólk oft með lífshættuleg efni og því nauðsynlegt að vera alltaf vel fyrirkallaður og óþreyttur.“ „Hvað getið þér sagt um námið?“ „Námið tekur 6 ár, 3 hér á landi, þar af 1 í lyfjabúð og hin í háskólanum og 3 ár við lyffræðingaskólann í Kaup- mannahöfn. Krafizt er stúd- entsprófs úr stærðfræðideild." Margt fleira bar á góma, sem gaman hefði verið að geta sagt lesendum frá, en rúmið leyfir það ekki og þökkum við frú Jóhönnu fyrir upplýsing- arnar. GOTT RÁÐ Það eru alltaf vandræði að koma stifa skjörtinu ungu stúlkunnar fyrir þegar það er að þorna eftir stífinguna,-en ef til er á heimilinu gömul, stór regnhlíf, er ágætt að breiða það ofan á hana, en náttúrlega leggja eitthvað undir ef hætta er á að litur komi úr regnhlífinni. RITSTJORl: GUÐRTÐUR GÍSLADÓTTIR úr handraðanum Leiklíf í Reykjavík fyrir einni öld. Vetui’inn 1861—1862 var leiklistarlíf í höfuðstaðnum með fjörugasta móti, eftir því sem um var að ræða á þeim tíma. Fara hér á eftir nokkrar frétta- klausur úr Þjóðólfi, er sýna ljóslega, hvað um var að vera í reykvísku leiklistarlífi fyrir tæpum hundrað árum. Þess má geta, að Jón Guðmundsson, rit- stjóri Þjóðólfs, var einn helzti frumkvöðull leikstarfsemi um Þá kom litlu síðar fram Njörður; frá Nóatúnum, einn af ásum, guð árgæzku og jarðargróða, en síðast kom Norðri hrímþursinrt eður Kári, er mestu í’æður um. horðurheimskaut. . . Þeir mælt- ust við stefum, sem ort hefur skólapiltur Matthías Jochums- son. 28. febrúar 1862: sína daga og skiáfaði oft ræki- lega um alla slíka viðleitni í blað sitt. 11. desember 1861: Nokkrir kandidatar og presta- skólastúdentar hafa tekið sig saman til þess að hafa fram gleðileiki á gildaskálanum nú um skammdegið, og stendur til að leikið verði: A íslenzku: Henrik og Pern- i illa, í 3 flokkum, eftir Holberg, i og ef til vill nokkrir fleiri smá- leikir. Á dönsku: En Bryllupsdags |j Fataliteter, í 2 flokkum, eftir | Th. Overskov. Nei, í 1 flokki, eftir J. L. Heiberg. Eventyr paa Fodreisen, í 4 flokkum, eftir Hostrup (var leikið hér í fyrra) og ef til vill aðrir smáleikir. Nú leikur kvenfólkið meðfram þau ætlunarverkin, sem kvenna eru í hverjum leiknum, og er það að visu breyting til bóta frá því, sem var í fyrra og hitt eð fyrra. 21. desember 1861: Auk leikja þeirra, er getið 1 var í síðasta blaði, verður leik- | ið á íslenzku ,,Brandskatten“, í | 1 flokki, eftir Kotzebue. Þeir, j sem vilja „abonnera“, þ. e. j panta og kaupa stöðug sæti, j geta snúið sér til faktors Þ. Stephensens í búð konsúls Smiths, og geta fengið abonne- i ment til 6—7 kvölda. Einnig verða aðgöngumiðar seldir til hvers kvölds, sama daginn og 1 leikið verður, frá kl. 11—1 inni í garðinum við búð konsúls | Smiths, og verður sama verð á | þeim og í fyrra. Nákvæmari auglýsingar um | hvað leikið verður á hvei’.ju | kvöldi o. s. frv., verða festar upp á götuhoi’num hér í bænum. 9. janúar 1862: Gleðileikirnir hér í gilda- skálanum hafa gengið liðugt j sem af er og verið vel sóttir. Alls hefur verið léikið í 7 kvöld. Ágóðanum af leiknum í gær- | kvöldi ánöfnuðu leikendurnir i snauðum mönnum, sem ekki : þyggja sveitarstyrk. Það var nýmæli. að þegar var á enda sjálfur leikurinn á ný- ársdagskvöld, gekk tjaldið upp i aftur og hófst nýársósk til ís- i lendinga í Ijóðum. Kom fyi’st i Ægir, goð hafsins, fram á leik- i sviðið í sefgrænni skikkju skó- j síðri, með þarakórónu á höfði og mikinn þaraþöngul í hendi. „Gleðileikirnir á gildaskálan- um héldust öðru hverju fram til 12. þ. mán. Auk gleðispilanna, sem fyrr var getið, hefur verið leikið: „Naboerne“ á dönsku, eftir Erik Bögh. „Ja“ eftir J. L- Heibei-g, einnig á dönsku. En á islenzku: „Ekki eru allar ferð- ir til fjár“, að mestu frumsmíð, ,,Bræðradæturnar“ og „Kvöld- ið í Kattarvarginum", bæði út- lögð. Lifandi myndir („table- au“) voru sýndar: Hervör og Angantýr, er hún sækir Tyrfing í haug þeirra bræðra á Sámsey, og Draumur Gísla Súrssonar. Voru þessar myndanir af mestu, snilld útbúnar eftir Sigurð mál- ara Guðmundsson. En langmest kvað að ÚTILEGUMÖNNUN- UM, það er frumsaminn drama- leikur með söngvum, í 4 flokk- um, eftir Matthías Jochumssort skólapilt, og er efnið frá önd- verðri 17. öld og samlent, eins og nafn leiksins ber með sér. Þó að gera mætti nokkrar og cjigi óverulegar athugassmdir við leik þennan, ef hann ’ægi: fyrir prentaður til ritdóms eins og það skáldskaparsmíð, er maður vill hugsa sér nokkurn veginn algert, þá ætlum vér það eins sannmæli eins og þaS var samróma álit allra þeirra, er leik þennan sáu, að fegurðar- kostir hans séu margir og veru- legir, hvort sem litið er til hugsunarinnar sjálfrar og hins þjóðlega aðalefnis eða til þess, hvernig því er skipað niður til þess að koma fram á leiksvæð- inu . . . Málið á leiknum er lipurt og ljóst og eigi sízt vísurnar eða kvæðin, eru þau öll einkar-lip- ur, bæði að trúrri hugsun vicfc efnið og að máli, rími og fegurð. Hið einkar fagra og vandaða leiksvið, er Sigui’ður málari Guðmundsson hafði undirbúið handa ,,Útilegumönnunum“ gei’ði eigi alllítið til að hefja og skýra skáldskapinn í leiknurrs. og gera hann sem ásjálegastan. áhorfendum. Þar koma fram þverhníptir hamrar með ein- stigi, klettagjótum og aðalhelli. þar sem Skugga-Sveinn, for- ingi útilegumannanna, og þeir félagar höfðu bæli sitt og að- setur, en fagrir jöklar sáust í fjarlægðinni, þeir er sól roðaði að morgni. Hið sama má segja um alla leikendurna, að þeir höfðu auðsjáanlega lagt mikla alúð við þennan leik, og nokkra þeirra hafði skáldskapurinn hrifið svo, að eigi mátti annað sjá en að hér væri lifandi að starfi útilegumenn, stúdentar, sýslumaður og aðrir sveitabúar á öndverðri T7. öld. Frjáls þjo<5 — Laugardaginn 2. apríl. 1960 &

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.