Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 02.04.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 02.04.1960, Blaðsíða 8
Átökin milli heiidsalanna út af verzlunarfrelsinu harðna Formaöur Verzlunarráðs felidur viö fulltrúakjör í stórkaupmannafélaginu Átök þau, sem átt hafa sér stað að undanförnu milli heildsalanna í Reykjavík út af „verzlunarfrelsi" því, sem ríkisstjórmn hefur boðað, hafa nú brotizt út opinberlega, svo að þau verða ekki lengur dulin. Síðastliðinn laugardag var haldinn aðalfundur í Félagi ís- lenzkra stórkaupmanna. Þétta félag'kýs fjóra fulltrúa í verzl- unarráð íslands, og hefur' það verið venja að einn þessara full- trúa væri kosinn formaður ráðs- áns. Síðan kjósa nokkur sér- sambönd smásöluverzlana einn fulltrúa hvert í ráðið og heild- salar utan Reykjavíkur sinn fulltrúa. Núverandi formaður Verzlunarráðs, Gunnar Guð- jónsson, var kjörinn þangað sem fulltrúi stórkaupmannafé- lagsins í Reykjavik. Formaðurinn fellur. Við fulltrúakjörið á laugar- daginn var gerðist það, að Gunnar .Guðjónsson féll með miklum atkvæðamun, en í hans stað var kosinn Eggert Kristjánsson, fyrrverandi for- maður ráðsins. Við þetta færðist aukinn hiti í átökin, og hafa stuðningsmenn Gunnars Guðjónssonar þegar hafið óhemju áróður til að koma honum inn í ráðið fyrir ein- hverja aðra aðila en stórkaup- mannafélagið. Kunnugir telja þó, að jafnvel þó að það tækist, sé borin von, að hann verði kos- inn formaður Verzlunarráðs á aðalfundi þess, sem halda á i þessum mánuði. Haftamenn ofan á. Eins og sagt var frá í síðasta blaði FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR er hér um grimmilega hags- munabaráttu að ræða milli þeirra heildsala, sem hafa öll helztu umboðin frá viðskipta- þjóðum austan járntjalds og hagnast því á þeim viðskiptum, og hinna, sem vilja fá sem flest- ar vörur inn á frílistann. Útkoman úr fulltrúakjöri stórkaupmannafélagsins bend- ir ótvírætt í þá átt, að þeir, sem hagnast á austantijalds- og haftaviðskiptunum hafi orðið ofan á lí þessum samtökum, þar eð Eggert Kristjánsson og Kristján G. Gíslason, sem báðir hafa kunnað að meta viðskiptin austan járntjalds ekki síður en vestan, voru kosnir í Verzlunar- ráð. Verður fróðlegt að fylgj- ast með því, sem gerist á næst- unni í þessum herbúðum. Og víst er, að frílistamálið hefur stöðvast í burðarliðnum eins og segir frá á öðrum stað í blaðinu. T8510ST BCRE&C Um siíðustu helgi var opnuð í Reykjavík ný ferðaskrifstofa í Austurstræti 9. Það er hinn kunni ferðamaður Úlfar Jacob- son, sem er eigandi og forstöðu- maður skrifstofunnar. Tilgangur ferðaskrifstofunn- ar er. að sögn Úlfars, að reyna áð bæta og auka við þjónustu við ferðamenn og gera sem allra flestum kleift að kypnast land- inu og þá einkum óbyggðum þess — á sem ódýrastan hátt. Skrifstofan mun eingöngu skipuleggja og gangast fyrir innanlandsferðum og er kjörorð fyrirtækisins „kynnist landinu“. Fyrsta ferðin hefur þegar verið ákveðin, er það 5 daga ferð í Öræfi um páskana, en hins vegar hefur ekki verið gengið frá endanlegri áætlun sumarsins. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 23. viku vetrar. Skipt um hlutverk Stytta Einars Benedikfssonar Efnahagskerfið - Frh. af 1. siðu. Útkoman af því hlyti að verða sú, að gjaldþrot dyndu yfir af þeirri einföldu á- stæðu, að það er ekki nóg að mega leggja á margar krón ur, ef varan selst svo ekki. Fleiri brotalamir. En það er ekki aðeins þetta, sem nú þegar er að liða hið Alþýðublaðinu bæt- ist senn einn nýr blaðamaður. Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur, sem um árabil hefur verið við Tímann og síðustu árin bókmenntalegur ráðunautur Samvinn- unnar, hverfur nú að Alþýðublaðsjötunni. Sú var tíðin, að Al- þýðuflokksmenn voru Vasasöngbókín aftur á ferðinni Vasasöngbókin naut mikilla vinsælda á sinni tíð. Komu marg- ar útgáfur og seldust upp svo að segja jafn- harðan. Nú mun í ráði að gefa hana út, og verður hún að sjálfsögðu allmikið breytt, mörgum nýj- um textum bætt við, en sumir hinna eldri felldir niður, þótt Uppistaðan verði lík og áður. Er ekki að efa, að hún verður enn sem fyrr oft höfð við höndina, þegar kátt fólk „tekur lag- teknir i fóður hjá Framsókn, samanber Ben. Gröndal. Nú hef- ur þetta snúizt við. IMý garðyrkju- bók Kristmann Guð- mundsson rithöfund- ur í Garðshorni hefur nú samið nýja garð- yrkjubók. Hann er, sem kunnugt er, fjöl- fróður um jurtir, gróður og blóm. — Helgafell gefur út og mun bókin væntan- leg innan skamms. Frásögnin í Litlu fréttablaði um kon- una, sem hafði af þvi góðar tekjur að ráða sig sem ráðskonu í sveit, en fara þangað aldrei, eða trúlofa sig hér í bænum og fá góða fyrirfram- greiðslu upp í bú- stofnunarkostnaðinn, vakti mikla athygli. Magir hringdu til Ásmundur Svæins- son myndhöggvari hefur gert styttu af Einari Benediktssyni á vegum útgáfufé- lagsins Braga.Nú hef- ur verið gerður samn- ingur við erlenda að- ila um að steypa styttuna i eir, og standa vonir til að hún verði fullgerð ár- ið 1962. Ætti því að verða hægt að koma henni upp fyrir 100 ára afmæli Einars, 1964. Formaður út- gáfufélagsins Braga er Magnús Víglunds- son, iðnrekandi. blaðsins og spurðu, hvort átt væri við konu, sem þeir þekktu. Það kom þá upp úr kafinu, að þetta er ekki eins óalgeng at- vinnugrein og blaðið hélt. Okkur voru sagðar svo margar slíkar sögur, að það myndi fylla mörg blöð. Atvinna, sem margar stunda „trausta efnahagskerfi“ í sund- ur, meðan það er í burðarliðn- um. Þar má t. d. minna á „hundrað milljónirnar“, sem týndust, og söluskattinn, sem bætt var á í tolli til að ná þeim. Þó að það hafi verið mjög alvarlegt áfall fyrir ríkisstjórn- ina, er þó styrjöld sú, sem nú geisar milli Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna og L. í. Ú. ennþá alvarlegri. Sú staðreynd, að útvegs- menn ætla nú að gera tilraun til að brjóta þá einokunarað- stöðu, sem S.H. hefur beitt að undanförnu til þess að skammta bátunum fiskverð- ið að eigin geðþótta, og með tilliti til ríflegra styrkveit- inga, getur ein haft það í för með sér, að öll spilaborg- in hrynji til grunna í einu vetfangi, sé útflutningsverzl- unin ekki losuð úr einokun- arviðjunum, sem hún er nú hneppt í, þannig að sjómenn og útvegsmenn viti með ör- uggri vissu, hvað hið raum- verulega fiskverð er. Laugardáginn 2. apríl 1960 I ANNARRA GARÐI Nlðurgreiddir miðar FRJÁLS ÞJÓÐ hefur hlerað, að Alþýðuflokkurinn ætli að halda hina venjulegu árshátíð sína ií Lídó 1 dag. Er hafin mikil áróðursherferð meðal krata og Sjálfstæðis- manna að sækja hátíð þessa, og því haldið fast að mönnum að fjölmenna í hófið, enda sé þetta einstakt tækifæri vegna þess, að það eigi að GREIÐA NIÐ- UR aðgöngumiðana. Máiiudagsklúbburinn Nýtt menningarfyrirtæki hef- ur litið dagsins ljós hér í Reykjavík. Hefur það hlotið nafnið Mánudagsklúbburinn. Meðlimir og stofnendur eru Kristján Friðriksson í Últíma, Steingrímur Hermannsson og nokkrir fleiri fjármálamenn Framsóknarflokksins, sem telja það höfuðhlutverk SÍS að stofna stór hlutafélög og afhenda þau síðan einkaframtaksmönnum, þegar byrjunarörðugleikarnir eru yfirstignir og hættan á ófarnaði farin að minnka. FufEtrúar verkamanna Fulltrúar verkamanna og sjó- manna í Norðfirði á flokksþingi Sósíaiistaflokksins voru for- stjóri bæjarútgerðarinnar, sem bjó vikum saman á City hótel við að selja Gerpi, sem ekki var seldur, forstjóri Slippfélagsins og kona hans og spítalaráðs- maðurinn og kona hans. — Aust- fjarðakratar, félagi Brynjólfur. Andrés Kristjánsson ráðinn ritstjóri við Tímann Undarleg framkoma dómsmálaráðherra við Birgi Thorlacius Tíminn skýrir frá því 31. marz, að Andrés Kristjáns- son ntuni taka við ritstjórn blaðsins ásamt Þórarni Þór- arinssyni. Andrés hefur verið starfandi við Tíntann s.l. 12 ár, síðustu árin sent frétta- stjóri. Frjáls þjóð sagði frá því í síðasta blaði að til orða hefði komið, að Birgir Thor- lacius ráðuneytisstjóri yrði ritstjóri Tírnans; það hefur sem sagt ekki orðið úr því að hann hyrfi frá stöðu sinni í dómsmálaráðuneytinu, hins vegar skýrir hann frá því í viðtali í áðurgreindu tölu- blaði Tímans, að það sé rétt, að dómsmálaráðherra, Bjarni Þjóðvarnarfélögin í Reykjavík Skemmtikvöld Þjóðvarnarfélögin halda skemmtun í Framsóknarhús- inu, uppi, þriðjudaginn 5. apríl kl. 8,45 s.d. Benediktsson, hafi vikið hon- um frá ritstjórn Lögbirtinga- blaðsins, en því aukastarfi hefur hann gegnt síðastlið- in 17 ár. „Vegir dómsmála- ráðuneytisins eru órannsak- anlegir, segir Birgir og bros- ir,„ stendur Tímanum. Enginn veit hvað þessu veldur. Vill dómsmálaráð- herra með þessum hætti sýna ráðuneytisstjóranum van- traust, er þetta bending um að hann sé í aðalstöðunni í óþökk ráðherrans? Ráðuneytisstjóra mun ekki vera lvægt að segja upp, ám mikilla skaðabóta, líklega fullra launa ævilangt, neina fyrir liggi dómur um van- rækslu í starfi. Skemmtiatriði: 1. Stutt kvikmynd. 2. Spurningaþáttur. 3. Félagsvist. Verðlaun veitt. 4. Happdrætti. 5. DANS. — Hljómsveit Riba. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. Verð kr. 25,00. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti! Nefndin.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.