Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.04.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 09.04.1960, Blaðsíða 1
Stóraukin öryggisþjónusta " hjá Flugfélagi íslands Nýlega hafði Flugfélag ís- lands boð inni fyrir blaðamenn og fleiri gesti. Tilefnið var að sýna þeim nýtt tæki, sem fé- lagið hefur nýlega fest kaup á og notað er við þjálfun flugliðs félagsins í blindflugi. Áður varð slík þjálfun að fara fram erlendis en eftirleið- is fer þessi þjálfun að öllu leyti fram hér heima. Þeir Örn Johnson, framkv.stj. F. í. og Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi félagsins höfðu að- allega orð fyrir Flugfélags- mönnum. Sagði Örn m. a. að samfara hinni öru þróun í Framh. á 8. síðu. Milljónahneyksli í uppsiglingu Nýtt gjaldeyrisstórmái á döfinni hjá dótturfyrirtæki S. I. S. Líftryggingarfélagið Andvaka, eitt af dótturfyrirtækjum S.I.S., hefur á síðastliðnum 6—8 árum veitt um 200 mönnum lán út á fasteignir, sem voru bundin því skilyrði, að þau breytt- ust í samræmi við gengi krónunnar gagnvart erlendum gjald- eyri, þar sem þau voru talin endurlán á láni, sem Andvaka hefði tekið erlendis í þessu skyni. Nú ieikur grunur á, að ekki sé allt á hreinu í þessu máli. Hefur Andvaka boðið lántakendum að vísa málinu í gerðar- dóm, en sumir þeirra vilja a. m. k. ekki fallast á það nema málið sé allt rannsakað frá grunni, og þá m. a. það, hvort hér sé um raunverulegt cndurlán að ræða á erlendu fé, sem geri lántak- endum að skyldu að greiða meira en helmingi hærri upphæð en þeir fengu lánaða. Er mál þetta nú þegar kom- ið á það stig, að fullyrða má, að það verður ekki stöðvað, eða þaggað niður, enda er hér um svo mikið hagsmunamál að' ræða fyrir lántakendur, að það getur ráðið úrslitum, hvort þeir halda íbúðum sínum eða ekki á hvorn veginn málið fer. Engin heimild til lántöku. Það er nú upplýst, að þeg- ar Andvaka byrjaði að end- urlána þetta erlenda fé, hafði fyrirtækið enga heimild frá innlendum aðilum til lántöku erlendis í þessu skyni, enda flutti Andvaka ekkert lán heim þá til að endurlána hér. Það er ekki fyrr en á árinu 1957, sem Andvaka fær leyfi til að flytja heim 40 þúsund sterlingspund, og afganginn, 60 þúsund sterlingspund, flutti Andvaka ekki heim fyrr en 23. desember síðastliðinn. Krafizt yfirfærslugjalds. Þeir, sem fengu þessi lán hjá Andvöku 1957 voru krafðir um yfirfærslugjald af þessum lán- um þegar það gjald var lögfest. Á árinu 1958 hækkuðu þessi lán þannig um 55%. Lántakendur greiddu þetta yfirfærslugjald, enda þá ekki farið að gruna, að maðkur væri í mysunni. í gengisfellingarlögunum nýjju er ákvæði, sem kveður svo á, að óheimilt sé að krefj- ast gengishækkunar á innlend- um lánum, nema sannanlega sé um endurlán að yæða á erlendu láni, sem greiðist niður á jafn- löngum tíma og innlendu lánin. Andvaka hafði lánað, hefði ver- ið alinnlent. Lánið notað í Hamrafellið. Það hefur nú verið viður- kennt af ráðamönnum SÍS, Framh. á 8. síðu. Olíuhöfðingjar fEjiíga vestur Fyrir skömmu fóru þeir Vil- hjálmur Jónsson, framkvæmda- stjóri HÍS og OMufélagsins og Helgi Þorstónsson, stjórnarfor- maður Oliufélagsins, til Banda- ríkjanna. Nokkrum dögum síðar flaug Vilhjálmur Þór, aðalbankastjóri Seðlabankans, til Bandaríkj- anna. Sjálfsagt er það tilviljun ein, að þessir olíuhöfðingjar og Vilhjálmur Þór fara allir svo að segja samtímis vestur, og sennilega hafa þeir ekkert sam- band sín í milli vestra. Auk þess getur ferðin varla verið far- in í viðskiptaerindum, þar sem við kaupum alla oMu frá Rúss- um. i En eitthvert erindi hafa þeir sjálfsagt talið sig eiga til Ameríku, því að það er ekki svo ódýrt að fei'ðast núna, að menn leggi upp í svoria stór- ferðalög alveg að tilefnislausu. Sigrar „bræðingurinn" á Genfarráðstefnunni? Rétta svariö: Leiðrétting grunn- lína, stækkun friðunarsvæöis. Fregnir, sem bonzt hafa hina síðustu daga af haf- réttarráðstefnunni í Genf benda allar í þá átt, að úrslitin verði annað tveggja þau, að engin tillaga nái tilskildum meirihluta eða bandaríska tillagan verði samþykkt með lítilvægum breytingum. Það gengur fjöllunum hærra, að ,,vinaþjóðir“ okkar, Banda- níkjamenn og Bretar, beiti nú öllum áhrifamætti sínum til að fá samþykktan á ráðstefnunni einhvern „bræðing“, sem hefði það í för með sér að þeir sem hafa stundað rányrkju á ís- landsmiðum undanfarin ár, fengju sérréttindi til að halda þeirri iðju áfram innan tólf mílna markanna, að minnsta kosti um tiltekið árabil, jafnvel allt upp að sex milum. Að visu er enn engan veginn víst að þetta bragð takizt. En fari þessar ráðagerðir íslenzku „verndaranna“ út um þúfur, er talið sennilegt að engin tillaga nái lögmætum meirihluta og ástandið verði því hið sama eft- ir ráðstefnuna og fyrir hana. Eina rétta svanS. Hver sem úrslit ráðstefnunn- ar verða önnur en þau, sem ís- dendingar geta sæmilega við unað, þ. e. a. s. tólf mílna fisk- veiðilögsaga óskoruð, hljóta þau að knýja fast á um svör við þeirri brennandi spurningu, hvernig við eigi að bregðast af okkar hálfu. FRJÁLS ÞJÓÐ telur eðlilegt og fyllilega tima- bært, að þá verði hiklaust geng- ið að því verki, sem raunar átti Framh. á 7. síðu. Endurgreiða yfirfærslugjaldið. Eftir gengisfellinguna brá svo við, að Andvaka fór að endurgreiða sumum lántak- endum yfirfærslugjaldið, sem þeir höfðu áður verið krafðir um, og. var því borið við, að krafan á yfirfærslugjaldinu liefði byggst á alvarlegri bókaldsskekkju. Þegar þetta kvistaðist fóru aðrir lántakendur að athuga málið nánar, og var þeim þá tilkynnt, að þeir mundu fá yf- irfærslugjaldið endurgreitt. Fóru þá að vakna alvarlegar grunsemdir um, að ekki væri allt með felldu vegna þess, að væri um raunverulegt erlent lán að ræða, hlaut það að liggja í hlutarins eðli, að yfirfærslu- gjaldið ætti að greiða. Upplýst- ist þá ýmislegt i málinu, m. a. hvenær og hvernig lánið hafði verið flutt heim, sem benti ein- dregið til þess, að fé það, sem Á vinstri spássíu birtuin við trúarjátningu Alberts Ein- steins. — Kjarnorkuvisindi nú- tímans grundvallast, eins og kunnugt er á afstæðiskenningu Einsteins, en uppgötvanir hans og kenningar voru ætlaðar í þágu Hfsins en ekki dauðans.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.