Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.04.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 09.04.1960, Blaðsíða 2
 LISTIR BÚKMENNTIR I ii É UNGMENNAFÉLAGiO AFTURELDING í Mosfellssveit sýnir E I N K A L I F eftir NOEL COWARD Leikstjóri: KLEMENZ JÖNSSON Ungmennafélagið Aftureld- ing í Mosfellssveit frumsýndi í Hlégarði s.l. föstudagskvöld, 1. apríl, gamanleikinn „Einka- líf“ eftir enska leikritahöf- undinn og leikarann NoeL Coward, í þýðingu Sigurðar Grímssonar. Leikstarfsemi Afturelding- ar hefur staðið með miklum blóma. I fyrra var sýndur gamanleikurinn „Köld eru kvennaráð", og árið þar áður sýndi félagið gamanleikinn vinsæla, „Grænu lyftuna“, við miklar vinsældir. Það er því greinilegt, að þessi leikstarf- semi félagsins er orðinn fast- ur liður í skemmtanalífi byggðarlagsins, og vafalaust mjög til eflingar félagslífinu þar. Gamanleikurinn „Einkalíf" er eitt af þekktari verkum Noel Coward, saminn árið 1930, og hefur fengið hinar beztu viðtökur hvarvetna, þar sem hann hefur verið sýndur, og minnast menn þess sjálf- sagt, er hann hann var sýnd- ur í Þjóðleikhúsinu. f--rir átta árum undir stjórn Gunnars Hansen. Aðalefni leiksins er fyrst og fremst vandamál hjóna- bandsins. Leikurinn hefst i gistihúsi, þar sem ung hjón dvelja hveitibrauðsdagana og hyggja gott til að njóta ástar- innar ótrufluð. Þessi hjón eru Elyot og Sibyl Chase. Eljmt er fráskilinn og vill helzt gleyma sinni fyrrverandi eig- inkonu, en kona hans hjálpar honum lítt til þess. En annað verra steðjar þó brátt að, því svo vill til, að fyrrverandi kona Elyots, Amanda, er einnig stödd á gistihúsinu undir nákvæmlega sömu kringumstæðum, sem sé á brúðkaupsferð með manni sínum, Victor Prynne. Af þessum óvæntu endur- fundum spinnst svo leikur- inn, og ber þar margt bros- legt fyrir, sem ekki er ástæða til að rekja hér, en átökin eru oft á tíðum mikil. Aðalhlutverkin, Elyot Chase og Amöndu Prynne, leiká þau Jóhann Pálsson og Margrét H. Jóhannsdóttir. Jóhánn leikur hér sem gest- ur. Fer hann vel með hlut- verk Elyots, er skemmtilegur á sviði, fi'jálslegur, og fram- sögnin góð. Margrét gerði sínu hlutverki og all-góð skil, henni tókst vel að túlka eigin- leika hinnar lífsglöðu og skapheitu konu, sem á hinn bóginn gat verið bljúg sem lamb, ef þvi var að skipta. Mér er ekki kunnugt um, hversu mikið Margrét hefur fengizt við leiklist áður, en hún er greinilega ekki nýliði á sviðinu. Eiginkonu Elyots, Sibyl, leikur Guðrún Jónsdóttii'. Segja má, að hún gerði hlutverkinu sómasamleg skil, en þó var nokkur viðvanings- blær á látbragði hennar og framsögnin ekki alltaf nógu skír, en ef tillit er tekið til þess hve litla æfingu hún hefur á sviði má segja, að hún hafi yfirleitt túlkað vel hina ungu eiginkonu, sem þegar í stað eftir brúðkaupið varð að eiga í hinu mesta striði við óheppileg atvik örlaganna. Eiginmann Amöndu, Victor Prynne, leikur Sigiu-jón Jó- liannsson. Victor er hálenzk- ur séntilmaður, sem vill lifa eftir föstum ytri siðvenjum, en leiðist nú út í öll þessi vandamál hjónabandsins, sem gera hann ruglaðan í ríminu. Sigurjóni tekst oft á tíðum mjög vel að sýna hinar skop- legu hliðar á þessum upp- skafningi, og var leikur hans yfirleitt góður. Þjónustustúlku frú Am- öndu, Louise, leikur Arndís G. Jakobsdóttir. Það er lítið hlutverk og smekklega af hendi leyst. Klemenz Jónsson hefur sett leikinn á svið og tekizt það prýðilega. Þetta er þriðja leik- ritið, sem Klemenz setur á svið fyrir U.M.F.A., en hann hefur ,áður sviðsett gaman- leikina tvo, sem áður er getið. Gunnar Bjarnason gerði leiktjöld, sem eru smekkleg og féllu vel við leikinn. Leiksviðsstjóri var Grétar Ó. Hraundal, og ljósameistari Guðjón Hjartarson. Húsið var þéttskipað þetta kvöld og skemmtu áheyrend- ur sér prýðilega og kölluðu leikendur og leikstjóra fram að leikslokum. Það var hin bezta upplifting að fara i Hlégarð og horfa á þennan á- gæta gamanleik. Þökk fyrir skemmtunina. I. H. Jóhann Pálsson sem Elyot Chase og Sigurjón Jóhannsson sem Victor Prynne. J- í.-v-—■* jf-....... -... -1 , - t' ,„ ’.i ■ k - ■ . * - it i Nr. 8/1960. Innflutningsskrirstofan hef-ur ákveðið, eftirfarandi há- xnarksverð á smjöilíki frá og með 1. aprrl 1960; • í heildsölu ............•............. kr. 12,00 l í smásölu, með; söluskatti-........... -rx 13,40 r.cykjavík, 31. marz 1960, Verðlagsst jérinn.; Úryal af páskablómum. BLOM & GRÆNMETI Skólavörðustíg 3 A. , i»■ Langholtsvegi 128. Sími 16711. Auglýsð á FRJÁLSRI ÞJÓÐ Nr. 9/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið hámarksverð á eftirtöldum vörum sem hér segir: Kaffi, brennt og malað, frá. innlendum kaffibrennsium: f -heildsölu ...................... kr. 38,85 pr. kg. í smásölu með söiuskatti .......... — 46,00 --------- Kaffibætir: í heildsölu ....................... kr. 18,85 pi. kg. í smásölu með söluskatti.............. 23,00 -------- Reykjavík, 31. marz 1960, Verðlagsstjórinn. HAPPDRÆTTI HASKOLA ÍSLAIMDS Hregið verður í 4. flokki á mánudaginn 1,004 vinningar að upphæð kr. 1,205,000. — Á laugardaginn er seinasti endurnýjunardagur. Kappdrætfti Háskóla Esiands. Frjáls þjóð — Laugardaginn 9. aRríl 19(j|) *>**€'•-A *e V •‘úrkð.' X. t'~- Vaf«- y-% t A

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.