Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.04.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 09.04.1960, Blaðsíða 3
frjáls þjóð Otgefandi: ÞjóðvarnarflokJcur Islands. Ritstjórn annast: Jón úr Vör Jónsson, ábm. Gils Guðmundsson. Framkvæmdastjóri: Ingiberg J. Hannesson. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. -— Pósthólf 1419. Áskriftargj. kr. 12,00 á mán: Árgj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Vegur til ófarnaðar Hér í blaðinu hefur á undanförnum árum oft verið fast að orði kveðið um sjúkt efnahagslíf þjóðarinnar og á það bent með óhrekjandi rökum, að hún lifði mjög um efni fram og hlyti að súpa af því ráðslagi seyðið. Þjóðvarnar- menn hafa aldrei hikað við að halda fram þeirri skoðun, þótt takmörkuðum vinsældum hafi átt að fagna, að fjár- hagskerfinu yrði aldrei kippt í lag án verulegra fórna í hili, meðan verið væri að treysta það og bæta fyrir marg- víslegar skyssur. En þjóðvarnarmenn hafa að sjálfsögou lagt á það ríka áherzlu, að ein meginorsök ófarnaðarins hefur verið gálausleg meðferð ráðamanna með opinbert fé og sjálftekin fríðindi þeirra sér og gæðingum sínum til handa. Efnahagsráðstafanir þær, sem núverandi ríkisstjórn er að framkvæma þessar vikurnar, eru að vonum mjög um- deildar. FRJÁLS ÞJÓÐ hefur ekki farið dult með þá skoð- un, að engin líkindi séu til, að þær beri þann árangur, sem fylgismenn þeirra láta í veðri vaka, að sé tilgangurinn, aukið efnahagslegt jafnvægi og bætt afkoma þjóðarbúsins. En hverju sem menn trúa um þetta, verður því ekki á móti mælt, að hinar nýju ráðstafanir kreppa mjög að al~ menningi og skerða lífskjör hans stórlega um ófyrirsjáan- legan tíma. Þegar slíkar ráðstafanir eru gerðar, hlýtur hinn almenni borgari að ætlast til þess, að þeir menn, sem stjórna svo róttækum aðgerðum og tala fjálglega um nauðsyn þeirra til varnar þjóðargjaldþroti, sýni þann skilning í verki með því að afsala sjálfum sér einhverju af þeim margvíslegu fríðindum og forréttindum, sem íslenzkir valdamenn hafa á liðnum árum á sig hlaðið. Fyllilega rétt- mæt er einnig sú krafa, að á sama tíma sem láglaunamað- ur herðir mittisólina, sé dregið stórlega úr margvíslegu óhófi og tildri hins opinbera og skurðarhnífurinn miskunn- arlaust látinn ganga á alla þarflausa eyðslu. Má hiklaust fullyrða, að fordæmi hins opinbera um aukna ráðdeild sé eitt frumskilyrði þess, að róttækar aðgerðir til að koma á efnahagslegu jafnvægi geti heppnazt. Með engu öðru móti hafa stjórnarvöld tök á að sannfæra hinn almenna borgara um, að nú sé þeim full alvara um að stinga við fótum. Vísastur vegur til ófarnaðar er sá háttur ráðamanna, sem hér hefur lengi tíðkazt, en aldrei skefjalausar en nú, að leggja stórauknar álögur á almenning, en skerða í engu eigin fríðindi — jafnvel auka þau. Fyrsta og sjálfsagðasta skref ríkisstjórnar, sem af fullri einurð, ábyrgðartilfinningu og réttlætiskennd hugðist ráða varanlega bót á fjármálaöngþveitinu i landinu, hlaut að verða það, að beita vægðarlausum niðurskurði við af- greiðslu fjárlaga og draga stórlega úr þarflausri eyðslu, sem þar blasir við hverju heilskyggnu auga. Þetta var ekki gert. Nefndafarganið blómgast og kostar st'órfé árlega. Kostnaður við bílaútgerð ríkisins vex hröðum .skrefum. Sendiherrafjöldinn er hinn sami og áður. Þarf- lausum bankastjórastöðum fækkar ekki. í engu er dregið TÍr siglingum á ríkiskostnað, misjafnlega þarflegum, og eru íþær þó ærið dýrar eftir gengisfellinguna. Hin margvíslegu Iríðindi, sem ráðherrar hafa veitt sjálfum sér, haldast öll með tölu. Og þegar til þess kemur að ákvax-ða marglofaða íækkun beinna skatta, til að mæta að einhverju leyti vax- andi dýrtíð, er framkvæmdin á þann veg, að láglaunamenn rnunar það litlu (beinir skattar þeirra voru ekki háir fyrir). en hátekjumenn fá í sinn hlut tugi þúsunda. Með slíkum vinnubrögðum verða mein efnahagslífsins •ekki læknuð. Blaðið okkar Ir^RJÁLS ÞJÓÐ neyðist til að fylgja í kjölfar annarra blaða, sem þegar hafa hækkað áskriftargjöld sín og lausasöluverð til að mæta gífurlegri hækkun útgáfukostn- aðar. Sú ráðstöfun var því miður með öllu óhjákvæmileg. Frá 1. apríl hækkar mánaðargjaldið úr 9 kr. í 12 kr. og lausasöluverð úr 3 kr. í 4 kr. blaðið. Frjáls þjóð hefur éngan bakhjarl annan en skilvisa kaupendur. Um leið og það þakkar þeim veittan stuðning, lætur það í ljós þá von, að mega ríjóta- hans áfram. fr.jáls — Laugardaginn 9. apríl 1960 Dr. Björn Sigfússon: Síöari hluti Fjárbúamunur Eldlands og islands Hagfræðiröksemdir stórbýlanna. Andóf frá Sandeyri. Þarlendir menn segja, að haganlegasti fjárbúskapur ná- ist varla með smærra búi en þús. kindum og jarðnæði þess á misgóðu landi megi alls ekki vera undir 5 þús. ha stærð eða 50 ferkílómetrum. Sé land gott eða unnt að bæta það svo, að það beri miklu fleira fé, er enn síður æski- legt hagfræðilega séð að minnka þá landstærð: betra að stækka búið. Bú það, sem Eldlandsnotk- unai’félagið rekur noi’ður í Vonarþrotsfirði (Ultima Es- peranza), ræður 130 ferkm. lands með sömu gæðum og tíðkast í Skotlandi á heiðum og nesjum; þar er mildasta veðux’lag í fylkinu. í fyrra höfðu þeir a. m. k. 24 þús. fjár á búinu og vilja nú rækta jörð til þess að geta stækkað það bú. Á Austursléttu og Eldlandi hafa menn reynt við bústærðir milli 100 og 185 þúsunda fjár, en þá er beitt fé frá mörgum seljum í senn. Lítið á 60 ára sögu okkar, segja stóru félögin. Þau 22 hlutafélög, sem mynda Sam- band Magellanfjái’bænda, hafa 1.8 milljónir 'fjár og ráða meira en 2500 ferkm. beitar- landa (skýrslur 1956). Stór- býli utan sambandsins eiga talsvert. Hlúti smábænda af fjáreign lands er því harla smár, og ef þeir ættu snögg- lega að taka a. m. 1. við af hinum stóru, yi’ði útflutnings- framleiðsla .fylkisins rýr og greiðslugeta þess út á við engin. Allur hinn blómlegi út- flutningur síðan 1906 er okk- ur að þakka, og þann gjald- eyri þolir Chile ekki að missa né dýrmæta markaði. Við átt- um einnig drýgstan þátt í fjárfjölguninni. sem orðin var 1890—1906, og þær kynbæt- ur,- sem aukið hafa afurðirn- ar á 20. öld, höfum við gert. Allar samgöngur, sláturhús og frystihús og nokkrar iðn- greinar bæjanna eru beint eða óbeint okkar forystu að þakka. Við höfum greitt land- leigur og skatta skilvíslegar en þeir litlu gei’a. Við veitum at- vinnu, sem landshlutinn get- ur ekki án lifað, hvað þá tek- ið við mannfjölgun. Verð- hækkunin, sem orðið hefur á fasteignum í fylkinu 1903— 1960 erijafnmikil í % og í höf- uðstað Chile, segja félögin, og svo hraða þróun mundi enginn nema við hafa getað framkallað. Samanburðardæmi frá Ástralíu, Argentínu, Uruguay og að nokkru frá Nýja Sjá- landi eru talin sýna, að jarða- skipting boi-gi sig ekki, þar sem sjálfala fé er aðaltekju- lind bús; sameining jarða sé betri. Samblöndun þéss bú- skapar við nokkurt kúahald og e. t. v. svín eða alifugla hefur að vísu mikil áhrif í ræktun- arátt, en gerir ekki stórbýli ai'ðbærari, nema síður sé. Fé- lögin telja Chile engan feng að blönduðum búskap þarna. Þegar róttækir menn í Chileþingi segja félögin hafa arðrænt land og þjóð, svarar landeigendastétt ríkisins ein- um rómi, að sú ásökun sé sví- virðilegur áróður. Alveg sér- lega hafi ríkið grætt feikna- fúlgur á starfsemi félaganna. sem bai’izt hafi með tvær hendur tómar við óblíðu nátt- úrunnar, skapað úr engu öll vei’ðmæti, sem þar séu, og eins milljónirnar, sem koma þaðan í sjóði ríkisins, og háfi þó get- að skilað í flestum árum ríf- legum hlutabréfaarði til hlut- hafa, sem margir séu meðal þekktustu manna í höfuð- staðnum og vei’ðmætustu þegnar síns lands.1) Samband Magellansmá- bænda berst hart fyrir jarða- skiptingunni og nýtur alþýðu- stuðnings á Sandeyri og póli- tísks stuðnings sumra flokka í ríkinu. Óþarft mun að fjöl- yi’ða þeirra rök, sem mörg eru sótt til Evrópu og Kanada. Kjörum alþýðu í þjónustu auðfélaganna lýsa þeir ærið kuldaléga, segja ekki líft nema einhleypingum við slíkt. Enda sýnir manntal allra sveita, sem félögin eru einráð í, að 10% íbúa eru konur, en 90% karlar, og eiga þeir raunar margir fjölskyldu í bæjunum. Hýbýli vinnufólks á stórbýl- um eru braggar. Menn eru færðir frá einu stórbúi til annars eftir þörfum félagsins. Mikill Jjjöldi manna er ráðinn aðeins um rúningartíma og í slátui’tíð, sem stendur raunar nokkra mánuði, og lifa sumir á því yfir vetur að fá lán hjá félaginu út á næsta sumar- kaup sitt. Kvartað er undan stéttamun og hörðum heraga, sem vekafólk verður að þola af forstjói’um búanna og þeir aftur af ágjörnum ýfirmönn- um sínum, félagsforkólfunum. Telja flestir vonlaust um menning þar í sveitum, nema U Butland, bls. 102—105 og víðar. Sbr. bls. 70 urn skipting- una 1938. Einnig The National Geográphic', 1960, bis. 191—211. upp vaxi smábændastétt. sem lifi á því að framleiða handa komandi verzlunar- óg iðn- aðarbæjum eins og Sandeyri. Gæti þetta gerzt á íslandi? Stækkun íslenzkra bænda á búum sínum hefur byggzt á ræktun í seinni tíð, en varla á sameiningu jarða, og þann- ig horfir framvegis fyrir þeim. Eins og í Magellanfylki mundu vh’kileg stórbýli til út- flutningsframleiðslu aldrei verða sköpuð af þeirri stétt, heldur af fésýslumönnum. Ef margar góðar fjársveitir strjálbýlis fara í eyði að mestu, blasir sá möguleiki við, að hlutafélög með erlent og inn- lent fé geti keypt þær upp og myndað stór fjárbú, að vísu með mikilli túnrækt og inni- gjöf yfir veturinn. Vinnufólks- þöi’f þeirra á hvert þúsund fjár yi’ði margfalt minni en nú tíðkast hér, og m. a. af því gæti þetta borið góðan arð. Ríkisstyrkur til að efla út- flutning þeirra á sauðfjáraf- urðum hlyti líklega nokkurt pólitískt fylgi og meira fyrir það, ef máttarstólpar í höfuð- staðnum bæru fyrirtækin uppi. Eftir næstu aldamót ættu þeir e. t. v. allt það mikla hrós skilið, sem eldlenzku félögin bera nú á sig sjálf. Ekki er ég að segja, að þjóð- félagsáhrifin yrðu neitt svip- uð hér og þar syðra. Eitt sem veldur er, að sökum meiri húsaþarfar og ræktunar yrði þess langt að bíða, að auðvelt reyndist að flytja meirihluta hagnaðar burt úr landshlut- anum, eins og Chilemenn hafa gert. í öði’u lagi mundi það vera á valdi íslendinga að breyta, þegar þeir vildu, stór- fyrirtækjum þessum í sam- vinnufélög og styðjast m. a. við þjóðlega hefð smalana og íjallskila í hvei’ri sveit, þegar þeir settu samyrkjubúum skorður og skiptareglur með lögum. Glíma milli slíkra sam- taka og smábænda yrði í fæst- um efnum lík hinni eldlenzku. Vel má vera, að þegar Skallagrímur Kveldúlfsson bjó á Borg. hafi skyldleikur verið einna mestur, sem land þykir leyfa, við stórbýlisháttu Eldlendinga. Mikil bú hafa einnig þekkzt hér á Sturlunga- öld hjá auðmönnum, sem áttu bú á mörgum jörðum, og jafn- vel á 15. öld. Ef slík saga end- urtekst, yrði hún litið skyld Skallagrími hér eftir og tæki fremur á sig gervi lánað langt að, úr austri eða yzta vestri. . 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.