Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.04.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 09.04.1960, Blaðsíða 7
LANDHELGISMÁLID - Frh. af 1. síðu. að gera fyrir löngu: svikalausri lagfæ.ringu og leiðréttingu á grunnlínum þeim,. sem fisk- veiðitakmörkin eru reiknuð út frá, og farið yrði eins langt í því efni og alþjóðareglur fram- ast leyfa. Of margir grunnlínupunktar. Mál þetta er í fám orðum þannig vaxið, að lengi gilti sú alþjóðaregla, að landhelgi skyldi fylgja lögum strand- lengju, og sveigjast inn á breiða firði og flóa samkvæmt henni. Síðar var gerð sú mikilvæga breyting, sem nú er almennt viðurkennd, að teknar' skyldu upp beinar grunnlínur, dregn- ar milli yztu annesja og eyja, sem tilheyra strandríki, en iandhelgi þvií næst reiknuð út frá grunnlínunum. Á þessari reglu byggist að nafninu til nú- verandi fiskveiðilögsaga okkar. Svo var einnig um fiskveiði- landhelgina er hún var árið 1950 færð út í fjjórar mílur. En þá ákvað ríkisstjórnin illu heilli að grunnlínupunktarnir skyldu vera miklu fleiri en ástæða var til og skynsemd í. Var það ein- ungis gert vegna tímabundinna og að sumu leyti ímyndaðra hagsmuna íslenzka tofaraflot- ans. Við þetta tapaðist stórt verndarsvæði. Öðru tækifæri sleppt. Þegar fiskveiðilandhelgin var færð út ,í tólf mílur haustið 1958, var að nýju látið undir höfuð leggjast að leiðrétta grunnlínurnar, svo sem sjálf- sagt var, fyrst það hafði ekki komizt í verk fyrr. En fyrir linku sakir og vegna • íslenzku togaranna, var ékki hróflað við grunnlínum í það sinn. Þeim mun minni ástæða var að láta það ógert sakir þess, að þá voru togurunum íslenzku áskilin veruleg réttindi, að vísu tak- mörkuð, innan fiskveiðilögsög- unnar nýju. En fari svo, sem mai'gt bend- ir til nú, að árangur Genfar- ráðstefnunnar verði annað tveggja enginn eða neikvæð- ur fyrir okkur íslendinga, er- ekkert sjálfsagðara en taka þetta mál upp að n,ýju og gera hiklaust leiðréttingu á grunn- línum þeim, sem fiskveiðilög- sagan miðast við. Slík ráðstöf- un er okkur fylljlega. heimil. Með þeirri framkvæmd væri á algerlega lögmætan hátt hægt að auka stórlega friðunarsvæð- ið við strendur landsins. Rétt okkar til mannsæmandi láfs í þessu landi hljótum við að sækja með öllum tiltækum ráð- um. KaupiS Frjálsa bjóð. Frjáls jþjóð — Laugardaginn 9. apríl 1960 Verðlagsstjórinn. tSólaniarla Éu IINiGOLFSSTRÆTI 8 Tilkynning Nr. 10/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á fiski í smásölu og er söluskattur innifalinn í verðinu. Nýr þorskur, slægður: með haus .......................... kr. 2,20 pr. kg. hausaður ........................... — 2,70 — — Ný ýsa, slægð: með haus ... . .................... kr. 2,90 pr. kg. hausuð .............................. — 3,60 — — Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þverskorinn í stykki. Nýr fiskur (þorskur og ýsa) Flakaður án þunnilda.............. kr. 6,20 pr. kg. Ný lúða: Stórlúða ......................... kr. 14,50 pr. kg. Stórlúða, beinlaus ................. — 16,50 — — Smálúða, heil ...................... — 9,40 — — Smálúða, sundurskorin............... — 11,40 — — Saltfiskur (miðað við 1. flokks fullþurrkaðan fisk, að fi;ádreginni niðurgreiðslu ríkissjóðs); Heildsöluverð .................... kr. 5,85 pr. kg. Smásöluverð...................... . kr. 7,80 — — Verðið helst óbreytt, þótt saltfiskurinn sé afvatnaður og sundurskorinn. Fiskíars . ...................... kr. 10,00 pr. kg. Reykjavík, 31. marz 1960, Verðlagsstjórinn. Frjáls Þjóð fer víðsvegar um landið, á heimili sem önnur Reykjavíkurblöð ná ekki til. Frjáls þjóð er gott auglýsingablað. : tj í bólrinni er lýst hinum frumstæðu þjóðum nútímans, lifnað- arháttum, híbýlum, list og sögu. Hér segir frá Eskimóum, fjölmörgum þjóðflokkum Indlands, Eldlendingum, Löppum, Hottentottum, Buskmönnum, Nýju-Guineubúum, Ástralíu- negrum — svo að eittlivað sé nefnt. Bezta fermingargjöfin Tilkynnmg GLÆSILEG MYNDABÓK Nr. 13/1960. Innflutningsskrifstofan hefur í dag ákveðið eftirfarandi hámarksverð á selda vinnu hjá lafvirkjum. I. Verkstæðisvinna og viðgerðir: Dagvinna ..................... kr. 41,45 Eftírvinna .................... — 57,40 Næturvinna .................... — 73,85 % 1 • . [ Söluskattur er innifalinn í verðinu og skal vinna, senS er undanþegin söluskatti þessum, vera ódýrari sem þvi nemur. II. Vinna við raflagnir: Dagvinna ..................... kr. 38,35 Eftirvinna .................... — 53,15 Næturvinna .................... — 68,35 Reykjavík, 1. apríl 1960.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.