Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.04.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 09.04.1960, Blaðsíða 8
Frh. al 1. síðu. að þeir liafi notað það lán, i sem hér um ræðir, vegna kaupanna á Hamrafellinu. Hins vegar halda þeir því íram, að sú notkun hafi aðeins verið gerð til bráðabirgða vegna þess hve tregiega hafi gengið að fá yfirfærslur hjá Landsband- anum til að greiða skipið. Hjá þeim, sem fengu lánin hjá Andvöku vaknar eðlilega sú spurning, hvort ekki sé verið að velta gengistapinu á Hamrafeli- inu yfir á þá, þar sem Andvaka virðist hafa haft innlenda pen- inga til að lána þeim, úr þvf að unnt var að lána SÍS erlenda féð til bráðabirgða. Einkennileg Iánskjör. En það er ýmislegt fleira, sem er harla athyglisvert í þessu sambandi. Auk þess að veðsetja ibúðir sínar með 1. veðrétti fyr- ir þessu láni, samhliða lífeyris- sjóðsláni, þurftu lántakendur að iíftryggja sig hjá Andvöku. Þeir þurftu að undirrita skuldbind- ingu úm að endurgreiða lánið með hækkun samkvæmt gengis- breytingu. Aftan á skuldabréf- ið eru prentaðir venjulegir skil- málar, sem standa á öllum skuldabréfum, og fæstir hrekk- lausir menn og óvanir í lífsins ólgusjó, hirða um að lesa. En þar er á þessum skulda- bréfum lætt inn smáleturs- klausum, sem m. a. skuld- binda þessa lántakendur til að tryggja innbú sitt hjá tryggingarfélögum SÍS, og gera þá að meðlimum í bygg- ingarfélagi SÍS og setja þar með íbúðir þeirra að hlut- fallslegri tryggingu í þeim byggingarlánaflokki, til sam- eiginlegrar tryggingar á skuldum annarra manna. Mikið hagsmunamál. Hér er um að ræða mjög mik- ið hagmunamál fyrir viðkom- andi aðila. Þeir, sem tóku þessi lán, sem hér eru aðallega til umræðu, fengu upphaflega 54 þúsund krónur hver. Vegna gengisbreytingar- innar krefst Andvaka þess nú, að hvert lán hækki um 72 þúsund krónur eða í 126 þúsund, en auk þess er kraf- ist vaxta af allri þessari upp- hæð. Geta menn af því gert sér í hugarlund, hver baggi þetta muni vera þessum mönnum, sem flestir eða allir eru efna- litlir launamenn, og hvernig þeim muni ganga að rísa undir honum. Er því sízt að undra, þó að þeir vilji ná réttum landslögum í þessu efni, en þau mæla svo fyrir, sbr. 6. gr. laga um efna- hagsmál: ,,Eigi er heimilt að stofna til skuldar í íslenzkum krónum með ákvæði þess efnis, að hún eða vextir af henni breytist í samræmi við gengi erlends gjaldeyris, nema um sé að ræða endurlánað erlent lánsfé. Sé hið LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 24. viku vetrar. erlenda lánsfé, sem þannig hef- ur verið endurlánað innanlands, endurgreitt fyrr eða á styttri tíma en innlenda lánið, er ó- heimilt að innheimta hið síðara eða vexti af því miðað við hærra gengi en gilti, þegar erlenda lán- ið var greitt. Ákvæði í lánssamningum, gerðum fyrir gildistöku laganna um. að endurgreiðsla eða vext- ir skuli háð gengi erlends gjald- eyris, skulu ekki gild, nema þau séu í samræmi við ákvæði 1. málsgr. þessarar gr.“ Nýtt hneykslismál. Óneitanlega bendir margt til þess, að hér sé á ferðinni nýtt hneykslismál, er þeir menn séu að flækija Samvinnuhreyfing- una í, sem Vilhjálmur Þór valdi þar til forystu. Virðist nú sannarlega tíma- bært, að stjórn SÍS og fulltrú-( ar á aðalfundi, sem fara með æðstu völd þar, fari að hefja gagngera endurskoðun á allri starfsemi SÍS og fyrirtækja þess, ef heilbrigð samvinnu- hreyfing á að bera sitt barr hér á landi í framtíðinni. Fyrir skömmu var hafin út- sending innheimtubréfa fyrir blaðgjöldum Frjálsrar þjóðar. Kaupendur blaðsins eru vin- samlega minntir á, að mikið er undir því komið, að blaðgjöld- in séu greidd hið fyrsta. Frjáls þjóð er hvorki studd með fjárframlögum innlendra né erlendra aðila og á því af- komu sína eingöngu undir skilvísi kaupenda sinna til sjávar og sveita. Síðan bréfin voru send út, hafa greiðslur borizt ört til blaðsins, en betur má ef duga skal. Allir eru því hvattir til að gera skil hið allra fyrsta. Öryggisþjónusta - Ömurlegar framtíð arhorfur Mikil óánægja ríkir meðal magnaravarða útvarpsins, vegna .vinnuskilyrða þeirra Lfósker í Tjarnargarði Nýlega hefur verið komið fyrir smekk- legum ljóskerum við göngubráut Þá í Tjarnargarðinum, er liggur fr.á Fjólugötu í átt til Bjargargötu, en það er stysta leið úr Austurbæ til há- skólans, þjóðminja- safnsins og vestur í bæinn. Vonandi sýna Reyk- víkingar að þeir kunna að meta þetta. Ánægjulegt væri ef bjartsýni garðyrkju- stjóra bæjarins yrði sér ekki til skammar. Sósni Éslands Mörg undanfarin ár hafa sænsku sam- vinnufélögin boðið Ssl. rithöfundi til Þriggja vikna dvalar að skólasetri sam- vinnumanna, Vár Gárd í Saltsjöbaden. Hafa einkum ungir xithöfundar valizt til jþeirrar farar. — Að |)essu sinni hafði ekk- iért isl. skáid efni á iað þiggja boðið. í nýja útvarpshúsinu. Flestir starfsmenn fengu þar rúmgóð herbergi og æðstu menn stofnunarinnar heila sali, en upp- tökumönnum var vís- að til nokkurra hljóð — og því miður einn- ig loft — einangraða klefa á efstu hæð hússins. Þar verða þeir að starfa i hita- svækju allan daginn og vinna mjög vanda- söm störf. Hyggja ungu mennirnir i lið- inu síður en svo gott til þess, að eiga að eyða þarna dögum sínum næstu áratugi. Einn þeirra hefur þegar sagt upp stöðu sinni frá síðustu mán- aðamótum að telja. Akademía Þjóðleikhúsið ætlar að halda upp á 10 ára afmæli sitt; mikil gestakoma erlendra listamanna verður hér af því tilefni. Skipaðar hafa verið i ráð og nefndir allir þeir menn, sem venjulega eru hafðir með við slík tækifæri — maður saknar bara eins manns, sem úti- lokaður er að þessu sinni. Páskabók Væntanlegt er næstu daga nýtt smá- sagnasafn eftir Frið- jón Stefánsson. Það er fjórða bók höfund- arins, sem fram að þessu hefur eingöngu lagt stund á smá- sagnagerð. Hér eru 13 sögur og bókin heitir Trúnaðarmál. Isafold gefur út. Rithöfundar og útvarpið Rithöfundasam- band Islands hefur undanfarin ár haft samninga við Ríkis- útvarpið um greiðsl- ur til meðlima sinna. Nokkuð hefur gengið seinlega að ganga frá samningum og hefur stundum verið komið nokkuð fram á samn- ingsárið, þegar samn- ingar hafa verið und- irritaðir. Á síðasta fu höfundasamba voru þeir Þ Guðmundsson ar Bragi ko þess að undirl samninga. Vi höfundar haf failið á að þes Núverandi a ar gilda til næ móta. Frh. af 1. síðu. tæknimálum flugsins. þá legðu flugfélög ií æ ríkara mæli meiri áherzlu á þjálfun flugliða, full- komnari öryggisþjónustu og betri útbúnað til að mæta ó- væntum erfiðleikum sem að höndum kynnu að bera. Þessi þáttur í starfseminni hefur verið almenningi lítt kunnur og er þetta einn af þeim þáttum starfseminnar, sem fram fer bak við tjöldín, sagði Örn. I sambandi við þessa auknu öryggisþjónustu hafa að undan- förnu farið fram margs konar æfingar flugliðSins, þ. á m. hvernig bæri að haga sér ef nauðslenda þyrfti fjarri manna- byggðum. Var þá þátttakend- um ekið út úr bænum og vissi enginn hvert farið yrði. Þegar í áfangastað var komið, hóf fólkið að koma.sér fýrir, m. a. að byggja snjóhús og neyðar- skeyti voru send út. Állajafna fannst hið ,,týnda“ fólk fljót- lega og þykir Flugfélagsmönn- um æfingar þessar hafa tekizt hið bezta. Hið nýja blindflugsæfinga- tæki er af Link-gerð og talið mjög fullkomið Er hér um að ræða nokkurs konar flugvél, sem komið er fyrir innanhúss og hægt er að „fljúga hvert sem er“. Eru í þessari „flugvél“ flest þau tæki, sem finna má í Laugardaginn 9. apríl 1960 Ný útgáfa: Handbók stúdenta Út er komin þriðja útgáfa af handbók stúdenta, 175 blaðsíð- ur að stærð. Bókinni er skipt í tvo aðal- kafla. Fjallar sá fyrri um há- skólanám hérlendis, en sá síð- ari um nám erlendis. Umsjón með þessari nýju út- gáfu hándbókarinnar hefur haft Sigmundur Böðvarsson, stud. jur., en Stúdentaráð gaf út. — Bókin verður til sölu á 40 og 50 krónur í bóksölu stúdenta í Há-. skólanum. svo og bþkaverzlun- um. venjulegri flugvél og eins og fyrr segir. hafa flugliðar F. í. að undanförnu notið mikillar þjálfunar í blindflugi við hvers konar aðstæður. Er hér um að ræða stórt skref til meira ör-! yggis í.fluginu. Yfirmaður flug- umsjónardeildar F. í. er Jó- hann Gíslason og hefur hann ásamt Jóhannesi Snorrasyni, yfirflugmanni stjórnað þessum æfirigum. Jar&abók Skúla— Vegna fyrirsagnar á viðtali, er Fpiáls þjóð átti við Stefán Pijetursson þjóðskjalavörð óg Bjarna Vilhjálmsson skjalavörð, hafa þeir Stefán og Bjarni beð- ið blaðið að vekja athygli á því til að koma í veg fyrir’ hugs- anlegan misskilning, að skrá sú um jarðir og bændur frá 1753, sem um var rætt, er allt ann- að rit en hin mikla jarðabók Skúla Magnússonar, margra binda verk, er unnið var á árun- um 1760—1769. Jarðabók Skúla kom í Þjóðskjalasáfnið úr Rik- isskjalasafni Dana árið 1928 og hefur alltaf síðán vérið til af- nota fyrir fræðimenn hér. ' í jarðabókinni er márgháttaðan fróðleik að finna um jarðir í landinu, en ættfræðingar sakna þess, að ábúenda er þar að engu getið. Miður heppilegt er' að nefna skrána frá 1753 jarðá- bók, enda þótt hún sé að veru- legu leyti heimildarrit um jarð- ir í landinu og merkileg á sina vísu, en hæfilegra nafn væri bændatal eða bænda- og jarða- ,tal. Tilkynning frá póst- og símamálastjórnlnni Eins og áður hefur verið skýrt frá breytist innheimtu fyrirkomulag símaafnot- gjaldanna í Reykjavík 1. apríl næstkomandi, þannig að notendur með símanúm- erin 10000 til 16499 greiða fullt ársfjórðungsgjald í apr- íl en þeir sem hafa númer- in 16500 til 24999 greiða eins mánaðar afnotagjald, í apríl en venjulegt ársfjórð- ungsgjald í maí og síðan á ársfjórðungsfresti. Þeir, sein hafa símanúmer 32000 til 36499 greiða tveggja mánaða afnotagjald í apríl, en venju- legt ársfjórðungsgjald í júní og síðan á ársfjórð- ungs fresti. Frá 1. apríl verða símanotendur í Reykjavík ekki krafðir mán- aðarlega um greiðslur fyrir símskeyti og símtöl á meðan upphæðin er undir 100 krón- um, heldur með ársfjórð- ungsreikningi. Athygli símanotenda við sjálfvirku stöðvarnar skal vakin á eftirfarandi: 1. Apríl reikningi fylgir reikningur fyrir umfram- símtöl, sem töluð voru á tímabilinu desember, janú- ar, febrúar og reiknast á 55 aura hvert samtal, en um- framsímtöl, sem eru töluð 1. marz og síðar, kosta 70 aura. 2. Lækkun símtalafjöldans, sem er fólgin í fastagjald- inu, niður í 600 símtöl á ársfjórðungi, kemur fyrst til framkvæmda á símtölum, sem eru töluð eftir 30. júní. 3. Vegna hins sérstaka fyrirkomulags á símasam- bandinu milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, verður sím- talafjöldinn, sem fólgin er í fastagjaldinu í Hafnar- firði, reiknaður sem svarar 850 símtölum á ársfjórðungi fyrir þau símtöl, sem töluð eru á tímabilinu 1. marz til 30. júní á þessu ári, en lækkar 1. júlí ofan í 600 sím- töl á ársfjórðungi, samtímis því að gjaldið fyrir símtölin milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur verður reiknað eltir tímalengd niður í eina mínútu. Þar sem helmingur símtala frá heimilissímum í Hafnarfirði til Reykjavíkur hefur reynzt vara skem- ur en 1 mínútu, en meðal- timi símtalanna um 2 minút- ur, felur hið nýja fyrirkomu- lag í sér talsverða gjalda- lækkun. Samskonar fyrir- komulag verður þá einnig tekið upp á sjálfvirku sima- sambandi á milli Hafnar- fjarðar og Keflavíkur. Reykjavik, 29. marz 1960.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.