Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.04.1960, Síða 1

Frjáls þjóð - 16.04.1960, Síða 1
16. aPríI 19G0 Iaugardagur 15. tölublað 9. árgangur Revíetta Skemmtiþáttur í tveimur atriðum Tíðindamaður Frjálsi'ar þjóð- ar hitti Erling Gíslason leik- ara á föi'num vegi og spurði, hvað títt væri úr heimi leik- listarinnar. — Áttu við, hvað sé að gei'ast i leikhúsunum? — Eða annars staðar? — Ja, við vorum t. d. að fai'a af stað með nýja einnar klukku- stundar revíettu í Framsóknar- húsinu. — Þið hverjir? — Stjórnandi er Þorvarður Helgason. Leikendur eru Jón Aðils, Ævar Kvaran og dans- mæi'in Katrín Guðjónsdóttir. — Að þér ógleymdum? — Jú, ég er þar með. Var ég ekki búinn að taka það fram? Þarna verða kynnt sex ný lög. — Höfundar? — Þeir láta ekki nafns síns getið af hógvæi'ð einni sam- an og hlédrægni. Leikurinn gerist í sfúkrastofu fyrir og eítir heilaaðgerð. Fyrsta sýn- ing verður um helgina eftir páska. Happdrœtti Fyrir nokkru stofnaði Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra til simahappdrættis til eflingar starfsemi sinni. Er fyrirkomu- lag happdrættisins á þá lund, að símnotendur eiga forgangs- rétt á að miðum með eigin síma- númeri til 15. maí n.k., en eftir þanxa tíma verða miðarnir seld- ir hverjum sem er. Happdrætt- ið býður upp á mjög glæsilega vinninga, tvær bifreiðar og fjóra tíu þúsund króna vinn- inga og verður dregið 21. júní. Ættu allir að taka höndum saman og styðja hið góða mál- efni happdrættisins með því að kaupa miða. Hefur efnahagskerfi peninga- valdsins ríkisgjaldþrot í för með sér? Vaxandi ótta gætir í herbú&um stjórnarliðsins grem JÚNS HELGASQNAR í opnunni Á Aumlegt yfirklór Fasteignalánafélag sam-! vinnumanna gerði fremur éburðuga tilraun sl. sunnu- dag til að svara grein þeirri, sem birtist í síðasta blaði FRJÁLSRAK ÞJÓÐAR um svokölluð endurlán þess fé- lags á vegum Andvöku. At- hugasemd Fasteignalána- félagsins gcfur ekki tilefni til langra blaðaskrifa. Grein þess staðfestir í öllum aðal- atriðum frásögn þessa blaðs. Orfá atriði í grein Fasteigna- lánafélagsins gefa þó tilefni til athugasemda. Fyrst er þar sagt, að um- rætt lánamál sé „líftrygging- arfélaginu Andvöku með öllu óviðkomandi“. Þá er í sömu grein sagt berum orðum, að „Sam- vinnutryggingar eru, ásamt Sambandi ísl. samvinnufé- laga og líftryggingafélaginu Andvöku í solidariskri á- byrgð fyrir skuldbindingum Fasteignalánafélagsins“. — Enn fremur segir þar, að hin- ir erlendu peningar séu fengnir að láni fyrir milli- göngu Andvöku hjá firma því í Bretlandi (C.Í.S., Man- chester), sem Andvaka end- urtryggir hjá. Með þessum og fleiri um- mælum í grein sinni staðfest- ir Fasteignalánafélagið full- Framh. á 2. síðu. Hið nýja efnahagskerfi, sem ríkisstjórmn boðaði, að hún mundi upp taka, hefur nú komið til fram- kvæmda. Þær öfgafullu ráðstafanir, sem ríkisstjórnin og flokkar hennar hafa framkvæmt í efnahags- og fjár- málum þjóðarinnar taka af öll tvímæli um það, að þar er tillitslaust verið að framkvæma þær tillögur, sem auðmenn þjóðannnar, hafa barizt fyrir á liðnum árum, en ekki haft pólitíska aðstöðu lil að framkvæma fyrr en nú. 1 herbúðum stjórnarflokkanna sjálfra verður þess nú vart í vaxandi rnæli, að menn óski þess að þetta kerfi verði brotið niður með verkföllum, því annars hljóti það að enda með ríkisgjaldþroti. Það verðui’ ekki með sanni sagt, að andstæðingar ríkis- stjórnai'innar hafi búizt við öði'u úr þeirri átt. Eftir stefnu- yfirlýsingu Alþýðuflokksins fyrir síðustu kosningar var ljóst, að kæmi sú í’íkisstjórn eftir kosningarnar; sem raun varð á, yrði ekki stjórnað með sjónar- Spurningar til lögreglustjóra: Lögreglumáliö og Krafa almennings hlýtur að vera: Dómskipuð rannsóknar- nefnd taki við öllu lögreglumálinu úr höndum sakadómara og rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. mið verkamanna, bænda launþega fyi'ir augum. Gjörðir rikisstjórnarinnar taka og af öll tvímæli í þessu efni og verður það að segjast eins og það er, að þar er jafnvel minna um bjekkingartilraunir en búast hefði mátt við af hálfu „æfðra stjórnmálamanna“. Gengisfelling fyrir auðmenn. Gengisfelling er, eins og við- skiptamálaráðherra lýsti yfir á alþingi þegar frumvarpið var til umræðu, ekki annað í eðli Framh. á 7. síðu. Mönnum í höfuðstaðnum sem annars staðar á landinu eru að sjálfsögðu efst í huga um þess- ar mundir ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar, ráðstefnan í Genf og atburðirnir í Suður-Afríku, en við hlið þessara efna hafa [ mikil tíðindi, sem orðið hafa innan Reykjavíkurlögreglunn- ar, oi'ðið drjúg til umræðu með- al manna. Hér er furðulegtæg mjög al- varlegt mál á döfinni. Fi'jáls þjóð hefur ekki rúm til að rekja þetta mál ýtarlega, enda vai'la þörf á því, svo alkunnugt er það orðið. Við látum okkur nægja að varpa fram spurning- um, sem ekki hafa annars stað- ar verið nefndar. Upphaf málsins. Lögreglumaður í Reykjavík sendir dómsmálaráðhei'ra kæru Framh. á 8. síðu. SLYSAVARNIR VIB BRYGGJUR Mynd frá lokadcgi í Keflavík. — Sjá grein á baksíðu um slysahættur við bryggjur hér á Iandi. Forsætis- ráðherra- iaus þjóð Ólafur Tliors, forsætisráð- herra, fór til útlanda fyrir skömmu. Gagnstætt venju fól hann engum meðráðherra sinna að gegna embættinu á meðan. Er landið því í raun og veru for- sætisráðherralaust meðan ÓI- afur er erlcndis. Mun Ólafi ganga bað til, að hann vill ekkt setja uppreisnarforingjann frá forsetakosningunum, Gunnar Thoroddsen, fyrir sig, cn mun hafa fundizt það fullmikil upp- hefð fyrir Ingólf Jónsson, að vera forsætisráðherra í viðbót við dómsmál og allt annað, sem bann hefur haft á sinni könnu að mtdanförnu.

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.