Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.04.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 16.04.1960, Blaðsíða 3
frjais þjóð Útgefandi: Þjóövarnarflokkur Islands. Ritstjórn annast: Jón úr Vör Jönsson, ábm. GUs Guömundsson. Framkvæmdastjóri: Ingiberg J. Hannesson. ' Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. I Áskriftargj. kr. 12,00 á mán. Árgj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Fiank M. Halldórsson, cand theol.: Sigurhátíð kristnínnar '■ „SJÁ, lj'ós er þar yfir, sem lagður var nár. Hann lifir, nú rætzt hafa spár.“ Á þessiim ljóðlínum tiefst einn fegursti páskasálmur kristninnar. Páskarnir eru sannkölluð sigurhátíð í kristnum skilningi, því að þá sigraði Jesús Kristur dauðann. H ann reis upp í ljóma Guðs eilífu dýrðar til lausnar þreyttrí mannkynsdrótt úr þeim dróma, sem hún var bundin í. Kristnir menn þurfa ekki að bera neinn kvíða í hjarta sínij, þótt þeir standi við dánarbeð látins yinar, af því að „hold og andi lifs á landi lífsgjafara sinn fá lútt.“ Þess vegna eiga l>essi gamalkunnu eftir- farandi orð ekki að valda þeim neinni sorg: Af jörðu ertu kominn. Að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu skaltu aftur upp rísa. Þetta eru aðeins stuttar setning- ar, sem við höfum öll heyrt og láta kunnuglega í eyr- lun. Við vitum, að enginn getur umflúið dauðann. Þar bjarga hvorki tækni né vísindi nútímans. Kirkjugarð- arnir stækka ár frá ári, þvi að mannkyninu fjölgar örl. Þeir eru fleiri, sem eru jarðsettir í ár heldur en í fyrra. Þeim fjölgar óðum, sem standa við hina opnu gröf og kveðja ástvini sína liinzta sinn hér á jörð. En hafa þeir hugleitt, hvað felst í orðunum, sem yfir gröfinni eru sögð? Kjarni kristindómsins er fagnaðarerindið uni hjálpræði Guðs í Jcsú Iíristi. Harin, sem er sigurlietjan yí'ir dauðanum og gefiir öllum l>eim, sem á hári'n trúa, Öryggi, gléði og frið í með- og mótlæti lífsins, I faðmi hans fær lífið fyrst tilgang. Þá er fyrst hægt að taka undir með skáldinu: „Mér stefnu frelsarinn góður gaf. Ég gláður fer éftir henni.“ Jesús Kristur er sannarlega upprisinn. Hann er lif- andi staðrevnd. Þáð vötta allir, sem hafa gengið honum á Hörid. Fvrstu boðberar hans innsigluðu margir trúna á hann með blóði sínu. Sá mikli mismunur, sem er á kristindómi og öllum öðrum trúarbrögðum, er ekki hvað sizt fólginn í því, að Kristur reis upp úr gröf siririi. Það er nægjanlega vottfest af öllum þeim, sem sáu hann upprisinn. Aðrir trúarbragðahöfundar hafa ekki skilið við þá gröf, sem þeir voru lagðir í, heldur liggja þar ennþá. Það skiptir engu, hvort þeir heita Búdda, Konfúsíus eða Múhameð. Er þetta ekki næg írygging fyrir sannleiksgildi kristinnar trúar? Þeir menn eru til á okkar tímum, sem telja, að kristindóms sé ekki þorf. Þeir vilja einhverja yfirborðs- menningu, sem byggir öll sín siðálögmál á eigin hyggjuviti. Jafnvel óska þeir þess, að kristindómurinn verði lagður í gröi'. Með því halda þeir, að yfir hann mnni fvrnast og hann aðeins lifa sem minning í rás sögunnar. Væri okkur ekki holt að staldra við og íhúga. livað við myridum nrissa við það að kristin trú ög kristinn liugsunarháttur hyrfi úr þjóðfélagi okkar? Hvernig .yrði siðferðismatið þá? Mýridi ekki alvöruleysi ríkja í einu og öilu? Yrði ekki allt, sem alvara fylgir, óvinsælt og hvimléitt? Skyldu menn með slíkar hugsanir vella afleiðingunum fyrir sér? Dugar að hrópa: „Burt, burt með hann?“ Eru þeir ekki í sporum múgsins fyrir utan höll Pílatusar, sem hrópaði á sama hátt? Háfa slíkir menn nokkurn konung nema sjálfan sig og vilja, að áðrir hafi það eins? Ekkert er heilagt. Allt má fótum troða, heimili, skóla, kirkju. Slíkt lmgarfar hefur síazt irin í ótrúlegan fjölda mariria. Þetta hugarfar efiiis- hyggju og heimiiishyggju er átumein hvers þjóðfélags. Þér kristnir, hví grátið og kvíðið þér enn? Af kveinstöfum látið þér friðkeyptu menn.“ Kristur sagði: „Veríð óhræddir, ég hef sigrað heiminn.“ Sá sem trúiv og þekkir hinn krossfesta og upprisna frclsara sinn, vcit, að öllu er óhætt. Kristinni trú verður aldrei í’hél komið. Það yrðu engin endalolc fyrir kristindóminn, jafnvel þótt fylgjendur hans yrðu að fara huldu höfði. Jesús myndi alls staðar eiga votta. sem víða fáeru uin heim, og það þótt viðjufn og sverðum væri otað mót þeim. Þeir myndu bera vitni hinum heilaga, sem á krossinum deyddi þeirra deyð og gaf þeim himininn að von. I þeirri von sjá þeir ljöma nýján páskámorgun og konung konungaima halda sigurför um víðan heim. A hvaða leið er Jesús Kristur í þjóðlífi okkar Is- lendinga, hjá okkur hverjum og einiim? Við yiðiir- kennum áhrif hans og þi*áum, að þau aukist, en lúium við Kristi? Guð gefi, að syo sé. — Gleðilega hátíð. t'rjíteiþjó#--— Laugardaginn 1€. apríl 1960 Sr. Gísli Brynjólfsson Að vaka Hugvekja um Jandhelgis- málið, haldin að Þykkvabæ í Landbroti sunnudaginn . 20. marz 1960. Þessa dagana er eitt mál ofar öllum öðrum í hugum okkar íslendinga. Það er land- helgismálið. Herra biskupinn hefur — góðu heilli — beint þeim tilmælum til presta landsins og safnaða, að þessa máls verði sérstaklega minnzt við guðsþjónustur í dag. Nú er hafin hin fyrirhugaða ráðstefna um réttarfar á höf- unum og fiskveiðilögsögu. Öll förum við nærri um það, hve vandasömu hlutverki fulltrúar okkar eiga þar að gegna. Þess vegna skulum við öll samein- ast í fyrirbæn fyrir starfi þeirra, hefja huga okkar í hæðir og biðja góðan Guð að gefa þeim vit og v’ilja og styrk til að beina orku sinpi og á- hrifum í þá átt, sem okkar þjóð og öllum þjóðum er fyr- ir beztu. Nú er liðið hálft annað ár, síðan við ákváðum hina nýju landhelgi. Öll höfum við — bæði í sveit og við sjó — fylgzt með því máli af miklum áhuga, og þrátt fyrir allt getum við vissulega glaðzt yfir því, hve giftusamlega þessi örðuga bar- átta hefur tekizt. Því þegar þess er gætt, hvernig sambúð- arhættir þjóðanna hafa yfir- leitt verið allt til þessa, meg- um við vera ánægð með þann árangur, sem náðst hefur. Og ekki þurfum við að efast um það eitt augnablik, að það verður okkar málstaður. sem sigrar að lokum, hvort sem baráttan verður löng eða sig- urinn er nú á næstu grösum. Ekki skal rætt hér um afstöðu annarra þjóða til þessa máls, heldur einungis um það, hver andsvör okkar eru og eiga að vera við annarra viðbrögðum. Enda þótt við getum margt af okkar sögu lært — því að margt hefur á dagana drifið í lífi þjóðarinnar — þá er það þó fyrst og fremst eitt, sem við getum látið okkur nú, eins og oft áður, að kenningU verða í þeim vanda, sem hér er við að glíma. Og það er þetta: í þessu máli getum við engum öðrum treyst en okkur sjálf- um. Það er alveg sama, hve nánum skyldleikaböndum við erum tengdir öðrum þjóðum. Það er alveg sama hve trygg bandalög við höfum gengið í við aðrar þjóðir til varnar frelsisins og friðarhugsjónum í heiminum. Á þær megum við ekki treysta, og aílra sízt meg- um við ógna öðrum með þeirra aðgerðum í þessu máli. — Það er þetta, sem ég vil vekja at- hygli á með því að velja mér þennah texta úr Spádómsbók Jesaja: „Fyrir afturhyarf og Kirkjubæjarklaustri og biöja rósemi skuluð þér frelsaðir verða, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera“. Þegar Jesaja gaf þjóð sinni þetta ráð, var þjóð háns í mikl- um vanda stödd. Voldugt ríki, mikið herveldi, sem hafði ógrynni liðs á að skipa, ógnaði sjálfstæði hennar. Assýríu- menn nálgast, þeir koma með ófrið á hendur Júdaríki, þeir sækja fram gegn Jerúsalem, gegn Jahves heilaga fjalli. í þessum vanda vilja sumir ráðamenn þjóðarinnar leita á náðir Egypta, gera við þá bandalag, fá þá til að vemda sig, veita sér lið og fulltingi. Það er við þessu, sem Jesaja varar eindregið og alvarlega. Hann segir: „Vei þeim, sem fara suður til Egyptalands í liðsbón, sem reiða sig á hesta óg treysta á vagna, af þvií að þeir séu margir, og á riddara, af því að fjöldinn er mikill, en líta ekki til hins heilaga í ísra- el og leita ekki Drottins.“ Með þessum eftirtektar- verðu orðum segir Jesaja það, að þótt Assýringar ráðist á þetta kotríki með óvígum her, þá sé það nú samt svo, að til- tækasta ráðið gegn þessari innrás sé ekki að flýja á náð- ir annars herveldis og skýla sér að baki fylkingum þess. — Það er allt annað, sem hér má til frelsunar verða. Það er aðeins eitt, sem getur bjargað og boðið þessari aðsteðjandi hættu byrginn. „Fyrir aftur- hvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera“. Það er með öðrum orð- um innri þroski fólksins sjálfs, sálarró þess og hugarstyrkur, þolinmæði þess og þrautseigja, örugg og bjartsýn von þess. grundvölluð á guðstrausti. Það er þetta, sem bjargar henni og mun leiða hana hólpna út úr öllum þrenging- um. Þessi trú ein getur bjarg- að. Og er þetta í raun og veru ekki alveg eðlilegt? Sagan — og sarntíð okkar ekki síður — sannar okkur það, að ekkert er eins fall- valt og heimsveldin og þeirra magt. Þau riða og falla og þurrkast út, svo að þeirra sjást engin rnerki nema brenndar borgir og hrynjandi rústir. En ,,orð Drottins varir eilíflega“. Sú þjóð, sem treyst- ir honum, felur honum sinn framtíðarhag, hún fær staðizt, svo að hana fá engin vopn bit- ið, engin herveldi fá komið henni á kné, vegna þess að hún byggir tilveru sína á andleg- um, eilíflegum verðmætum, sem engin morðvopn geta grandað. Hún hræðist ekki þann, sém líkamann deyðir, en getur ekki deytt sálina. Þetta þarf íslenzk þjóð um- fram aðrar þjóðir að gerá sér ljóst. Frekar heldur en nokk- ur önnur þjóð á hún tilveru sína, frelsi sitt og sjálfstæði undir því, að þetta sjónarmið andlegra verðmæta sé virt og það fái að njóta sín í sambúð og viðskiptum þjóða. Þess vegna hlýtur íslenzk þjóð allt-; af að heyja sína landvarnar- baráttu með andlegum vopn- um, sýna það í allri fram- komu sinni, að hún byggir }íf sitt á þeirri trú, að Guð haf| gefið henni þetta land og öll gögn þess og gæði til óvefengj4 anlegrar og ævarandi eignar^ og að Guði vors lands vilji húni þjóna með réttlæti og kær- leika til allra manna og trú- mennsku við „hið góða og fagra og fullkomna“. sem §r, eins og heilög ritning segir, vilji okkar himneska föðui'. Þeim þjóðarauði fá engin eyfE ingaröfl grandað, gegn þeim lífskrafti þjóðai'innar duga engin vopn og engar vígvélár, hversu öflugar og ógnandi,s ám þær virðast vei’a, því að þ&ð er mikið sannmæli, sem í þess-j um Ijóðlínum stendur: Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk er helgast afl um heirir. Jafnt hátt sem lágt má víkjá fyrir kraftinum þeím, Það var eitt af öndvegisskáld- um frændþjóðar okkar, Norð- manna, sem orti þessar ljóð- línur. Eitt dæmi úr sögu þeiixv ar þjóðar gæti verið okkur næsta lærdómsríkt á þeim vandasömu og viðsjáryerðu tímum, sem nú stgnda vfir. Þegar Norðmenn slitu kön- ungssambandið við Svía árið 1905, hoi'fði svo um hríð, að til fulls fjandskapar og fríð- slita mundi draga með þess- um tveim nágranna- og frænd- þjóðum. Eins og einn maðiri’ reis norska þjóðin upp, ekki í vígamóði eða árásai’hug, ekki með haturs- eða hefndarfyrir- ætlanir, heldur til að ve^ja það, sem hún unni mest, æft- jörðina og frelsi þjóðai’innai’. Það voru alvöruríkar stundii’, öi’lagastundir í lífi þjóðarinn- ar, þegar nær dró úrslitum þessa mikilvæga máls. Mei’kur Norðmaður sagði löngu seinna við séra Magnús Helgason kennaraskólastjóra, þegar hann ræddi við hann um að- faranótt dagsins, þegar til úr- slitanna skyldi draga: ,,Þá nótt var ekki mikið sofið í Noregi. Þá nótt var mikið beðið í Noregi.“ Það er fögur mynd og á- hrifarík, sem þarna blásir við hugarsjónum okkar. Einhúga þjóð, sem vakii*, ekki vopn— Framli. á 7. síðu. J 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.