Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.04.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 16.04.1960, Blaðsíða 8
; Veiiarfæri seld sem faarnaieikföng Útgerðin hefur alla tíð notið sérstakrar fyrir- greiðslu um gjaldeyri, opin- berar álögur o. fl. Þannig hafa á undanförn- um mánuðum verið m. a. fluttar inn plastnetakúlur, þó að bankarnir lokuðu í raun og veru fyrir mestall- an innflutning á beim tíma. Verðtollur af 'þessari út- gerðarvöru var aðeins 3,6%. Kúlur þessar voru með lítilli höldu á, sem nota átti til að festa :þær við netið. Nú hefur t.d. verzlunin Sport tekið sér fyrir hendur að selja þessa útgerðarvöru sem barnaleikföng. Er þá haldið skorið af kúlunni og nota börn og unglingar kúl- " urnar þannig tilreiddar jöfn- ' um höndum fyrir hand- og fótbolta. Væru þessar kúlur fluttar inn sem leikföng, mundi verða að greiða a. m. k. 75% verðtoll af þeim og 44% innflutningsgjald. Mál- ið mun vera í athugun. Frh. áf 1. síðu. á hendur varðstjóra sínum, hún er send lögreglustjóra til um- sagnar. Eftir því sem blöð hafa skýrt frá mótmælalaust, svarar lögreglustjóri með því, að fyr- irskipa handtöku lögregluþjóns- ins, sviptir hann stöðu sinni um stundarsakir, kærir hann fyrir morðhótanir við sig, og að hafa skrifað um lögreglustjóra og aðra yfirmenn sína i blöðin und- ir dulnefni. Lögreglustjóri leiðir strax fram vitni, lögregluþjón. sem sver þess þegar eið. að hann hafi séð hinn handtekna stéttarbróður sinn skrifa hót- unarbréfið. Hinn handtekni ber þá alvarleg lögbrot á eiðmann- inn. Þá virðist það hafa komið fram í réttarhöldunum, að það sé álit lögreglustjöra, að hinn handtekni hafi verið geðveikur síðustu 10 árin. Geðlæknir lýs- ir því svo yfir eftir rannsókn, að sakármaðurinn virðist heil- brigður. Blaðapistlar og morðhótanir. Almennir borgarar hljóta því að spyrja: Ef hinn sakfelldi hefur árum Söluverölaun FRJÁLS ÞJÖÐ mun að þessu sinni veita því sölubarni, er flest blöð selur verðlaun, auk venju- legra sölulauna. — Verðlaunin eru vönduð Perfekta II. ljósmyndavél frá Fókus, Lækjargötu 6 B, Reykjavík. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 25. viku vetrar. Orðið er frjálst Steingerður Guð- mundsdóttir leikkona hefur öðru hvoru undanfarin ár ritað Söngskemmtun Pólyfónkórinn mun bráðiega halda söng- skemmtun hér í bæ. Verður söngskráin blönduð, allt frá verk- um gamalla meistara fyrir tið Bachs til nýrrar þýzkrar „messu“. Starf Pólý- fónkórsins hefur vak- ið mikla og verðskuld- aða athygli, þótt hann sé ungur að ár- um, enda verk þau, er hann flytur hin for- vitnilegustu , fyrir söngunnendur. IJSvsfpssýnEmg Ríkisútvarpið hefur stillt upp í húsakynn- um sínum við Skúla- götu sýnishornum af tækjum þeim sem notuð voru hér á Jandi á bernskuárum útvarpsins. — Getur Þarna að lita bæði tæki sem notuð voru við útsendinguna og sem notuð voru á heimilum til móttöku. Vafalaust þætti Tnörgum gaman að sjá þessi tæki, sem teiga ekki Ieið í hvíta Jhúsið. leikdóma í nokkur Reykjavíkurblöð. Var þar ekki tekið á hlut- unum með silkihönzk- um eða talað tæpi- tungumál. Nú hefur Steingerð- ur hafið fjölrit- aða útgáfu á leik- dómum og fást t. d. dómar um Hjónaspil og Beðið eftir Godot i Bókaverzlun KRON. Övenjulegt mun það, að starfandi leik- ari taki sér fyrir hendur að segja leik- hússtjórnum, leik- stjórum og stéttar- systkinum sínum til syndanna. Eðaer ung- frúin kannski hætt að leika sjálf? Nú þetta gera svo sem menn úr öðrum listgreinum við sina kollega. Ónæði Fólk, sem býr í ná- grenni skemmtistað- anna Röðuls og Þórs- kaffis, kvartar sáran undan hávaða þeim, sem af þeim hlýzt. 1- búðir í grenndinni eru þegar teknar að falla í verði, og eig- endur þeirra vilja skipta á þeim og minni íbúðum, þar sem þeir eru lausir við þennan ófögnuð. Áfrýjun afturkölluð Sigurður Berndsen hefur afturkallað á- frýjun sina til Hæsta- réttar, þá er áður hefur verið getið hér í Litlu fréttablaði og samið um borgun. Hvað gersr De$sbrún? Áhrif viðreisnará- forma ríkisstjórnar- innar koma æ betur i ljós, Litið fréttablað veit til þess að ein elzta, stærsta og þekktasta vefnaðarvöruverzlun landsins hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu bæði því sem vinnur i verzluninni sjálfri, svo og þvn, sem vinnur á saumaverk- stæðunum. Er verzl- un þessi þó staðsett á bezta stað í bænum. Kaupmannastéttin öll kveinar og kvartar og mænir bænaraug- um til verkamanna og holdagóðir verzl- unarmenn taka föl- leita verkamenn tali á förnum vegi og spyrja milli vonar og ótta: „Hvernig er þetta með Dagsbrún, ætlar hún ekki fara að hvað?" að gera eitt- saman verið grunaður um að skrifa undir dulnefni í ýmis ReykjaOíkurblöð og þó ekki tekizt að sanna á hann neinar sakir á því efni, er þá trúlegt, að sá sami maður, sem svo varkár hefur verið, láti horfa á sig' skrifa morðhótunarbréf til sjálfs lögreglustjórans, og það mann úr sjálfri lögreglunni, sem hann sáðar lýsir yfir að sé afbrotamaður? Eftir því sem næst verður komizt, virðist lög- reglustjóri líta nafnlausu blaða- skrifin alvarlegri augum en morðhótanirnar. En almenning- ur er þar varla á sama máli. Ótrúlegt er það líka að maður, sem stæði að hvorutveggja, blaðaskrifum og morðhótunum, hefði nákvæmlega sömu afstöðu til málsins og lögreglustjóri. Þess vegna finnst fólki eitthvað I bogið við þetta. Geðveikistrú lögreglustjórans. Hinn sakfelldi hefur orðið fyrir miklum raunum í einka- lífi sínu. Með fárra ára milli- bili urðu tvö börn hans ung fyrir slysum og leiddi annað þeirra til dauða. Síðan eru 10 ár. Slíkir atburðir hljóta að sjálfsögðu að marka djúp spor í sálai'lif þeirra foreldra, sem fyrir slíku verða. Enn kom það fyrir þennan lögreglumann, er hann var að starfi við Reykja- víkurhöfn, að hann þurfti að varpa sér í sjóinn til að bjarga manni frá drukknun. Hér vann hann mikið þrekvirki, en varð svo lengi að bíða aðstoðar, að hann ofreyndi sig. Er slíkt ekk- ert einsdæmi né undrunarefni. En þetta er í annað sinn, sem þessi sami maður bcargar fólki frá drukknun. En hverjar voru þakkirnar? Þessir atburðir hafa nú manna á meðal af vinum lög- reglustjóra verið notaðir til þess að réttlæta þá skoðun hans, að þessi lögregluþjónn, sem starfað hefur í þjónustu hans í rúman áratug, án þess að að hafi verið fundið, sé ekki heill á geðsmunum. Hér virðist ekki drengilega að unnið. — Þeir, sem gerzt þekkja þennan um- rædda lögregluþjón, eru hins vegar á einu máli um það, að hann hafi borið mannraunir sín- ar og harma með einstöku þreki, og hafi einnig sýnt í þessari síðustu raun sinni, sem duga hefði átt meðalmanni til þess að brotna, óvenjulegt þrek og hugrekki. Hreinir skildir. En hvað er að frétta af máli éiðsmannsins? Varð nokkur dráttur á því, að húsrannsókn væri 'gerð hjá honum? Þekkir lögreglustjóri hann og hans hreina skjöld betur en hinn af- setta starísmann sinn? Ber ekki lögreglustjóra að rannsaka undanbragðalaust, ef grunur liggur á, að varðstjórar eða lögjreglumenn gegni ekki skyldu sinni? En meðal annarra Orða: þar sem lögreglustjóri og lögreglan í Reykjavík er orðin aðili að þessu máli, væri þá ekki réttara, að einhverjir aðrir aðilar en rannsóknarlögreglan hér hefðu þetta mál með höndum? Slysahættan við hryggjur og hafnargaröa u A , ö ö Hvaö er til raöa? Bryggjurnar íslenzku eru að verða jafn frekar til mann- fórna og hafið sjálft við strendur landsins. Þetta er að verða staðreynd, sem taka þarf alvarlegum tökum. Þegar frá eru talin hin miklu sjóslys, þegar skip farast með allri áhöfn og náttúruöflin eru trylltust og óviðráðan- legust, mun Iáta nærri að jafnmargir menn farist af slysum hér við bryggjurnar í myrkri eða jafnvel um hábjartan dag í blíðskaparveðri, sem á hafi úti. Hverjar eru ástæðurnar? Fyrst og fremst mun um vera að kenna hinurn almenna drykkjuskap landsmanna, en í þeirri yðju láta sjómenn, eins og kunnugt er ekki sinn hlut eftir liggja, fremur en á öðrum sviðum. Þar sem annarsstaðar bjóða þeir hættunni byrginn og oft með meira kappi en forsjá, enda þar ekki vits síns ráðandi. Fyrir þessu 'þýðir ekki að lolta augum með venjulegu sjómannaskjalli að hætti þeirra lýðskrumsblaða, sön ekki þora að nefna hlutina réttum nöfnum af ótta við atkvæða- tap meðal ákveðinna stétta í þjóðfélaginu. En hvað er hér til bjargar? í fyrsta lagi verður hið opinbera, sem gróða tekur af vínsölunni, að kosta nokkru til að vernda þau mannslíf, sem víndrykkjan setur í voða. Það verður að setja vöku- menn á allar bryggjur í landinu yfir vetrarmánuðina, ef að skip eða bátar liggja við 'þær. Kostnað við þetta á áfengisverzlunin að greiða, — má ekki minna fc renna til þess en t.d. Stórstúku íslands, e.t.v. mætti Ieggja til þessa fé úr hafnarsjóðum og frá viðkom- andi bæjarfélögum. Þá ættu starfandi tryggingarfélög að hafa áhuga á þcssu máli. í öðru lagi þarf að fara fram rannsókn á bví, hvort ekki er orðið tímabært að hafa meiri • öryggisráðstafanir en nú er í sambandi við byggingarlag bryggja og hafnargarða hér á landi. Iföfum við ekki sniðið bryggjur okkar og bólverk óþarflega mikið eftir erlendum fyriimyndum, þar sem veðurfar er annað en hér, og meira og almennara ör- yggis er gætt? Vpgna breyttra aðferða við uppskipanir er varla þörf á því lengur, að bryggjurnar séu jafn verjulausar og tíðkast hefur, þó ekki væri nema lág grindverk á bryggjuköntum eða þar sem aðallega er gengið, væri það til mikilla bóta. Þá ætti einnig að gera sérstakar ráðstafanir vegna mikillar bílaumferðar um bryggjur. Nú má ekkert út af bera svo að bifreið aki ekki út af. Nú fyrir nokkrum dögum varð eitt slíkt slys í vertöð á Suðurlandi, þótt ekki yrði manntjón í það sinn. FRJÁLS ÞJÓÐ telur þetta brýnt verkefni til úrlausnar og skorar sérstaklega á sjómanna- og slysavarnafélög að beita sér fyrir bráðum úrbótum. Síðan síðasta tölublað Frjálsr- ar þjóðar kom út hafa greiðslur stöðugt borizt til blaðsins hvað- anæva utan af landi. En enn eiga margir eftir að gera skil og er æskilegt að það sé gerí hið allra fyrsta. Kaupendur! Aíhugið, að mjög er áríðandi, að gjöldin séu skil- víslega greidd. Sendið því blað- gjöldin við fyrstu hentugleika og auðveldið þannig allan rekst- ur blaðsins. Frjáls þjóð gerir það að kröfu sinni, að dómskipuð rann- sóknarnefnd taki við þessu máli úr höndum setudómara og rann- sóknarlögreglunnar. Þetta er mál. sem almenníng- ur mun fylgjast með. Þetta er ekkert hversdagsmáL Ríkisstjérnm á undanhaldi Fyrir nokkru var það skrif- finnskuæði ríkisstjórnarinnnar gagnrýnt hér í blaðinu, sem m. a. birtist á átakanlegan hátt í því, að innflutt matvara væri greidd niður úr ríkissjóði, en síðan jafnhá upphæð innheimt í ríkissoóð með söluskatti í ' tolli. Viku eftir að FRJÁLS ÞJÓEt birti þessa gagnrýni tilkynnti ríkisstjórnin að hún hefði gefið út TILSKIPUN í krafti þess fjármálaeinræðis, sem hún hef- ur látið alþingi afhenda stjórn- inni að undanförnu, um að hætt skyldi að greiða þessa matvöru niður og sömuleiðis skyldi hætt 3ó leggja á hana söluskatt í tolli.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.