Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.04.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 23.04.1960, Blaðsíða 2
LISTIR í;;íh;!;:j:i;í!-II!:!;í:;;:: BÖKMENNTIR h \&ím m n % ALDAMÚTAMENN Bftir JONAS JONSSON frá Hrifiu Einum manni á íslandi hefur tekizt að rita svö um stjórn- mál að staðaldri, að unun var að lesa sökum stílsnilli og mynd- auðgi. Það er Jónas Jónsson frá Hriflu. Virtist jafnvel að engu baga hann, þótt hann skrifaði greinar sínar í bútum, þegar hlé gafst frá öðrum önnum, eða hripaði þær undan setningar- vélinni og skilaði að henni hand- riti jafnóðum blað fyrir blað. í höndum hans lék hið beitta sverð, sem klauf í herðar niður, og hin netta ör, sem hæfði beint í mark. Þetta hljóta menn að viðurkenna, hvort sem þeir voru eða eru honum sammála um þau málefni, er hann barð- ist fyrir. Um síðustu áramót kom út fyrsta bindi rits eftir Jónas Jónsson og nefnist Aldamóta- menn, gefið út af Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. Þetta eru, eins og nafnið bendir til, ritgerðir um karla og kon- ur, er stóðu í fylkingarbrjósti þeirrar sveitar, sem þungi við- reisnarbaráttu íslendinga fyrir og eftir síðustu aldamót, hvíldi mest á. Er vafasamt, að nokkur kynslóð hafi átt á að skipa mönnum, sem auðnaðist að inna af höndum meira starf í hlut- falli við aðstöðu alla en sú, sem uppi var á þessu skeiði. Hennar beztu manna er því vert að minnast. Jónasi Jónssyni fatast ekki tökin, er hann lýsir þessu fólki, verkefnum þess og viðhorfum. f stuttum þáttum leiðir hann karia og konur fram á sviðið og bregður upp svo lifandi mynd- um, að nálega má segja, að fólk- ið sjálft birtist: „Þorbjörg, Benedikt og Ein- .: m......mmmmmmmmmc ycmmmmmmmmmsmm 'mmms mms m: iíeat I eoiwffi óamarl Sigurður Guumundsson, ljósmyndari. Sjómannafelag Reykjavíkur óskar i.'llum meðlimum sínum l i4 íeovicqá óamaró og þalkar veturinn. J i jt áamai* i Matarííeíldin, Hafnarsíræti 5. Matarbúðin, Laugavegi 42, Kjöibúoui, Skólavörðustíg 22, Kjöibúð Vesturbæjar, Bræðraborgarstíg 43. Kjötbúð Austurbæjar, Réttarholtsveg 1. Kjötbúðin, Brekkulæk 1. Kjötbúðin Grettisgötu 64. # SUÐURLANDS ar skáld Benediktsson voru þjóðræknir íslendingar, svo að þess mun lengi minnzt, en margt var ií eðli þeirra og lund, sem minnti á suði'ænan hita í skaphöfn og athöfnum. Þegar Þorbjörg var í skautbúningi, líktist hún frönskum hershöfð- ingja, sem lengi hefur stýrt mannmörgum hersveitum í stórum herstöðvum. Hún var skapheit og skaphörð. Fylgd hennar og stuðningur við menn og málefni var'óbilandi og und- andráttarlaus. Ást hennar og óvild minnti á Brynhildi og Guðrúnu Gjúkadóttur og fleiri skörungskonur fornaldarinnar. En þegar Þorbjörg sinnti dag- legum skyldustörfum og hjálp- aði sængurkonum, var hún í senn djörf, úrræðamikil og mild í öllum tiltektum við að hlynna að móður og barni". Þannig er myndin dregin af Þorbjörgu Sveinsdóttur, og margar fleiri myndir eru j'afn- lystilega gerðar d þessari bók. Þar er ekkert þurrt né stirt, heldur líf á hverri síðu, mynd- auðgi og snjallar samlíkingar, er gera jafnvel það, er alla jafnan verður ekki neinn skemmtilestur í höndum þeirra, sem minna kunna til verka, girnilegt og laðandi. Jón Helgason. ,'Amt .: - ¦ Hliöstæða Guörúnar frá Lundi í Ameríku Guðfún frá Lundi er, eins og allir vita, méstlesni rithöfund- ur laridsins um þessar mundir, og svo hefur það raunar verið í þau 10 eða 12 ár, sem hún hef- Ur sént frá sér bækur árlega. Það er og mörgurri kunnugt, að það var hreinasta tilviljun að Guðrún frá Lundi „uppgötvað- ist". Haridritið að Dalalífi — fyrri hluta v'erksins, hafði geng- ið á milli forleggjára 'og enginn þeirra nennt að lesa það. Loks réðist Gunnar í fsafold sjálfur á skrudduna, þegar hún hafði legið hjá honum í tvö ár. Hann þúrfti ekki að lesa nema tvo fyrstu kaflana. Þá gaf hann skipun um að byrja að setja bókina, og þeim stundarfjórð- ungi, gem hann varð'i tíl þess- arar ígluggunar í handritið hef • ur hann víst aldrei séð éftir, Harin mun sjaldan háfa unnið "lyrir betra kaupi, því enginn íslenzkur rithöfundur mun hafa fært útgefánda sínum f jölmerin- ari og öruggari kaupendahóp. Nýlega hefur verið opinber- að ameriskt útgefendaleyndar- mál, sem er hliðstætt þessu Guðrúnarmáli hér. Mai-gir kannast við ameríska skáldsögu,'sem heitir Forever Amber. Hún er eftir skáldkon- una Kathleen Winsor. Bók þessi ko'm fyrst út í Bandaríkjunum Framh. á 9. sífSu. frjáls þjóð Útgefandi: Ritstjórn annast: Framkvæmdast jóri: Þjóðvarnarflofckur' Islands. Jón úr Vör Jónsson, ábm. Gils Guðmundsson. Ingiberg J. Hannesson. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Áskriftargj. kr. 12,00 á mán. Argj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Guðmundur Halldórsson: Þjoðmálaþankar Haglélið lemur gluggann. dagsbirtan þverr og nóttin fær- ist yfir, dimm, köld og löng. Innan stundar heyri ég þul- inn í útvarpinu lesa veðurfrétt- irnar: Vestfirðir til Norðaust- urlands og Vestfjarðamið til Norðausturmiða: Hvass norð- austan, snjókoma. Jæja, enn spáir hann stórhríð, og mér verður hugsað til fólks- ins, sem byggir Hornstrandir. Ég las fyrir skömmu grein í Frjálsri þjóð eftir bónda í Tré- kyllisvík á Ströndum. Hann var kvíðinn. Fimm fjölskyldur höfðu yfirgefið sveitina hans s.l. ár og flutt alfarnar brott, auk þeirra nokkrir einstakling- ar. Já, svona er raunasaga f jöl- margra blómlegra byggða á þessu landi. Fólkið flytur þang- að, sem lífsþægindin eru fyrir hendi. Framh. á 3. síðu. HJÚKRUNARKONA óskast í Sjúkrahús Hvítabandsins frá 1. júní n.k. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Tilkynning Athygli er vakin á því, að skv. samþykkt nr. 90/1957, er verzlúnum oheimil vörusala eftir lokunartíma sÖlúbuða, nema sérstök heimild bæjárráðs sé fyrir hendi. Samsvarandi ákvæði gilda urii veitingastaði. Borgarstjóráskrifstofan, 13. apríl 1960, 8iY«J«»li emíeat óamar I ówmar: l Verzl. Skeiían. 2 rrjáteþjóð &-r laugardnftfnn 23. apríl 1900

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.