Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.04.1960, Side 4

Frjáls þjóð - 23.04.1960, Side 4
ÞANKAR — Framh. af 3. síðu. nesi er hrognkelsaveiði mikil og útræð'i nokkurt, en bakkar að ijiöru háir mjög víðast hvar, og frá öndverðu hefur ekki ver- ið hægt að koma við neinni tækni eða skapa aðstöðu til nýt- ingar sjávarafurða í verulegum stíl, þar sem engu var hægt að koma að eða frá. nema um grunna og grýtta lendingu. Vet- urinn 1957 sótti sveitarstjórn Tjörnesinga um styrk úr at- vinnubótasjóði til vegalagning- ar um Tungubakka í f jöru fram, þar sem aðallending Tjörnes- inga er. Hannibal Valdimarsson, þá- verandi ráðherra, og Karl Kristjánsson, alþingismaður, unnu vel að málinu, og voru veittar 50.000 kr. úr sjóðnum í þessu skyni. Jarðýta var feng- in, sem muldi móhellulögin auðveldlega og stóðst það á endurn, að þegar fjárveitingin var þrotin, var aldagamall þröskuldur að baki. Hófst nú bygging veglegs sjóhúss, 7X16 m, sem Kaupfélag Þingeyinga, undir stjórn Finns Kristjáns- sonar kaupfélagsstjóra, lét reisa. Þegar hér var komið sögu, heyrðist því hvíslað, að „þetta borgaði sig aldrei.“ Vorið 1958 var hið síðasta, sem Tjörnesingar stunduðu hrognkelsaveiðina við hina gömlu og úreltu aðstöðu. Nam þá veiðin 95 heiltunnum af fullsöltuðum grásleppuhrogn- um; útflutningsverðmæti þeirra var um 124.000 kr. En vorið 1959, fyrsta árið við breytta að- stöðu, nam veiðin 174 heiltunn- um, að verðmæti um 226.000 kr.. Tekið skal fram, að bygg- ingin kostaði um. 130.000 kr. Allar framkvæmdirnar kostuðu því um 180.000 kr., en afla- verðmætismismunur varð 102,- 000 kr. þegar á fyrsta ári, þrátt fyrir mjög óhagstætt tíðarfar. Þetta einfalda dæmi sýnir, hvernig mætti stórauka fram- leiðsluna með lagfæringum, sem kosta aðeins smámuni. Vill nú ekki hið háa alþingi gjöra svo vel að ganga úr skugga um, hvort við getum ekki lifað af eigin aflafé, þótt það kostaði nokkrar fyrirgreiðslur dreifbýl- isfólki til handa, áður en lagt verður upp í næstu betliför, enda heldur leiðinlegt að for- svarsmenn þjóðarinnar skuli vera kunnugri öhnususkjóðum þeim, sem stórveldin næra frumstæðar og tæknivana þjóð- ir úr, en iífstvargarmöguleik- um sinnar eigin þjóðar. Kvíslarhóli á Tjörnesi, í marzmánuði 1960. Guðmundur Halldórsson. Ný stjórnamsa Stjórnin týndi áttiun á auðnum hagfræðinnar. Villtist lengra og lengra frá leiðum skynseminnar. Höf. ókunnur. Heildverzlunin Hekla h.f. / t óumar 1 Prentmyndir h.f., Laagavegi 1. FossvogsbáSin, Kársnesbr., Kópav. Ford-umboSiS, Kr. Kristjánsson h.f. % SKRIFSTOFUVÉLAR OFflCE EQUIPMtNT Pétur Pétursson, Hafnarstræti 4. Skallagrímur h.f. Öskum öllum viðskiptavinum vorum cjó óamaró ! 9 h/fOFNASMIÐ)AN EINHOL7I 70 - REYKÍAVÍK - (SLANDI Kjartan Ásmundsson, gullsmiour, Aðalstræti 8. 4 Frjáls þjóð — Laugardaginn 23. april 1960!

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.