Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.04.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 23.04.1960, Blaðsíða 6
á vinsfri spássÉu « „VIÐFUNDUM ÞAB NÝJA ..." I útvarpsþættinum Með ungu fólki var fyrir nokkru spjallað við nemendur úr Menntaskólanum i Reykjavík. Létu þeir liggja orð að þvi, að lítill tími" væri. af lögu lil að fylgjast með i skáldskap og fögrum listum. Illt ef satt væri, en þelta getuí ekki verið rétt: þeir'sem lifa vilja ríku andlegu lífi, hitta alltaf einhver ráð. Þeim til uppörvunar sem efla vilja andlegt f jör í menntastofnunum landsins birtum við á spássíunni að þessu sinni glefsur úr ævisögu Stefáns Zweigs um áhugamál menntaskólasvema á ofanverðri 19. öld i Yin: , „ . . . á skólabekkjunum sátum við í rauninni ekki sjalfir, heldur eimmgis innantómar brækurnar. Fyrir utan var heimur þúsund ævintýra, borg með leikhúsum, söfnum, bókabúðum, háskóla og hljómlist . . . Meðal ungra manna getur hrifning og áhugi gripið um sig eins og nokkurs konar faraldur. Bekkjarbræður smitast hver af öðrum, likt og af skarlatsótt eða mishngum. Það er meira og minna tilviljun háð að hverju áliuginn beinist. Það hefur ef til vill haft- úrslitaþýðingu fyrir lífsstefnu mína, að ég lenti i bekk með áköfum listunnendum. Það var sjálfsagður hlutur, að við menntaskólapiltarnir flykktumst á frumsvningar og frumhljómleika. Hvilík hneisa, ef maður liefði morguninn eftir sýninguna ekki verið einn af þeim lánsömu, sem gátu talað af kunnugleik um öll smáatriði verksins. Ef (kennararnir) heí'ðu hai't augun hjá sér, mundu þeir hafa'séð, að við vorum með ljóð Rilkes inni í latnesku málfræðinni og notuðum reikningsheftin til að skrifa upp fallegustu kvæðin úr Iánsbókunum okkar. Við vorum óðfúsir að vita atlt, sem gerðist á sviði lista og vísinda. Við sóttum allar listsýningar og fórum í liffræðitíma til að horfa á Jíkskurð, og vorum yfirleitt með nefið niðri í öllu. En fyrst og fremst lásum við og lásum allt, sem hönd á festi. .... sökum samciginlegra áhugamála, fylgdum við orbis pietus listviðburðanna ekki með tveimur, heldur með tuttugu eða fiörutíu augum. Eihn'.fann það, sem öðrum sást yfir. Sérstakt dálæti höfðum við á öllu sem yar óaðgengilegt, nýstárlegt og róttækt og enn hafði ekki hlotið almcnna yiðurkcnningu, Þess vegna var ekkert svo afskekkt eða vandfundið, að hin kappsfulla forvitni okkar drægi það ekki fram í dagsljósið. Mér er auðvitað fullljóst nú, hversu margt var skoplegt við þennan tilviljunarkennda áhuga. Én samt furðar mig á því enn í dag, hversu mikið við unglingarnir lærðum vegna þessarar bókmenntaástríðu, og hvílíka dómgreind við öðluðumst á þessum eilífu samræðum og sunduiiiðunum. Við kunnum góð skil á skáldum, sem hlutu ekki almenna viðurkenningu fyrr en áratug seinna. Við skynjuðum hvern nýjan andblæ, áður en hann barst lil landsins, af þvi að við vorum sísnasandi i allar áttir. Við fundum það nýja af því við viklum það nýja, af því að okkur hungraði eftir einhverju, sem við ættum einir og engir aðrir. Æskan hefur eins og vissar dýrategundir afar næma tilfinningu fyrir veðrabrigðum, og þess vegna fann unga kynslóðin á sér á undan bæði kennurum og prófessorum, að með gömlu öldinni mundu hefðbundnar listaskoðanir liða undir lok og bylting eða að minnsta kosti nýtt mat á hlutunum væri í nánd. Nú lifði mitt á meðal okkar í Vín einn árvakrasti andi ungu kynslóðarinnar þýzku, Hermann Bahr, sem barðist eins og ljón fyrir hinni nýj'u list. Að hans tilhlutan var haldin sýning á verkum ýmissa byltingarsinnaðra málara, svo sem impressjónistanna og pointilistanna frönsku, fylgjendum gamla skólans til mikillar hrellingar. -Með þessu var jafnframt ruddur vegur fyrir hina vanmetnu fyrirrennara þeirra. Maður lærði allt í einu að sjá hlutina í nýju ljósi, og sömuleiðis lærði maður nýja hrynjandi og hljómblæ af Mussorgski, Debussy, Strauss og Sehönberg. Zola, Strindberg og Hauptmann komu fram með raunsæisstefnuna i bókmennlunum, Dostojevskí með sinn slavneska kyngikraft og Verlaine, Rimbaud og Mallarmé með óþekkta tign og fágun í málfari Jjóðlisíarinnar, Nietzsche bylti um heimspekinni. Djarfari og frjálsari byggingarhst boðaði hagkvæm skrautlaus hús, og meðan hin „áhyrgu" borgarablöð helltu sér yfir þessar fífldjörfu tilraunir og j-eyndu að stöðva sóknina með þvi að æpa „úrkynjun", „stjórnleysi", steyptum við ungu mennirnir okkur hugfangnir í brimrótið, þar sem öldurnar risu hæst. Við vorum fi-amherjar og sóknarlið alh-ar nýrrar listar einungis vegna þess að hún vildi breyía heiminum okkur í vil, sem nú áttum leikinn." Njóti sá, er nam! u ^ Baldui Ragnarsson, kennari: r ¦ ¦¦ visinoin Enda þótt þörfih á einu sam- eiginlegu máli sé nú orðin afar brýn á öllum sviðum alþjóða- samskipta, er hún þó ef til vill hvað mest áberandi á vettvangi vísindanna. Þrennt má nefna í þessu sambandi: I fyrsta lagi: Það háir mjög allri vísindastarfsemi, að ekk- ert sameiginlegt tuhgumál skuii notað af vísindarnönn- um þjóðanna. Vísindalegar rannsóknir, einkum þser, sem gerðar eru af vísindamönnum smáþjóða. komast oft ekki á framfæri af þessum sökum og verða þess vegna gagns- Jausar vísindamönnum annarra þjóða. Enda þótt stundum sá sigrazt á þessum erfiðleikum, hefur það ávallt í för með sér mikla tímasóun og annan kostn- að. Ómælanlegt er það tjón, er þetta ófremdirástand veldur visindunum almennt. í öðru tagi: persónuleg sam- bönd og kynning milli vísinda- manna heimsins eru af afar skornum skammti. Þetta háir því ekki einungis eða kemur í veg fyrir, að þeir skiptist á reynslu og ræði hömlulaust vís- indaleg vandamái sín á milli, he]dur reýriist það jafnframt óyfirstíganlegur þröskuidur í vegi þess, að alþjóðlegur sam- yiJÍi skapist meoal vísinda- manna. Á alþjóð!egum vísinda- þingum eru það venjulega þeir vísindamenn einir, sem eiga að p-":'nirmálum viðurkenndar þjóðtungur þingfulltrúa, sem Ó^TH-rr--?c ^h -^i^g' hu^sanir sínar. Hinir verða að láta sér nægja að blusta í allri undir- ffTifi-ií /*t '¦'ciri1^^^ s1 ^1v>in0slítið og skiiningslaust. Víðtæk og li^idi s'íiuti á skoðunum eru því næsta óþekkt fyrirbæri á slíkum ráðstefnum. í þriðja tagi: Almennri kynn- ingu á vísindalegum niður- stöðum er nvjög ábótavint, og oft er hún jafnvel óframkvæm- anleg. Vegna sívaxandi sérhæf- ingar vísindagreina er einungis unnt að kynna í riti þær vís- indaiegu niðurstöður. sem hafa tiltölulega almennt áhugagildi. En einnig hér hafa stóru þjóð- málin sérí-'"ðu, enska, franska, spæntka, þýzka, japanska, kín- verska, rússneska. Á hinum minni málum er slík kymiing í riti nærfellt óframkvæmanleg vegna ónógs fjölda sér'nennt- aðra lesenda. En jafnvel á hin- um s.n. stóru málum er birt- ing ýmissa sérrannsókn? næsta erfið og ærið kostnaðan-om. Af þessum sökum er kynning á visindaiegum rannsóknum og' n;ðurstöðum meðal huga- manna bundin miklur.-i ann- mörkum, svo að ekki sé minnzt á þess háitar Kyniiingu meðal almennings. Sú var'tíðin, að. rit vísinda- manna voru lesin, hverrar þjóða sem þeir voru, af stallbrieðrum þeirra, hvar sem var í hinum siðmenntaða heimi, — i\J pró- fessorar gátu flutt fyriiestra sína á einu sameiginlegu tungu- Frjáls. þjóð.— Laugardaginn 23.-apríl 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.