Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.04.1960, Qupperneq 7

Frjáls þjóð - 23.04.1960, Qupperneq 7
máli, latínunni, við hvaða há- skóla sem var. Sú tíð er nú löngu liðin og vísindin heyja nú örvæntingarfulla baráttu við stórkostlegustu erfiðleika vegna vöntunar á sameiginlegu tungu- máli. Þetta aumlega ástand hefúr vakið vísindamenn til umhugs- unar, og áhugi hefur vaknað meðal margra á lausn þeirri, sem falst í notkun alþjóðamáls- ins esperanto. Þegar árið 1924 var rætt um þeíta vandamál í frönsku vís- indaakademíunni. Arangur þess var sá, að 40 meðlimir akademíunnar samþykktu á- lyktun hlynnta alþjóðamálinu. I ályktun þessari er svo að orði kvcðiö, að notkun alþjóðamáls- ins esperantos í alþjóðaskiptum myndi hafa stórkostleg áhrif til aukinna framfara í vísindum. Esperanto er þar kallað ,,meist- aravcrk að rökvísi og einfald- leik“ og lagt til, að það verði tekið upp í frjálst/nám mennta- stofnana í vísindum. Ár.'ð 1937 var haldin í París dagana 14. til 17. maí fjöl- menn ráðstefna, sem ræddi ýt- arlega verkefnið „Esperanto og nútim:nn“. Ein af deildum ráð- stefnunnar undir forsæti vís- indamannsins og Nóbelsverð- launahafans Cotton, sem þá var varaforseti frönsku vísindaaka- demíunnar, fjallaði sérstaklega um hlutverk esperantos í vís- indum. Fundir þessarar deild- ar fóru fram á esperanto, og var það í fyrsta skipti, sem það mál var notað af fjölmennum hópi vísindamanna frá mörgum lönd- um. 28. apríl 1950 sambykkti Vís- indaráð Japans mikilvæga á- lyktun, þar sem m. ai er kom- izt svo að. orði: „Vísindamenn- irnir óska eftir, að rannsóknir gerðar í öllum heimshlutum séu kynntar þeim. Án þess er engin von verulegrar þróunar í vísindum.“ Jafnhliða samþykkt þessarar átyktunar hófu margir japanskir vísindamenn nokkurs konar herferð í' þeim tilgangi að fá japanska starfsbræður sína í ýmsum vísindagreinum til að birta verk sín og fræðiritgerðir á esperanto. Svo . skjótan og góðan árangur bar þessi við- leitni, að á næstu 2 mánuðum gáfu 85 japanskir vísindamenn, þar af 68 háskólaprófessorar, skriflegt loforð þess efnis, að þeir skyldu birta á esperanto a. m. k. eina af þeim fræðiritgerð- um, er þeir semdu það ár. Auk þess skyldu þeir birta á esper- anto efnisútdrátt sérhverrar annarrar rítgerðar. er þeir semdu á öðru tungumáli. Á þeim 9 árum, sem liðin eru síðan, hefur þeim vísindamönn- um japönskum stöðugt pölgað, sem nota esperanto til að koma á framfæri ritgerðum sínum og fræðirannsóknum. Skömmu síðar, eða í maí 1951, birtu 20 prófessorar við ýmsa kínverska háskóla ályktun á esperanto, þar'sem ségir m. a.: „Þeir vísindamenn, sem ékki eiga eitthvert stóru málanna að móðurmáli og vilja samt starfa í eigin umhverfi, verða að verja meira en helmingi ævi sinnar í að læra 4 eða 5 erlend mál, því annars gætu þeir ekki aflað sér nægrar þekkingar og enn síður sjálfir lagt fram þann skerf, sem einhvers er nýtur. Þvílík sóun á tíma og orku hefur í för með sér óbætanlegt tjón fyrir vís- indin. Þess vegna aðhyllumst við hið einfalda og auðvelda al- þjóðamál esperanto sem vís- indamál til alþjóðlegrar notk- unar.“ Einnig í Evrópu komu vís- indamenn, sem kunnu esperan- to, saman um þetta leyti á tveimur fjölmennum ráðstefn- um, í París 1950 og í Múnchen 1951, til þess að kanna hinar tæknilegu hliðar málavandans í vísindum. Ráðstefnur þessar, sem voru sóttar af yfir 100 vís- indamönnum frá ýmsum lönd- um. samþykktu fjölmargar á- kvarðanir um frekari notkun esperantos á vettvangi vísind- anna. í allsherjarályktun ráð- stefnunnar í Múnchen segir m. a.: „Við höfum sjálfir reynt, sem höfum notað mál þetta í verk- um okkar, að. það er fullkom- lega og sérstaklega hæft til túlkunar vísindalegs efnis .. . Við álítum, að alþjóðamálið esperanto, sem sannað hefur nothæfi sitt um 60 ára skeið, verðskuldi fyllstu athygli vís- indamanna.“ Ályktun þessa undirrituðu í nafni ráðstefnunn- ar forsetar hennar, þar á meðal dr. Canuto, prófessor og rektor háskólans í Parma, dr. Lapenna, fyrrv. próf. við háskólann í Zagreb, dr. Privat, próf. við há- skólann í Neuchátel og dr. Sirk. próf. við háskólann í Vín. Skoðanir þær og ályktanir vísindamanna, sem hér hafa lít- illega verið raktar, eru ekki að- eins reistar á fræðilegri rann- sókn á esperanto og hugsanlegu gildi þess fyrir vísindin, held- ur öllu fremur á margreyndu og sönnuðu notagildi esperantos fyrir visindin. Mætti hér vitna í ummæli franska vísindamanns- ins Cotton. Hann segir: „Ég hef tekið þátt í 8 esperanto- þingum og get fullyrt, að es- perantistar skilja hver annan fullkomlega úr hvaða landi, sem þeir ltoma. Ég hef einnig marg- sinnis sótt ýmiss konar vísinda- þing. Við verðum að þora að við- urkenna, að að undanteknum fáeinum mönnum, sem hafa mikla reynslu í notkun margra tungumála, er skilningi mjög ábótavant meðal þátttakenda slíkra þinga vegna ónógrar málakunnáttu. Dregur þetta mjög úr allri vinnuhæfni þing- anna.“ . Nú kynni einhver að spyi'ja: hvað um notkun esperantos nú þegar í vísindum? Því er til að svara, að þegar fyrir fyrri heimsstyrjöld höfðu nokkur vís- indarit verið birt á Esperanto, doktorsritgerðir og' aðrar sjálf- stæðar rannsóknir. Á milli- stríðsárunum og þó einkum eft- ir síðari heimsstyrjöld voru ög eru stöðugt birt vísindaleg rit á esperanto. Einkum ber hér að nefna verk á esperanto eftir japanska vísindamenn, sem frá því 1947 hafa birt fjölmörg rit og riígerðir á esperanto, sér- staklega í efnafræði, eðlisfræði, stærðfræði og farðfræði. At- hyglisvert er, að nokkur vís- indarit á Esperanto hafa birzt fyrir atbeina ríkisstjórna; þann- ig hefur ríkisstjórn Brazilíu lát- ið prenta mikið rit, „Tölfræði- legt yfirlit um Brasilíu“ á es- peranto jafnhliða útgáfum á portúgölsku og ensku. Ógerningur er að nefna, þótt ekki sé nema örlítið brot þeirra rita um vísindaleg efni, sem út hafa komið á esperanto, bæði frumsamin og þýdd. Hér má þó sérstaklega geta hinnar frægu alþýðlegu fræðibókar um út- varpið, sem Svíinn Aisberg frumsamdi á esperanto undir heitinu: „Fine! Nun mi kom- prenas la radion!“, þ. e. „Loks- ÚR ATÓMSÁLMABÓK. Eftir Paul Behn. Dagui' þinn, maður, kvikar að kveldi, kolgríma leggst á að þínu boði, sem alla lífstíð lékst þér að eldi í léttúð og grunnfærni: „Enginn voði“. Að baki skýjum, er skelknum illa skjóta i br jóst, reynir sól að kalla á sainvizku þeirra, sem liræða og brylla með bótun: „A morgun skal sprengjan falla“. Vor lmöttur á margan merkan stað, minningar tignari fjöllum í vestri og austri. — Verst er að liann vérður að glata þeim öllum. lleyr, englar uppbimins kyrja óð þeim verum, sem bvrja glatað líf nið’r í grafarborg g'núðrj atómsins sprengjukorg. Aldanna klettur er klofinn, kjörviður lifstrúar rofinn. 1 hellinum liælis ég leita gegn börmungum flugsprengjusveíta; í örvilnan bið þess að bjargr t og bróðir minn be’.dur fargist. In lúnztu jól, þegar boðskapinn bar birtunnar engill, á völlunum þar lágu fáeinir þjakaðir, fáráðir menn. „Friður,“ kvað engillinn, „rikir senn. Fram, fram, dauðafylking járnuð jötunmóð! Tæpast er að treysta á frelsarans fórnarblóð!! ins! Nú skil ég útvarpið!“. Hef- ur sú bók verið þýdd á 18 tungu- mál. Bækur hins þekkta danska grasafræðings Neergaard um plöntusjúkdóma og almenna grasafræði, sem einnig eru frumsamdar á esperanto hafa sömuleiðis verið þýddar á fjölda tungumála. Þannig mætti lengi telja. Sérstakan sess skipa tíma- rit þau um sérfræðileg efni, sem út eru gefin á esperanto, t. d. Scienca Revuo eða Vísindaritið, sem út hefur komið samfleytt frá 1904, Medicina Revuo, læknisfræðitímarit, sem hóf göngu sína 1923, og síðast en ekki sízt hið vandaða málvís- indarit Esperantologio, sem birtir fræðilegar greinar mál- vísindamanna um ýmsa þætti alþjóðamálsins, ýmist á esper- anto, ensku, frönsku eða þýzku. Sérfræðitímarit á esperanto eru nú orðin um 20 talsins, en fjöldi almennra blaða og tímarita um 150. Baldur Ragnarsson. Baldur Pálmason íslenzkaði. 7 Frjáls þjóð — Laugardaginn 23. apríl 1960

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.