Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.04.1960, Qupperneq 9

Frjáls þjóð - 23.04.1960, Qupperneq 9
Amerísk hliðstæða - Framh. ai 2. síðu. fyrir rúmum 20 árum og vakti slika athygli að fágætt var, hún var þegar kvikmynduð og þýdd á flestar tungur heims m. a. á íslenzku. Hét hér Sagan af Amber, kom út í heftum á skömmum tíma og seldist hér sem annars staðar með miklum ágætum. En leyndarmálið? Handrit þessarar sögu hafði verið slíkt heljarbákn -— enda er sagan með lengstu skáldsögum — að bókmennta- ráðunautar fjölmargra amer- ískra bókaforlaga höfðu annað- hvort hummað fram af sér að lesa það eða aðeins blaðað í því, svo aumingja skáldkonan fékk það alls staðar endursent, unz það loks lenti hjá einum dug- andi lesara. Hann sá strax, að hér myndi vera um einstæða sölubók að ræða og sannfærði vinnuveitanda sinn um að ó- hætt myndi að gefa bókina út, þótt löng væri. Þetta varð úr, og hundruð manna, sem við út- gáfuna voru riðnir hafa orðið vellauðugir — og þótt merkilegt megi virðast: höfundurinn líka. Þetta reyndist vera ung og falleg kona. Hún giftist nokkr- um auðmönnum og kvikmynda- leikurum, skildi við þá hvern af öðrum og tók sér nýjan. Þetta, var eina bókin, sem aflaði henni frægðar og frama. Ef við mun- um rétt dó þessi ágæta skáld- kona ein og yfirgefin á mexí- könsku gistihúsi fyrir nokkrum árum. En það er fyrst nú að saga handritsins hefur verið sögð. Græniandsskríf — Framh. af 12. sáðu. gildandi yfirráðarétt íslend- inga yfir því. Grænland var mannlaust og yfirráðalaust, er íslendingar fundu það, námu og byggðu seint á 10. öld, og stofnuðu yfir því ísl. yfirráðarétt að forn- germönskum hætti, svo sem Grágás og lögbækur íslands votta enn í dag. Með Gamia sáttmála komst Grænland sem hluti hins íslenzka þjóðfélags í konungssamband við Noreg. Með Járnsíðu og Jónsbók fékk konungur íslands, er sat erlend- is, framkvæmdarstjórn á Græn- landi sem hér og með einvalds- skuldbindingunni í Kópavogi 16u2 cinveldi yfir Grænlandi s°m hér. Sem íslenzkt land íyjguist Grænland með íslandi burt frá Noregi og undan Nor- egs krónu 1814—-1819. Dan- mörk hefur aldrei með nokkr- um hætti eignazt yfirráðarétt yfir Grænlandi. Heimild Dan- merkur til að stjórna Græn- landi er ekki yfirráðaréttur hennar, heldur umboð frá ein- valdskonungi íslands til að fara þar með stjórn. Og nú þykir íslenzku þjóð- inni miklu meira en nóg kom- ið af dönskum misþyrmingum og óvirðingum á Grænlending- um á íslands ábyrgð. Því er það krafa íslenzkra Grænlands- áhugamanna, að Danmörk skili nú þjóð vorri stiórnartaumun- um á Grænlandi, en að öðrum kosti verði mál þetta lagt fyr- ir alþjóðadóm. Jön Dúason. Frjáls þjóð — Laugardaginn 23. apríl 1960 9 (jte&llecjt óumar í ! Sveinabókbandið h.f., Grettisgötu 16. Prentsmiðjan Oddi h.f., Grettisgötu 16. B S ,MWf 1 mAirvnceu,vcaK3iniDjnn HaxOQ hÁ Prjónastofan Hlín, Skólavörðustíg 18. Prentmyndastofa Helga Guðmundssonar. Sameinadajv^rksmidjua/grek BRÆÐRABORCARSTIC 7 - REYKJAVÍK Radíóstofa Vilbergs og í>orsteins, Laugav. 72. Melabúðin, Hagamel 39. Belgjagerðin h.f. — Skjólfatagerðin h.f. eoiíeat óumar! ! Slippfélagið í Reykjavík h.f. '1

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.