Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.04.1960, Side 10

Frjáls þjóð - 23.04.1960, Side 10
Halldór Pétursson: Hugkvæmni húsa- Það er náttúrlega engin ný bóla, að heyra um alls konar brellur í sambandi við útvegun peninga og auðsöfnun, en þó er eins og maður kippist ögn við í hvert sinn er eitthvað sniðugt ber að dyrum, allt frá afkynjun okurvaxta, niður i það að skapa refaskott. Vísindi, tækni og vitsmunir sameinast alltaf meir og meir á þeim gullna vegi, að plundra af fátæku fólki peninga og heitir slíkt nú á voru máli viðreisn. Tilefni þessara lína er að segja frá smápeningagildru, sem ég hef ekki heyrt um áður. Mér þótti sagan í fyrstu heldur ótrú- leg, en með því að ég þekki til tveggja aðila, sem lentu í gildr- unni, lcynnti ég mér þetta nán- og reyndist þetta allt rétt vera. Aðferðin er þessi: Húsnæði er auglýst til leigu og upplýs- ingar tilgreindar á vissum stað og tíma. Maður, sem ég þekki, átti að vera fluttur út úr íbúð, en hafði ekki getað fengið hús- næði og stóð uppi vegalaus með konu og börn. Hann sér svona auglýsingu og fer þangað. Aðalmaðurinn er ekki við, en undirmaðurinn seg- ir að íbúð sé til reiðu í fullu standi. Hinn spyr hvar þetta sé og vill fá að líta á íbúðina. — Velkomið, það kostar kr. 300.00 að líta á íbúðina. Þessu varð ekki þokað, en vegna vandræð- anna neyddist maðurinn til að greiða þetta úr léttri pyngju. íbúðin var úti á Seltjarnarnesi og í þannig standi, að heyra mundi undir það, sem stundum hafa verið kallaðar „Mávahlíð- ar“. Maðurinn heimtaði þá pen- ingana til baka, þar sem sér hafi verið gefnar rangar upp- lýsingar. Það segist hinn ekki mega, því sér hafi verið fyrir- lagt að gera þetta. Þessu lauk þó svo vegna einurðar og festu, að maðurinn fékk peningana til baka, en hinn hlakkaði Lítt til þakka eigandans. Hinn aðilinn fór eftir svona auglýsingu og eftir að hafa greitt 200 kr., var honum vísað á íbúð, sem var til leigu. Er þangað kom, var íbúðin í leigu, en líkast til mundi hún vera til sölu. Þessi aðili fékk enga leið- réttingu mála sinna, enda mun slíkt ekki vera vani. Ekkert skal ég um það segja, hvort slíkt sem þetta „varðar við lög“, því mikill hluti órétt- arins liggur utan þeirra marka. Þó svo væri, gæta þessir menn þess, að hafa slíkt ekki vottfast, eða gefa kvittanir fyrir greiðslu. Þetta er aðeins skrifað á þeim tilgangi að fólk láti ekki svona mannkindur snú'a við vösum sínum og auki þannig vandræði sín. Frjáls þjóð — Laugardaginn 23. ápríl 19ú0 braskara Cjleciiieat ! óLtmar: Herradeild P & Ó. Skipholt h.f. Kjötbúðin, Langholtsvegi 17. Tækni h.f., Súðavogi 9. eðllecjt óutmar 1 ! Bifreiðasalan BíIIinn, Varðarhúsinu v/Kalkofnsveg. — Sími 18-8-33. Johan Rönning h.f. Þórshar, Þórsgötu 14. Borgarfell h.f. Ásg. G. GunrJaugsson & Co. WUWFILL 10

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.