Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.04.1960, Blaðsíða 12

Frjáls þjóð - 23.04.1960, Blaðsíða 12
Dr. Jón Dúason: Grænlandsskrif Alþýðublaðsins Grænlandsskrif Alþýðublaðsins hinn 16. febr. og 10. marz þ. á. hafa vakið mikið umtal, bæði í Reykjavík og úti um land. Þann 16. febr. ásakar Alþýðu- blaðið íslenzka Grænlands- áhugamenn fyrir það að gera „kröfur til annarra landa og fiskimiða þeirra.“ Alþj'ðublaðið nefnir ekki löndin með nafni, af þvi að það er að reyna að læða því inn í huga lesenda sinna, að þetta séu lönd og' fiskimið, sem Græn- lendingar eigi, vitandi það, að hérlendis viidu menn sizt gera á hluta þeirra á nokkurn hátt. En Grænlendingar eiga eng- in fiskimið. Allir sævar, vötn og ár Grænlands eru „eign“ danska ríkissjóðsins. Já, það hefur enda síðan 1945 setið í Danmörku ríkisskipjað nefnd, sem hefur verið að undirbúa ítám danska ríkissjjóðsins á öllu landgrunni Grænlands, en ekki Grænlendingum til handa. Öll „jörð“ Grænlands, allt land þar og öll náttúruauðæfi á og í láði og legi, eru „eign“ (þýfi) danska ríkissjóðsins. Enginn Grænlendingur getur keypt, eða getur með nokkr- um hætti gert sér von um að geta nokkru sinni eignazt góm- stóran blett af Grænlandi eða sævum þess. Þetta er ekki falt fyrir neitt. En þegar að því kemur, að Danir selja erlendu stórveldi Grænland, á þessi mikla fast- eign að fylgja með í kaupunum! í sömu forystugrein (10/3. 1960) ásakar Alþýðubl. íslenzka Grænlandsáhugamenn um að seilast „til yfirráða yfir öðrum. löndum“. Af sömu lævísi og áður nefna þeir ekki löndin og reyna að læða því inn í huga lesandans, að það séu lönd, sem Grænlendingar ráði yfir. En Grænlendingar eiga ekki og hafa aldrei átt yfirráðarétt yf- ir Grænlandi eða neinu öðru landi. En 1953 létu Danir þá „nauðuga viljuga“ innlima sig sjálfa sem amt í Danmörku. Þetta var enn verra þrælatak en taka átti ísleninga á þjóð- fundinum 1851. Nú sitja 2 al- gjörlega áhrifalausir Grænlend- ingar á Ríkisþingi Dana. En amt í Danmörku er Græn- land aðeins á einn veg. Fyrir 1953 var farið með það sem danska þrælanýlendu að hætti 17. og 18. aldar. Og sú staða þess er óbreytt. Grænland er einasta lokað land í veröldinni. í raun og veru er það ekki land í venju- LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 1. viku sumars. Bók um Nordahl Grieg Nordhal Grieg slik jeg kendte ham heit- ir bók, sem frú Gerd Grieg hefur ritað og segir hún fr^ kynnum þeirra hjóná og ást- um, baráttuárum skáldsins heima í gefið út í Noregi. Þar j Noregi, innrás naz- _____________ I ista, flóttanum úr landi, útlegðarárum þeirra og dauða hans. Þetta er merkileg bók. Island og íslend- ingar koma þar við sögu. Eftir á að hyggja Þegar við sögðum frá vistaskiptum Ind- riða G. Þorsteinsson- ar, var komist svo að orði, að hann hefði bætzt við á Alþýðu- blaðsjötuna. — Þetta var ekki sagt í niðr- unarskyni við Ind- riða. Hann er meðal hinna dugiegustu blaðamanna og vinn- ur áreiðanlega fyrir sínu brauði. Vísir 50 ára Dagblaðið Vísir á 50 ára afmæli á næst- unni. Á þessu ári mun Gunnar Schram lög- fræðingur gerast rit- stjóri blaðsins ásamt Hersteini Pálssyni. — Hann hefur verið að búa sig undir þetta erlendis síðustu mán- uði og mun senn væntanlegur heim. Þá mtm á þessu ári hefjast bygging prent- smiðju og ritstjórnar- húss fyrir Vísi, á lóð, sem blaðið hefur keypt í Suðurgötu. Vikubla5i5 Fálkinn Nýlega hafa orðið eignaskipti að viku- blaðinu Fálkanum. Svavar Hjaltested hefur selt sinn hluta. Keypt hafa Kristján Guðlaugsson hæsta- réttarlögmaður og Kristján Jónsson framkvæmastjóri hjá Vísi. Stofnað hefur verið hlutafélag um útgáf- una. Skúli Skúlason stofnandi blaðsins og ritstjóri er meðal hluthafa. Þeir ætla að kaupa eða stofna prentsmiðju handa blaðinu og e. t. v. prentmyn dager ð. fHeiri músík Litlu fréttablaði hefur borizt bréf, þar sem spurt er, hvers vegna stundum heyr- ist dynjandi músíkk undir dagskrá út- varpsins, og spyr bréfritari, hvort hér sé tækjum um að kenna. . Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Lit- ið fréttablað hefur aflað sér, mun hér ekki vera tækjum um að kenna, hin nýju tæki munu yfirleitt vera ágæt. Hins veg- ar er einangrun ekki betri en svo í hinu nýja húsi, að sé hljómsveit að æfingu i aðal-upptökusalnum, þá bei’St hljómurinn inn í aðal-þularstof- una, sem staðsett er við hlið salarins, til þesS að skilja í milli hans og skrifstofanna, svo hávaðinn trufli ekki skrifstofufólk tæknideildar. Auk þess mun einn vegg- urinn í aðal-þular- stofunni „dingla" laus ef harkalega er við hann komið. Þess skal að lokum getið, að bréfritai’inn, sem músíkkina heyrði, á ekki heima á Austfjörðum .... legum skilningi, heldur risa- vaxnar danskar þrælabúðir. Fangai'nii', íbúar landsins, eru gerðir fastir á fótum með átt- hagabandi, með lokun landsins, studdri af úthafinu, ísum og jöklum og fjarlægð þess frá öðr- um löndum. Hinir inniluktu fangar, Grænlendingar, eru svo þrælkaðir með miskunnarlausri kaupþi’ælkun, sem varla þarf að lýsa fyrir Islendingum. Ara- biskir þrælasalar hafa verið ( lt- ir og festir upp. En kotríkir.u Danmörkur helzt þetta uppi á 20. öld! Gegn öllum þessum danska ósóma hafa íslenzkir Graxn- landsáhugamenn bai’izt bæði leynt og ljóst. En Alþýðublaðið telur sér skylt að standa vörð um þetta danska fargan. Hvaða rétt hafa Danir til að fara þannig með Grænland? Engan, nema hinn forna og enn Framh. á 9. síðu. Laugardaginn 23. apríl 1960 Morðbréfamálið Pétri þykir stuðnings- menn Ásgeirs minna á aðfarir Syngmans Rhee Nýlega barst blöðum og út- varpi tilkynning frá forsetarit- ara þess efnis, að foi'seti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson hefðij gefið kost á sér til framboðs við( forsetakosningarnar j sumar, og væru meðmælendalistar hjá bæjarfógetum, sýslumönnum og hreppsstjórum víðsvegar um landið. Nú hefur Pétur H. Salómons- son beðið blöð að segja frá því, að hann, sem einnig hyggst vera í kjöri að þessu sinni, hafi kært þetta athæfi stuðnings- manna núverandi forseta fyrir dómsmálaráðuneytinu. Telur hann að hér sé brotinn réttur á sér og öðrum væntanlegum frambjóðendum. Gagnrýnandi í fríi Aðalbókmennla- [ bókmenntagagnrýn- gagnrýnandi Morgun- [ ina. blaðsins, Sigurður A. Magnússon fór rétt eftir ái-amótin í sex- mánaða námsleyfi til Grilcklands. Á meðan rita þeir Kx-istmann Guðmundsson, Hann- es Pétux-sson og Guð- mundur Daníelsson En kemur Sigui'ður aftur að blaðinu? Frézt hefur að Bjarni Ben. vilji bjóða lion- um annað embætti, þar sem minna reynir á sjálfstæða hugsun og andlegar frelsis- kröfur. Veiðarfæri - barnaleikföng Leiðrétting frá Verzluninni Sport. í síðasta blaði Frjálsrar þjóð- ar var frá því skýrt, að fluttar hefðu verið til landsins plast- netakúlur á þeirri forsendu, að um væri að ræða útgerðarvör- ur, sem eru í lágum tollflokki, en þær síðan seldar sem barna- leikföng, en þau eru hátolluð. Taldi blaðið, að m. a. hefði verzlunin Sport haft slíka sölu með höndum. Nú hefur verzlunin Sport sýnt blaðinu tollreikning yfir innflutning á „hand- og fót- boltum úr polyplasti11, þar sem í Ijós kemur, að innflutningur fyrirtækisins á umræddri vöru hefur farið fram með löglegum hætti og 9CKÓ verðtollur verið greiddur, auk innflutnings- gjalds og söluskatts. Eru það einungis þessir plastboltar, sem verzlunin selur. Biður blaðið umrætt fyrirtæki velvirðingar á að hafa að ósekju dregið það inn í þetta mál. Hitt er staði'eynd, að hér hafa verið seldar í nokkrum verzlun- um sem barnaleikföng plast- netakúlur, og hafa verið skorn- ar af þeim höldur þær, er átti að nota til að festa kúlurnar við netin. Mun það mál vera á rann- sókn. Frh. af 1. síðu. Dagbókin. Frá þvií hefur verið sagt í blöðum, að lögregluþjónninn hafi í'itað hjá sér ýmsar óvirð- ingar lögreglumanna og sé sumt af því staðfest með vott- festum vitnisburði lögreglu- manna. Eftir því sem næst verð- ur komist er þetta rangt. Hins vegar mun þessi lögregluþjónn halda dagbók og er þar að sjálfsögðu ýmislegt skráð, sem fyrir hefur komið í starfi hans, en mest munu þar vera einka- mál.. Viðbrögð blaða. Viðbrögð blaðanna hér í Reykjavík hafa verið mjög und- arleg, sumra a. m. k. Morgun- blaðið, málgagn dómsmálaráð- herrans, fór mjög. varlega af stað og virtist í fyrstu ætla að taka þessu máli eins og efni stóðu til og sæmdi stöðu þess. En eftir að manninum var sleppt úr haldi, og svo virtist sem halla tæki á lögreglustjór- ann, breytti það um stefnu og tók að hella sér yfir sakborn- inginn, eins og þegar væri búið að í'annsaka mál hans og dæma hann sekan. Enn strákslegi'i voru viðbrögð dagbl. Vísis. Hann réðist að geð- lækni og sakborningi á hinn ósvífnasta hátt. Bæði hafa þessi blöð blandað pólitík inn í mál- ið í tilefni af ski'ifum Þjóðvilj- ans um lögreglustjóra. En hvað kemur sakborningi við hvað stjói’nmálaritstjórar Þjóðviljans skrifa í blað sitt? Hafa ritstjórar Moi'gunblaðsins og Vísis smitast af móðursý'ki lögreglustjórans, vegna skrifa i blöðunx um persónu hans í for- tíð og nútíð? Eða er lögreglu- stjóri sjálfur farinn að skrifa um þetta mál á málgögn Sjálf- stæðisflokksins? MacCarthyismi. Bæði - kafla þessi blöð hinn sakfellda lögi-egluþjón komm- únista. Þetta er hlægileg fjar- stæða. Maður þessi, sem er ætt- aður frá Patreksfii'ði, er upp- alinn á kunnu Sjálfstæðisheim- ili, móðurbi'óðir hans hefur allt frá stofnun Síálfstæðistlokks- ins, — og raunar lengur — ver- ið einn ötulasti baráttumaður íhaldsmanna á sínum stað og m. a. verið í kjöri fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í kjördæmi sínu, að ekki sé nú talað um í bæjar- málum. Lögi'egluþjónninn hef- ur dyggilega fylgt fordæmi for- eldra sinna og frænda. Hann er flokksbundinn sjálfstæðismað- ur og hefur vist verið það alla tíð sína hér syðra.. Nei. Hér dugar enginn Mac- Carthyismi. Það er ekki blaðanna að dæma í þessu máli, en þeii’ra er að fylgjast með því eins og kostur er og halda áhuga lesenda sinna vakandi, því það er margra skoðun, að hér sé ekki um neitt smámál að ræða. Sann- leikurinn verður hér að koma í ljós, hversu alvarlegur sem hann kann að í-eynast og hvern sem hann slær. Bankavald Framsóknar Frh. at 1. síðu. gjaldeyrisréttindum, eins og nú stendur til að gert verði. Framsókn í snörunni. Framsóknarflokknum gefst kostur á að fá einn bankastjóra, annaðhvort við Landsbankann eða Seðlabankann, en ennþá er óákveðið, hvort heldur verður. Þai'na kemur til klókskapur Sjálfstæðisflokksins. Með bessu ætlar ríkisstjórnin að losa sig við að víkja Vil- lijálmi Þór úr Seðlabank.m- uin, og jafnframt að losa sig við alia ábyrgð á honum. Nú skal það verða einl a- mál Framsóknar, hvort 1 án kýs Vilhjálm enn sem si:in fulltrúa og einkabankasti ra í þessum stofnunum, eftir alit, sem á undan er gengið, eða fleygir honum fyrir br> rð. En hvernig sem það fer, þó að líkur bendi óneitanlega fil, að Framsókn geti ekki kosið Vilhjálm Þór áfram sem banka- stjóra, þá er þó fullvíst, að hann getur ekki orðið aðalbanka- stjóri Seðlabankans eftir breyt- inguna. Aumlegt hlutverk Alfiýðuflokksins. Eins og endranær er hlutverk Alþýðuflokksins aumlegast allra flokka. í vinstristjórninni var hann enginn eftirbátur ann- arra um herhlaupið í bankana til að hnekkja þar valdi Sjálf- stæðisflokksins og afla sjálfum sér og þáverandi stuðnings- flokkum sínum bankastjóra- embætta. Og n ú skal liann enn not- aður til að víkja til liliðar þeiin, sem þá voru inn sett- ir, og örugglega gengur hann jafn glaður og vígreifur til þess verks, ekki sízt, ef liann fengi eitthvert embætti fyrir sig í leiðinni. Svo hörð er'i hans örlög.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.