Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.04.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 30.04.1960, Blaðsíða 1
30. apríl 1960 laugardagur 17. tölublað 9. árgangur Landhelgismálið: Úrslitin í Genf þau beztu, sem við áttum M hótunum og mútum reyndú verndarar okkar, Bandaríkjamenn, að vinna okkur allt það tjon, sem þeir gátu í mesta hagsmunamáli okkar Sjóréttarráðstefnunni í Genf lauk á þann veg, aS ekkert samkomulag náðist þar um jákvæðar reglur um landhelgi eða fiskveiðilögsögu. Hitt er og staðreynd, að aðgerðum okkar um út- færslu fnðunarlínunnar í 12 mílur frá grunnlínum var ekki hnekkt á þessari ráðstefnu, heldur báru allar um- ræður þar og atkvæðagreiðslur þess ljósan vott, að tólf mílna friðunarlína er nú það, sem allir viðurkenna í raun og veru, þó nýlendukúgararnir reyni enn að tefja allsherjar framkvæmd hennar eða fá tímabundna frestun í því efni. Er það sérstaklega eftirtekt- arvert, að engin tillaga kom til atkvæða á þessari ráðstefnu,sem fól í sér minna en tólf mílna fiskveiðilandhelgi, þó að reynt væri með öllum ráðum að fá frestað allsherjarframkvæmd þeirrar reglu um 10 ára skeið. Sú staðreynd, að ekki tókst að fá þann frest lögleiddan, sýnir, að 12 mílna fiskveiði- lögsaga er orðin staðreynd, og hlýtur það að vera okkur Islendingum sérstakt fagnað- arefni, því að það er óbein viðurkenning á því, að við höfum ekki rasað um ráð fram í þessum efnum, og ekki Kór Kvennadeildar Slysa- varnafélags íslands Kór Kvennadeildar Slysa- varnafélagsins í Reykjavík efn- ir til hljómleika fimmtudaginn 5. maí n.k. í Austurbæjarbíó. Söngstjóri er Herbert Hriber- schek og undirleikari Selma Gunnarsdóttir. — Einsöngvari með kórnum er Eygló Viktors- dóttir, en Jórunn Viðár mun leika undir á píanó. Á efnisskránni eru verk eftir innlenda og erlenda höfunda, m. a. tónverk fyrir kór og ein- söngvara eftir Skúla Halldörs- son tónskáld, samið við kvæði Jónasar Hallgrímssonar, ,Ásta'. Mun það verða frumflutt á hljómleikum þessum og hefur tónskáldið tileinkað kórnum það í tilefni af 30 ára afmæli Kyenriadeildar Slysavarnafé- lagsins 1 Reykjavík 28. þ.m. í kórnum eru 30 konur, en formaður er Gróa Pétursdóttir. gengið þar lengra vegna sér- stöðu okkar, sem fiskveiða- þjcð, en talið er hæfilegt öll- um fiskveiðiþjóðum. Osvííin íramkoma „verndaranna". Framkoma verndara okkar Bandarík(iámanna á þessari ráð- stefnu er harla lærdómsrík fyr- ir okkur og aðrar smáþjóðir, sem eiga líf sitt undir fiskveið- jum sínum. 1 Sýnir hún áþreifanlega lýð- ræðisleg vinnubrögð Banda- ríkjamanna og Breta, hve traustir málsvarar þeir eru fyr- ir smáþjóðirnar, ef óverulegir hagsmunir þessara stórvelda þurfa að þoka fyrir lífshags- munum smáþjóða. Að þessu sinni skal þó ekki annað sagt um framkomu Bandaríkjamanna á þessari ráð- stefn* en það, sem lesa má á forsdðu Morgunblaðsins hinn 27. þ. m. Þar segir svo: „Þessaí' atkvæðagreiðslur eru sérstaklega bitur og mikill ó- sigur fyrir Arthur Dean, sem síðastliðinn hálfan mánuð hef- ur haft alla utanríkisþjónustu Bandaríkjanna á bak við sig í stórkostlegri herferð fyrir bræð- ingstillögunni. Þegar ég talaði við hann strax eftir atkvæða- greiðslu, var hann niðurdreginn mjög og skýrði ósigurinn svo, að fjögur ríki hefðu breytt af- stöðu sinni síðan í gærkvöldi. Hefði það ráðið úrslitum. Hann sagði, að Chile hefði lofað að sitja hjá, en greitt atkvæði á móti, Ekvador lofað að greiða atkvæði með, en greitt á móti, Japan lofað að greiða atkvæði esso sinns með, en setið hjá og Filippseyj- ar sömuleiðis.------- Hin langa ræða, sem Dean flutti í nótt-------vár flutt af hroka — eins og Dean teldi sig stjórna allri ráðstefnunni. Það kom fram í ræðu hans, að hann og menn hans hefðu náð á sitt band Suður-Amer- íkuríkjunum með því að styðja tillögu Brazilíu, Kúbu og Úruguay um forgangsrétt strandríkis utan almennrar fiskilcgsögu, og sömuleiðis hefðu þeir náð stuðningi Af- ríkuríkja með því að tryggja framgang tillögu Eþíópíu, Líberíu og Ghana UM TÆKNIAÐSTOÐ, en talið er að samhliða beirri tillögu HAFI BANDARÍKIN HEIT- IÐ BAK VIÐ TJÖLDIN Framh. á 8. síðu. i Alvörukrónan í Kópavogi. ¦ talar við — Magnús Bæring Kristinsson mánann. Hvers vegna eru aðeins lélegar og hættulegar eldspýtur fluttar inn? Um nokkurt skeið hafa ein- göngu verið1 fluttar til landsins tékkneskar eldspýtur. Allir, sem þær hafa notað vita, að þetta eru ekki aðeins lélegustu eldspýtur, sem hér hafa þekkzt, heldur eru þær auk þess stór- hættulegar, og hafa þegar vald- ið ómældu tjóni. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að hér er ekki um að ræða svo- kallaðar „öryggiseldspýtur", sem eingöngu voru hér til sölu fyrir nokkrum árum. í þessum tékknesku eldspýt- um myndast glóð, sem hefur í för með sér stórfellda íkveikju- hættu, ef menn kasta þeim gá- lauslega frá sér. Auk þess brotn- ar önnur eða þriðja hver eld- spýta, þegar kveikt er á þeim og eru mýmörg dæmi þess að slíkt hafi valdið skemmdum á hús- gögnum og fötum manna. Enn má nefna það, að oft kemur það fýrir, að steinninn kastast Iogandi og frussandi út i buskann, þegar kveikt er á þessum eldspýtum og haf a menn unnvórpum fengið brunagöt á föt sín af þeim sökum, auk þeirrar almennu íkveikjUhættu, sem þessu er samfara. Nýlega þeyttist slíkur steinn í augað á manni, sem var að kveikja sér í pípu, og munaði víst minnstu að af hlytist stórslys. Sú spurning hlýtur að vakna, hvað valdi því, að þessi óþverri er fluttur til landsins. Ekki get- ur það stafað af gjaldeyris- skorti, vegna þess,að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða. Verzlunarskýrslur sýna, að við kaupum eldspýtur fyrir um 300 þúsund krónur árlega, og varðar víst ekki miklu hvoru megin hryggjar sú upphæð liggur í öllum þeim milljóna- fúlgum, sem sóað er i hreinu ráðleysi. Varla getur ástæðan verið sú, að þetta sé einkasöluvara, og tóbakseinkasalan sé með þessu að gefa þjóðinni skóladæmi um lélega þjónustu opinberra fyr- irtækja, því að þetta eldspýtna- rusl er henni vissulega til há- borinnar skammar. En hvað hangir þá á spýtunni? Það skyldi þó aldrei vera eitthvað hæft í þeirri sögu, sem gengur, að háttsettir menn með Framh. á 8. síðu. Sabskatturinn kemst upp í 30% FRJÁLSRI ÞJÓÐ hefur bor- izt reikningur frá þvottahúsi hér í bæ. Á reikningi þessum sannast allóþyrmilega, hvílík happa- og glappaaðferð við- gengst við álagningu hins nýja söluskatts ríkisstjórnarinnar. —• Annars talar reikningurinn bezt sínu máli, en hann er sem hér segir: Manchettskyrtur 1 st. kr. 13.45 do. linar 1 st. — 10.10 Alls kr. 23.55 Söluskattur 3% — 7.05 Kr. 30.60 Allir sjá, að hér hefur við- skiptavinurinn verið látinn greiða 30% í söluskatt, eða 7 kr. í stað 70 aura. „Mistök" sem þessi eru með öllu óverjandi, og verður að krefjast þess, að eftirlit sé haft með hámarksálagningu nauð- syrxjavöru og almennrar þjón- ustu, þar sem söluskattur sé meðtalinn. Það er öllu sjald- gæfara, að hægt sé að reka skattheimtu sem þessa öfuga of- an í atvinnurekendur eða kaup- menn, þar sem venjulegast er söluskatturinn falinn í sölu- verði, en dæmi sem þetta gera kröfuna um slíkt eftirlit sjálf- sagða. •

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.