Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.04.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 30.04.1960, Blaðsíða 3
T L frjáls þjóö Útgefandi: Hitstjórn annast: Framkvæmdast jóri: Þjóðvarnarflokkur Islands. Jón úr Vör Jónsson, ábm. Gils Guðmundsson. Ingiberg J. Hannesson. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Áskriftargj. kr. 12,00 á mán. Árgj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Dagur verkalýðsins Amorgun er 1. maí, hinn alþjóðlegi hátíðis- og kröfu- dagur alþýðustéttanna. Fólkið, sem hörðum höndum yinnur hin erfiðustu nauðsynjastörf þjóðfélagsins, hefur helgað sér þennan vordag. Þá minnist alþýða þess, sem á. liðnum áratugum hefur á unnizt fyrir baráttu samtakanna, og strengir þess heit, að halda áfram baráttunni fyrir auð- Ugra menningarlífi allra þjóðfélagsþegna. ' Sú var tíðin, að þorri manna hafði næsta lítinn skiln- ing á gildi verkalýðssamtaka. Átti það ekki aðeins við um „betri borgara“, er svo vildu nefna sig, heldur var vantrúin á nauðsyn og mátt samtaka næsta rótgróin hjá vinnustétt- unum sjálfum. í dag er það viðurkennt af öllum, að tninnsta kosti í orði, að hlutverk verkalýðshreyfingarinnar sé mikið og reglulegt. Æ fleiri hafa látið sér skiljast, að stéttarsamtök alþýðu hafa átt sinn mikla þátt í því, að leysa íslenzku þjóðina úr fjötrum sárrar örbirgðar og efla hana til bjargálna. Þetta er staðreynd, sem skylt er og sjálfsagt að viðurkenna og þakka, enda þótt menn loki ekki augunum fyrir því, sem miður liefur tekizt eða verið ógert látið. Enginn vafi leikur á því, að alþýðustéttirnar horfa nú með miklum ugg fram á veginn. Að völdum situr ríkis- stjórn, sem virðist staðráðin í, að knýja fram harðvítuga afturhaldsstefnu í atvinnu- og fjármálum. Ríkisstjórnin lætur að vísu í veðri vaka, að hinar harkalegu ráðstafanir, sem stórlega skerða lífskjör alls almennings, muni leggja grundvöll að traustu efnahagslífi. Væri það sannmæli, og byrðunum jafnframt skipt réttlátlega niður á þegnana, myndi almenningur vafalítið axla sinn hlut þeirra, án þess að mögla. En þegar allt fer saman: forréttindi og fríðindi, nýju, hömlulausu dýrtíðarflóði skellt yfir og sérstakar ráð- stafanir gerðar til að draga úr atvinnuframkvæmdum, er ekki að undra, þótt almennum launþegum þyki vá fyrir dyrum. 7‘erkalýðshreyfingunni er vafalaust mikill vandi á hönd- * um næstu mánuði og missiri. Sennilega bíða hennar torleystari verkefni en hún hefur átt við að glíma um langt skeið. Hún verður án efa að taka mikilvægar ákvarðanir, sem geta orðið örlagaríkar fyrir þjóðarheildina. Margir eru þegar teknir að bollaleggja um það, á hvern hátt alþýðú- samtökin muni bregðast við aðgerðum ríkisstjórnar pen- ingamannanna, sem einskis virðist svífast og er albúin til stéttastríðs. Enda þótt verkalýðurinn eigi vissulega hendur sínar að verja, er ákaflega mikils um það vert, að farið sé að öllu með gát og ekki rasað um ráð fram. Mikilvægar ákvarðanir við vandasamar aðstæður ber að taka að vel yfirlögðu ráði. Þessi varnaðarorð eru af fullum heilindum mælt. Á engan hátt vill þetta blað draga úr því, að verka- lýðssamtökin beiti öllum skynsamlegum ráðum til að koma í veg fyrir, að „viðreisnarpólitík“ peningamannanna kalli yfir þjóðina böl kreppu og atvinnuleysis. Þeim voða verður að bægja frá, eigi að vera líft í þessu landi. TTm leið og FRJÁLS ÞJÓÐ færir íslenzkum verkalýðs- samtökunum á hátíðisdegi þeirra þakkir fyrir unnin afrek á liðnum áratugum, lætur blaðið í Ijós þá ósk, að þeim megi vel farnast á ókominnni tíð og bera gæfu til að leysa hvern vanda á viturlegan hátt, alþýðustéttunum og þjóðarheildinni til farsældar. Johan GaStung: Gandhi Sikileyjar — Danilo Doici |jað er vandalaust að benda á , inn fangelsisdóm — var sviptur Danilo Dolci — „Gandhi Sik- J vegabréfi sinu í eitt ár, en fékk ileyjar", eins og hann stundum i það aftur í ágúst 1959. En þetta er kallaður — sem andstæðu er aðeins yfirborðið. Alltaf hefur hann unnið sleitulaust í fátækra- hverfunum og sveitunum i norð- vesturhluta Sikileyjar, búið við eina af aumustu götunum i Part- inico með konu sinni, sem er ekkja eins af fórnarlömbum óaldar- lýðsins, fimm börnum hennar, fjórum börnum þeirra og fjórum börnum, sem þau hafa gengið í þessarar sólbrenndu Miðjarðar- hafseyjar. Annars vegar er boðskapur Dolcis um að beita ekki ofríki, en vinna saman til þess að sporna við niðurrifsölfunum í náttúru og samfélagi — hins vegar kúgun og fátækt Sikileyj- ar. En þessi maður er hvorki hinn fyrsti né eini, sem verður til þess að bjóða byrginn náttúru og erfðavenjum Sikileyjar. Þar til mætti nefna nokkrar aðgerðir af hálfu stjórnarvaldanna, hinn þjóðholla stigamann, áróður kommúnista og að nokkru marki verk þeirra, svo og viðleitni kirkjunnar o. s. frv. En það, sem veldur því, að Dolci er frekari frásagnar verð- ur, er sérstæði hans: ef til vill mætti orða það svo, að hann sé fulltrúi fyrir nokkur grundvall- aratriði í hinni hagnýtu sið- fræði Gandhis, lagfærð og gróð- ursett í vestrænu þjóðfélagi. ★ Tfm ævi hans og störf liggur ” allt Ijóst fyrir: Dolci fædd- ist 1924 í Trieste, og samband hans við Sikiley var ekki annað en það, að faðir hans hafði unn- ið um skeið i smábænum Trapp- eto rétt hjá Partinico — þar er sandströnd, sem hefði mátt gera bæinn að frægum baðstað, en nú þess ag mótmæla niðurniðslu er þar örsnauður, lítill fiski- mannabær — þar sem togara- hans um það, hvað Sikiley geti orðið. Erfitt er að gera sér grein fyrir stjórnmálaskoðunum Dol- cis, því að hann á ekki heima í neinum básanna, sem okkur er tamt að marka mönnum. Hann er ekki i neinum stjórnmála- flokki né heldur kirkjufélagi og hefur ekki látið skíra börn sin. Hann hefur mikinn áhuga á ýms- um félagslegum umbótum, sem á döfinni eru á Norðurlöndum og fylgist vel með þeim. En hann foreldra stað. Það er að segja 13 óttast einangrun manna, sem að tölu. 1 fljótu bragði sér maður fyr- ir sér fimm þætti starfsemi hans. Það er ljós vitnisburður um fjöl- hæfni þessa manns. ★ pyrst er þar til að nefna hin * þjóðfélagslegu mótmæli. Það er að lýsa neyðinni, hungrinu og hinum algera skorti á mannleg- um metnaði fyi'ir þeim, er á ! hann vilja hlýða, og sérstaklega fyrir þeim, sem með völdin fara. En mótmælaaðferðin er frum- leg: ekki blaðaskrif, ekki erinda- flutningur í útvarp, ekki ræðu- höld á mannfundum. Til þess að mótmæla ránfiskinu á miðum fiskimannanna í Trappeto, hó- aði Dolci fiskimönnunum saman hann þóttist verða var við í norð- lægum löndum og væri undirrót afbrota meðal unglinga og of- drykkju. Þess vegna er dreifing- in svo áberandi í mynd hans af velfarnaðarrikinu — leggja beri sem mesta áherzlu á frumkvæði, skipulagningu að neðan, ekki valdboð að ofan. Hugsýn og mójtmæíli, hvort tveggja án valdbeitingar, ásamt nánum raunkynnum af kjörum þess fólks, sem hann vinnur fyr- ir, var þó ríkari þáttur í störfum hans fyrir nokkrum árum en nú orðið. Leiðin frá mótmælum til a. m. k. námunda við veruleik- ann er löng, og Dolci er nægilega frumlegy.r á hinum pólitfska markaði til þess að nota sjálfur leikin á hljómplötur tónverk eft- ir Bach og Bcethoven. Þátttak- endur hétu því hátíðlega að grípa aldrei til ofbeldisaðgerða. fiski og djúpsprengjur gera veiðivon fiskimannanna að engu. Einna frásagnarverðast frá æskuárum Doilcis er það, að hann neitaði að gegna herþjón- ustu á stríðsárunum ,,af því að hann vildi ekki drepa menn og sízt af öllu fyrir Þjóðverja." Eftir stríðið nam-hann húsa- á ströndinni til 24 stunda föstu | rannsóknil. Cg verklegar fram- — og .meðan þeir voru þar, voru : kvæm(lir) sem baráttutæki, en láta sér ekki nægja að hvetja aðra til að gera það. 1 flestum vanþróuðum löndum eru hag- skýrslur einnig af vanefnum gerðar, og af því flýtur, að opin- berar skýrslur um ástandið stangast einatt svo á, að stjórn- málaflokkarnir geta notað þær að vild sinni, hvort heldur er i baráttu fyrir breytingum eða óbreyttu ástandi. Sé hagskýrslu- gerðin ðkki svo traust, að ekki orki tvimælis, vantar veigamikla forsendu fyrir pólitískum athöfn- um. Þetta hefur Dolcis gert sér ljóst og komið af stað geysimik- vegar, fékk hann 300 af atvinnu- leysingjunum til þess að taka sér haka og reku í hönd og hefj- ast handa um vegarbæturnar, enda þótt þeim væri bannað það: eins konar endaskipti á verkfalli, þar sem menn neita að vinna ekki, í stað þess að neita að vinna. Það liggur i augum uppi, að hvort tveggja tiltækið vakti athygli á starfsemi hans, eink- !eLðarTSLT TTTT°g Sklif!ði «m af því að i síðara skiptið var ! im starfsemi til þess að afla honum varpað í fangeisi — en staðgóðra upplýsinga um heilsu- mestur varð árangurinn af þessu far) óiæsii atvinnuleysi, búrekst- trúlega sá, að það stjakaði við ur 0 fl petta er orðið að þjóð- sinnuleysinu, og veikti trú félagslegri rannsókn, að sumu manna á það, að ekkert nema of- leyti frábærri að notagildi, ásamt beldi kæmi að gagni i baráttunni viðtölum við fólkið að baki hag- við atvinnuleysið. ’ skýrslunum. Samferða mótmælunum er | fer víðsvegar um landið og kemur á mörg heimih, sem önnur Reykjavíkurblöð ná ekki til. Frjáls Þjóð er því gott auglýsingablað. tvær stuttar ritgerðir — en svo sneri hann algerlega baki við sín- um borgaralega framavegi, eins og það er kallað — sýnilega knúinn af þjóðfélagslegri köllun sakir vandamálanna, sem við var að etja á Italíu eftir styrjöldina og þá sérstaklega varðandi mun- aðarlausu börnin. 1 janúar 1952 kom hann til Trappeto, hins forna vinnustaðar föður sins — með 30 lírur í vasanum — en með þrjú vopn til baráttunnar: í hjarta sínu logaheita samúð með þeim, er bágast áttu, í heila sin- um verklega og fræðilega reynslu og lygilegt vinnuþrek, sem einnig minnir á Gandhi. Síðan er hann orðinn 35 ára. Hann hefur ferðazt margsinnis til Norður-ltalíu, farið viðsvegar um Norður-Evrópu 1958 og aftur í vetur, skrifað 6 bækur og vinn- ur nú að þeirri sjöundu, ein af þeim hefur raunar verið gefin út á 5 þjóðtungum i 6 löndum, hlotið Viareggó-bókmenntaverð- launin, sovézku Leninverðlaunin fyrir framlag sitt til þjóðfélags- umbóta, verið handtekinn og set- ið í fangelsi tvo mánuði, þrisvar verið leiddur fyrir rétt — sýkn- aður tvisvar, en þriðja sinnið þolað 11 mánaða skilorðsbund- hugsýn Dolcis — sælurhið, von Framh. á 4. síðu. Höfundur pessarar greinar, Johan Galtung magistér í þjóðfélagsfrœði, veitir forstöðu í Noregi visindalegum rannsóknum, er miða að því a.8 relcja til rótar og skýr- greina þá hluti, er valda árekstrum og vinslitum ein- staklinga, hópa og heilla þjóða, í því skyni að koma .í veg fyrir styrjaldir. Með honum vinna að þessum rann- sóknum 5 ungir, norskir vísindamenn, konur og karlar, með háskólamenntun í þjóðfélagsfrœði (sociologi), þjóð- frœði (etnografi) og skyldum greinum. Johan Galtung sat 1954—55 í fangelsi og afplánaði þar dóm fyrir að neiía að gegna herskyldu. (En þá var forsœtisráöherra í Noregi Oscar Torp, sem í cesku sinni hafði þolað tugthúsvist fyrir sömu sakir!) í fangelsinu hugkvœmdist J. G. aö skrifa ritgerö um fanga í fangelsi — fangasamfélagið — og 1957 fékk hann hana viðurkennda sem prófritgerð til meistaraprófs í þjóðfélagsfrœði við Oslóarháskóla. Rit- gerðin er nú komin út, endurskoðuð, í bókarformi á veg- um Háskólaforlagsins í Osló með styrk frá Visindaráði Noregs. — Greinin er þýdd úr ORIENTERING, málgagni norskra vinstri-jafnaðarmanna. 3 Frjáls þjóð — Laugardaginn 30. apríl 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.