Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.05.1960, Side 1

Frjáls þjóð - 07.05.1960, Side 1
7. maí 1960 laugardagur 18. tölublað 9. árgangur Georg liöþjálfi Hér sjáið þið hinn frœga Georg liðþjálfa, „sem 'oandaríski land- herinn skildi eftir til að annast fyrir sina hönd varnir íslands í félagi við fluoher og flota,“ eins og Jónas Árnason kemst að orði í frásögn sinni af Keflavíkurflugvelli liér inni i blaðinu í dag. Eins og fram kemur í frásögninni, átti Georg annríkt einhvers- staðar við gœzlustörf, meðan stóð á heimsókn Jónasar, en nokkru seinna náðist þessi mynd af Georg þar sem hann var sem snöggv- ast að hvíla sín lúin bein. Fiskverðið til bátanna nærri helmingi hærra í Noregi en hér Er það auðsöfnun fiskeinokunarhringanna erlendis, sem veldur þessum gífurlega verðmun? Undirrót hmnar árlegu skattpíningar, sem við höf- um átt við að búa, margvíslegra styrkja handa báta- og togaraútgerð og endurtekmna gengisfellmga hefur venð sú, að fiskvinnslustcðvarnar neituðu að greiða jiað verð fyrir fiskinn upp úr sjó, sem skipin þurftu að fá, til þess að útgerðin gæti, borið sig. Enginn reki hefur verið gerður að því af opinberri hálíu að rannsaka það ofan í kjölinn, hvort fiskein- okunarhnngarmr gátu greitt meira fyrir fiskinn upp úr sjó, en raun var á, en tapinu velt með margvíslegu móti gagnrýnislaust yfir á herðar almennings. FRJALSRI ÞJÓÐ hefur nú tekizt að afla sér upplýsinga um verð bað, sem norskar fisk-j vinnslustöðvar borga bátum þar í landi fyrir fiskinn upp úr sjó, slægðan með haus. Kemur þá í ljós, að fiskverðið til bát- anna í Noregi er nærfellt helm- ingi hærra en það verð, sem fiskvinnslustöðvar hér vilja Steinbítur . ... 1,97 Karfi . .. 2,37 Keila ... 2,16 Langa .... . . . . . .. . 2,35 Ufsi ... 2,11 Ríkissjóður dæmdur til að greiða 750 þúsund krónur skaðabætur Ingólfur Jónsson kaupfélagsstjóri gegn Ingólfi Jónssyni ráöherra Eins og' kunnugt er, hefur myndazt dálítið verzlunar- þorp við eystri enda brúarinnar j fir Ytri-Rangá. Þorp þetta heitir Hella og hefur vaxið utan um rekstur kaupfélagsins Þórs, en þar er kaupfélagsstjóri Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra með meiru. Verzlunarhús kaupfélagsins er á aðra liönd vegarins en hótel þess á hina. Ný brú. Nú hefur verið ákveðið, og' er raunar þegar hafin smíði nýrrar brúar nokkru neðar en þar sem gamla brúin stendur og mun þar tvennt valda: í fyrsta lagi er núverandi brú orðin léleg og auk þess ekki fær stærstu bílum vegna þrengsla, og á öðru lagi þá mun þjóðveg- urinn vestan megin brúarinnar mjög snjóþungur og því illa staðsettur, og þykir því ærin ástæða til að færa aðkeyrsluna að væntanlegri brú. Þetta veldur því, að þjóðveg- urinn kemur til með að liggja framhjá Hellu, þótt auðvitað verði þangað greiður og stutt- ur afleggjari þaðan sem nýi vegurinn kemur saman við þjóðveginn austan árinnar. Ingólfur stefnir. Ingólfi kaupfélagsstjóra mun hafa þótt það illur kostur, að verða ekki lengur jafn greini- lega í þjóðbraut ef svona færi, en ekki hefur það breytt á- kvörðun vegfróðra manna um staðsetningu brúarinnar. Þá gerist það næst í málinu, að Ingólfur stefnir fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs, en sá háttur er alltaf hafður á, þeg- ar skaðabóta er leitað úr ríkis- sjóði, jafnvel þótt framangreind ráðstöfun heyri undir annað ráðuneyti, í þessu tilfelli sam- göngumálaráðuneytið, en þar situr í öndvegi Ingólfur Jónsson i ráðherra! i Ekki mun harka hafa hlaup- ið í málið, enda munu þeir Ingólfur kaupfélagsstjóri og Ingólfur ráðherra ekki vera mjög grimmir andstæðingar. Varð því að samkomulagi milli deiluaðila að láta gerðardóm skera úr í málinu, en sniðganga alveg dómstólaleiðina. Gerðar- dómur var því skipaður og Framh. á bls. 10. borga. Ber í því sambandi að hafa það hugfast, að vinnulaun við fiskvinnslu hér eru mun 1 æ g r i en í Noregi eftir geng- isfellinguna. Beinan samanburð á fisk- verði til bátanna hér og í Nor- egi er erfitt að gera, eins og sakir standa, vegna þess að ekki hefur verið samið um fisk- verðið hér ennþá. Landsamband íslenzkra út- vegsmanna hefur að vísu sett fram ákveðnar kröfur um fisk- verðið, en fiskvinnslustöðv- arnar hafa til þessa neitað að greiða það verð, og ber mikið á milli. Kröfur L. I. 0. Verð það, sem L.Í.Ú. hefur krafizt að fá eftir gengisbreyt inguna fer hér á eftir til sam- anburðar við norska fiskverðið, þó óiíklegt sé, að bátaeigend um takist að fá það verð. Kröfur L.Í.Ú. eru þessar, miðað við fisk upp úr sjó, slægðan með haus. Verð pr. kg. Þorskur (línufiskur) 2,71 Ýsa 2,71 Sögulegur bankastjóra- fundur Veröa innlánsdeildir kaupfélaganna lagðar niður? Fyrir nokkrum dögum boð- aði Vilhjálmur Þór alla banka- J stjóra og sparisjóðsstjóra af ■ landsbyggðinni á sinn fund hér | í Reykjavík, til að leggja þeirn I lífsreglurnar, og láta þá kynn- ast veldi sínu áður en yfir lýk- ur. Var þess getið í boðsbréf- inu, að Seðlabankinn greiddi ferðakostnað fundarmanna, ef þess yrði óskað. (Sagan segir, að sparisjóðsstjórar Hafnar fjarðar og Kópavogs hafi hald- ið til haga strætisvagnamiðun- um). Þegar Vilhjálmur hafði sett fundinn og skýrt tilgang hans með „pompi og pragt“, kvaddi einn aðkomumanna sér hljóðs Framh. á bls. 10. Þess má geta, að vinnslu- stöðvarnar bjóða fyrir línu- fisk 2,20 og kr. 1,49 fyrir netafisk. Fiskverðið í Noregi. í Noregi eru mismunandi verðlagssvæði, og verður hér aðeins sýnt lágmarksverð á hæsta og lægsta verðlagssvæði. Norska verðið er umreiknað eftir KAUPGENGI á norskú krónunni, sem er lítið eitt lægra en sölugengið. Lágmarksfiskverðið á hæsta verðlagssvæði Noregs er sem hér segir: Verð pr. kg. Þorskur (yfir 43 cm) 4,52—4,79 Þorskur (undir 43 cm) 3,67 Ýsa (stór, til frystingar) 4,25 Ýsa (önnur verkun) .... 2,77 Steinbítur ............. 2,40 Karfi .................. 4,20 Keila .................. 3,76 Langa .................. 4,52 Ufsi ................... 3,67 Á lægsta verðlagssvæði í Noregi er lágmarksverðið til bátanna svo sem hér segir: Verð pr. kg. Þorskur (yfir 43 cm) .. 4,20 Þorskur (undir 43 cm) 3,30 Ýsa (stór, til frystingar) 3,67 Ýsa (önnur verkun) ... 2,61 Steinþítur ............. 2,40 Karfi .................. 3,67 Keila .................. 3,46 Langa .................. 4,20 Ufsi ................... 3,00 Þess ber að geta, að fisk- vinnslustöðvar í Noregi fá nið- urgreiðslu á þessu verði eða vinnslustyrk, sem nemur frá 6—8 aurum norskum á kg. eft- ir tegundum, enda eru vinnu- laun þar, eins og áður er getið, til muna hærri en hér eftir gengisbreytinguna. Krefst skvringa og rannsóknar. Sá gífurlegi munur á liæsta ferskfiskverði, seni hér hefur verið krafizt, og því lægsta verði, sem Norg- es Raafiskelag hefur ákveð- ið þar í landi, og þær stað- reyndir, sem FRJÁLS ÞJÓí> leggur nú á borðið í því efni, krefjast skýringa. Frarnh. á 8. síðu. ,

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.