Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.05.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 07.05.1960, Blaðsíða 3
frjáls þjóð tJtgefandi: ÞióOvarnarflokkur Islands. Ritstjörn annast: Jón úr Vör Jónsson, ábm. Gils Guömundsson. Framkvæmdastjóri: Ingiberg J. Hannesson. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Áskriftargj. kr. 12,00 á mán. Árgj. kr. 144,00, i lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Ragnar Arnalds: Pistill um sænsk stjórnmál 'IT'yrir nokkrum dögum átti höfundur þessa pistils orða- skipti um stjórnmálaástandið við kunnan reykviskan borgara, einn af stuðningsmönnum núverandi ríkisstjórn- ar. Maður þessi hefur jafnan verið öruggur kjósandi Sjálf- stæðisflokksins, enda þótt hann taki ekki mjög hátíðlega og án gagnrýni hvert það orð, sem fram gengur af munni ,,foringjanna“. Sjálfstæðismaður þessi mælti eitthvað á þessa leið: Að vissu marki er ég sammála ykkur þjóð- varnarmönnum um gagnrýni þá, sem þið hafið haldið uppi í biaði ykkar á efnahagsmálastefnu núverandi ríkis- stjórnar. Sú skoðun ykkar hefur vafalaust mikið til síns máls, að skynsamlegast hafi verið, úr því sem komið var, að leitast við að lækna meinsemdir efnahagslífsins Stig af stigi í nokkrum áföngum, eftir fyrirfram gerðri áætlun. Einnig er ég ykkur algerlega sammála um það, að eina vonin til þess að þjóðin sætti sig við aðgerðir, sem hlutu að hafa ,í för með sér rýrnandi lífskjör um stund, var stór- félldur niðurskurður þarflausrar eyðslu hins opinbera og afnám margvísiegra fríðinda stjórnmálamanna og gæðinga þeirra. Þar átti að hefjast handa um að grafa fyrir rætur meinsins. Fordæmið, sem með því hefði verið gefið, var ljósastur vottur þess, að nú væri stjórnmálamönnunum full alvara. Þetta létu þeir ógert, og það á áreiðanlega eftir að torvelda þeim leiðina að settu marki. En þó að gagnrýni ykkar sé hárrétt í þessum efnum og reyndar ýmsum öðrum, bætti hann við, þykir mér hún helzt til óbilgjörn. Það er eins og þið hafið gleymt því, sem engir héldu fram af meiri skörungsskap né með hvassari rökum en ykkar eigið málgagn, að hið gamla efnahags- kerfi hafði gengið sér til húðar og var með öllu óhafandi. Mikið er til þess vinnandi, að losna við uppbótakerfið og ná greiðslujöfnuði við útlönd, en að því er nú stefnt með ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, hvort sem það tekst eða ekki. Úr því mun reynslan skera. Oú skoðun, sem fram kemur í síðustu orðum sjálfstæðis- ^ mannsins, sem til er vitnað hér á undan, þarf nokk- urrar athugunar við. Hún er það hálmstrá, sem ýmsir fylgj- endur stjórnarflokkanna grípa til, er þeir leitast við að finna einhver rök til réttlætingar ríkjandi stjórnarstefnu. Afnám styrkjakerfisins var svo nauðsynlegt, segja þeir, að til að losa þjóðina við það, eru hinar harkalegu efnahags- aðgerðir verjandi, þótt meingallaðar kunni að vera að mörgu öðru leyti. Vissúlega er það rétt, að þjóðin bjó við uppbóta- og styrkjakerfi, sem var háskalegt og hafði fært margvisleg- an atvinnurekstur úr eðlilegum skorðum. Það er einnig rétt, að hluti hins gamla styrkjakerfis hefur nú verið af- numinn. En þó að þetta sé viðurkennt, má ekki loka aug- um fyrir því, að drjúgur hluti þess stendur enn eftir og krefst meiri fjármuna en nokkru sinni fyrr. Og enn er styrkjakerfið fært inn á ný sviði Þessu til sönnunar skal bent á eftirfarandi atriði: Á fjárlögum þessa árs er áætlað, að varið verði yfir 300 milljónum króna til niðurgreiðslna á vöruverði. Er það meira en tvöföld sú upphæð, sem til þeirra var varið á árinu 1958. Nú er í fyrsta skipti farið inn á þá braut að greiða niður erlendar vörur. Eftir að sá háttur er einu sinni upp tekinn, er hætt við, að áfram verði haldið 1 vax- andi mæli. Þá er nú ákveðið með lögum að verja um 100 milljónum króna til fjölskyldubóta með fyrsta og öðru barni. Er hér einnig um nýjan styrk að ræða. Þetta nýia landnám uppbóta- og styrkjakerfisins hefur að sjálfsögðu í för með sér auknar álögur að sama skapi, svo að í flestum tilfellum má segja, að tekið sé úr einum vasa skattþegnsins og látið í hinn. Vitanlega hefur þetta fyrirkomulag stóraukna skriffinnsku í för með sér. '17'yrir styrkjum þeim, sem hér um ræðir, væri ekki hægt að færa nein rök, ef ríkisstjórnin hefði ekki með að- gerðum sínum hleypt af stokkum óðaverðbólgu, sem hækk- ar stórlega allt vöruverð. Þar sem stjórnarfar væri með skaplegum hætti, skattheimta við hæfi og fjármálaástand nokkurn veginn heilbrigt, þætti vafalaust fjarstæða að hjón með eitt barn þyrftu opinberan styrk til að annast framfæri þess. jfjingkosningar standa fyi-ir dyr- um í Svíþjóð. í haust á að kjósa 231 fulltrúa í aðra deild (karamar) Ríkisdagsins, og kosningabaráttan er auðvitað hafin fyrir löngu. Tæplega er unnt að segja, að sænskur al- menningur hafi sérlega mikinn áhuga á þessum kosningum — að minnsta kosti ekki í saman- burði við áhuga Islsndinga, þeg- ar þeir kjósa til þings. Sænsku blöðin minnast varla á kosning- arnar, og það er helzt sjónvarp- ið, sem stendur fyrir hressileg- um stjórnmálaumræðum. Sennilega stafar þessi doði og áhugaleysi almennings fyrst og 1 fremst af þreytu eftir allan há- vaðann í kringum eftirlaunamál- ið. Haustið 1957 fengu Svíar að velja í þjóðaratkvæðagreiðslu um tvær andstæðar tillögur og þá þriðju til málamiðlunar í eft- irlaunamálinu, og þegar engin 1 tillaga hlaut nægan meirihluta, varð að kjósa nýtt þing. Og eftir þessar orustur var málið. ekki útkljáð. Eftir þingkosningarnar stóðu fylkingarnar hnífjafnar að vígi: kommúnistar og sósialdem- ókratar réðu yfir jafnmörgum atkvræðum til samans og hinir flokkarnir þrír. Til þess að koma í veg fyrir, að örlög þessa stór- máls yrðu ráðin af dutlungum heppninnar, þ. e. a. s. með því að henda fimmeyring upp í loftið, þá ákvað einn af þingmönnum frjálslyndra (Folkepartiet) að svikja flokk sinn og sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Þessi ákvörð- un var auðvitað reiðarslag fyrir andstæðinga eftirlaunafrum- varpsins og olli miklum æsingi og styrjöld um auða atkvæðið, en maðurinn lét ekki bifast, og sænska þjóðin komst á eftirlaun. J Stjórnarskrá Svía fyrirskipar, kosningar í aðra deild þingsins reglubundið fjórða hvert ár, og ■ þær lenda víst alltaf á hlaupári, I en stjórnarrof og aukakosningar v á miðju kjörtímabili hafa engin áhrif á þessa vélrænu reglu. Nú er bæði hlaupár og kosningar, og gamla spurningin er aftur vak- in til lífs: Verða sænskir kratar sigraðir í þessum kosningum, eða missa þeir nú loksins völdin? Pósíaldemókratar hafa verið ** langlífir sem stjórnar- herrar í Svíþjóð. Árið 1932 kom- ust þeir í stjórn, og þar hafa þeir verið síðan, annað hvort einráð- ir, í samsteypustjórn eða eins og nú stjórnandi minnihluti; aðrir flokkar bjarga þeim til skiptis með því að sitja hjá. En nú eru borgaraflokkarnir þrír orðnir leiðir á þeim leik og vilja fella stjórnina, en setjast sjálfir að völdum. Að vísu vantar þá nokkra þingmenn til viðbótar, og kannski fá þeir þá í liaust, en þá vaknar ný spurning: Geta þeir komið sér upp sameiginlegri stefnu og myndað stjórn? 1 desember s.l. voru efnahags- mál til uniræíju. Striing fjár- málaráðherra hafði komizt að þein-i niðurstöðu, að ríkið vant- aði 1600 milljónir sænskra króna í kassann til viðbótar við skatta og aðrar tekjur og hann og hans menn lögðu því til, að kaupend- ur yrðu látnir greiða í smásölu- viðskiptum 4—5% söluskatt til ríkisins af öllum vörum. Tillag- an vakti litla hrifningu með öðr- um flokkum og óvinir stjórnar- innar sáu hér gullið tækifæri að losna við kratana úr stjórn. Þeir töldu að skatturinn, sem kallast oms-inn (omsiittingsskatt) væri mjög eitraður fyrir viðskiptalíf- ið og þungbær fyrir almenning. Allir stjórandstæðingar lögðu fram nýjar tillögur og kjarni þeirra flestra var minnkun út- gjalda rikisins. Hægri riienn vildu t. d. leggja niður mæðra- styrk og kommúnistar skera nið- ur herútgjöldin. Borgaraflokk- arnir þrír voru ákveðnir í að fella stjórnina og höfðu 186 at- kvæði í báðum deildum, sósíal- demókratar höfðu 188 atkvæði, en hvað sjö þingmenn kommún- ista ætluðu að gera vissi enginn. Og þeir höfðu úrslitavald í mál- inu. Þegar kömmúnistar sáu fram á vald sitt reyndu þeir auðvitað að nýta sér tækifærið til hins ýtrasta. Þeir settu upp póker- svip og neituðu að segja nokkuð um væntanlega afstöðu sína þann hálfa mánuð sem umræður fóru fram. Forvitni almennings óx dag frá degi, 5% kjararýrnun lá i loftinu, en tilgangi kommún- ista var náð: Nú gátu allir séð, að þeir höfðu mikil áhrif á stjórn landsins og voru ekki eins ein- angraðir og af var látið. En þegar fram í sótti varð ljóst, að aðstaða kommúnisla var alls ekki svo þægileg. Þeir áttu reyndar völina en báðir kostir voru næstum því jafn bölvaðir. Ekki var það liklegt til vinsælda að standa fyrir 5% kjararýrnun fátækra sem ríka, og enn síður var það gæfulegt að fella jafn- aðarmennina og stuðla að valda-' töku borgaraflokkanna. Aðstaða' þeirra var í sannleika sagt þræl- bölvuð. Og þegar þeir reyndu að semja við jafnaðarmenn um ein- hverjar breytingar, svo að frum- varpið gæti betur samrýmzt stefnu þeirra, vildu sósialdemó- kratar ekkert við þá tala, Og hvers vegna? Jú, þeir voru sjálf- ir úti á hálum ís, höfðu áður not- fært sér stuðning kommúnista í eftirlaunamálinu og voru dauð- hræddir um að verða úthrópaðir svikarar, sem stjórnuðu landinu með Moskumönnum. Prlander forsætisráðherra þykir | vist góður áróðursmaður og I slyngur leikari. Hann kom fram , í sjónvarpsviðtali um þessar I mundir og svaraði nokkrum erí- iðum spurningum um afstöðu . flokksins. Forsætisráðherrann ! talar hægt og alvarlega, en setur stundum upp undarlegt kímnis- 1 glott, dálítið smitandi, um leið og hann hæðist að andstæðing- um sínum. „Sósíaldemókratar starfa ekki með kommúnistum og munu aldrei gera það,“ sagði Erlander og glotti dularfullt í sjónvarpið. „Við leggjum frum- varpið fyrir þingið, og svo mega kommúnistar bara ráða, hvort þeim líkar betur að hafa okkur í stjórn eða hægri mennina." Kommúnistar völdu einnig jafnaðarmennina að lokum, og stjórnin fékk að lifa. Hins vegar felldu þeir úr frumvarpinu skatt- inn á olíum og benzíni, því að þeir munu hafa nokkur völd í legjendasamtökunum, og með þessu tókst þeim að halda leig- unni óbreyttri. Um áramótin hækkaði síðan verðlag í Svíþjóð að meðaltali um 4,2%. Svo virðist sem skattur þessi marki völlinn, þar sem væntan- legur kosningaslagur verður háður. Dansinn er æfinlega með í öllum áróðri borgaraflokkanna, og kratarnir reyna hins vegar að sýna fram á, að aðrar leiðir hafi ekki verið farnar. pyrir skömmu var eínt til kapp- ræðna hjá stúdentasamtök- um Stokkhólms milli tveggja að- al andstæðinga sænskra stjórn- mála um þessar mundir. Fjár- málaráðherrann Stráng og Jarl Hjalmarson, hægri maður og for- ingi stjórnarandstöðunnar, komu í stúdentahúsið og glímdu hart eina kvöldstund. Þeir töluðu til • skiptist, fjórum sinnum hvor og Hjalmarson byrjaði. íhaldsforinginn er lítill maður og vesall i útliti, hefur fremur háa rödd, en talar af mikilli mælsku, snöggur í hugsun og til- svörum. Hann er raunar alger andstæða fjármálaráðherrans, sem er stór og feitur karl, lík- lega bóndi og talar hægt, en af miklu sjálfsöryggi. Það var aug- ljóst, að þessir herramenn höfðu oft lent áður i kappræðum, sem andstæðingar og þekktu því hvor annan vel, — sú hugsun var jafn- vel dálitið áleitin, að þeir þekktu kannski báðir orðrétt pillurnar, sem þeir voru að senda hvor öðr- um. Hjalmarson byrjaði strax í framsöguræðu að minnast á lík- amsvöxt Strángs, en hann fékk það seinna borgað, þvi að Stráng reyndist hafa mikla ánægju af að likja hugsunum andstæðings- ins við smaið hans. Hjalmarson minntist lika oft á sjálfsánægju ráðherrans og kvartaöi yfir því, hversu ferlega grobbinn hann væri. Framsöguræða Hjalmar- sons var ekki sérlega sterk og raunar heldur linleg fyrir for- ingja stjórnarandstöðunnar. — Hann talaði mest um oms-inn og annað eiturbras sósíaldemókrata, en skyndilega kom hann með þessi lokaorð: „Að endingu vil ég minnast á, að viö hægri menn vöruðum þegar fyrir tveimur ár- um við yfirvofandi skorti á hjúkrunarkonum" (!) 0æða fjármálaráðberrans var miklu hvassari og setti mik- ið líf í umræðurnar. Með ertandi rósemi tók hann fyrir tillögur hægri manna um spamað i Framh. á bls. 10. Frjáls þjóð — Laugardaginn 7. maí 1960 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.