Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.05.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 07.05.1960, Blaðsíða 6
RÉTTUR MANNSINS Á JÖRÐUNNI „Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvizku, og ber [xdm að breyta bróðurlega hverjum við annan. -Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar - engan greinármun gera vegna kynþáttar, litarháttar, ■ kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. Engan inann skal hneppa í þrældóm né nauðungarvinnu. Enginn maður skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri 'eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Allir menn skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd Jreirra, án manngreinarálits. Ber öllum mönnum réttur til verodar gegn hvers konar misrétti, sem í l)ág bi ýtur við vfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áróðri til þess að skapa slíkt misrétti. Ekki má eftir geðþótta taka menn fasta, hneppa þá í fangelsi eða varðhald né gera útlæga. Hvern þann mann, sem borinn er sökum fyrir refsivert athæfi, skal telja • saklausan, unz sök hans er sönnuð lögfullri sönnuii fyi'ir - opinberum dónrstóli, enda hafi tryggilega verið buið um vörn sakhornings. • Eigi má eftir geðþótta raska heimilisfriði nokkurs manns, hnýsast í einkamál hans eða bréf, vanvirða hann eða spilla mannorði hans. Ber hverjum manni lagavernd gagnvart -slíkum afskiptum eða árásum. Frjálsir skulu menn vera - ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis. Rétt skal mönniun vera að fara af landi hurt, hvort sem er af . sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns. Rétt skal mönnum vera að ieita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum. Konum og körlum, sem hafa aldur til j)ess að lögum, skal heimilt að stofna til hjúskapar og fjölskyldu, án tillits til kvnþáttar, þjóðernis eða trúarbragða. Allir menn skulu lrjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar. 1 þessu fehst frjálsræði til að skipta um trú eða játningu og enn fremur til að láta i ljós trú sína eða - játningu, einir sér cða í félagi við aðra, opinherlega eða i einslega, með kennslu, tilbeiðslu, guðsþjónustum og lielgihaldi. Hver maðitr skal frjáls skoðana sinna og að því að láta þær í Ijós. Felur slíkt frjálsræði í sér réttindi til jtess að leita, taka við og dreifa vitneskju og hugmyndum með hverjum hætli sem vera skal og án tillits til íandamæra. Hverjum manni skal frjálst að eiga þátt í friðsamlegum fundahöldum og félagsskap. Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkisstjórnar. Skal hann látinn í ljós með reglubundnum, óliáðum og almennum kosningum, enda sé kosningaréttur jafn og leynileg atkvæðagreiðsla viðhöfð eða jafngildi hennar að frjálsræði. Hver jjjóðfélagsþegn skal fyrir atheina hins opinhera eða ■ alþjóðasamtaka og í samræmi við efnahag og skipulag hvers ríkis eiga kröfu á félagslegu öryggi og jteim efnahagslegiun, félagslegum og menningarlegum réttindum, sem honum eru nauðsynleg til þess að virðing hans og ju'oski fái notið sín. Hver maður á rétt á atvinnu eftir frjálsu vali, á réttlátum og hagkvæmum vinnuskilyrðum og á vernd gegn atvinnuleysi. Hverjum manni her sama greiðsla fyrir sama verk, án manngreinarálits. Allir menn, sem vinnu stundu, skulu hera úr hýtum réttlátt og hagstætt endurgjald, er tryggi þeim og fjölskyldum jjeirra mannsæm lífskjör. Þeim her og önnur íelagsleg vernd, ef þörf krefur. Hver maður má stofna til stéttarsamtaka og ganga i þau til verndar hagsmunum sínum. Hverjum manni ber réttur til hvíldar og tómstunda, og telst þar til hæfileg takmörkun vinnutíma og regluhundið orlof að óskertum launum. Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan lians sjálfs og fjölskyldu hans. Mæðrum og börhum her sérstök vernd og aðstoð. Ilver maður á rétt lil menntunar. Skal hún veitt ókcypis, að minnsta kosti harnafræðsla og undirstöðumenntun. Börn sladu vera skólaskyld. Hverjum manni her réttur til ])ess að taka frjálsan ])átt í menningarlífi jjjóðfélagsins, njóta lista, eiga ])átt í framförum á sviði vísinda og verða aðnjótandi þeirra gæða, er af þeim leiðir. Hver maður skal njóta lögverndar þeirra hagsmuna, í andlegum og efnalegum skilningi, er leiðir af vísindaverki, ritverki eða listaverki, sem hann er höfundur að, hverju nafni sem nefnist.“ (Úr mannréttindayjirlýsingu Sameinuðu þjóðanna) Ég heimsótti Keflavák- -*-• urflugvöll ásamt Ólafi Pálmasyni á - sumardaginn fyrsta. Við höfðum hug á að kynnast þróun mála á staðn- um, en líka langaði okkur að heilsa upp á liðþjálfann Ge- org, sem bandaríski landher- inn skildi eftir til að annast fyrir sína hönd varnir Is- lands í félagi við flugher og flota. Við héldum upp veg- inn til byggðarinnar í heið- inni og hittum tvo íslend- inga. „Hvar er hægt að finna Georg liðþjálfa?“ spurðum við. „Hafið þið pantað viðtal?" spurðu þeir. „Nei,“ sögðum við. „Þá getur orðið erfitt fyrir ykkur að finna Georg lið- þjálfa.“ „Einhvers staðar hlýtur hann þó að hafa höfuðstöðv- Flugvélaskemma flughersins, mesta hús á íslandi. Þarna voru ís ast á magann í fyrra. — í forgrunni: Vatnsgeymir á súlum, sen ar.“ „Höfuðstöðvar Georgs lið- þjálfa eru flugvallarsvæðið allt,“ sögðu þeir. „Hann gæt- ir þess að vera jafnan alls staðar, og vera þó jafnan hvergi. Það er hans hernað- arlist. En hugsazt getur að þið rekizt á hann af tilvilj- un.“ „Þá verðum við að þekkja hann,“ sögðum við. „Hvern- ig er Georg ásýndum?“ „Hann er mókjömmóttur,“ sögðu þeir. „Annars grár. Dálítið einkennilega grár. Sögur herma að hann hafi verið hvítur fyrir mörgum árum, þegar hann byrjaði h;á Hamilton, en hann hafði mikinn áhuga á vélum og varð af því snemma grár. Það gerði smuroMan.“ „Verður Georg þekktur af nokkru fleiru en þessu?“ spurðum við. „Já,“ sögðu þeir. „Hann er mjög loðinn. Hann er svo loðinn, að það sér ekki í augun á honum.“ Við þökkuðum fyrir upp- lýsingarnar og héldum á- fram veginn upp í byggðina í heiðinni. C\ Byggðin í heiðinni er ‘l“J • orðin mikil að hæð og víðáttu. Stórar íbúðarblokk- ir standa í löngum röðum, og skemmur margar gnæfa við loft. Einnig eru tvö kvikmyndahús og fimm aðr- ir skemmtistaðir, sem nefn- ast klúbbar. í einum þeirra er samkomusalur, sem rúm- ar 600 manns í sæti, eða á- lika og Þjóðleikhúsið. I klúbbunum geta menn keypt áfengi eins og þeir hafa ráð á. Það eru svona margir klúbbar af því óbreyttir og yfirmenn mega ekki fara áða saman. Það gæti spillt heraganum. Og slæmur her- agi mundi draga úr varnar- mættinum. Klúbbai'nir eru opnaðir þegar liður á daginn, JONAS ARNASON: flestir um og upp úr klukkan fimm. Okkur var bent á klúbb sem væri aðallega ætlaður liðþjálfum og öðr- um foringjum af svipaðri gráðu. Kannski Georg sé hér inni að fá sér hressingu, hugsuðum við. Okkur var leyft að koma í anddyrið og sjá sem snöggvast í salinn. Það var mikið fjör og hávaði. Það var meðal annars hávaði, sem gat bent til þess að Georg liðþjálfi væri hér staddur, og væri búinn að fá sér einum of mikið, og væri orðinn reiður. En við nánari athugun reyndist þetta vera liðþjálfi úr flug- hernum. O Og enn er byggt. Það '-*• er til dæmis verið að byggja allstóra spennistöð til að taka við því rafmagni, sem ríkisstjórn vor samdi um að herstöðin fengi frá nýrri Sogsvirkjun. Einnig er verið að byggja tvær stórar íbúðarblokkir til viðbótar öllum hinum. Það eru svo- nefndir Suðurnesjaverktak- ar, sem annast þessar fram- kvæmdir. Suðurnesjaverk- takar eru allir traustir og góðir Sjálfstæðis og Alþýðu- flokksmenn. Það er sagt að þeir hafi borgað mestallt öl- ið sem drukkið var á Suður- nesjum í síðustu kosningum. Þessi spennistöð á að taka við rafmagni bví, sem herstöðin fær frá nýju Sogsvirkjuninni. Veldi Framsóknarfyrirtækja á vellinum má heita úr sög- unni síðan núverandi ríkis- stjórn tók við. Bækistöðvar þeirra standa mannlausar með brotna glugga, eins og gömul höfuðból sem eru far- in tí eyði, og sorgin drúpir af upsum. Sic transit gloria mundi. Suðurnesjaverktakar hafa brotizt til valda. Þeir eru d öllu. Þeir eru jafnvel í sorpinu. Það eru þeir sem aka öllu sorpi, samkvæmt sérstökum samningi við Bandaríkjamenn, út á haug- ana fyrir vestan flugvallar- byggðina. Hins vegar hafa þeir enn ekki náð samningi um sjálfa haugana. Það standa verðir á haugunum dag og nótt og reka burt ó- viðkomndi menn, af því það er bannað að hirða þar nokk- urn skapaðan hlut. Nema flöskur. Það hefur verið gerð undantekning með flöskur. Það eru þó ekki Suðurnesja- verktakar sem hafa fengið leyfi t'.l að hirða flöskurn- ar, heldur viss einstakling- ur sem starfar hjá flug- vallaþjónustunni. Sá maður gengur í einkennisbúningi. En einkennisbúninginn ber hann vegna starfs síns í þágu lislenzka ríkisins, en ekki vegna þess að hann hefur fengið einkarétt til að hirða flöskur af haugum Banda- ríkjamanna. /f Fyrir tveim-þrem ár- * • um var flutt á Alþingi frumvarp um að banna er- lend nöfn á islenzkum fyrir- tækjum og forða þannig þjóðerni voru frá þeirri spill- ingu sem stafar af slíkum nöfnum. Frumvarp þetta vakti verðskuldaða athygli, og meðal annars hratt það af 6 Frjáls þjóð — Laugardaginn 7. maí 1960'

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.