Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.05.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 14.05.1960, Blaðsíða 3
frjáls þjóð títgefandi: Þjóövarnarflokkur lslánds. Ritstjórn annast: Jón úr Vör Jönsson, ábm. Gils Guðmundsson. Framkvæmdastjóri: Ingiberg J. Hannesson. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. | Áskriftargj. kr. 12,00 á mán. Árgj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Heimir Þorleifsson: Afli og afætur Land hinna milljón fíla Upplýsingar þær um fiskverð í Noregi, sem birtust í síðasta blaði FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR, hafa vakið mikla athygli og verið ákaft ræddar manna á meðal. Sjómönnum, svo og þeim útgerðarmönnum, sem ekki eiga fiskvinnslu- stöðvar, þykir það að vonum fréttnæmt í meira lagi, þegar í ljós kemur, að fiskverð til báta í Noregi er nærfellt helm- ingi hærra en íslenzkar fiskvinnslustöðvar fást til að borga. Þeir spyrja, og er það mjög að vonum: Getur þetta verið rétt? Og þegar engin svör koma né upplýsingar, sem hnekkja samanburði blaðsins og bláköldum tölum, vaknar að sjálfsögðu önnur spurning: Hvernig getur á því staðið, að munurinn á fiskverði í þessum tveimur löndum er svona gífurlegur? Menn krefjast skýringa. En þær virðast ekki liggja á lausu. Meðan þeir aðilar, sem hér eiga að svara til saka, Bkirrast við að g'era hreint fyrir sínum dyrum, hljóta menn að leita orsakanna til hins gífuriega verðmismunar á þann veg, að geta sér til um þær, ráða þær af líkum. Hér kemur vafalaust margt til. Þó hafa menn fyrir satt, að fjögur atriði valdi hér mestu um: Fyrsta: Óhjákvæmilegt er að viðurkenna þá staðreynd, að hið gííurlega kapphlaup um að ná sem mestum afla að morgni til, er komið út í fullkomnar öfgar. Þetta verður svo mjög á kostnað gæðanna, einkum með sívaxandi notkun nælonneta, að verulegur hluti aflans verður annars og þriðja flokks vara. Of lengi hefur verið látið dragast úr hömlu að gera þær einu gagnráðstafanir í þessu efni, sem veru- legan árangur gætu borið, að herða stórlega matið á fersk- Um fiski og greiða miklu hærra verð fyrir gæðafisk en hinn, sem kemur stórskemmdur að landi. Enn er allt miðað við magnið, en ekki gæðin og hið raunverulega verðmæti. Hér erum við á hættulegri braut, og mún illt eitt af hljótast, ef ekki verður snúið við, áður en það er um seinan. Annað: Ýmsar fiskvinnslustöðvar víða um land eru svo litlar, illa úr garði gerðar og búa við svo slæma aðstöðu um öflun hráefnis, að þær geta á engan hátt talizt samkeppnis- færar. En við þessi fyrirtæki er jafnan miðað, þegar ák-yeðið er, hve mikinn hluta aflaverðmætisins fiskvinnslustöðvarn- ar þurfa að fá til að tryggja afkomu sína. Gefur þá auga leið, að jafnframt er þá hinum stóru og vel búnu fisk- iðjuverum tryggður stórfelldur gróði. Þriðja: Það er haft fyrir satt, að skipaútgerðarfélög þau, sem annast fiskútflutning, raki saman fé á okurflutnings- gjöldum, sem séu hærri en tíðkast á nokkrum stað öðrum í víðri veröld. Vitað er, að flutningsskipin hafa miðað farm- gjöld sín við erlenda mynt, tekið t.d. 39 dollara á tonnið í Ameríkuflutningum. Sjómenn spyrja því að vonum: Hve mikið hafa farmgjöldin lækkað í dollurum' eftir gengis- breytinguna? Fjórða: Hér í blaðinu og víðar hefur því verið haldið fram, án þess að mótmælt væri af réttum aðilum, að fisk- einokunarhringarnir hafi um langt skeið og í vaxandi mæli notað drjúgan hluta þess fjár, sem greiddur var fyl-ir fisk- afurðir i löndum vestan járntjaids, til að koma sér upp stóreignum erlendis, í stað þess að hækka fiskverð til bát- anna. Hér hefur verið drepið á nokkur þau atriði, sem um er rætt manna á meðal og taiin einna líklegust til skýr- ingar á hinu lága fiskverði til bátanna. Með þögninni hljóta fiskvinnslustöðvar og fiskútflytjendur að vekja slíkar grunsemdir og aðrar fleiri. Það er því mál til komið, að þeir aðilar, sem hér eiga hlut að, leysi frá skjóðunni og gefi viðhlítandi skýringar á því, hvers vegna ekki er unnt að greiða íslenzkum sjómönnum og útvegsmönnum svipað ferskfiskverð og starfsbræðrum þeirra í Noregi er borgað. Geri þeir það ekki nú þegar, hlýtur þess að verða krafizt, að stjórnarvöldin láti rannsaka málið frá rótum og geri síðan svikalaust ráðstafanir til að rétta hlut þeirra, sem nú bera stórlega skarðan hlut frá borði. Á skaga þeim, sem nefnd- ur er Austur-Indland og suð- ur gengur úr meginlandi Asíu milli Indlands og Kína, er land eitt, sem Laos nefn- ist. Það er nær þúsund km. langt frá norðri til suðurs, en tiltölulega mjótt og liggur 2. breiddarbaugurinn norðan miðbaugs um það mitt. Hvergi nær það að sjó, og að því liggja eigi færri en sex ríki, að vestan Burma og Sí- am, að sunnan Kambodsja og að austan og norðan Viet- Nam. Viet-Minh og Kína. Landamærin eru víða óglögg nema að vestan, en þar grein- ir stórfljótið Mekong Laos frá löndum Síamsmanna. Stærð þess er nokkuð á 3. hundrað þús. km2 og er það því meira en tvöfalt stærra en ísland. Allt er landið fjöllótt,en eink- um er nyrzti hluti þess há- lendur, óg rísa þar yfir 2000 metra háir fjjallgarðar, sund- urskornir af djúpum, en þröngum dölum. Láglendi er helzt meðfram ánum, en þær renna flestar til vesturs og í Mekongfljótið. Frá því í maí og fram í október blæs rakur suðvestan vindur utan af Indlandshafi inn yfir Austur-Indlands- skagann. Er vindurinn fer yf- ir fjöllin, kólnar hann, raki sá, er hann ber méð sér, þétt- ist, og það tekur að rigna. Megnið af úrkomunni fell- ur úti við ströndina í fjalla- hlíðum Síams, og er vind- urinn nokkuð. farinn að þorna, er inn yfir Laos dregur. Urkoma er samt næg í landinu, til þess að mik- ill gróður megi þrífast, og er hún að magni svipuð því, sem mest gerist hér á landi. Á vetrum blása norðlægir vindar og er þá þurrviðra- samara. Hitinn er nokkuð misjafn, og fer það eftir hæð- inni yfir sjó. í fjöllunum nyrzt í landinu er frost ekki óalgengt á vetrum, en niðri í dölunum fer hitinn yfir 30° á sumrum og ekki niður fyrir 10° á vetrum. Af þess- um tölum má ráða, að landið jaðrar við hitabeltið, enda eru fjallahlíðar, sem vel liggja við úrkomu, vaxnar þéttum regnskógum. Ber mest á ýmsum harðviðarteg- undum, t. d. etaki, Niðri við árnar er mikið um bambus og svokallaða Arekapálma, en blöð þeirra eru tuggin sem tóbak. Teak er flutt út, en bambusinn er notaður í landinu sjálfu. Stönglar hans geta verið allt að 40 m á hæð og þriðjungur úr metra í þvermá.l. Lifandi eru þeir notaðir í limgerði og skjól- garða, en annars til allra hugsanlegra smíða, allt frá hljóðfærum og húsgögnum til brúa og báta. í skógunum er margt villtra dýra, og má þar til nefna fíla og tígris- dýr. Fílum hefur fækkað með aukinni byggð, en svo margir voru þeir fyrr á tím- um, að landið dró nafn af þeim, en Laos mun merkja land milljón fíla. Nafnið kemur fram í fána landsins, en hann er með rauðum grunni, sem á eru dregnar myndir af hvítum fdlum. Um uppruna sinn hafa Laosbúar það fyrr satt, að forfeður þeirra hafi sprottið út úr heljarstórri hnot, er sendimaður himnakonungs kláuf með logandi brandi. Víst er um það, að byggð hef- ur verið í Laos frá því á eldri steinöld. og hafa einnig fund- izt leifar mannabústaða frá yngri steinöld óg bronzöld. Virðist sem landið hafi í fyrstu verið byggt indónes- iskum þjóðflokkum. Á 14. öld hefst blómatími þjóð- flokks þess, sem enn ræður mestu í landinu, Thaianna. Þeir komu að norðan, settust að í Mekongdalnum og stofnuðu þar ríki. Konungur þess reisti höfuðborg sína í kringum ,,Prabanginn“, en það er stytta af Buddha, og dró borgin nafn af því og nefndist Luang Prabang. Er hún ennþá aðsetur konungs landsins. Þetta fyrsta ríki í Laos átti í vök að verjast fyrir árásum Burmabúa, og í byrjun 18. aldar klofnaði það lí tvö konungsríki, Luang Prabang og Vientane. Síams- menn unnu hið síðarnefnda snemma á 19. öld, en Frakk- ar náðu völdum í hinu. Eftir að Frakkar höfðu borið sig- urorð af Síamsmönnum í styrjöld 1893, innlimuðu þeir allt hið forna Laos í nýlendu- ríki sitt, Franska Indo-Kína, ýmjst með algjöru nýlendu- skipulagi eða sem verndar- ríki. Stóð svo, þar til Japan- ir bfutust inn í landið árið 1941. Laosbúar héldu flestir tryggð við Frakka, þó að ekki sé víst, að þeir hafi allir gert það eins trúlega og fylgi- konur eins fransks stjórnar- herra, er réðu sér allar bana með honum, 31 að tölu, til þess að falla ekki í hendur Japana. Er Frakkar tóku að nýju við völdum eftir stríðið, gerðu þeir Sisavang-Vong að konungi í öllu Laos, en hann hafði lengi að nafninu til ver- ið höfðingi í hluta landsins. Árið 1949 varð landið síðan algjörlega frjálst og full- valda ríki innan franska samveldisins. En fjórum ar- um seinna réðust hersveitir Ho-Chi-Minhs, foririgja kommúnista í Indó-Kína, inn lí Laos. Studdust þær við nokkurn hluta landsbúa und- ir forustu eins meðlims kon- ungsfjölskyldunnar. Varð þeim allmjög ágengt, tóku tvö nyrztu héruð landsins og komust jafnvel um eitt skeið nálægt bænum Luang Pra- bang, en fengu ekki tékið hann. Á ráðstefnunni í Genf í júlí 1954, er friður var sam- inn í Indó-Kína, var eirinig samið um Laos. Hersvéitir Frakka og Viet-Minh skyldu á brott úr landinu innan 120 daga. Þó máttu Frakkar hafa eftir fámennt lið, einkum til þess að þjálfa her Laosbúa. Kommúnistar héldu þeim tveim héruðum, sem þeir höfðu unnið, og mynduðu þar ríki, er nefndist Pathet Laos. Þá var og það ákvæði í samn- ingnum, að Laos mætti ekki gerast aðili að neinu hernað- arbandalagi, og eru þeir því ekki í Suðaustur-A&íubanda- laginu. Nefnd, sem skipuð var fulltrúum frá Póllandi, Indlandi og Kanada, skyldi hafa eftirlit með því, að samningui'inn væri haldinn. Stóð þessi skipan óbreytt í rúmlega þrjú ár, eða þar til í nóvember 1957, en þá var Pathet Laos sameinað ríkinu á ný. Kommúnistar voru við- urkenndir löglegur stjórn- málaflokkur, og tveir þeirra tóku sæti í ríkisstjórn, en her Pathet Laos var samein- aður ríkishei' landsins. íbúar Laos eru nú taldir vera um tvær milljónir, en ekki eru til neinar öruggar tölur um fólksfjölda, þar eð almennt manntal hefur ekki verið tekið. Landið er eitt hið strjálbyggðasta í Asíu, því að ekki koma nema átta menn á hvern ferkílómetra. Tveir þriðju hlutar íbúanna eru Laotanar, en þeir eru ein grein Thaianna, sem einnig byggja Síam. Thaiannir tala mál náskylt birmsku og kín- versku. Þeir búa enn sem fyrr einkum í Mekongdaln- um, enda eru þeir fljótsins börn og una sér bezt við veið- ar á litlum bátum úti á án- um. Afkomendur frumbyggja landsins, er Khaar nefnast, þ. e. a. s. hinir villtu, lifa enn í afskekktum héruðum. Lítil vinsemd er með þeim og Lao- tönum, sem fara með stjórn landsins, og bætir það ékki úr skák, að þessir frumstæðu flokkar hafa oft stutt korrim- únista í stjórnmálaerj'um, Frh. á 6. síðu. I'rjáls þjóð — Laugardaginn 14. maí 1960 m %

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.