Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.05.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 14.05.1960, Blaðsíða 4
á vinstri spássíu „MIÐAÐ VIÐ DOLLAR“ Miðvikudaginn 4. maí birtist í Tímanum forvitnileg grein undir fyrirsögninni: Hver ræður liækkun fæðisins? Þar segir meðal ahnárs: „Eins og kunnugt er hafa Islendingar, sem eru í vinnu hjá varnarliðinu, borðað í mötuneyti varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. . . . Maturinn hefur þótt ódýr miðað við verðlag á matsöluhúsum hér á landi.... Ameríkanar og íslendingar borðuðu lengi vel í sama mötuneyti. Nú fyrir nokkru breyttist það, og Islendingar eru þar einir. - Því er ekki að levna, að mörgum mun finnast síðan Amerikumenn hættu að borða í mötuneytinu, að maturinn liafi versnað til muna. ... I vetur þegar gengi íslenzku krónunnar var breytt, fór dollarinn úr 16,32 kr. í 38 kr. ísl. Fyrir varnarliðið var þetta mikið fjárhagslegt hapi>. Laun íslenzkra verkamanna stórlækkuðu miðað við dollar, og munu vera nú almennt ö5—80 cent á klst. Ég sé, að blaðamenn hafa talið, að varnarliðið mundi hagnast á þessari hreytingu á genginu um 200 millj. á ári. . . . En nú hefur alveg nýtt skeð, og það er, að matur hjá varnarliðinu til Islendinga hefur hækkað og það allverulega. . . .; sé miðað við það sem var, áður en gengisfall íslenzku krónunnar var framkvæmt eftir áramótin, lítur dæmið þannig út: Hádegisverður áður 45 cent kr. 7.34 ($=16.32). Hádegisverður nú 75 cent - kr. 28.50 ($=38.00). Hækkunin er sem sagt 300% • • • • Það efni íslenzkt, sem varnarliðið notar hér í mötuneyti sínu, hefur stórlækkað eftir gengisfallið, miðað við dollar. Islenzk þjónusta sömuleiðis. Hvers konar aðfarir eru hér ó ferð? Menn vita það vel, að fjöldi Ameríkana, sem hér vinna, hafa nú $3 á klst. á meðan íslendingar vinna fyrir 55—80 cents á klst.“ I einni sjónhendingu bregður hér fyrir sígildri mynd af skiptum herraþjóðar við hina innfæddu, sem hún lítur á sem eins konar mannsáuði handa sér að rýja; í annan stað afhjúpast með átakanlegum hætti sljótt geðleysi þeirra íslendínga sem hernámsliðinu þjóna: hvers vegna fáum við ekki glyrnuna á sama verði og fyrr í súpueldhúsi ameríkana? spyr vallarkempan eins og velferð þjóðarinnar ylti á því; i þriðja lagi má hér í fáum línum lesa inntak þeirrar efnahagsstefnu, sem stjórnin er að framkvæma löndum sínum til óþurftar, en hernámsveldinu til hagnaðar. Kaupa ódýrt, selja dýrt að er grundvallarsjónarmið auðbyggjunnar, sem amerikumenu kunna manna gleggst skil á. Og ríkisstjórn Islands sér um að skipti ameríkana við landsmenn fari fram samkvaant þessu ritúali. Þegar ameríkanar kevptu af islenzkum verkamönnum 10 milljónir vinnustunda fyrir gengisfali, urðu þeir að gvciöa fyrir þær um 13 milljónir dollara. Nú fá þeir fyrir sama dollarafjölda 23 milljónir vinnusiunda. Mismunurinn er 13 milljónir. Það er sem næst firnm og hálfs árs vinnu 1000 íslendinga, sem ynnu 300 daga á ári og 8 stundir á dag í þágu hersins. Þannig eru íslenzkir verkamenn látnir gjalda hluta Islands lil hernaðarþarfa Atlanzhafsbandalagsins með dulbúinni þegnskylduvinnu á Keflavikurflugvelli —- mcðan þeir láta liafa sig til þess. Náttúrlega varð ríkisstjórn Islands að snúa gróðavopninu í höndum landa sinna til aðþetta fagra spil mætti heppnast: knýja þá til að selja ódýrt og kaupa dýrt. Islenzkur verkamaður sem seldi herliðinu dagsverk á 12 dollara fyí'ir gengisfall, verður nú að inna það af höndum fyrir 5 dollai’a. Ríkisstjórnin bannar honum að selja það dýrar, af því að þá væri viðreisn hernámsins stefnt í voða. Jafnframt verður verkamaður að una hækkuðu verði allra nauðsynja, beinlínis vegna þeirrar þjónustu við hernámsveldið sem fólgin er i gcngisfellingunni. Er hægt að lá amerískum kaupahéðnum, ])ó að þeir dragj sinar ályktanir um andlegt ris og viðskiptavit þeirra sem þannig láta fara með sig? Er von að þeir geri sér liáar ..... hugmýndir um sjálfsvirðingu íslenzkra manna som sækjast eftir að vinna fyrir 55 til 80 krónur sama verk og virt er á 300 krónur, ef kani leysir það al höndum? Er furða þó að þeir færi sér í ny.t verðfalí íslenzkra matvæla og íslenzkrar þjónuslu, stofni í þeim tilgangi mötuneyti þar sem ])eir geta étið góðan mat við lágu verði, en láti íslenzka sæta ])ví verðlagi sem ])eir hafa kosjð vfir sig? Nei, þetta er allt í fullu samræmi við regluna: % karipa ódýrt, selja dýrt. Hitt er sárgrætilegt, að íslenzkt fólk skuli ekki sjá hvert afturhaldsstefna hernámsflokkanna leiðir: að verið cr að ]>rýsta lífskjörum allra vinnandi íslendinga langt niður fyrir það sem ])ekkist með grannþjóðum okkar að verið er að gcra Island að amerísku súpueldhúsi og þjóðina að stafkarli sem komi auomjúkur með skálina sína að eldhúsdyrum hinria erlendu húsbænda og grátbæni þá um grautarsleikju að stefnt er að því að fella gerigi íslenzkrar sæmdar og íslenzks manngildis, uriz það.er að engu orðið (allt miðað við dollar — auðvitað). - . Einar Bragi. 4 Núna í vikunni voru tutt- ugu ár liðin, sáðan ísland var hernumið af Bretum. At- burð þennan verður tvímæla- laust að telja með þeim sögu- egustu og örlagaríkustu á seinni tímum. Á þessum degi var hlutleysi íslendinga brot- ið, þá var höggvið það sár, sem ekki hefur enn gróið. Á þessum dögum tók íslend- ingum að græðast fé meira en nokkru sinni áður, Breta- vinna hófst og styrjöldin tók að marka spor sín í íslenzkt þjóðfélag. Á þessum tíma hófst dýrtíðin. Afmælis hernámsins hefur verið minnzt í dagblöðum Reykéavákur að undanförnu með mörgum frásögnum og' myndum af atburðinum. ismanum að bráð, Chamber- lain, forsætisráðherrann brézki, var að falla og Churchill að taka við stjórn- artaumunum. Gunnar M. Magnúss segir í riti sínu Virkinu í norðri frá þessari örlaganótt: ,,En þrátt fyrir annir, Vafstur og umræður gengu flestir Reykviíkingar til rekkju upp úr miðnætti. Slangur manna var þó enn á götunum fram eftir nóttu einkum lausingjalýður í Austurstræti. Og pylsuvagn- arnir við Útvegsbankann seldu mikið þetta kvöld. En ekki höfðu bæjarbúar sofið lengi, þegar örlaga- þrungna atburði bar að höndum. Um þrjú leytið inn og til hafnarinnar, þar sem sögulegr atburðir hóf- ust. — Það er kominn her- skipafloti inn á höfnina, — hlutleysið brotið, — ekki er um það að villast, — en hvort eru hér( Bfetar eða Þjóðverjar? Þannig mælti maður við m’ann. Herskipin lágu skammt undan landi, gríðarskrokkar, steindir ofan sjávar, gínandi byssukjaftar rhóti landi. Og þá var afturelding. En svarið við hinni fyrstu spurningu í morgunsárið varð brátt á allra vörum. Hér höfðu menn í höndum vélritað plagg, svo sem svif- ið af himnum ofan í andblæ 1940 ÍSLAND HERNUM Enda þótt nokkur hætta sé á endurteknnigu getur Frjáls þjóð alls ekki látið hjá líða að minnast þessa afmælis. Samkvæmt upplýsingum hagstofunnar eru um 48% af þjóðinni 24 ára eða yngri. Það táknar að minnst helm- ingur þjóðarinnar man ekki lengur þennan tíma. Annar hvor íslendingur man ekki landið hlutlaust og án her- náms í einhverri mynd. At- burður þessi varð örlagarík- ur og frásögn af þessum degi þolir lengi endurtekningu. Hér á eftir verður brugðið upp fáeinum svipmyndum frá hernámsdeginum, föstu- dagsmorgninum 10. maí árið 1940. Óveður mikil geysuðu á meginlandi Evrópu á þess- um tíma. Danmörk og Nor- egur höfðu nýlega orðið naz- heyrðu menn kynlegan þyt og hávaða í lofti, sem smaug gegnum léttan vornætur- svefninn. Og brátt varð mörgum ljóst, að flugvél var komin inn yfir bæinn og lét hátt. Hún flaug yfir miðbik bæjarins, sveimaði þar í nokkra hringi og hélt síðan út og vestur í feá átt, er hún hafði komið úr. En í sömu andrá sáu þeir, sem á ferli voru, að flotadeild öslaði inn flóann, stefndi inn á Kollafjörð og kastaði akker- um á ytri höfn Reykjavík^- ur. Fregnin um þennan atburð geisaði víða um bæinn með hraða sléttueldsins. Menn þustu á fætur, sviptu skýl- um frá gluggum, hringdu í síma, vöktu nágranna, skund- uðu til kunningjanna eða þutu rakleitt niður í miðbæ- morgunsins. Sumum hafði verið rétt það í hendur af útlendum mönnum, aðrir tekið það af götu sinni. Þá mátti einnig lesa það upp- fest á nokkrum opinberum byggingum. Og skýringin stóð letruð loðnum stöfum á þámuðum pappírsblöðum, svo að hver og einn gat les- ið þar eftirfarandi orð: „Tilkynning. Brezkur herliðsafli er kom~ inn snemma í dag á herskip- um og er núna í borgimii. Fessar rádstafanir hafa ver- ið gerðar bara til pess að taka sem fyrst nokkrar stödur og að verða á undan Póðverj- um. Við Englendingar aetlúm að gera ekkert á móti Is- lev.sku landsstjórninni og Islenzka fólkinu, en við vilj- - um ' verja Islandi örlög sem Danmörk og Norvegur urðu fyrir. Pess vegna biðjum við yður að fá okkur vinsamleg- ar viptökur og að hjálpa okk- ur. A meðan við erum að fást við Póðverja, sem eru í tReykjavík eða annars staðar á Islandi, verður um stundar sakir bannað (1) að útvarpa, að- senda símskeyti, að fá viðtol (2) að koma inn í borgina eða fara út úr henni fyr nokkra klukkutíma. Okkur þykir leiðinlegt að gera petta ónaeði; við biðj- um afsökunar á pví og von- um að pað endist sem fyrst. R. G. Sturges, yfirforingi." Frjáls þjóð — Laugardaginn 14. maí 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.