Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 21.05.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 21.05.1960, Blaðsíða 5
skiptum landanna. Þar voru m. a. viðstaddir ambassador- ar okkar í Finnlandi og Rússlandi. Síðan var sezt að kvöldverði, þar sem fram fóru ræðuhöld á báða bóga. Finnar tóku hið bezta á móti gestum Loftleiða og sýndu þeim gestrisni sína á margvíslegan hátt. Hinn á- ngfors gæti íslandsvinur og ræðis- maður, Erik Juuranto, hélt boð inni fyrir hina íslenzku gesti á heimili sínu og þar heiðraði Finnlandsforseti, Uhro Kekkonen, samkvæmið með nærveru sinni. Við það tækifæri afhenti vPáll Ásg'. Tryggvason, deildarstj. for- setanum að gjöf styttu af hesti, fagra mjög, eftir Guð- mund frá Mið'dal, sem var gjöf frá forseta íslands. Meðan á dvölinni í Hels- ingfors stóð, gafst okkur kostur á að skoða þinghúsið, sem er falleg bygging, einn- ig hinar frægu postulíns- verksmiðjur, Arabia, auk þess sem ekið var víða um borgina og skoðað hið mark- verðasta, sem þar var að sjá. Enn frefnur fengum við tækifæri til að fara í Sænska leikhúsið í Helsingfors og sjá þar „My fair lady“, hinn fræga bandáríska söngleik, sem fluttur var af hinni mestu prýði. /T Eins og kunnugt er, eru Finnar mikil dugn- aðarþjóð. Þessi þjóð hefur átt í miklum erfiðleikum á undanförnum áratugum, að henni hefur þrengt og stór- skörð hafa verið höggvin í hinar blómlegustu raðir hennar. Sá blómi þjóðarinn- ar, sem landið skyldi erfa,var skertur tilfinnanlega. En svo virðist, sem tekizt hafi að sigra alla örðugleika, af öllu skín hinn mikli dugnaður og fyrirhyggja. Finnar eru greinilega sparsöm þjóð, sem ekki lifir um efni fram. Að þesu leyti gætum við íslend- ingar vafalaust mikið af þeim lært. En athyglisvert þótti mér, hversu líkir í út- liti við erum, íslendingar og Finnar, þegar tekið er til- lit til þess, hversu óskyldar þjóðirnar eru, en líklega má rekja það að einhverju leyti til hins skandinavíska blóðs, sem rennur í æðum beggja. Dvölin S Helsingfors var hin ánægjulegasta, það voru setnar margar veizlur og þess vegna gafst góður kost- ur á að ræða við Finna og kynnast þeim. Loftleiðir gerðu og allt til að gera dvölina sem ánægjulegasta, og gefa gestum sínum tæki- færi til að njóta hennar á allan hátt. Það var haldið frá * * Helsingfors 3. maí og flogið til Tampere, öðru nafni Tammerfors, sem er borg langt inni í landi. Þar var höfð stutt viðdvöld, en síðan var stefnan tekin á Stokkhólm, Finnland var að baki, hin ánægjulega heim- sókn var á enda. Nú er Stokkhólmur fram- undan og brátt lendum við á Bromma-flugvelli. Eftir toll- skoðun og þvílíkan ófögnuð, sem ætíð fylgir flakki manna millum landa, er haldið inn í borgina og sezt að snæð- ingi á hinum vistlegasta veit- ingastað. Nú er hinni fyrir- huguðu ferð að ljúka, hér í Stokkhólmi skiljast leiðir, sumir ætla áfram til Oslóar og heim, aðrir líta vonar- augum til kóngsins Kaupin- hafnar. Nú er leiðir skiljast, eru uppihöfð ræðuhöld, þar sem þökkuð er samfylgdin, og tóku m. a. til máls Alfreð Eldasson, Kristján Guðlaugs- son, Agnar Kofoed-Hansen, Ingólfur Jónsson, Hendrik Ottósson, Agnar Bogason o. fl. Síðan skildust leiðir, sum- um lá á til Hafnar og báru við, að borgin gæti ekki lengur beðið eftir návist þeirra, aðrir voru rólegri og notfærðu sér ágæta' kýnnis- ferð um borgina, enn aðrir hugðu gott til að lítá í verzl- anir og freista þess að finna þar þing þau einhver, sem komið gætu að góðum notum og væru auk þess auðfengn- ari hér en í dýrtíðinni heima. Þannig hafði hver sín áhuga- mál. En þennan dag í Stokk- hólmi hafði ambassadorinn, Magnús V. Magnússon og frú hans, boð inni á heimili sínu, sem var hið ánægjulegasta. O Sumir sneru sem sé heim á leið, aðrir héldu á Hafnarslóðir. Ég var einn hinna sdðarnefndu og þykir mér rétt að fara um það nokkrum orðum. Við flugum fjórir saman frá Stokkhólmi með þotu, en það var út af fyrir sig reynsla að svífa um loftið í slíku apparati og lenda heilu og höldnu í Kaupmannahöfn eftir tæpa klukkustund. Það var gaman að koma til Hafnar. Borgin var komin í grænan búning, garðarnir höfðu verið snyrtir, limgirð- ingarnar höfðu fengið sitt fasta form, fólk var við vinnu í görðum, það var auð- séð að sumarsvipur var yf- ir öllu. Miðborgin mætti manni með hávaða sínum og skarkala, lífi og fjöri. Kaupmannahöfn er borg glaðværðarinnar. Þar mæt- ast straumar úr öllum heims- álfum, þangað þyrpast ferða- menn hvaðanæva.að, enda er borgin títtnefnd höfuðborg Norðurlanda og er það orð að sönnu. Ég ætla ekki í þetta sinn að lýsa dvölinni í Höfn, það verður að bíða betri tíma. Q Hér hefur verið stikl- * að á stóru, getið hins helzta, en margt fallið niður, sem ástæða hefði verið til að minnast á. Nú nálgast ferðalokin, aftur skal snúið heim. Þrátt fyrir margt það í stórborgunum, sem undrun vekur og fræðir, þá er alltaf notaleg hugsun því samfara að vera í þann veginn að leggja upp til gamla Fróns aftur. Eftir viku frá brottfarar- degi að heiman stígum við upp í vagn, sem ekur okkur til Kastrup-flugvallar, þar sem Loftleiðavélin. Hekla biður okkar. Á vellinum tek- ur á móti okkur einn af starfsmönnum Loftleiða í Höfn, Emil Guðmundsson, og heldur okkur í bezta yfir- læti, þar til brottfarartím- inn nálgast. Síðan lyftir Hekla sér af danskri grund, Ferðinni er heitið til Reykja- víkur með viðkomu í Gauta- borg. Eftir nokkurra klukku- stunda flug erum við komin til Reykjavíkur, ferðinni er lokið. Loftleiðir hafa opnað nýja brú milli íslands og Finnlands og fljúga þyí til allra Norðurlandanna. Þetta er áfangi, sem ástæða er til að fagna. Og það var ánægju- legt að verða þess aðnjótandi að vera með í hinni fyrstu áætlunarferð til Finnlands. Hafi Loftleiðir kæra þökk fyrir ánægjulega ferð og allt það, sem.gert var til að gera. ferðalagið í heild sem eftirminnilegast. r L H. Þegar fínheitin á Vilhjáimi Þ( Þetta gerðist árið, sem síma númerunum var breytt : Reykjavík og við fengum jimm stafa númer eins og útlent fólk, og höfðingjar gátu því látið prenta síma- númerið á nafnspjaldið sitt, án þess að fyrirverða sig fyr- ir smœðina. Númerabreytingin var framkvœmd samkvœmt hár- fínum stœrðfrœðilegum for- múlum og vísindalegum út- reikningum, ekki vantaði það. Nú stóð svo á, að Síma- stöðin sjálf hafði notað síma- númerið 1000, og gefið í það upplýsingar um símanúmer allra símnotenda. Við breytinguna varð núm- erið 10 000 lœgsta númerið í Reykjavík. Þetta númer fékk þó símastöðin ekki sjálf í stað 1000, eins og einfaldur þankagangur almennings hafði talið eðlilegast. Það samrœmdist ekki kerfinu og visindunum. Og þá kemur Vilhjálmur Þór til sögunnar. Af við- kunnri snilli sinni fann hann þetta allt út, jafnframt því, að 10 000 yrði hvorki meira né minna en fínasta númerið i höfuðborginni. Og hvað var þá eðlilegra og sjálfsagðara en, að hann fengi það, sjálfur aðalbanka- stjóri Seðlabankans, forseta- skipaður bankastjóri, sá eini á landinu og sennilega í ver- öldinni, og þar með fínasti bankastjóri landsins, höfuðs- maður frímúrara, herbergis- þjónn erlendra stólkonunga rrieð láði, margfaldur orðu- riddari, svo að ekki séu tald- ar minni virðingarstöður eins og SÍS og Olíufélagið? Já, hver skyldi betur að þvi kominn, að öllu saman- lögðu, að fá fínasta síma- númer landsins? Með alvöruþunga stór- höfðingjans og með því að beita allri valdaaðstöðu sinni og meðfceddu harðfylgi tókst Vilhjálmi Þór að beygja Bœjarsímann undir vilja. sinn, og fá þetta fína síma- númer. Og einn daginn stendur sími með þessu töfranúmeri á skrifborði aðalbankastjór- ans. Og eins og kóróna á öll fmheitin var þetta leyninúm- er, sem ekki stóð í símaskrá eins og- númer pupulsins. í það skyldu aðeins þeir allra fiiiustu fá að hringja, *þeir sem áttu að fá að njóta þeirra sérstöku forréttinda að hringja beint í aðalbanka- stjórann, ón leiðinlegrar milligöngu símastúlku. Þetta leyninúmer fengu aðeins fáir útvaldir að vita, forsetinn auðvitað, nokkrir œðstuprestar frímúrararegl- unnar, helmingur ráðherr- anna, erlendir sendiherrar, hershöfðingjar á Vellinum, tveir olíuforkólfar og Haukur ' f hefndu sín Þessvegna varð það, þegar þessi fíni sími hringdi, a& það gekk fyrir öllu, þó svo að aðalbankastjórinn vœri 1 miðju samtali við erlenda fyrirmenn, hvað þá aðra„ því að aldrei var að vita nema það þyrfti snör handtök á? þessum síðustu og verstu oiíutimum. Og nú byrjar tragedían. Ekki voru finheitin fyrp yullkomnuð, en símihn tók að hryngja eins og illur andi hefði hlaupið i hann. „Geturðu sagt mér núm- erið í sorpinu?“ „Skaklct númer", sagði aðalbankastjórinn stuttlega. „Heyrðu, hefur verið breytt v.m númer hjá honum Jóni Jónssyni í Kleppsholtinu?“ „Skakkt númer". Sama röddin aftur. Sama spurn- ing. Strigabassar krossbölvaðu yfir því að fá alltaf skakkt númer. Drafandi rödd gleði- konu, sem vildi fá að vita, hvaða númer hann Mr. Si Dobbeljú Smith á Vellinurrt hefði. Og nú var aðalbanka- stjórinn farinn að gegna starfi símadómu. „Þér hafið wst œtlað hringja í 11000“. „Nei, ég œtlaði að hringja i 10000“. „Síminn hefur 11000 en ekki 10000“. „Hvaða helv . . . rvglingur er þetta, þetta mna kerti er bara að gera mann ■ritlavsan. Jæja, afsakið, ég hringi þá- i 11000“. Og þannig koll af kolli, tíit. iii tuttugu sinnum á klukku- stund. Það voru farnar að spretta ul svitaperlur á enni aðal- bankastjórans í hvert sinn, sem síminn hringdi, sérstak- lega ef það voru fínir út- le.ndingar í heimsókn, eitisi og t. d. René Sergent. En það var ekki vogandi að svara ekki. Það gat veri& forsetinn eða ráðherra, er- lent sendiráð, nú eða þá Haukur, og ekki var það bezt að láta hann hringja lengi. Nei, það var engin útleið. „Afsakið, og pardon, mons- ieur Sergent“. „Heyrðu, geturðu sagt mér, hvort hún Jónina Sigurgeirs cr búin að fá síma?“ „Skakkt númer". Þannig áfram og áfram. Hvað skyldi hann monsieur Sergent hugsa? Hver veit nema hann skilji þetta rœkallans óíslenzka orö, númer? Aðalbankastjórinn tók á allri sinni rósemi. Mikið skal til mikils vinna. Það var blátt áfram ekki hœgt að af- sala sér þessu einstaka núm- eri. Ætlaði fólkið aldrei a& lœra þennan einfalda hlut, að Símastöðin hafði 11000 ert ekki 10000? Og áfram var þráast. Frh. á 6. síðu. Frjáls þjóð — Laugardaginn 21. máí 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.