Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 04.06.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 04.06.1960, Blaðsíða 3
Djúpivogur - Framh. af 5. síðu. fyrir það um páska að hann messaði nokkurs staðar um hvítasunnuna — því hún bæri nú Upp á laugardag. A morgunflóðinu gat ver- ið svo kyrrt á Djúpavogi að maður heyrði lognölduna snerta hvern einstakan stein í flæðarmálinu. — Á flóðinu er sjávarmálið fallegast, — mölin hrein og hlý, landið þurrt eins og það á að vera, aðeins sjórinn blautur. Á fjörunni er sjávarmálið ó- hreint og b lautt, þakið gróðri, sem aldrei veit hvort hann á heldur að vera gras eða þari, og dýrum, sem eru hvorki fugl né fiskur. Ég minnist þess sem strák- ur, að marflærnar þarna voru svo ferlegar, að ver- menn austan af fjörðum borguðu okkur krónu á stykkið fyrir að gleipa þær Þá var tímakaupið ein og tuttugu á verkamannavinnu^ og sterlingspundið kostaði1 átján krónur. Nú er Djúpivogur sem sagt kominn í þjóðvegasmband, þorpið hefur verið raflýst, komið hraðfrystihús, og út- gerð á stórum fískibátum með blóma. Tuttugasta öld- in er komin þangað. Síðan endurreisn íslenzks at- vinnulifs hófst seint á síðustu öld, hefur það verið draumur margra hugsjónamanna okkar, að gjöfulir kornakrar mættu hylja íslenzka jörð. Síðustu ára- tugi hafa tilraunir Klemenzar Kristjánssonar á Sámsstöðum sýnt, að skilyrði eru til þess, að þessi draumúr geti ræzt. Þrátt fyrir þann árangur, sem Klem- enz hefur náð með kornrækt sinni á Sámsstöðum og á sönd- unum á Rangárvöllum, hefur kornrækt ekki náð að skipa fastan sess í íslenzkum land- búnaði. Nú í vor hefur sá atburður gerzt, sem ef til vill á eftir að marka þáttaskil í sögu korn- ræktar á íslandi. Fyrir atbeina nokkurra áhugasamra - land- búnaðarmanna hefur verið haf-( in tilraun með kornrækt á Skógasandi undir Eyjafjöllum, Kristinn Jónsson. Myndin sýnir grasrækt á Skógasandi. KORNRÆKT A SKOGASAND! VIÐTAL VIÐ KRISTIN JÓNSSON, HERAÐSRÁÐUNAUT Lýðræðisvinir - Frh. a11. síðu. þar um, hvernig frelsið og lýð- ræðið í heiminum verði bezt varið. Það verður einnig að teljast mjög senmJeg ágizkun, að Bjarni og Guðmundur í. hafi ^engið þar tækifæri til að ræða persónulega við Menderes, for- sætisráðherra, og er þá líklegt., að þeir hafi skálað við hann til þess að minnast þeirrar hjarta- gæzku, lýðræðisástar og rétt- lætiskenndar, sem svo mjög þefur fengið að blómstra inn- an Atlantshafsbandalagsins í seinni táð og alls staðar lýsir sér jafnvel, h.vort heldur í við- skiptum ráðherrans við Tyrkja- íýð, í góðmennsku Frakka við Alsírmenn eða framferði Breta á Islandsmiðum. Bjarni Benediktsson og Guð- tnundur í. Guðmundsson voru komnir heim til íslands, áður en byltingin í Tyrklandi brauzt út. Landar þeirra eru mjög fegnir, að þeir skyldu sleppa svo vel úr þeim lífsháska, sem þeim var búinn, meðan á ráð- herrafundinum stóð. En um leið og menn fagna komu þeirra, er það von flestra íslendinga, að þeir félagar hafi sem allra minnst numið af tyrkneskri lýðræðisást við kynni sín af þarlendum valdamönnum. Hafi þins vegar svo illa viljað til og enn sitji nokkuð eftir, er það einlæg ósk þjóðarinnar, að þeir gleymi þeim lærdómi hið jyrsta. og er að því miðað Eið þar megi síðar hefja kornyrkju í stórum stil. Blaðið snéri sér í tilefni a'f þlissu til Kristins Jónssonar, héraðsráðunautar á Selfossi, til þess að fá fregnir af þessu ný- mæli, en Kristinn er einn helzti hvatamaður að því, að þessi til- raun er gerð. — Kristinn. Hvað varð til þess að stofnað var til þessarar tilraunar? Endurteknar tilraunir hafa sýnt, að korn þroskast í flestum árum á Suðurlandi. Nú hefur verðlag á kolvetnafóðri farið mjög hækkandi, en það hefur gert þá spurningu enn brýnni, hvort ekki væri hægt að fram- leiða fóðurkornið innanlands á hagkvæman hátt. Er hér einkum miðað við framleiðslu fóðurkorns? — Fyrst og fremst er miðað við það, enda stefnt að ræktun byggs og ef til vill einnig hafra. — Hvers vegna varð Skóga- sandur fyrir valinu? — Tilraunir Klemenzar Kriatjánþsonar háfa sýnt, að korn þroskast fyrr á sandjörð en moldarjarðvegi, en hann hefur m. a. flramkvæmt til- raunir sínar á Rangárvalla- sandi. Ástæða er til að ætla, að á Skógasandi væri kornþroski enn árvissari en .á söndunum á Rangárvöllum, þar sem Skóga- sandur liggur í hlé fyrir norð- anátt og mjög lágt yfir sjávar- máli. Grasræktin á Skógasandi hefur einnig sýnt, að þar grær fyrr að vorinu en annars stað- ar á Suðu^landi. Auk þessa er Skógasandur mjjög vel lagaður til kornræktar í stórum stil, stórt, samfellt hallalítið og auð- unnið land. — Er jarðvegurinn á sandin- um ekki ófrjór? — Jú. Eins og annar sand- jarðvegur krefst hann tiltölu- lega mikils áburðar, en þegar hafa verið teknar til túnræktar 260 ha af sandinum, og hefur það gengið vel og áfallalaust. Hvað stór er sandurinn alls? — Hann er talinn vera um 3300 ha. Það er að segja sand- urinn frá Skógará að Jökulsá á Sóleimasandi. En austan Jök- ulsár er Sóleimasandur, sem er álíka stór og sams konar land. Hér er því um að ræða land- svæði, sem er á 7. þús. ha. að stærð. — Hvernig er tilrauninni hagað? — Sáð var í tveggja ha spildu 20. apríl, tveimur af- brigðum af byggi, Dönnes- byggi og Flöjabyggi, sinn hekt- arann af hvoru. Jarðvinnsla var ekki önnur en sú, að sáðkorn- ið var herfað niður. Borið var jafnt á allt landið 275 kg af Kjarna á ha, 150 kg af þrífos- fati og sama magn af kalíáburði. Þegar kornið er komið vel upp, verður landinu skipt í reiti og bornir á til viðbótar mismun- andi stórir skammtar af köfn- unarefnisáburði. Það er mjög mikilvægt til að fá úr því skor- ið, hvað mikið köfnunarefnis- magn henti þessum jarðvegi. En í kornrækt er undirstöðuatriði að nota eins mikið köfnunar- efni og kornið þolir án þess að stráin leggisþ — Hvaða erfiðleika óttist þið helzt í sambandi við kornrækt á Skógasandi? — Aðalhættan, sem korni er búin þarna, eru hvassviðri af suðaustri, en eins og kunnugt er, þá er mjög stormasamt und-' ir Eyjafjöllum. Við vonum þó, að ekki sé eins hvasst og byljött niðri á sandinum og upp við fjallgarðinn. En þetta er eitt þeirra atriða, sem við fáumj skorið úr með þessari tilraun. — Ef yrði úr kornvrkju þarna á stórum stíl, hvernig yrði henni þá hagað? — Það er skoðun mín, að kornyrkja eigi því aðeins réit á sér hér á landi, að hún sé rek- ] in á samfelldu viðáttumiklu þurrlendi, því að aðeins með því' móti er hægt að koma við fulJ- kominni véltækni, en það hef-| ur meira að segja en uppskeru- magn á flatareiningu. Sáðvél- ar þurfa að vera þannig, að þær sái korninu, felli það niður, dreifi áburðinum og valti í einni og sömu umferð. Uppskeruvél- ar þurfa að geta þreskt kornið um leið og það er slegið og bundið hálminn jafnframt. Þá þarf að vera fyrir hendi að-j staða til að þurrka kornið strax eftir þreskinguna. En þessij verktækni hefur rutt sér til rúms, þar sem kornyrkja erj stunduð í einhverjum mæli. Korngeymslur þurfa einnig að vera þannig, að ekki þurfi að geyma kornið sekkjjað. Venju- lega eru notaðir háir turnar, og er í botni þeirra komið fyrir. blásturskerfi til að fyrirbyggja, að hitni í korninu. — Yrði slík kornræktarstöð ekki mjög dýr í uppbyggingu? — Jú. Slík stöð, sem gæti annað ræktun á 5—6000 ha, myndi kosta nokkrar milljónir. — Hvað mætti búast við mikilli árlegri uppskeru af svo stóru landi? — Ékki ér hægt að búast við mikilli uppskeru á flatarein- ingu af Sandinum. Við mynd- um þó ekki telja viðunandi. cf uppskeran færi niður fyrir 15 tunnur á ha, en hún gæti veí farið upp í 20 tunnur. Ef við reiknum með 15 tunnu meðal- uppskeru af ha. og 5 þús. ha landstærð, yrði heildarupp- skeran 75 þús tunnur, en eftir því verðlagi, sem néi er á inn- fluttu kornfóðri, væri verðmæti þeirrar uppskeru yfir 20 millj. kr. — Hvaða aðilar standa fyrir þessari tilraun? — Búnaðarsamband Suður- lands og Búnaðarfélag íslands, en fleiri aðilar hafa styrkt þessá starfsemi. — Og þú sérð um fram- kvæmd tilraunarinnar? — Við Einar Þorsteinsson, ráðunautar Búnaðarsambands Suðurlands og Agnar Guðná- son, ráðunautur Búnaðarfélags Islands önnumst um þessa framkvæmd. — Vildir þú taka eitthvað sérstakt fram að endingu? — Já. Ég vildi vekja athygli á því, að kornrækt rekin eins ög hér er gert ráð fyrir, útheimtir svo mikið fjármagn, að ofvaxið er einstaklingum að leggja það fram. Það þyrfti því að koma til kasta þess opinbera að styðja þá framkvæmd á einhvern hátt. En að sjálfsögðu verður ekki lagt í slíka fjárfestingu, fyrr en nokkurra ára tilraunir eru búnar að sanna, að um öruggt fyrirtæki sé að ræða. Við þökkum Kristni fyrir samtalið og kveðjum með ósk- um um, að gifta megi fylgja því framtaki, sem hér hefur vexúð sýnt- ... j i fjjáls þjöð — Laugardagiim 4. júní 19<?0

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.