Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 04.06.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 04.06.1960, Blaðsíða 6
KVENNASÍÐA Það er eitt mál, sem hefur verið einkennilega hljótt um hér á landi, og er það þó mik- ið og aðkallandi vandamál, sem snertir flesta að ein- hverju leyti og verðskuldar fyllilega, að því sé frekari gaumur gefinn. Þetta er vandamál gamla fólksins, sem er það sjálf- bjarga, að það þarf ekki elli- heimilisvistar við, en á þó í ýmsum erfiðleikum með að . hugsa að öllu leyti um sig sjálft. Ef hægt væri að koma hér á hentugri heimilishjálp . gamla fólksins, myndi það gera mörgu gamalmenninu lífið léttara og um leið spara rúm á elliheimili fyrir þá, sem nauðsynlega þurfa þeirra með og eru ekki iærir um að vera heima. Að vísu var talað um þetta í bæjarstjórn fyrir nokkrum árum, en þar bar Alfreð Gíslason læknir fram tillögu þess efnis, að bærinn tæki að sér eða sæi um nauðsynlega heimilisaðStoð við gamalt fólk. Þessi tillaga var góð, svo langt sem hún náði, og á flutningsmaður hennar þakkir skildar fyrir að hreyfa þessu máli, en hún hafði ýmsa ókosti, sem hér skal bent á. í fyrsta lagi hefur bærinn ekki alltaf brugðizt svo skjótt við í slíkum málum, að rétt sé að láta reka á reiðan- um, meðan beðið er eftir for- göngu hans. fíins vegar hefur hann oft verið fús til liðsinnis þegar málin eru komin á rek- spöl, undirbúningi lokið og jafnvel reynsla komin á starfsemina, og má teiija það eftir ástæðum eðlilegt. Mörg líknar- og menningarfélög hafa hrundið málum svipaðs eðlis í framkvæmd og oft annast allan rekstur þeirra ein, en líka oft, þegar fram í sótti, notið opinberrar að- stoðar. Annar ókostur þessarar stillögu er sá, að slík aðstoð yrði að öllum líkindum mjög svifasein og ópersónuleg, ef hún væri rekin af bæjarfé- laginu. Þó bærinn réði nokkrar stúlkur til aðstoðar víðsvegar í bænum og ekki væri tekið tillit til búsetu þeirra og kunningsskapar, eða jafnvél ekki hæfileika þeirra, því það þarf vel gerðar manneskjur til að um- gangast gamalt fólk, er trú- legt, að það kæmi ekki nema að hálfum notum eða varla það. Það má búast við, að margir myndu veigra sér við að leita þannig aðstoðar, nema í ýtrustu neyð, jafn- vel þó hún vteri borguð að fuliu af fólkinu, en þá hlið málsins þyrfti lika að athuga nánar. Vegna ónógra kynna myndi gamla fólkið ekki láta stúlkurnar gera nema eitt- hvað visst og bráðnauðsyn- legt fyrir sig og þá ekki hægt að haga seglum eftir vindi eftir því, hvernig á stæði í hvert sinn, og mörg aðstoð, sem gæti verið notaleg, þó hún væri ekki lífsnauðsyn- leg, mundi ekki koma til greina. Þess vegna væri það í alla staði heppilegra, ef þetta færi fram á vegum einhverra fé- lagssamtaka. Hvaða félags- skapur sem er getur tekið að sér að skipuleggja svona starf, en langheppilegast væri, að hann væri bundinn við sérstök bæjarhverfi, til lí bænum, sem væru allra hluta vegna mjög ákjósanleg til að takast þetta á hendur, en það eru kvenfélög safn- aðanna. — Sum þessara fé- laga hafa sýnt, að þau bera hag eldra fólksins lögð starfsemi með einhvers konar ráðningarstofu og gæti hún haft bæði sjálfboðalið- um og launuðu fólki á að skipa. Ef gamalt fólk byggi nálægt aðstoðarfólki sínu, er hugsarilegt að það gæti orð- fyrir brjósti, halda t. d. fyrir það sérstakar jóla- skemmtanir, og kynnast fé- lagsmenn þá auðvitað gamla fólkinu um leið. Ef til vill verður upp úr þeim kynn- um eitthvert samband milli félagskvenna og eldra fólks- ins, og það má vel vera, að þessi félög hafi einhvern vísi að svona hjálparstarfsemi. En á meðan slík aðstoð fer fram í kyrrþey, ef einhver er, og engin opinber miðlun er í þessum efnum, nær hún Hjálpum gamla fólkinu! þess að auðvelda persónu- lega kynningu og aðhlynn- ingu. Kvenfélög safnað- anna í Reykjavík. Það eru félagssamtök hér aldrei til allra og ef til vill sízt til þeirra, seín mest þurfa á henni að halda. Skipulögð starfsemi með ráðningastofu. Þetta þarf að vera skipu- ið einhvers konar fjölskyldu- vinir og að börn og ungling- ar litu inn til þess að stytta því stundir eða til snúninga. Sumt gamalt fólk á ein- hverja að hér í bænum, aðrir ekki. Ýmsar ástæður geta legið til þess, að venzlamenn þess eigi erfitt með að sinna því sem skyldi, sérstaklega ef um daglega hjálp væri að ræða. Fjarlægðirnar eru orðnar nokkuð miklar hér í bænum og annir og erfið- ar heimilisástæður geta hamlað. Ýmiss konar hjálp. Það er mjög mismunandi, hvaða hjálp kemur sér bezt í hverju einstöku tilfelli. Það getur verið gamalt fólk, sem er eiginlega alveg sjálf- bjarga, en á í erfiðleikum vegna einhvers sérstaks, t. d. vegna sjónarinnar, getur ekki saumað, lesið blöðin eða skrifað bréf. Eða að það kemst ekki í búðir, þarfnast hjálpar við að setja á sig einhverjar umbúðir, við að fara í bað eða við að láta sækja fyrir sig ellistyrkinn, borga sjúkrasamlag og aðrar nauðsynlegar útréttingar í bænum.Það getur þurft hjálp við daglegar hreingerningar eðá við húsverkin öðru hvoru og sérstaka hjálp, ef lasleika ber að höndum. Oft er það einmana og þarfnast félags- skapar og uppörvunar. Sumir geta borgað aðstoðina, aðrir ekki. Sumir eiga hægt með að borga aðstoðina, en aðrir ekki, en þar geta kunnugir metið allar aðstæður. Hugs- anlegt er, að það væri ekki allt launað fólk, er vildi rétta gamla fólkinu hjálparhönd, en það væri ekki hægt að byggja starfsemina upp ein- göngu á sjálfboðaliðum. Eitt- hvað gæti þetta verið undir því komið, hvers eðlis að- stoðin væri. Ekki veit sú, er þetta skrif- ar, hvernig safnaðarfélögin eru á vegi stödd f jái'hagslega, en einhverjar leiðir væru varla erfiðari að fara í þess- um tilgangi en í mörgum öðrum. Ef t. d. um einhvern vissan fjáröflunardag væri að ræða eða einhver önnur ráð í þessu skyni, væri trú- legt, að margir, sem vegna fjarlægða, anna og erfiðleika geta ekki sinnt gömlum skyldmennum sínum og vin- um eins og á þarf að halda, létu fegnir eitthvað af hendi rakna til þessarar starfsemi. Með því gætu þeir kannski létt að einhverju leyti af sér þeirri samvizkubyrði, sem á þá hleðst við að vita af ást- vinum sínum hjálparþurfi og geta ekki orðið að liði. Mikið er undir þvd komið, hvernig til tækist með alla framkvæmd í þessu máli. Það væri ánægjulegt og verðugt verkefni safnaðanna í Reykjavik að hlynna að gamla fólkinu, sem flest var einlægir trúmenn og tryggir vinir kirkjunnar og gætu þeir þá átt von á stuðningi almennings og yfirvalda. RITSTJÚRI: GUDR’DIIR GÍSLADÖTTIR Hreppamaður I Nýlega barst blaðinu ein- tak af riti því, sem „Hreppa- maður“ nefnist og gefið er út af Bjarna Guðmundssyni frá Hörgsholti. Er ritið fjöl- breytt að efni, og er mest- ur hluti þess í bundnu máli. Nú er bráðlega von á næsta riti frá hendi Bjarna og seg- ir hann svo um það: Leikþætti, Ijóð og sögur læt eg í næsta rit. Minningar, bændabögur brandara, ræður, vit. Bifreiðasalan BÍLLINN Varðarhúsinu sátiti MS - 3 - 33 Þar sem flestir eru bflarnir, þar er úrvalið mest. Oft góðir greiðslu- skilmálar. Utboð úm raflögn og símalögn í barnaskólann við Hamrahlíð. Útboðslýsinga og uppdrátta má vitja í skrifstofu vora Traðarkotssundi 6, gegn 200 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar. Nýir menn - Frh. af 1. síðu. störfum við blaðið Ingiberg Hannesson cand theol., sem verið hefur framkvœmdastjóri þess um skeið, og leyst það verk af hendi af mikilli alúð og dugnaði. — Þann tiltölulega skamma tíma, sem hann hefur séð um rekstur blaðsins, hefur fjárhagur þess batnað verulega. Má hann nú teljast góður. Flyt ég Ingiberg einlœgar þakkir og óska honum velfarnaðar í nýju starfi. Framkðœmdastjóri blaðsins hefur verið ráðinn Kristmann Eiðsson stud. jur. formaður Þjóðvarnarfélags stúdenta. Mér segir svo hugur um, að ráðning þeirra Ragnars og Krist- manns að FRJÁLSRI ÞJÓÐ, verði upphaf nýrrar sóknar af hálfu þjóðvarnarmanna. Tak- markið er: Stcerra blað, áhrifa- meira og betra! Gils Guðmundsson. Tilkynifting frá Innflutningsskriístofunni. Með því að Innflutningsskrifstofan hættir störfum 1. júní 1960, samanber lög nr. 30 frá 25. maí 1960, er athygli vakin á eftirfarandi: 1. Frá og með 31. maí 1960 að telja hættir skrif- stofan að taka á móti umsóknum. Óafgreiddar umsóknir verða enduysendar. 2. Skrifstofan verður opin frá 1—3 alla virka daga nema laugardaga til 16. júní n.k. til að afhenda þegar afgreidd leyfi. Aður tilkynntur afhend- ingarfrestur til að innleysa leyfin sfyttist í sam- ræmi við þetta. 3. Leyfi, sem þegar bíða afhendingar og ekki verða sótt fyrir 16. þ.m. verða úr gildi feld og bak- færð. Reykjavík, 31. maí 1960. Innflutningsskrifstofan. Frjáls þjóð — Laugardaginn 4. júnl 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.