Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.06.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 18.06.1960, Blaðsíða 3
Jér skulum nú á stundarkorni í kortleika eftir vor- um brokkfeldugu efnum at- huga ýmislegt, sem fram hef- ur farið og fer á meðal vor á þessum síðústu- og beztu tímum. Ég tel það mikið happ, að íslendingar eiga, einir þjóða heims, skráðar syndir og dyggðir frá upphafi land- náms. Þessu fylgir mikil á- byrgð, en hún er aldrei skaðleg. ’ Ar og aldir íslandssögu bera ýmis táknræn nöfn. Það er talað um Gullöld, en á himni hennar eru skuggar það dökkir, að sá var höggv- inn, er lá vel við höggi og ekki sízt, ef fjárvon fylgdi. En það er eins og blekk- ingin geti átt sínar björtu hliðar. Þessi öld var þjóðinni fylling um aldir, þó hungur- ólin væri spennt í efsta gat. Aldrei hefur verið uppi á íslandi glæsilegra mannval en á Sturlungaöld, en galli hennar var sá, að kirkjan hafði náð það sterkum tök- um, að menn trúðu því, að hægt væri að bæta fyrir ill- kvittni með peningum, og hugprúðustu menn þorðu ekki að horfast í augu við dauðann án prestsfundar. Síðan ná hinar samvöldu systur, eymdin og spillingin, yfirráðum. væru seigmyrtir úr ófeiti, pyntaðir og jafnvel drepnir i fúlustu alvöru. Þetta skeði ekki síður hjá betri bændum, sem vildu hafa sem ódýrastan vinnu- kraft.. Fóllt þetta átti aðeins einn rétt, rétt þjáningarinnar. Kæmi það fyrir, að klagað væri yfir meðferð á slíku fólki, var leitað til prestsins sló lístinn tötradreng, sem hafði það eitt til saka unnið að missa niður úr þungum vatnsfötum í hríðarbyl og ó- færð. Mörgum árum síðar las ég um það, að morðing- inn hefði drukknað við tún- fótinn á heimleið úr tugthús- inu. Þetta gladdi mig, mér fannst það eins og bending um, að mannvonzka og ill- virki orkuðu til endurgjalds. með vaxandi menntun og vel- megun? Hér skal ekki rætt um slík samskipti manna á meðal; málið er flókið og margar leiðir til að svala lund sinni. Kannskí er það ofraun að snúa sér að dýrum með köldu blóði. Því hefur verið haldið fram, að þau hefðu litla tilfinningu. Þó mun slíkt vera ósannað.. ar þessar athafnir munu lítt gefa eftir vottfestum sögum úr fangabúðum Þjóðverja ut- an stráðs og innan. Að sjálf- sögðu var allt þetta unnið fyrir gíg og afraksturinn sá, að kirkjunni voru gefin ein- hver lýsipund af þvesti, sál- um fólks til suðurgöngu. En það er með hjartaprýði og grimmd eins og íþróttir, að þar kemur einn öðrum meiri. Nú eiga Vopnfii'ðing- ar metið og það svo, að sporðaköst þeirra ber við himin og hugmyndaflugið að ætla að hagnýta sér búr- hvalavöðu fyrir opnu hafi. E Hval þennan rak á land á áíisturströnd Bandaríkjanna. Fljótt lagði af honum mikinn óþef og var reynt að kveikja í honum með benzíni. Það tókst þó ekki. Haildór Pétursson: U m síðustu aldamót var ís- lendingum vaxið það ás- megin, að yfirleitt gátu þeir satt sitt aldagamla hungur. Samkvæmt ritúalinu hefði fátæktin átt að vera búin að mýkja hjartað og kenna þeim að virða rétt lítilmagn- ans, en lögmálin reynast ekki einhlít. Fram á daga þeirra elztu, sem nú lifa,. var ekki ótítt, að vandalaus börn og aðrir, sem titlaðir voru sveitarlimir, Hjartaprýöi og grimmd með vottorð, og þau hljóð- uðu vanalega svo, að hér væri ekki yfir neinu að kvarta. Því næst var treyst á jarðai'förina og upprisuna. Það er ekki lengra siðan en á dögum Guðlaugs sýslu- manns Skaftfellinga, að bóndi einn þar um slóðir hel- Hressiiegt Birtingshefti Tímarit listamanna, Birting-; Ari Jósefsson birtir smásög- ur, hefur nú verið gefið út í una Dauðaleit, og Steinar Sig- fimm ár, og er fyrsta hefti 6.|urjónsson þýðir söguna Duna árgangs nýkomið út. Það hefst er þjófur eftir André Loos, einn á löngum kafla úr ljóðabálkin- kunnasta höfrmd yngri kyn- slóðarinnar í Júgóslavíu. um Vindar eftir franska skáld- ið Saint-John Perse í þýðingu Löng ritgerð er í heftinu eftir Jóns Óskars, og ritar þýðandi Thor Vilhjálmsson um Quasi- modo og ítalska nútímaljóðlist, og Einar Bragi skrifar greinina Dólgamarxismi, þar sem hann deilir hart á ýmsar skoðanir í grein Hannesar Sigfússonar, Bókmenntir í blindgötu, sem birtist í Tímariti Máls og menn- ingar í vetur. Loks er ritdóm- ur Hannesar Sigfússonar um ljóðabók Sigfúsar Daðasonar, Hendur og orð. Með þessu hefti er talsvert breytt uppsetningu og útliti rits- ins, og hefur Hörður Ágústsson það af kynningargrein um skáldið. Perse er i hópi allra fremstu nútíma ijóðskálda heimsins og hefur mörg undanfarin ár ver- ið stungið upp á, að honum yrðu veitt bókmenntaverðlaun Nóbels. Er þetta fyrsta kynn- ing á verkum Perse á íslenzku. Enn fremur eru þýdd ljóð eftir rússneska stórskáldið Alexand- er Block (sem þekktast er hér á landi af ljóðaflokknum Hinir tólf í þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar) og sænska Ijóð- skáldið Johannes Edfelt, hvort j listmálari annazt um tveggja í þýðingu Thors Vil-1 mikilli smekkvísi. hjálmssonar. Endurfundir heit- ir ljóð eftir Éinar Braga, og fimm ljóð eru eftir Hjálmarsson. Annað hefti 6. árgángs er nú Jóhannjá prentun og kemur út seint í 1 þessum mánuði. Frjáls þjóð— Laugardaginn 18. júní 1960 ^egar ég man fyrst eftir, var horfellir í dvínun. Til hans lágu stundum óviðráð- anlegar orsakir, en aftur á móti voru til menn, sem alltaf settu á guð og gadd- inn. Samt var þessum hor- kóngum vorkennt, en þess ekki minnzt, að skepnurnar hefðu neins í misst, hvað meðferð snerti. Ég heyrði haf-t eftir bónda eínum, að ljótasta sjón, er hann sæi, væri ef hestar léku sér á vor- degi. Þegar hross dóu stand- andi í stórhríðum á Norður- landi, var það talið eigend- um og hrossakyni þeirra til hróss. Nú er þetta breytt, ekki vegna hugarfarsbreytingar, heldur hins, að það borgar sig betur að gera vel við bú- pening. Sárustu minningar, sem ég á frá bernskuárum mínum, eru viðvíkjandi slátrun húsdýra. Ég fylltist svo miklum hryllingi yfir hinum ægilega hálsskurði, að ég fór svo úr sveit 23ja ára, að ég hafði ekki aflífað unglamb, og þótti slíkt að vonum vafasamur hetjuskap- ur. Margir reyndu að fram- kvæma slátrun á þann hátt. að kvaladauðinn yiði sem stytztur, aðrir voru kaldir fyrir slíku og sögðust fá meira blóð, ef skepnan væri skorin hægt. Nú er, sem betur fer, skipt um í þessu efni, enda allt dráp komið í það horf, að tví- nón borgar sig ekki. Eins og ósjálfrátt verður manni á að spyrja: hefur hjartaþrýði og grimmd íslendinga dvínað M eð vaxandi tækni hafa sæ- konungar vorir sett nýtt met gagnvart fiskum hafs- ins. Nú þykir það hjarta- prýði að róa með svo margar netatrossur, að ekki vinnst tími til að draga nema % í jafnvel sæmilegu sjóveðri, hitt bíður næsta róðurs, hafi Ægir ekki orðið fyrri til að stokka spilin. Þegar bólin slitna af, sökkva netin til botns. Net eru nú orðin sem fjöturinn Gleipnir, þau hvorki fúna né trosna. Hinn dauði fiskur morknar úr • þeim og þá reisa þau sig á ný og veiða í sig. Sagan held- ur áfram að endurtaka sig, en myndin er óhugnanleg, hvernig sem á hana er litið. Kannski væri það eitt okk- ar mesta hagsmunamál að girða fyrir þessa þróun, jafn- vel þó við þyrftum að geyma hinar óðu hetjur hafsins und- ir lás á meðan æðið rennur af. Þess er skammt að minn- ast, að marsvín voru rekin á land fyrir Norðurlandi. Margar sagnir gengu þar um, skráðar bg óskráðar. Skólum og búðum var lokað, svo að nginn þarf að fara í grafgöt- ur um dauðastríð það, er dýr þessi háðu dögum sam- an, bæði af ótta og aðgerð- um. En þar kvað nú ríkja sporðreisn mikil manna á meðal og aflað hefur verið tanna gildra. Ekki mun held- ur þurfa til annars staðar að leita með tanntöku. Aftur á móti mun ríkissjóði blæða, en fólk og fugl hafa fnyk og lýsi. Þó dæmi hafi verið hér nefnd, þá er ekki þar með sagt, að fólkið á þeim stöð- um sé sekara en hitt, sem ekki mótmælir og leggur þar með blessun sína yfir hryðju- verkin. Qg ekki eru blöðin, sam- vizka þjóðarinnar, sízt í sök. Sum þeirra hafa þrástagazt á þessu eins og yndislegu æv- intýri, og blaðamennirnir hafa reiknað út söluverð af- urðanna og munu í reikn- ingsfærslu þessari slá hag- fræðingunum við. Um hlut- skipti dýranna er ekki rætt, enda orðin tízka að reikna grimmdarverk eftir „áttum“. Að lokum get ég ekki orða bundizt um það, að Dýra- verndunarfélagið skuli ekki hafa tekið þessi hvaladráp til meðferðar og reynt að stemma þar á að ósi. Ég hef alltaf látið Helvíti liggja á milli hluta, en sé það til og verði einhverjir munstraðir þangað, þá verða það efalaust þeir, sem kvelja saklausar skepnur og um- komulítið fólk. Ritað á föstudaginn ; langa 1960. Halldór Pétursson. Diplomatísk ráðstöfun Nýlega var haldinn í Reykja- vík aðalfundur Póstmannafé- lags íslands. Þar voru samþykkt harðorð mótmæli gegn efna- hagsráðstöfunum ríkisstjórnar— innar og vítur á Sigurð Ingi- mundarson, formann B.S.R.B. fyrir afstöðu hans sem þing- ungir sem gamlir, gætu manns til þeirra mála. Tillaga gengið til þessa virðulega | t>essi var samþýkkt með öIIuito verks. Greip þá hver það, er hann náði járnkyns, allt nið- ur í skæri. „Gekk ég upp á gullskærum móður minnar“. Síðan var setzt á bak hin- um ósjálfbjarga dýrum í flæðarmáli, og hver stakk það, hann til náði, unz eng- inn gerði greinarmun á sjó og blóði. Slík heljarjól. höfðu ekki þekkzt norður þar. All- þorra atkvæða gegn fjórum. Umræður urðu engar en er at— kvæðagreiðslu var lokið flugu: hnútur um bekki. Hins vegair hefur fariz.t fýrir, að stjórn Póstmannafélagsins léti birta. samþykktina og liggja til þess diplómatiskar ástæður. Þykir póstmönnum sannast á henní. það sem forðum var kveðiðr „Þú hefnir þess í héraði serm hallast á á alþingi.“ *

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.