Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.06.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 25.06.1960, Blaðsíða 1
' "fl 25. Júní 1960 laugardagur 25. tölublað 9. árgangur sókn er Mótmælagangan frá Keflavík markar þáttaskil í baráttu hernámsandstæðinga 1 dagrennmgu á sunnudag hittust um 240 íslend- ingar við flugvallárhliSiS í Keflavík og hófu þaSan mót- mælagöngu fimmtíu kílómetra vegalengd til Reykjavík- ur. Að kvöldi þess dags gengu þúsundir manna um götur borgarinnar og mótmæltu þar í sameiningu her- setu Bandaríkjamanna á einum fjölmennasta útifundi, sem haldinn hefur verið í Reykjavík. Keflavíkurgangan varð sigurganga. Hún er tákn •þess'að ný sókn er hafin í baráttu hernámsandstæðinga. Fáir atburðir hafa vakið jafn Þorvarður Örnólfsson flutti í mikla athygli og umtal í seinni lok fundarins og samþykktu itíð og Keflavíkurgangan. Hvar- hana lið fyrir lið með öflugu ¦vetna þar sem menn hittast er lófataki. 'um hana rætt, enda hafa íhalds- Samþykkt Keflavíkurgöng- blöðin auglýst hana rækilega að unnar hljóðar þannig: undanförnu með heiftúðugum Vér viljum ævarandi hlut- híðgreinum. Þeim mun -á-\ leysi fslands. nægjulegra er að geta sagt það Vér viljum engan her hafa í nú, þegar gangan hefur farið fram, að hún heppnaðist s'tór- kostlega vel og hefur aldrei fyrr ríkt sLíkur sóknarhugur i röðum hernámsandstæðinga. Samþykkt göngunnar. Veðrið hér á Suðurlandi var reyndar ekki sem ákjósanlegast á sunnudaginn til kröíugöngu og útifunda, en fæstir munu hafa látið það aftra sér. Eftir stuttan fund við flugvallarhlið-; ið héldu göngumenn af stað undir kröfuspjöldum með ís-! lenzka fánann í fararbroddi.' Þeir gengu með nokkrum hvíld- um í 13 tíma, stöðugt bættist í hópinn og gangan stækkaði, en síðasta spölinn fylgdu þeim þús- undir manna. Nánara er skýrt -frá göngunni um Reykjanes- hraunið inni í blaðinu. Úti- fundurinn í Lækjargötunni var^ einn sá fjölmennasti sem hald-! inn hefur verið í Reykjavík. I Þar mátti sjá að hernámsand- stæðingar stóðu saman og ein- huga í kröfunni um brottför hersins, enda tóku fundarmenn mjög kröftuglega undir vilja- yfirlýsingu göngumanna, sem landi voru, og engar her- stöðvark Framh. á 8. síðu. Göngumenn nálgast Vogastapann. Myndatakan var erfið vegna rigningar. Ljósm. Ari Kárason). AVARP til velunnara Frjálsrar þjóöar Keflavíkurgangan Skrifstofa göngunnar í Mjó- stræti 3 annarri hæð verður op- in næstu daga, sími 23647. — Framkvæmdanefnd göngunnar fer þess á leit við alla þá sem íóku Ijósmyndir af göngunni að þeir hafi samband við skrifstof- una. Enn eru fáeinar nestistöskur í óskiluni á skrifstofunni og eru' eigendur þeirrá beðnir að vitja þeirra sém' fýr'st'. I Það hefur lengi verið ósk velunnara FRJÁLSRAR ÞJÖÐAR, að blaðið yrði stækkaS í 12 síður, þar sem með því móti mætti gera það fjölbreyttara að efni og áhrifameira málgagn í þeirri baráttu, sem það hefur nú háð undanfarin 8 ár. Þessar óskir hafa orðið æ háværari að undanförnu, enda mun baráttu þess sjaldan mein þörf en nú. Aðstandendur blaðsins hafa því ákveðið að verða við þessum almennu óskum og stækka blaðið í 12 síður hmn 1. október í haust. Til þess að það megi takast, verSur að safna nokkrum fjármunum tii að standa undir auknum kostnaði af stækkun blaðsins, fyrsta kastið. Ásknftar- verð þess er nú þegar svo hátt, að ekki mun gerlegt að hækka það til að standa undir kostnaði af stækk- unmni. Því hefur verið ákveðið að efna til happdrættis til tekjuöflunar í þessu skyni. — Það skal játað, að blaðið hefur ekki yfir að ráða slíku skipulagi né starfsliði, aS það hafi von um að geta selí mikinn f jölda happdrættis- miða á skömmum tíma. Þess vegna hefur verið ákveðið að gefa út fáa miða en nokkuð dýra, þ. e. a. s. 3700 miða, sem kosti eitt hundraS krónur hver. Til nokkurs er að vinna auk þess, sem að framan getur, því vmningar í happdrættinu eru ný Volks- wagenbifreið, fíugfar til Kaupmannahafnar og heim aftur og sknfborð. Við viljum þá einnig minna á, að FRJÁLS ÞJÖi)) er ekki árlega á ferSmni, ems og flest önnur blöð, með fjársöfnun eða happdrætti til styrktar útgafu blaðsins. Þau eru nú tilmæli okkar, sem íalin hefur verið fo'rsjá blaðsins uni hríð, að allir stuoningsmenn þess og velunnarar leggi hér hönd aS verki viS þetta mikla átak. Á þaS má benda, aS í síSustu kosningum fékk flokkurinn um 2300 atkvæSi í Reykjavík einni. En utan þess hóps á blaSiS fjölmarga vildarmenn víSa um land, sem oft hafa rétt því örfandi hönd á einn eSa annan hátt. ÞaS ætti því aS vera tiltölulega auSvelt aS selja 3700 miSa, ef rösklega er aS unniS — Þetta biSjum viS ykkur aS gera og sýna meS því, aS aSstandendur FRJÁLSRAR ÞJOÐAR geta, ekki síSur en aSrir, lyft Grettistaki fyrir blaðið sitt með samstilltu átaki, þegar þess er þörf. Það skal tekið fram, aS ykkur verða sendir mið- arnir heim, ef þiS hringið í síma 1 -99-85,- en í pósti til þeirra, sem utan Reykjavíkur búa. Loks biSjum við ykkur öll að athuga, hvort sú ánægja sem blaðið hefur veitt ykkur á undanförnum árum, og sá styrkur, sem það hefur venS ykkur bemt og óbemt í sameiginlegri baráttu þess og ykkar, verS- skuldi ekki þá hjálp, sem hér er fanS fram á, þegar tilgangunnn er sá einn aS gera blaSiS þanmg úr garSi, aS þaS megi veita ykkur enn mein ánægju meS fjöl- breyttara efni og verSa ykkur enn meiri stoS í bar- áttunni, en þaS hefur veriS til þessa. MeS vinsemd og vnSingu. Fyrir hönd FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.