Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.06.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 25.06.1960, Blaðsíða 5
frjáls þjóö Útgefandi: Þjóövarnarflokkur íslands. Ritstjórar:- Ragnar Arnalds, Gils Guðmundsson, ábm., Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiðsson. AfgreiSsla: Ingólfsstræti 8. •— Sími 19985. — Pósthólf 1419. Askriftargj. kr. 12,00 á mán. Árgj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Stækkun Frjálsrar þjóðar T engi hafa forráðamenn FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR haft á prjónunum fyrirætlanir um stækkun blaðsins, svo að hægt yrði að auka fjölbreytni þess og koma við ýmsum nýjungum og umbótum. Erfiðar fjárhagsástæður hafa jafn- an hindrað það, að úr þessu gæti orðið. Eftir alþingiskosn- ingarnar 1956 var hagur blaðsins harla þröngur og nokk- ur tvísýna á því um skeið, hvernig til tækizt að rétta hann við. Þjóðvarnarflokkurinn hafði beðið alvarlegan hnekki í þeim kosningum og var í öldudal. Mátti við því búast, að slíkt kæmi niður á málgagni hans. En þá kom í Ijós, að FRJÁLS ÞJÓÐ hafði, undir farsælli ritstjórn Jóns Helgasonar, unnið sér það traust og álit, að auðveldara varð að glíma við örðugleikana en flestir gerðu sér vonir um. Kaupendurnir reyndust tryggir. Þeir vildu ekki missa blað- ið, og smám saman tókst að bæta fjárhaginn á ný. Er nú svo komið, að hagur þess má teljast góður, hefur aldrei betri verið. T^eir, sem að blaðinu standa, eru þvá að vonum bjart- sýnir um þessar mundir og telja hiklaust, að nú sé grundvöllurinn nægilega traustur til þess, að hægt sé að hrinda stækkuninni í framkvæmd. Eins og frá er skýrt á öðrum stað í þessu blaði, hefur því verið ákveðið að efna til happdrættis í því skyni að stækka blaðið um þriðjung, án þess að áskriftargjöld og lausasöluverð hækki, frá því sem nú er. Verði sá árangur af happdrættinu, sem vonir standa til, hefur verið ákveðið að stækka blaðið upp í tólf síður á viku frá 1. október í haust. Verður þá jafnframt hafin öflug sókn til að auka útbreiðslu þess, svó að það geti sem fyrst og án hækkunar blaðgjjalda staðið að fúllu undir þeim kostnaði, sem af stækkuninni leiðir. Tjess er ekki að dyljast, að til þess að framkvæma með myndarbrag þá stækkun og endurbót á blaðinu, sem nú er ráðgerð, þarf nokkurt átak. En blaðið treystir því, að kaupendur þess víðs vegar um land muni ekki telja eftir sér nokkurt fjárframlag í eitt skipti til að tryggja sér fjöl- breyttara blað, betra og stærra. Það er ekki á hverjum degi, sem FRJÁLS ÞJÓÐ fer fram á slíkan stuðning. Kaup- endur hafa ekki verið ónáðaðir á þann hátt í fjögur ár. Og hér er sú bót í máli, að til nokkurs er að vinna. Þeir fjár- munir, sem inn koma, fara ekki til að greiða skuldir —• þær eru engar —, heldur verður hverjum eyri varið til eflingar blaðsins og umbóta á því. TVæstu vikurnar mun á það reyna, hvort blaðið okkar á ekki nægan hljómgrunn meðíl lesenda sinna til þess að tryggð verði sú stækkun þess og endurbót, sem nú er fyrirhuguð. Tímarnir eru að vísu erfiðir, og tekjur manna hverfa skjótt í hít verðbólgunnar. En aldrei hefur verið meiri þörf en nú á frjálslyndu og djarfmæltu blaði, sem fært sé um að halda uppi heilbrigðri gagnrýni og veita stjórnarvöldum og fleirum hóflegt aðhald. Hefjum þegar öfluga sókn fyrir stækkun FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR. Takmarkið er: 12 síður á viku frá og með 1. októ- ber í haust. Keflavíkurgangan T|/|'eð göngu sinni frá herstöðinni í Keflavík um 50 km leið til Reykjavíkur, fjöldagöngu um götur borgar- innar og geysifjölmennum útifundi hafa hernámsandstæð- ingar á eftirminnilegan hátt fylkt liði um kröfurnar: brott- för hersins, úrsögn úr Atlantshafsbandalagi, friðlýsingu ís- lands. Þó að hernámssinnar og blöð þeirra vilji helzt kalla kommúnista allar þær þúsundir Reykviíkinga, sem sam- þykktu með dynjandi lófataki hvern lið þeirrar ályktunar, sem Þorvarður Örnólfsson las í fundarlok, vita þeir betur en þeir láta. Þeim er fullkunnugt, að þar í Lækjargötu stóðu hlið við hlið og einhuga menn úr öllum stjórnmálaflokk- um. Þess vegna er þeim órótt. Nú er það siðferðileg skylda hernámsandstæðinga, hvaða flokka sem þeir hafa kosið, að halda ótrauðir áfram þeirri sókn, sem hafin er, og linna ekki, unz íslenzki fáninn blaktir á ný yfir herlausu og frið- lýstu landi. 4 Þungbúinn sumarmorgunn. Sunnudagsmorguninn 19. júní var drungalegt veður á Reykjanesi — útsynningur og rigningarsuddi öðru hvoru. Mosinn í hrauninu var grár, Miðnesheiðin var grá og loftið var grátt. Úti fyrir Njarðvíkum sást móta fvrir dökkleitu herskipi gegnum þokuna. Þennan gráa sumarmorg- un, um hálfátta-leytið, var hljótt í bækistöðvum amer- íska hersins á Reykjanesi. Þar var enga hreyfingu að sjá, enda höfðu verndarar okkar fengið um það fyrir- skipun að halda sig innan dyra fram eftir degi. Það var von á nokkrum íslendingum í heimsókn, og ekki að vita nema þeir væru hættulegir. Og skyndilega sjá verðirn- ir við flugvallarhliðið, að rútubíll kemur út úr þok- unni á fleygiferð og stanz- ar, síðan annar og sá þriðji, þar til sjö eru komnir. Fólk- ið streymir út, á þriðja hundrað manns, og fyllir ak- brautina. Farangri er stafl- að í sendiferðabíl, fáni og merki eru tekin upp. Menn hneppa að sér skjólflíkum, og sumum er kalt. Það fjölgar við hliðið, margir koma á litlum bílum og Suðurnesflamenn bætast í hópinn. Þá safnast hópurinn við spjaldið, þar sem tilkynnt er að landið framundan tilheyri öðrum þjóðum. Einar Bragi flytur stutt ávarp. Borgin er ekki unnin. Hann minnist þess, sem sagt var eitt sinn, að engin borg sé óvinnandi,' ef asni klyfjaður gulli kómist í gegn- um borgarhliðin. Þessi stað- hæfing verður honum örvun til að minnast þess hliðs, sem fólkið stendur nú við. Hann segir: „Öðrum megin við það hafa ei'lendir vígamenn hreiðrað um sig í umboði auðugasta herveldis heims, og enginn íslendingur veit, hvaða vopnum þeir eru bún- ir. Einar Bragi flytur ávarp við flugvallarhliðið. Keflavíkur íslenzki fáni.nn. Rakur sunn- anvindur stóð á gönguna, það var byr og fylkingin þokaðist hröðum skrefum burt. Framundan var Voga- stapi.. BlaðamaSur í vandræðum. Blaðámenn og aðrir áhugai- menn um gönguna fylgdu herini á bílum fyrsta spölinn. Til dæniis óku bandarískir sendii'áðsmerin' nokkrum sinnum fram ‘hjá göngunni og urinu að . rannsóknum. Seirina hurfu þeir flestir heim á leið nema ljósmynd- STyTT FERÐASAGA Hinum megin tekur við þjóðvegurinn heim í traðir á Ingólfsbæ hinum forna, þar sem helmingur þjóðar okk- ar á nú heimili sín.“ Síðan drepur hann stutt- lega á gullklyfjarnar, sem bornar hafa verið út úm þetta hlið, minnir á þá spill- ingu og botnlausu fjármála- óreiðu. sem hermangið hefur leitt af sér — og hann full- yrðir þó, að borgin sé ekki unnin. Göngum á brott. Og Einar. Bragi hélt á- f ram: ,,Það sannið þið, borgar- búar, sem hér standið í morg- unsári þessa júnídags, þrjózkir og viljafastir, stað- ráðnir að ganga brautina fram í friðarins nafni, en neita þjónustu við vopna- valdið, sem búizt hefur um bak við þessa girðingu. Borgin er ekki unnin. Það munu sanna þúsundir samherja ykkar, sem koma til móts við gönguna á ýms- um skeiðum. Það sannar einnig ótalinn fjöldi í öllum byggðum landsins, sem fylgist af fögn- uði með þessari göngu.“ Lokaorð Einars Braga voru þessi: Góðir samherjar. Af viti og seiglu háði ís- lenzka þjóðin um aldir bar- áttu fyrir frelsi sínu og sjálf- stæði. Viti og seiglu mun hún öðru fremur þurfa á að halda til að varðveita heiður sinn í framtíðinni. Af viti og seiglu skulum við þreyta þessa göngu leið- ina á enda: Fara hægt af stað, en síga á og ætla okkur þó jafnan af. Snúum baki við smáninm og biðjum hana.aldrei þríf- ast. Göngum á brott heim — heim til íslands hins góða.“ Og Keflavíkurgangan var hafin. Kröfuspjöldum var lyft upp. í fararbroddi var ari einn, sem lengi var að hringsóla kringum göngu- menn og var sendur út af Vási. Hann átti í nokkrum erfiðleikum með að finna rétta vinkilinn og staðinn, þar serri gangan virtist sem fámennust, og tafðist hann æði lengi. Sagt var, að mað- urinn hefði misstigið sig í gjótu, en hann fór þó glaður burt. Auglýst eftir blöðrum. Við spennistöðina neðan við Stapann var áð og nesti borðað, síðan lagt á Strand- heiði og gengið með há- spennulínunni yfir gróið hraun, til þess að stytta leið- ina. Sumir Keflvíkingar sneru þá heim á leið,en aðrir, sem vildu fylgja göngunni um daginn, en treystu sér ekki í hraunið, fóru í bílum að Kúagerði og hituðu þar kaffi og súpu. Á Strandheiði var gangan fámennust, um 190 manns. Hraunferðin reyndist mörgum erfið, sérstaklega þeim, sem illa voru skóaðir. Skúli Thoroddsen læknir hafði plástur á reiðum hönd- um eins og hver vildi hafa og auglýsti oft eftir meiri blöðrum. Kunnur foringi í verkalýðshreyfingunni, sem nokkuð er þungur á fæti, var svo óheppinn að ganga aðra stóru tána út úr skón- um seint- í. hrauninu. Hann komst þó til byggða óstúddur og fékk nýja skó í Kúagerði. Heit súpa og kaffi. í Kúagerði hafði tjaldi verið slegið upp á grasflöt- inni, og fengu gönumenn þar ágæta hressingu. Einnig rit- uðu menn nafn sitt undir samþykkt görigunnar. Á þessum áfangastað bættust margir nýir í hópinn, og göngumönnum fjölgaði stöð- ugt :úr því. Þarna var og mættur blaðamaður frá Mofgunblað- inu. Sá maður hefur víst haft það að atvinnu undanfarin ár að skrifa í Mbl. um Moskvumótið 1957. Nú var hann sendur í nýja reisu, en mun hafa sofið yfir sig, og mætti því ekki fyrr en í Kúa- gerði. Blaðamaðurinn var alldrukkinn, en þó stilltur, og hagaði sér vel eftir atvikum. Frásögn af ýmsu furðulegu, sem maðurinn sá á þessu fyll- irái sínu, má lesa í Mbl. 21. þessa mánaðar. Umferðin eykst. Á leiðinni til Hafnarfjarð- ar jókst stöðugt bílafjöldinn. Voru það forvitnir áhorfend- ur úr Reykjavík að skoða göngumenn. Varð nú æ erf- iðara að forðast umfferðar- truflanir. Þó stóð lögréglan sig með ágætum. Göngu- stjórarnir, þeir Björn Þor- steinsson sagnfræðingur og Böðvar Pétursson.þrömmuðu fram og aftur með fylking- unni af einstökum dugnaði, og er ekki ósennilegt, að þeir hafi gengið 5—10 km lengra en vegalengdin er frá Kefla- vík til Reykjavíkur. Af sérstökum afreks- mönnum göngunnar alla leið . ber- fyrst að’ telja þau, sem elzt- voru, Sigriði Sæland úr Hafnarfirði og Sigurð Guðna- son, fyrrv. alþingismann. Yngsti göngumaður var Guð- laugur Þórisson, 12 ára gam- all. Björn Sigfússon, há- skólabókavörður þótti létt- ari á fæti og sprækari en margir hinna ungu göngu- manna. Þúsundir bættust í hópinn. í Hafnarfirði og Kppavogi fjölgaði mjög í göngunni, og' voru um 2000 manns taldir í henni d Fossvogi. Enn fjölg- aði geysilega í Hlíðahverfinu, og áhorfendur á gangstétt- um skiptu þúsundum. Margir göngumenn voru orðnir þreyttir í fótum, þeg- Nokknur hluti af þeini þúsundum Reykvíkinga, sem sóttu útifundinn. (Ljósm. Sig. Guðm.) Jónas Árnason: Stöndum sarnan Jónas Árnason, rithöfundur, á útifundinum í Lækjargötu. Maður er nefndur John Kennedy og ætlar sér að verða næsti forseti Banda- ríkjjanna. Hann var fyrir nokkru spurður um álit sitt á varnarmætti þjóðar sinnar og sagði í því sambandi, að kj arnorkuvopnabirgðir Bandaríkj amanna mundu að sprengimætti samsvara 10 tonnum af dýnamiti á hvert mánnsbarn á jörðinni. Nú býst ég við, að mörg ykkar eigi, eins og- ég, erfitt með að skilja í fljótu bragði, hve mikla orku hér er um að ræða, enda erum við ís- lendingar yfirleitt ekki sprengiefnafróðir menn. En til glöggvunar skal ég geta. þess, að ég var viðstaddur hér um daginn, þegar verka- menn sprengdu sundur stóra klöpp í húsgrunni suður í Kópavogi, og þeir notuðu til þess dýnamit, sem varla hef- ur verið meira en kíló að þyngd. Samkvæmt upplýs- ingum John Kennedy geta Bandaríkjamenn sem sé lagt fram 10 þúsund sinnum meiri orku til að sundra hverri mannlegri veru á jörðinni, allt frá karlægum gamalmennum til ungbarna ií vöggu, heldur en verka- mennirnir notuðu til að sundra klöppinni í Kópavogi. Það kom ekki fram í því bandaríska tímariti, þar sem eg las þessar upplýsingar, hvort forsetaefnið teldi ekki, að vörnum Bandarikjanna væri sæmilega borgið með þessu, en á öðrum stað í blað- inu var' þess getið til, að Rússar. mundu að minnsta kosti ekki vera fátækari að kjarnorkuvopnum en Banda- ríkjamenn. Samkvæmt því eiga þessi tvö stórveldi, ef þörf krefuiy að geta- lagt fram kjarnorkuvopn sem svarar 100 tonnum, eða um það bil hálfum togarafarmi af dýnamiti á hverja 5 manna fjölskyldu. Það verð- ur sem sé ekki sagt, að hér sé naumt skammtað. Það ætti sem sé að vera nokkurn veginn tryggt, að ekki yrði mikið eftir af okkur, ef kveikt yrði í tundrinu. Og samt er enn haldið á- fram að framleiða kjarnorku- vopn; samt er enn haldið á- fram að stafla upp birgðun- um í pakkhúsum dauðans. Það er nefnilega aldrei að vita nema annar aðilinn, t. d. sá sem kenndur er við austur, hafi á takteinum sem svarar 5 tonnum meira af jafngildi dýnamits til að sundra hverju einstöku okk- ar, og því verður hinn að- ilinn, sá sem kenndur er við vestur, líka að hafa jafngildi 15 tonna d sama augnamiði. Þetta er í stuttu máli það sem vissir stjórnmálaspek- ingar nefna valdajafnvægi í heiminum. Það er ekki nóg að hafa sem svarar hálfum togarafarmi af dynamiti á hverja vúsitölufjölskyldu, meðan grunur leikur á, að hinn aðilinn hafi sem svai’ar heilum togarafarmi. Það verður að stöðva þetta brjálæði/segja menn. Já, það verður að stöðva þetta brjál- æði. En það er ekki nóg að tala um að stöðva það. Menn verða að gera það, sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það. Og hvað stendur þá í okkar valdi, Islendinga, að gera? Þeirri spurningu höfum við hernámsandstæðingar rnarg- sinnis svarað, bæði hér á þessum fundi og annars stað- ar. Það stendur fyrst og fremst í okkar valdi að vísa hernum úr landi, segja okk- ur úr því stríðsfélagi, sem nefnist Atlantshafsbandalag, lýsa á ný yfir ævarandi hlut- leysi okkar í hernaðarátök- um. Það er verkefni okkar að afla þessum málstáð. fylgis með þjóðinni. En það er ekki sama með hvaða rökum við gerum það. Mér hefur t. d. fundizt að ýmsir hafi að undanförnu reynt að afla málstaðnum fylgis með rök- um, sem befa vott um helzt til mikil hugsanaþrengsli: að við eigum að vísa hernum úr landi fyrst og fremst á hefnd- arskyni við þær þjóðir, sem ekki hafa viðurkennt rétt okkar til 12 mílná fiskveiði- ar. kornið var ínn j Reykja-» vík. Síðasti spölúrinn úr* Hafnarfirði var langei’fiðast-; ur — malbikið hart undir fæti. En svo fór um flesta, að^ þeir gleymdu bæði þreytu og' bleytu við að sjá mannhafið,: sem streymdi niður Miklu- brautina og fyllti hana ger- samlega frá Lönguhlíð og niður á Rauðarárstíg. Og kröfugangan, sem gekk niður Laugaveginn, var vissulega' stærsta fjöldaganga, sem sézt hefur á íslandi. Utifundunnn. Sá fámenni gönguhópur tvö hundruð og fjörutíu manna, sem lagði af stað meðL íslenzka fánann í fararbroddl niður af Miðnesheiði snemma þennan morgunn, var lengst af heldur smáger fylking í breiðu hrauni Reykjanes- skagans. Enginn sem þar gekk taldi sig geta hrakið Bandaríkjamenn úr landi með þessari dagsgöngu. Það gat jafnvel hvarflað að sum- um stutta stund, að förin. væri tilgangslítil. En þegar komið var á leiðarenda í Lækjargötuna og göngu- menn stóðu dreifðir meðal þúsunda samherja, sem þangað höfðu fjölmennt til að mótmæla í sameiningu á stuttum útifundi þrásetu bandaríska hersins, þurfti enginn að kvíða því að gang- an frá Keflavik hefði verið . til einskis. Fundurinn.í Reykjavík var stórglæsilegur sigur. Guðgeir Jónsson var fundarstjóri og tókst honum með orðheppni sinni að þagga gersamlega niður í fáeinum Heimdell- ingum, sem vildu t-"fla fundinn. Fæð'm-Rn v~"u Jóhannes úr Kötlum, Gils Guðmundsson. Magnús Kjartansson, Jónas Árnason og Þorvarður Örnólfsson. Ræður þeirra voru stuttar og áhrifariíkar. Samþykkt Keflavíkurgöngúnnar var lesin við dynjandi lófatak. Margir göngumenn voru sárfættir þegar lauk fund- irium í Lækiargötu. og marg- ir voru ánægðir með dags-. verk sitt. lögsögu. Ég er að vísu ekki á móti því, að rgynslan af landhelgisdeilunni sé notuð til að koma þjóðinni í skiln- ing um hið rétta eðli Atlants- hafsbandalagsins. Og hvort tveggja eru þetta vissulega sjálfstæðismál okkar, barátt- an fyrir aukinni landhelgi, og baráttan gegn hernáminu. En baráttan gegn hernám- inu er meira en sjálfstæðis- mál okkar Islendinga sér- staklega. Hún er liður í þeirri baráttu, sem góðir menn hevja um heim allan fyrir friði og afvopnun. Og þá bar- áttu hljótum við að styðja, hvort sem við höfum stóra eða litla landhelgi. Með því að segja okkur úr At- lantshafsbandalaginu, lýsa yfir ævarandi hlutlevsi okk- ar, gerum við öllum heimin- um það ljóst, að við neit- um að þiggja þann skerf í jafngildi 20 dýnamittonna, sem okkur er ætlaður, hverju ög einu, til úttektar úr birgðaskemmum dauðans, og hvetjum jafnframt aðrar þjóðir til að fara að dæmi okkar. Forsendan fyrir þess- um stóra málstað getur sem sé ekki orðið þorskurinn á Islandsmiðum, fyrst og fremst, eða hagur íslenzkrar útgerðar heldur friðurinn í heiminum og hamingja alls mannkynsins. Við ■ verðum sem sé að forðast alla lágkúru í þessum efnum. Við verðum að heyja boráttuna með þeirri reisn, sem hæfir' málstaðnum. Og við verðum að standa ,sam- an, standa þéttar saman. Við verðum nú þegar að gera á- ætlun um sameiginlegar að- gerðir, hverja af annarri, unz fullur sigur er unn- inn. Við verðum að fara að láta þetta ganga eitthvað. Við verðum að kveða niður þann vesaldóm sem segir.að við sé- Framh. á 3. síðu. Frjáls þjóð — Latigardaginn 25. júní 1960 Frjáls þjóð — Laugardaginn 25. júní 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.