Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.06.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 25.06.1960, Blaðsíða 6
Fyrir meir en fjörutíu árum beindist athygli heimsins að friðarfána, er lítil þjóð dró að hún — á degi fullveldis. Þetta friðartákn lýsti einstæðu áformi fátækrar smáþjóðar, er hún hóf sjálfstæða þátttöku í samskipt- um þjóðanna. Það gat raunar ekki talizt marka nein meiri háttar þáttaskil í sögu stráðs og friðar. En bak við það mátti sjá í hillingum þá framtíð, sem var dýpsta þrá alls mannkyns. Það munu sumir segja, að yfirlýsingin um ævarandi hlut- leysi íslands hafi borið vitni um nokkra glámskyggni á fram- vindu samgangna og hertækni. Vera má hún lýsi þó framar cillu trú einnar kynslóðar á manndóm og giftu afkomend- áslenzki þjóðfáni við návist er- lends herfána; að sá fáni, sem eitt sinn var vígður ævarandi hlutleysi, hann hefur nú í meir en ellefu ár orðið að prýða hí- býli herbandalags; að sá fáni, sem vera skyldi um aldur merki vopnlausrar þjóðar, hann hef- ur nú í full níu ár orðið að horfa yfir vígbúnar sveitir útlendinga á íslenzkri grund. Nú, eigi síður en fyrir fjórum áratugum, þráir mannkynið ör- yggi og frið. j Friði til varðveizlu bíða óvíg- ir milljónaherir kallsins að fara í stríð. | Öryggis vegna rísa himinhá- ir kestir kjarnavopna í austri og vestri og bíða kveikjunnar, !að tortíma öllu lífi. stutt, að herstöðvar á íslandi séu sú friðarvernd, sem ekki megi án vera, hitt miklu frem- ur, að stofnazt gætu af þeim atburðir, er leiddu til styrjald- ar. Þær eru næsta hæpið fram- lag til friðar. En hlutlausir og vopnlausir gætum vér hins vegar með fullri vissu innt af hendi einstakt hlutverk í þágu varanlegs heimsfriðar. Því að undirstaða friðarins, endanleg lífsvon þessa mannkyns, er ekki fólgin í vilja og afli þjóðanna að benjast fyr- ir friðinn, heldur í sérhverri viðleitni þeirra að lifa saman í bróðerni. Og lítil þjóð, sem af- neitar trúnni á vopnin, þjóð sem heima fyrir helgar sig friðsam- legu starfi, en á alþjóðavett- Þorvaröur Örnólísson: Gefum öðrum þjóðum fordæmi anna. Víst er það, að ekki geta allir íslendingar svarið af sér ábyrgð þess, hvert orðið hefur hlutskipti hins fagra merkis, sem eitt sinn var svo nátengt hugsjóninni um frið á jörð. Það er nokkur bót í máli, að sú atburðarás hófst án tilverkn- aðar íslendinga sjálfra og án þess þjóðin fengi um það ráðið. Fyrir tuttugu árum var það, að morgni hins 10. maí. Þann dag fyrstan hékk útlendur gunn- fáni við hliðina á áslenzku frið- artákni. Þessa atburðar megum við nú minnast, og muna hitt þó betur, að enn í dag býr hinn j f skugga þeirra hnípir þjóð- fáni íslendinga, fagurlitur sem fyrr, blár, hvútur, rauður, en nú jlöngu ræntur þeim einstæða ljóma, sem hann eitt sinn átti, merki hinnar hlutlausu og vopnlausu þjóðar. Þann Ijóma gæti hann öðlazt aftur. Hvort svo fer, það er und- ir engum komið nema oss sjálf- ^um.Hér er engu að tapa — allt I að vinna. Og það væri meira en íslands ávinningur. Allar þjóð- ir hefðu ástæðu að fagna, ef vér legðum niður herstöðvar og lýstum á ný yfir ævarandi hlut- leysi þessa lands. Það verður alls ekki neinum rökum vangi stuðlar að réttlæti og varanlegum sáttum, hún gefur öðrum þjóðum fordæmi, sem er heiminum meira virði en sam- anlagðir herir stórveldanna. Keflavikurgöngu er lokið. Megi minning hennar lifa og á- hrif hennar flýta fyrir þeirri stund, að vér öll íslendingar göngum saman, undir einu merki, endurrisnu tákni ævar- andi hlutleysis og vopnleysis — þjóðfána vorum. Þökk fyrir samfylgd. Þökk fyrir komuna. UtanIandsferð ársins ódýr spennandi Gils Guömundssoo: í þjónustu lífs og friðar Góðir fundarmenn! Sá atburður, sem hér hefur gerzt í dag, gangan frá her- stöðinni í Keflavík til Reykja- víkur, er áfangi á vegferð, sem þegar er orðin nokkuð löng. Enn ein dagleið er að baki, og ég trúi því, að hún hafi skilað I vekjandi. Og þá er að halda förinni áfram af endurnýjuð- um þrótti. Og þó að einri og einn þreyttur maður dragist eitthvað aftur úr eða heltist , jafnvel úr lestinni, mun áfram i haldið á leiðarenda. Það munu líka margir bætast í hópinn. Kjarni íslenzkrar æsku, allir þeir, sem eiga það skap og þann metnað að fyrirlíta morðtól og mútufé, hljóta að taka undir kröfuna um brottför hersins og friðlýsingu landsins. Keflavíkurgangan hefur und- anfarna daga vakið mikið um- tal hér í Reykjavík og vafa- laust víðs vegar um land. Eg tel víst, að þorri hernámsand- stæðinga hafi skilið, hvað fyrir forgöngumönnunum vakti: að þeir vildu leitast við með bar- áttuaðferð nýstárlegri hér á landi að vekja þá, sem dottað hafa á verðinum, og sýna jafn- framt og sanna, að þeir vildu nokkuð á sig leggja, til að mót- mæla með eftirminnilegum hætti 20 ára hernámi. — Og mótmælagangan hefur einnig vakið ærna athygli og nokkurn taugaóstyrk í röðum hernáms- sinna. Þvá þó að þeir viti, að okkur drjúgum áfram að settu hár s£u friðmenn á ferð, flýgur marki: Frjálsu og fríðlýstu þeim máski j hugi hver orðið ^anc^- jhafa örlög Bandaríkjaleppanna Þó að við, sem hér erum í Suður-Kóreu og Tyrklandi — saman komin, séum misjafnlega miklir göngugarpar, höfum við sjálfsagt öll einhvern tíma ævinnar kennt ferðaþreytu og fundið mjög til þess, hve seint okkur sóttist leiðin. Slíkrar þreytu hefur gætt í röðum okkar hernámsandstæðinga nú hin síðustu missiri. Yfir bar- áttu okkar hefur hvílt slen og drungi, líkt og stundum sækir á ferðamenn í lognmollu, þeg- ar haldið er á brattann. En þá er þess gott að minnast, að jafnskjótt og komið er upp á nýjan sijónarhól, þar sem sval- ur andvari brekur burt moll- una, vex göngumanninum ás- megin að nýju. Eg trúi því, að Keflavikurgangan í dag hafi verið slíkur gustur, hollur og að ógleymdum þeim atburðum, sem eru að gerast í Japan. Inn í hugskot þeirra mætti gjarna læðast sá grunur, að engin þjóð þoli endalaust smán erlendrar íhlutunar. Dagar reikningsskil- anna koma, fyrr eða síðar, og þá verða innlend handbendi hins erlenda valds umkomu- lausari og aumkunarverðari en nokkrir aðrir. Sá dagur, sem nú er að kvöldi kominn, hefur sýnt það og sannað, að íslenzkir hernáms- andstæðingar eru að hrista a£ sér værðarmók síðustu missira. Þó að skoðanir okkar séu skipt- ar um margt, megum við ekki láta það hindra sameiginlega baráttu fyrir því, sem við hljót- Framh. á 2. síðu. Eysirasaltsvikan 1960 3. — 10. júlí í sumar verður haldin alþjóðleg kynningar- vika á hinni fögru baðströnd Rostockhéraðs við Eystra- salt í Austur-Þýzkalandi. Þátttakendur verða frá Þýzkalandi, Danmörku, Nor- egi, íslandi, Svíþjóð, Finn- landi, Póllandi, Sovétríkj- unum o. fl. Þátttaka er öllum heímil, yngri sem eldri. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ: íþróttamót — listsýningar — þjóðdansar — leik- og óperu- sýningar — tónleikar — , kappsiglingar og reiðhjóla- keppni — iðnaðar- og land- búnaðarsýning — dansleikir ÞÁTTTÖKUGJALD (ferðir og uppihald innifalið) — 7500 kr. og útiskemmtanir á baðstöð- um við ströndina — heim- sóknir í verksmiðjur, skipa- smíðastöðvar, fiskiðjuver og útgerðarstöðvar í Rostock- héraði. Einstakt tækifæri til að kynnast Austur- Þýzkalandi. íslenzki hópurinn fer með flugvélum 1. og 2. júlí til Kaupmannahafnar. Þaðan með lest og ferju til Warne- múnde. — Flogið heim frá Kaupmannahöfn 12. og 13. júlí. Þeir, sem þess óska geta fengið ódagsettan farseðil heim. Hópurinn mun búa á góð- um hótelum. Þátttaka tilkynnist undir- búningsnefnd Eystrasalts- vikunnar, Tjarnargötu 20, sem gefur allar nánari upp- lýsingar. Opið virka daga kl. 1—7. Sunnudaga kl. 4—5. Tilkynnið þátttöku sem fyrst. UNDIRBÚNIN GSNEFND EYSTRASALTSVIKUNNAR Tjarnargötu 20. - Sími 17511 íslenzkar stúlkur á Eystrasaltsviku 1958. 6. Frjáls þjóð — Laugardaginn 25. júní 1%0

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.